Alþýðublaðið - 05.01.1995, Page 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995
4
Kvöldskóli FB
- matvælasvið
Ávorönn 1995 stendur þértil boða eftirfarandi nám íkvöld-
skóla FB - matvælasviði:
Grunnnám í matreiðslu og framleiðslu - tveggja
anna nám.
Námið er metið sem 1. önn í Hótel- og veitingaskóla ís-
lands.
Sjókokkanám - tveggja anna nám.
Námið veitir réttindi til starfa á fiski- og flutningaskipum
minni en 100 rúmlestir.
Matartæknanám - þriggja ára nám.
Námið býr nemendur undir störf í mötuneytum heilbrigð-
isstofnana.
Nánari upplýsingar veittar við innritun í kvöldskóla FB, 4.,
6. og 7. janúar nk.
Skólameistari.
Markvisst
fjölmiðlanám
Hvar: Fjölbrautaskólinn í Breiðholti.
Hvenær: Á vorönn 1995, mánudaga og fimmtudaga kl.
21.10-22.30 frá 9. janúar - 27. apríl.
Fyrir hvern: Nemendur þurfa að hafa haldgóða undir-
stöðu í íslensku og ensku.
Nemendafjöldi ertakmarkaður.
Efni: Farið verður yfir alla helstu þætti fjölmiðlunar, s.s.
sögu, siðamál, lög og reglugerðir. Fjallað um dagblöð,
tímarit, sjónvarp, útvarp, blaðaljósmyndir, umbrot o.fl. o.fl.
Raunhæf verkefni. Greinaskrif fyrir dagblöð. Fréttavinnsla
fyrir sjónvarp.
Umsjónarmaður: Sigursteinn Másson, fréttamaður
Stöðvar 2 og Bylgjunnar.
Fjöldi gestafyrirlesara.
Verð kr. 12.500,- greiðist við innritun.
fGestaíbúðin Villa
Bergshyddan
í Stokkhólmi
íbúðin (þrjú herbergi og eldhús í endurbyggðu 18. aldar
húsi), er léð án endurgjalds til dvalar á tímabilinu 15. apríl
til 1. nóvember, þeim sem fást við listir og önnur menning-
arstörf í höfuðborgum Norðurlanda.
Umsóknir um dvöl í Villa Bergshyddan, þar sem fram komi
tilgangur dvalarinnar og hvaða tíma sé óskað, svo og upp-
lýsingar um umsækjanda, skal senda til Hasselby Slott,
Box 520, S-162 15 Vallingby, fyrir 18. febrúar nk.
Ekki eru notuð sérstök umsóknareyðublöð.
Nánari upplýsingar fást hjá skrifstofu borgarstjóra.
Skrifstofa borgarstjóra.
Jólatrés-
skemmtun VR
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur jólatrésskemmt-
un fyrir börn félagsmanna, sunnudaginn 8. janúar nk. kl.
16.00 á Hótel íslandi. Miðaverð er kr. 600,- fyrir börn og kr.
200,- fyrir fullorðna. Miðar eru seldir á skrifstofu VR, í Húsi
verslunarinnar, 8. hæð. Nánari upplýsingar í síma félagsins
568-7100.
Verzlunarmannafélag íslands.
Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi verður haldið 21. og 22. janúar
Gizur Gottskálksson, Guðmundur Árni Stefánsson, Hrafnkell Óskarsson, Petrí
Elín Soffía Harðardóttir:
✓
„Eg er enginn
nýgræðingur^
Elín Soflía Harðardóttir matreiðslumaður í Hafnarfirði gefur kost á
sér í 3. til 4. sæti í prófkjörinu. Elín er fædd árið 1958, sambýlismaður
hennar er Sigurjón Gunnarsson stýrimaður og eiga þau eitt bam. Fyrir
átti Elín Soffía eitt barn.
-Ertu bjartsýn á árangur?
,Já, auðvitað, annars gæfi ég ekki kost á mér. Ég er hvergi bangin og bý nú
að þeirri reynslu sem ég fékk með þátttöku í prófkjöri Alþýðuflokksins á
Reykjanesi árið 1987. Þá lenti ég í fimmta sæti og settist inná Alþingi sem
varamaður. Nú ætla ég að reyna að fikra mig upp framboöslistann."
-Nú eruð þið fjögur sem ekki njótið góðs af þingsetu með tilliti til kynn-
ingar. Hvernig lístþér á slaginn aðþvítilliti teknu?
„Bara ágætlega. Ég ætla að gera mitt besta. Þrátt fyrir að hafa ekki þessa al-
þingiskynningu þá hef ég frá æsku verið virk í starfí Alþýðuflokksins. Ég sit f
flokksstjóm, var varaformaður Sambands ungra jafnaðarmanna um tíma og
einnig formaður ungrajafnaðarmanna í Hafnarfirði. í prófkjörinu 1987 var ég
náttúrlega ung; nýtt andlit í slagnum; og fékk sjálfsagt góðan stuðning útá það.
Það kemur í Ijós hvemig þetta gengur nú; en ég er semsagt nokkuð sigld og
enginn nýgræðingur. Langtþví frá.“
-Þú ert ekkert hrœdd um að þið Jjögur sem ekki sitjið á þingi reitið at-
kvœði hvort af öðru?
,Jú, það getur svosem vel verið, ég veit það ekki. Annars vona ég að við
fömm nú sem niinnst inná hvors annars fylgi í þessum spennandi slag sem
framundan er. Ég ákvað sjálf að taka þátt í prófkjörinu rétt fyrir áramót og hef
bara ekki svo mikið leitt hugann að þessu; er lítið sem ekkert farin af stað.
Hinsvegar er það þannig, að sjö manneskjur í prófkjöri er lág tala og varla
ásættanleg. Það segir sig sjálft að fólk vill hafa fjölbreytilegra val. Það hefðu
gjaman mátt vera fleiri frambjóðendur í prófkjörinu. Flokkurinn hefði komið
sterkari þannig út.“
-Nú ertu komin af öflugri fjölskyldu jafnaðarmanna í Hafnarfirði og
sennilega lítil spurning um stuðning viðþigþaðan. Hvað segirðu um stuðn-
ing við þig íöðrum hlutum kjórdœmisins?
„Ég hef fulla trú á að ég hafi fylgi víðar í kjördæminu. Ég þekki þetta al-
þýðuflokksfólk meira og minna frá áralöngum kynnum og hef minnstar
áhyggjur afþví að fylgi mitt muni einskorðast við Hafnarfjörð. Þannig verður
það ekki. Annars langar mig til að benda á, að ég er alls ekki þátttakandi í próf-
kjörinu sem fulltrúi ljölskyldunnar - eða eitthvað þessháttar. Ég er bara ég.“
-Þú settistþarna inná þing á sínum tíma. Skildirðu eitthvað áþreifanlegt
eftirþig?
„Það ætla ég rétt að vona. Ég flutti til dæmis þingsályktunartillögu um
mengun í höfnum. Henni var ágætlega tekið og svipað fyrirkomulag og ég
lagði til þá hefur nú verið tekið upp í þessum málum. Það var síðan skemmti-
leg tilviljun, að í kringum þessa stuttu þingsetu mína gerðist ég sjómaður og
vann í fimm ár sem kokkur hjá Samskipum; aðallega á Amarfellinu.“
-Málefnaáherslurþínar, hverjar eru þœr?
„Ég hef vitaskuld áhuga á ótalmörgum málaflokkum, en sá málaflokkur
Hrafnkell Óskarsson:
„Tek þátt til að
• 44
sigra
Hrafnkell Óskarsson, yfirlæknir á Sjúkrahusi Suðurnesja, gefur kost
á sér í 2. til 3. sæti í prófkjörinu. Hrafnkell er fæddur 1952, giftur Þór-
hildi Sigtryggsdóttur heilsugæslulækni og eiga þau flmm börn:
-Þú stefnir á 2. til 3. sceti íprófkjörinu, þingsœti miðað við stöðu flokks-
ins íkjördœminu nú. Hefurþú nýliðinn eitthvað íþingmennina að gera?
„Ég fer aldrei öðruvísi í svona kosningar en til að vinna. Þetta er markmið-
ið sem ég set mér: Ég kem í prófkjörið til að sigra. Auðvitað geri ég mér grein
fyrir að það verður mjög erfitt að slá þeim við, sem eru nú þingmenn og sú
staða gefur þeim óneitanlega nokkuð forskot. Það má kannski segja að þetta
sé mikil bjartsýni. En ég er afturámóti með gríðarlega sterkan stuðnings-
mannahóp hér á Suðumesjum á bakvið mig.“
-Petrína Baldursdóttir er hinn frambjóðandinn af Suðurnesjum í próf-
kjörinu. Eruðþið ekkert smeyk við aðplokkafylgið af hvort öðru?
,Jú, þetta er viss hætta, en við ætlum að reyna hvað við getum að falla ekki
í sömu gryfju og framsóknarmennimir. Ef ti) vill skiptist fylgið héma nokkuð
jafnt á milli mín og Petrínu; við sjáum til. Mín tilfinning er þó sú, að við mun-
um bæði koma sterkt út í prófkjörinu."
-Sœkirðuþittfylgi til annarra staða kjördœmisins en Suðurnesja?
, Já, ég er til dæmis uppalinn Hafnfirðingur og á þar heilmiklar rætur; mik-
inn fjölda vina og kunningja. Ég var kynntur inní starf jafnaðarmanna í Hafn-
arfirði af Ingvari Viktorssyni sem stráklingur og hann er því að nokkm leyti
ábyrgur fyrir prófkjörsframboði mínu nú.“
-Nú eruð þið fjögur íprófkjörínu sem ekki eruð þingmenn. Hvernig met-
urðu stöðu þína gagnvartþeim?
„Ég þekki minna til Garðars Smára en hinna, en mér dettur ekki í hug að
vanmeta Gizur og Elínu. Síst af öllu Elínu sem kemur af miklu ættarveldi
hafnfirskra krata. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvernig þetta mun
raðast í Hafnarfirði, en þetta er náttúriega pólitískur lífróður Guðmundar
Áma og val Hafnfirðinga í prófkjörinu mun ef til vill litast af því. Kannski
kjósa þau bara hvort annað í fyrsta, annað og þriðja sæti. Ég veit það ekki.“
-Þú komst heim frá Svíþjóð fyrir tveimur árum, hófst þá fljótlega þátt-
töku í starfi jafnaðarmanna á Suðurnesjum og ert nú kominn í slag um
þingsœti tprófkjöri. Taka jafnaðamienn vel á móti nýjum liðsmönnum?
„Allavega hérna á Suðurnesjum. Alveg frábærlega. Þrátt fyrir að ákvörð-
unin um framboð hafi algjörlega verið mfn þá fékk ég fjölda áskorana og ein-
sog ég sagði fyrr, þá hef ég að baki mér feykilega sterkan hóp fólks. Bæði hér
á Suðurnesjum og eins í Hafnarfirði."
-Hvaða málefnaáherslur kemurðu með inníprófkjörsslaginn?
Elín: Eg er hvergi bangin og ætla að gera mitt besta. Ég er nokkuð sigld
og enginn nýgræðingur.
sem stendur mínu hjarta næst em launa- og kjaramálin. Þar er brýnast að bæta
kjör hinna lægstlaunuðu án þess að það fari útí verðlagið. Það er einnig kom-
inn tími til að hugleiða fyrir alvöm að hækka lágmarkslaunin og lögfesta slíka
ákvörðun. Það hræðilegt að horfa uppá hvað sumt fólk þarf að lifa við í launa-
málum. Hér fyrirfmnst íjöldi manns sem býr við hungurmörkin vegna hörmu-
legra daglaunataxta."
-Og umhverfismálin hefurðu látið tilþín taka.
,Já, ég hef lengi haft brennandi áhuga á umhverfismálum; sérstaklega
vemdun hafsins og blessaðri endurvinnslunni þar sem mér hefur fundist Is-
land vera mjög aftarlega á blaðið. f þessum málaflokki er mikil þörf á umbót-
um. Síðan gæti ég auðvitað tínt til áhugasvið einsog heilbrigðis- og mennta-
mál, en er þetta ekki nóg? Jú, ég held það.“
Hrafnkell: Tek þátt til að sigra og hef gríðarlega sterka stuðningsmenn á
bakvið mig.
„Það kemur nú eiginlega til af sjálfu sér, að heilbrigðismálin skipa þar
stærstan sess; ekki bara sem vinnan mín heldur sem mitt mesta áhugamál.
Sfðan eru tvö önnur málefni sem mér eru sérstaklega hugleikin: Annarsvegar
kjaramálin - sérílagi þeirra lægstlaunuðu - og hinsvegar íþrótta- og félags-
starf; forvarnir."