Alþýðublaðið - 05.01.1995, Page 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995
-ti'
New York
íbúar New York-borgar strengdu risavaxnasta loforð nýársins um sjálfsafneitun;
Með víðtæku reykingabann sem framfylgt verður á öllum veitingastöðum er taka
yfir 35 gesti í sæti er New York formlega hætt að reykja:
Síðasti smókminn
Elaine Kaufman, eigandi Elaine's, sögufrægs eftirlætis staðar harðsnúinna drykkjumanna og stórreykingamanna: „Fari þeir allir til helvítis!"
fbúar New York-borgar sem fyrir
voru heimsins þjakaðasta fólk af
óefnanlegum nýársheitum strengdu
sameiginlega á gamlárskvöld risa-
vaxnasta loforð nýársins um sjálfs-
afneitun - - og f þetta skiptið er þeim
alvara.
Með samþykkt borgarráðsins á
víðtæku reykingabanni sem fram-
fylgt verður á öllum veitingastöðum
er taka yfir 35 gesti í sæti er New
York formlega hætt að reykja.
Eigandí veitingastadar
ætlar í mál
Fyrir stóran meirihluta Banda-
ríkjamanna — sem nú eru flestir
fylgjandi öfgafullum aðgerðum til
að hreinsa andrúmsloftið af eitur-
efnum ýmiskonar — var þetta nýja
banntímabil langþráð og tilkoma
þess síst of snemmbær. En á meðal
reykingamanna og veitingastaðaeig-
enda var samþykkt borgarráðsins
(sem sett verður í lög þann 10. janú-
ar) tekið með fyrirsjáanlegum við-
bjóði og fyrirlitningu.
Pino Luongo, eigandi fimm vin-
sælustu veitingastaða borgarinnar
og þar á meðal hins gífurlega vin-
sæla Coco Pazzo, hefur hótað mál-
sókn á hendur borgaryfirvöldum
fyrir að mismuna gróflega þeim við-
skiptavinum hans sem langar til að
kveikja sér í einni (Rod Stewart,
Lauren Bacall, Julio Iglesias, Frank
Sinatra, Helena Bonham Carter. til
að nefna örfáa nafnkunna viðskipta-
vini Luongo sem reykja).
„Fari þeir allir til helvítis"
„Þetta minnir mig á daga komm-
únismans," sagði Luongo öskuillur.
„Atvinna mín er að gleðja fólk og
gera því til geðs. Veitingastaðir eru
ekki staðir sem fólk neyðist til að
heimsækja. Það á að vera komið
undir hverjum og einum einstaklingi
hvað hann vill gera með ltf sitt.“
„Fari þeir allir til helvítis!" segir
Elaine Kaufman, eigandi Elaine’s,
sögufrægs eftirlætis staðar harðsnú-
inna drykkjumanna og stórreykinga-
manna, aðspurð um skoðanir á nýja
reykingabanninu. „Það næsta sem
dynur á okkur verður sjálfsagt her-
ferð AA-samtakanna til að neyða
okkur til að hætta drekka - fari þeir
líka allir til helvftis!"
Gífurleg flódbylgja
and-reykingaáróðurs
Nýja löggjöfin í New York —
sem einnig leggur blátt bann við
tóbaksneyslu á íþróttaleikvöngum
og takmarkar reykingar á vinnustöð-
um við sérstök reykherbergi þar sem
aðeins þijár manneskjur eða færri
mega dvelja í einu — er hinsvegar
aðeins lítill hluti af gífurlegri flóð-
bylgju and-reykingaáróðurs sem nú
kaffærir Bandaríkjamenn hvert sem
litið er.
Maryland, Vermont og Utah hafa
nú þegar bannað allar reykingar á
veitinga-
s t ö ð u m .
Kalifornía
ennfremur
svo gott sem
algjörlega
reyklaus að
utan sem
innan og
bandaríska
alríkiskerfið
lætur ekkert
úrræði ónot-
að til að
drepa í síg-
arettum á
öllum skrif-
stofum sín-
um.
„Þetta er
ekki
mann-
réttinda-
mál"
„Þetta er
ekki mann-
réttindamál," segir borgarstjómar-
forsetinn Peter Valone með áherslu.
En hann var einmitt maðurinn sem
kynnti reykingabannið til sögunnar
og lagði fram sem frumvarp. „Þetta
er heilbrigðismál. Ég er ákaflega
ánægður með að við höfum nú greitt
atkvæði með þvf að gera þessa borg
að heilbrigðari dvalarstað."
Heilbrigðari, en sennilega ekki
hamingjusamari. Og hún er örugg-
lega ekkert öruggari fyrir vikið.
„Nei, látiði ekki svona. Reykinga-
bannið er ekkert nema lélegur
brandari,“ segir Brian McNally, eig-
andi veitingastaðarins á Royalton-
hótelinu. „Maður stígur hér varla út-
fyrir hússins dyr án þess að ræningj-
ar og ruplarar myndi biðröð til að
komast að manni. Og hvar er lög-
reglan til að vernda mann? Jú, hún
er upptekin við and-reykingainnrás-
irá veitingastaði."
Hver mun framfylgja
reykingabanninu?
Enginn virðist enn vita hvemig
farið verði að því vandasama verk-
efni að framfylgja lögunum í öllum
hinum 11 þúsund veitingastöðum,
kaffihúsum og skyndiréttastöðum
borgarinnar. Margir veitingastaða-
eigendur em ósveigjanlegir í þeirri
ætlan sinni að leyfa viðskiptavinum
sem þess óska, að kveikja sér í sígar-
ettu.
„Hver ætlar
sér að sjá til
þess að þessu
reykingabanni
verði fram-
fylgt? spyr
Pino Luongo.
„Ekki ætla ég
að gera það. Ég
er ekki lög-
reglumaður.“
Borgarbúar
fara
hamförum
í blöðum
Og hvað
varðar við-
brögð al-
mennra borg-
arbúa við reyk-
ingabanninu þá
hafa þeir farið
hamförum í
lesendábréfa-
skrifum sínum
á síðum dag-
blaðsins New York Times. Einn les-
endanna benti til að mynda á, að nú
fengi hún pottþéttan lagalegan
grunn til að krefjast banns á alla bí-
laumferð í New York.
„Ég er ekki ökumaður,“ skrifaði
hún. „En ég á þess engan annan
kost, en að anda mér hinum meng-
andi útblæstri bifreiðanna. Ég er
ekki reykingamaður. En ég á ekki að
þurfa venja komur mínar á reyk-
fyllta veitingastaði og bar.“
Munu reykingamenn
sæta stofufangelsi?
Önnur kona skrifaði og kvartaði
sáran yfir því, að þær 2,5 milljónir
reykingamanna sem í borginni búa,
myndu „í raun og vem sæta stofu-
fangelsi“ þegar lögin ganga í gildi.
„Eru þessar meintu 2,5 milljónir
borgarbúa sem reykja virkilega svo
háðar tóbaksnautninni að þeir geta
ekki lifað af 45 mínútur til klukku-
tíma án þess að anda að sér eitur-
reyknum?" spurði einn forvitinn les-
endabréfsskrifari sem svar við ásök-
unum um stofufangelsisvistun.
„Auðvitað getum við lifað af
þetta langan tíma án þess að reykja,“
hljóðaði svarið við þeirri spurningu,
„alveg einsog þú gætir án vafa til-
neyddur þraukað í þrjú korter á veit-
ingastað án þess að tala eða hlæja.“
Kæruleysislegt
frjálsræðið kvatt?
Eitt aðaláhyggjuefni borgarbúa er
síðan að persónuleiki borgarinnar,
sem löngum hefur stært sig og státað
af andrúmslöfti kæmleysislegs
frjálsræðis, verði gjörbylt í anda
boða og banna reykingabannsins.
Ibúar New York óttast reglugerðar-
áráttu stóra-bróðurs-rfkisins.
En Danny Meyer, eigandi hins
vinsæla (og heilbrigða) veitinga-
staðar Union Square Cafe sem nú
hefur verið reyklaus um fimm ára
skeið, spáir því að reykingabannið
geti aðeins bætt ástandið í borginni.
Starfsfólkið hefur
engan valkost
Meyer, sem var ákafur talsmaður
reykingabannsins á opinberum vett-
vangi, segist hafa mun þyngri
áhyggjur af starfsfólki sínu en við-
skiptavinunum; velferð starfsfólks-
ins skipti öllu máli.
„Starfsfólk hefur engan valkost á
vinnustað sínum,“ segir hann. „Þau
þurfa að vinna á vöktum sex klukku-
stundir í senn á veitingastöðum þar
sem reykurinn fyllir öll vit. Mér
finnst það hræðileg tilhugsun að til
sé vinnuveitendur sem hafa þyngri
áhyggjur af viðskiptavinunum en
heilsu starfsfólksin.s.“
Kaffid, leiðinlega
dagblaðið og Ijóskan
Brian McNally deilir hinsvegar
ekki bjartsýnisviðhorfum Meyer um
að ástandið muni aðeins batna í
borginni við reykingabannið. „Mað-
ur situr á veitingastað umlukinn
reyk sem helst minnir á múrvegg í
þykkt sinni. Maður hefur fyrir fram-
an sig bolla af espresso-kaffi, New
York Times og gullfallega konu.
Fjarlægðu reykvegginn og hvað hef-
ur maður þá fyrir framan sig?
„Bolla af molakaffi, hundleiðin-
legt dagblað og heimska ljósku?"
Byggt á The Sunday Telegraph.
„Fari þeir aUir til helvítis!“
segir Elaine Kaufman, eig-
andi Elaine’s, sögufrægs
eftirlætis staðar harðsnú-
inna drykkjumanna og
stórreyldngamanna, að-
spurð um skoðanir á nýja
reyldngabanninu. „Það
næsta sem dynur á okkur
verður sjálfsagt herferð
AA-samtakanna til að
neyða okkur til að hætta
drekka — fari þeir líka alhr
tU helvítis!“
Stuttfréttir
Doktor Árni
Björnsson
Á laugardaginn fer fram dokt-
orsvörn við heimspekideild Há-
skóla íslands. Arni Björnsson
cand.mag. ver rit sitt Saga dag-
anna, sem dómnefnd skipuð af
heimspekideild hefur metið hæft til
doktorsprófs. Doktorsvömin fer
fram í hátíðasal Háskólans og hefst
klukkan 14. Öllum er heimill að-
gangur.
Góðuraðbúnaður
í Kópavogi
Trésmíðafélag Reykjavíkur hef-
ur frá 1985 árlega veitt fyrirtæki
sérstaka viðurkenningu fyrir góðan
aðbúnað starfsmanna á vinnustað.
Að þessu sinni var ákveðið að veita
fyrirtækinu Á. Guðmundsson hf.
Skemmuvegi 4 í Kópavogi viður-
kenningu félagsins. Fyrirtækið er
húsgagnaframleiðandi og sérhæfir
sig í gerð skrifstofuhúsgagna. Þar
starfa 12 manns við framleiðslu. í
fyrirtækinu er rúmgóð og björt
matstofa og hver starfsmaður hefur
eigin hirslur. Snyrtileg aðkoma er
að fyrirtækinu, umgengni öll til
fyrirmyndar, öll hreinlætisaðstaða
er í góðu lagi og öryggismálum er
vel sinnt. Það var Ásgeir J. Guð-
mundsson forstjóri sem tók
við viðurkenningu Trésmíðafé-
lagsins.
Útvarpsverðlaun
Á gamlársdag var úthlutað úr
Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins.
Verðlaunin hlutu að þessu sinni Is-
ak Harðarson Ijóðskáld og Odd-
ur Björnsson leikritaskáld og
komu 400 þúsund krónur í hlut
hvors.
Krossgátur ársins
Krossgátubók ársins 1995, sú
12. í röðinni er komin út hjá ÓP-út-
gáfunni. Bókin hefur að geyma
fjölmargar krossgátur sem eiga eft-
ir að stytta krossgátuunnendum
stundimar. Forsíðuna prýðir skop-
mynd af Davíð Oddssyni forsætis-
ráðherra.
Bankaieikur
Dregið hefur verið í getraunaleik
Búnaðarbankans sem staðið hefur
yfir í Kringlunni og ýmsum fram-
haldsskólum. Alls tóku um sjö þús-
und manns þátt í leiknum og voru
dregnir út 136 vinningshafar. Að-
alvinningurinn, Hyundai 433DL
tölva, kom í hlut Jennýar Guð-
mundsdóttur, Reykhólum í
Barðastrandarhreppi, en hún er 19
ára nemandi Fjölbrautaskólans í
Breiðholti. Dóra Ingvarsdóttir
útibússtjóri Búnaðarbankans í
Mjódd afhenti Jenný vinninginn.
Menningar-
verðlaun VISA
Afhending styrkja úr Menning-
arsjóði VISA, voru veittir í þriðja
sinn milli jóla og nýárs. Sjóðurinn
var stofnaður 1992 með það að
markmiði að styðja íslenska menn-
ingu og listir', efla vísindi og tækni
og til að veita fé til líknarmála.
Einar Már Guðmundsson rithöf-
undur hlaut menningarverðlaunin
nú fyrir framlag á sviði ritlistar. Á
sviði tónlistar fékk Tríó Nordica
verðlaun en það skipa Auður Haf-
steinsdóttir, Bryndís Halla
Gylfadóttir og Mona Sandström.
Á sviði leiklistar fékk Bryndís
Einarsdóttir leiklistamemi verð-
launin en Blindrabókasafnið fyrir
framlag á sviði líknarmála. Þjóðar-
átak stúdenta fyrir þjóðbókasafnið
fékk verðlaunin á sviði vísinda
og fræða. Alls nema verðlaunin
1.5 milljónum króna eða 300
þúsundum í hlut hvers verðlauna-
hafa.
Atvinnuréttindi
útlendinga
Um áramót tóku gildi ný lög um
atvinnuréttindi útlendinga. Lögin
taka til allra útlendinga að undan-
skildum þeim sem em ríkisborgar-
ar í aðildarríkjum EES. Framvegis
verður greint á milli þriggja teg-
unda af atvinnuleyfum. Tímabund-
ið atvinnuleyfi er veitt atvinnurek-
enda til að ráða útlending í tilgreint
starf um tiltekinn tíma. Obundið at-
vinnuleyfi er veitt útlendingi til að
vinna á Islandi og loks er um að
ræða atvinnurekstrarleyfi sem felur
í sér leyfi til að vinna sjálfstætt eða
starfrækja fyrirtæki. Erlendir
námsmenn sem stunda nám í ís-
lenskum skólum þurfa nú atvinnu-
leyfi. Einnig er gert ráð fyrir sér-
stöku leyfi til að ráða einstakling á
aldrinum 17-30 ára í vist á íslenskt
heimili (au-pair).
42 fórust í fyrra
Samkvæmt samantekt Slysa-
vamafélags Islands fómst 42 ein-
staklingar í banaslysum í fyrra, 33
karlar og nfu konur. Níu útlend-
ingar fómst af slysförum hér á
landi og einn Islendingur fórst í
umferðarslysi erlendis. Flestir fór-
ust í umferðarslysum eða 18 ein-
staklingar. í sjóslysum eða vegna
dmkknunar fómst 10 og jafnmarg-
ir fórust í ýmiss konar slysum. I
flugslysum fómst fjórir. Banaslys
hafa ekki orðið jafn fá síðast liðin
10 ár, en 1993 fómst 48. Flestir fór-
ust 1986 eða 74.
Breytingaskeið
kvenna
Á vegum Sálfræðistöðvarinnar
verða haldnir fyrirlestrar um breyt-
ingaskeið kvenna á fimmtudags-
kvöld klukkan 20 að Hótel Loft-
leiðum. Fyrirlestramir eru einkum
ætlaðir konum á aldrinum 40 til 55
ára.
Fjöleignahús og
húsaleigulög
Húsnæðisstofnun ríkisins hefur
gefið út kynningarbæklinga um ný
lög sem tóku gildi 1. janúar 1995.
Um er að ræða lög um fjöleignahús
og húsaleigulög. I bæklingnum um
ný lög um fjöleignahús er hið nýja
hugtak útskýrt og vakin athygli á
reglugerð sem er væntanleg. Stutt
yfirlit em gefið um efni laganna
en þau em mun ítarlegri en fyrri
lög og meginbreytingar em kynnt-
ar. I bæklingnum um ný húsaleigu-
lög em helstu breytingar kynntar
frá því sem var í lögum um
húsaleigusamninga. Hægt er að
nálgast þessa bæklinga hjá
Húsnæðisstofnun ríkisins, skristof-
um sveitarfélaga, Húseigendafé-
laginu, Leigjendasamtökunum og
víðar.
Gjaldeyrishöft
fallin úr gildi
Nú um áramótin tók gildi síðasti
áfangi í afnámi gjaldeyrishafta hér
á landi. Nú verður Islendingum
heimilt að eiga hvers konar gjald-
eyrisviðskipti án nokkurra tak-
markana og skilaskylda erlends
gjaldeyris fellur úr gildi. Þeir sem
eignast erlendan gjaldeyri geta ráð-
stafað honum að vild. Með þessum
áfanga er stigið lokaskrefið í þeirri
stefnu sem fylgt hefur verið frá
1990 og var staðfest með nýjum
gjaldeyrislögum sem tóku gildi
1992 og skuldbindingum Islands í
EES- samningnum. Með nýrri
reglugerð sem Sighvatur Björg-
vinsson viðskiptaráðherra helur
gefið út em gefnar frjálsar skamm-
tímahreyfingar tjármagns, til dæm-
is kaup á erlendum skammtíma-
verðbréfum og innlegg á banka-
reikninga erlendis, en á síðasta ári
vom þessi gjaldeyrisviðskipti háð
tjárhæðartakmörkunum. Þótt
gjaldeyrisviðskipti hafi nú að fullu
verið gefin frjáls verður áfram í
gildi upplýsingaskylda lil Seðla-
banka Islands vegna hagsýslugerð-
ar. Þannig verður ætlast til að á af-
greiðslubeiðni vegna gjaldeyris-
viðskipta sé tilefni viðskiptanna til-
greint. Er þetta svipað fyrirkomu-
lag og í öllum helstu nágranna-
löndum okkar. Viðskiptaráðuneyt-
ið telur að nú séu innlendar reglur
um gjaldeyrisviðskipti og íjár-
magnshreyfingar orðnar fyllilega
sambærilegar við það sem gerist í
öðrum OECD-löndum.
Ú