Alþýðublaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 1
Kvennalistaraunir í Reykjaneskjördæmi Sár atburðarás fyrir einhverjar konur - segir Kristín Halldórsdóttir sem býður sig fram í nýju forvali sem stendur yfir. Helga Sigurjónsdóttir sigraði í fyrra forvali en niðurstöður þess voru hunsaðar. Helga ekki með aftur. „Kvennalistinn hefur getað geng- ið frá sfnum framboðum án ágrein- ings til þessa og konur eru ósköp leiðar yfir því að þetta skyldi þurfa að fara svona á Reykjanesi. En stað- reyndin er sú að konur voru mjög ósáttar við að ég gæfi ekki kost á mér að vera í hópi 10 efstu kvenna á framboðslistanum. Þær fóru því á stað með aðgerðir til að fá mig á listann og tókst það. En þessu var ekki beint gegn nokkurri konu og það vissi enginn hverjar höfðu ver- ið í efstu sætum fyrra forvals fyrren eftir að undirskriftasöfnun fór fram og ég búin að samþykkja að taka þátt í nýju forvali," sagði Kristín Halldórsdóttir í samtali við blaðið. Framboðsmál Kvennalistans í Reykjaneskjördæmi hafa ekki gengið hljóðalaust. Forval um röð- un á lista fór fram fyrir nokkrum vikum og urðu úrslit þau að Helga Sigurjónsdóttir bæjarfulltrúi Kvennalistans í Kópavogi hafnaði í efsta sæti, en hins vegar var þátttaka ekki nægileg fyrir bindandi niður- stöðu. Engu að síður lagði uppstill- ingamefnd til að farið yrði eftir nið- urstöðum forvalsins og var tillagan samþykkt á félagsfundi í desentber. Hópur kvenna vildi ekki una þeirri niðurstöðu og safnaði undir- skriftum um að Kristín Halldórs- dóttir gæfi kost á sér í efsta sæti. Kristín varð við áskoruninni og í framhaldi af þvi var samþykkt að láta fara fram nýtt forval. Það forval er að heíjast og fer fram skriflega sem hið fyrra. Um 160 konur eru félagar í Kvennalistanum á Reykjanesi og eiga rétt á að taka þátt í að raða í 10 efstu sæti listans, en 21 kona er í framboði. Helga Sigurjónsdóttir er afar ósátt við þau vinnubrögð að hunsa fyrra forvalið og er ekki með í þvf síðara. „Það voru í raun mjög fáar konur sem ákváðu að láta niðurstöðu for- valsins gildaþótt þátttaka í því væri mjög lítil. Eg held að það fáist miklu lýðræðislegri niðurstaða með þessu nýja forvali þrátt fyrir svolítið erfiða og sára atburðarás fyrir ein- hverjar konur," sagði Kristín. -Helga Sigurjónsdóttir telur það ekki heiðarleg vinnubrögð að lumsa niðurstöður fyrra forvals og efna til forvals á ný með þessum hœtti? „Eg er ekki sátt við þessar yfir- lýsingar hennar. Það er margbúið að fara yfir þetta mál í okkar hópi og það hefur alltaf legið fyrir að það væri ekki verið að lýsa yfir neinu vantrausti eða óánægju með þær konur sem gáfu kost á sér. Hins vegar virtust konur hafa gert ráð fyrir því að ég yrði í framboði og það talsvert rætt án þess að ég vissi af því. Þegar kom í Ijós að ég var ekki í framboði fór hreyfing á stað til að fá mig til að skipta um skoðun, en þetta beindist ekki að Helgu eða hinum konunum sem gáfu kost á sér. Helmingur þeirra skoraði raun- ar á mig að fara fram í þessu forvali. En það hefði verið æskilegt að vinna betur að framboðsmálunum í upphafi og þá hefði þetta ekki þurft að koma til,“ sagði Kristín Halldórsdóttir. Alþýðuflokkurinn á Vesturlandi Sveinn Þór í öðru sæti Framboð fyrir Þjóðvaka kom ekki til greina, segir Sveinn Þór Elínbergsson. ,Já, það er klárt mál að ég tek annað sæti á lista Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi. Ástæðan fyrir því að ég tók mér þetta góð- an tíma til umhugsunar er sú, að ég vildi skoða hvað þetta þýddi fyrir stöðu okkar Snæfcllinga. Ég tel á þessum tímapunkti rétt að ég taki sætið á sömu forsendum og ég fór í prófkjörið, að tekið sé tillit til hagsmuna Snæfellinga, minna sjónarmiða og afstöðu þeirra sem stutt hafa mig,“ sagði Sveinn Þór Elínbergsson, aðstoðarskólastjóri í Snæfellsbæ, í samtali við Al- þýðublaðið í gærkvöldi. Sveinn Þór tókst á við Gísla S. Einarsson í prófkjöri um efsta sætið fyrir jól og laut lægra haldi. „Það er ljóst að Alþýðuflokkurinn hefur skýra og afdráttarlausu stefnu og hefur náð góðum ár- angri. Sú staða auðvcldaði vissu- lega ákvörðun mina um að taka annað sætið,“ sagði Sveinn Þór. Sveinn Þór hefur ítrekað verið orðaður við framboð fyrir Þjóð- vaka, en aðspurður sagði hann Gísli S. Einarsson og Sveinn Þór Elínbergsson tókust á í prófkjöri á Vest- urlandi fyrir jól. Þeir munu leiða lista Alþýðuflokksins í kosningunum. það af og frá: „Nei, það er ekki rétt að ég hafi verið að spá í fram- boð fyrir Þjóðvaka. Þetta kom kannski til umræðu í einstaka hópum - jafnvel á meðal stuðn- ingsmanna minna - en ekki að mínu frumkvæði. Framboð fyrir Þjóðvaka kom ekki til greina af niinni til hálfu. Ég vísa þessum sögusögnum til föðurhúsanna. Það breytir því hinsvegar ekki, að mér finnst jafnslæmt og áður að Jóhanna Sigurðardóttir hafi farið úr Alþýðuflokknum.“ Þjóðarflokkurinn býður ekki fram á Norðurlandi eystra Get ekki unnið eftir formúlum Jóhönnu - segir Ámi Steinar Jóhannsson sem er orðaður við Alþýðubandalagið. Rokkið & sukkið „Ég sukkaði mikið þegar ég var í þessum tónlistarbransa, en ég hef hitt leigubílstjóra og lög- fræðinga sem sukka alveg jafn- inikið og popparar gera. Það er bara af því að poppararnir eru í sviðsljósinu að það gert svona mikið veður útaf þessu.segir Michael Dean Óðinn Pollock í viðtali við Alþýðublaðið. Sjá viðtal við Ijóðskáldið Mikka Pollock á miðopnu. „Við Steingrímur J. Sigfússon drukkum saman kaffi í gær og það er ekkert meira um það að segja. Það var bara verið með vangaveltur um stöðuna og ég veit ekki hvort ég hreyfi mig eitthvað, en alla vega verður það ekki með Jóhönnu Sig- urðardóttur. Ég get ekki unnið eftir þeim fonnúlum sem þar eru uppi,“ sagði Ámi Steinar Jóhannsson garð- yrkjustjóri á Akureyri og þjóðar- flokksmaður í samtali við blaðið. Við síðustu þingkosningar fékk Þjóðarflokkurinn, sem bauð fram með Flokki mannsins, sáralítið íylgi nema í Norðurlandskjördæmi eystra. Þar var Ámi Steinar í efsta sæti og flokkurinn fékk tæp 1.100 atkvæði eða nær 7% atkvæða. Vitað er að bæði Þjóðvakafólk og Alþýðubanda- lagið hafa verið að bera víumar í Áma Steinar um að taka sæti á lista við komandi kosningar. Ámi sagði Þjóðarflokkinn ekki mundu bjóða fram nú enda væri hann enn að greiða niður skuldir kosningabarátt- unnar fyrir (jórum árum. Orðrómur er uppi um að Áma hafi verið boðið annað sæti á lista Alþýðubandalags- ins í kjördæminu, en hann segir það ekki rétt. „Ég er hins vegar félags- málamaður og hef áhuga á pólitík. En ég er ekki í pólitík nerna ég hafi það á hreinu hvað eigi að fara að gera og hvemig. Ég var aldrei tilbúinn til að stilla mér upp fyrir framan sjón- varpsmyndavél og segja: Ég fylgi Jó- hönnu. Svoleiðis uppseming er mér ekki að skapi og mér finnst það hall- ærislegt áður en nokkur stefnuskrá er komin. Svo em þama hlutir sem þarf að gera upp en ekkert er unnið í. Það em stóm málin sem hún stendur fyr- ir eins og húsnæðismálin og samein- ing sveitarfélaga. Hvort tveggja hef- ur algjörlega farið út í sandinn að mínu mati og verið unnið úl stórtjóns að mörgu leyti,“ sagði Ámi Steinar. Við erum vinir Helga Nína Aas var á göngu með vini sinum niður við höfn í gær. Hundurinn hennar er óneitanlega tilkomumikill, og það er nafnið líka: Fitjar Czar Amurat Sakowitz, allajafna kallaður Amur- at. „Við erum vinir," sagði Helga Nína og af myndinni að dæma er Am- urat svo sannarlega á sama máli. Fráleitt að banna hundahald í Reykjavík - segir Össur Skarphéðinsson ráðherra dýraverndarmála um hugmyndir um að banna hundahald í Reykjavík. „Mér finnst þessi umræða út í hött. Það er fráleitt að banna hundahald í Reykjavík. Ég skil ekki þá fullyrð- ingu að hundar passi illa í borg, ein- sog einn borgarfulltrúi orðaði það víst,“ sagði Ossur Skarphéðinsson umhverfisráðherra og æðsti yfirmað- ur dýravemdarmála í samtali við Al- þýðublaðið í gær. Ámi Þór Sigurðs- son borgarfulltrúi R-listans hefur viðrað þá skoðun að hætta eigi að leyfa undanþágur frá banni við hundahaldi í Reykjavík. „Reglu- gerðin um hundahald er mjög ströng, og ég veit ekki til þess að nein stór- vægileg vandamál hafi komið upp vegna hunda í Reykjavík. Mér finnst að Ami Þór, sá ágæti maður, eigi að finna sér einhveija aðra póli- tík,“ sagði Össur. * Runólfur Agústsson lögfræðingur Skipar líklegal. sæti Þjóðvaka á Vesturiandi Runólfur Ágústsson, lögfræð- ingur og lektor við Samvinnuhá- skólann á Bifröst, mun að öllum líkindum skipa fyrsta sæti ffam- boðslista Þjóðvaka á Vesturlandi í komandi Alþingiskosningum. Þetta hefur Alþýðublaðið eftir traustum heimildum í kjördæminu. Runólfur vill sjálfur þó hvorki játa né neita þessum ffegnum. „Það er ekki búið að ganga ffá endanlegri röð á listanum og því vil ég hvorki játa þessu eða neita. Ég vil eiginlega ekkert annað um það segja. Við gerum annars ráð fyrir að ganga frá listanum fyrir næstu mánaðarmót, en kynningarfundur á framboði Þjóðvaka í kjördæminu verður haldinn á Hótel Borgamesi 17. janúar. Mér líst vel á kosningabaráttuna framundan og tel ekki ástæðu til að ætla annað en útkoma Þjóðvaka í kosningunum verði góð,“ sagði Runólfur í samtali við blaðið í gær- rnorgun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.