Alþýðublaðið - 18.01.1995, Side 8

Alþýðublaðið - 18.01.1995, Side 8
Miðvikudagur 18. janúar 1995 10. tölublað - 76. árgangur Verð i lausasölu kr. 150 m/vsk Samhugur í verki Fjölmiðlar landsins standa að landssöfnun vegna náttúruhamfaranna í Súðavík. Þjáning og sorg íbúa í Súðavík og gífurlegt eignatjón kalla á skjót við- brögð annarra íslendinga þeim til hjálpar og stuðnings. Þess vegna hafa Stöð 2 og Bylgjan, Ríkisútvarpið (Rás 1 og Rás 2) og Rikissjónvarpið, FM 95,7, Aðalstöðin, X- ið, Brosið, Alþýðublaðið, Dagur, DV, Morgun- blaðið, Morgunpósturinn og Tíminn ásamt Pósti og síma ákveðið í sam- vinnu við Rauða kross fslands og Hjálparstofnun kirkjunnar að efna tii söfnunar á meðal allra landsmanna. Landssöfnunin „Samhugur í verki“ hefst annað kvöld, 19. janúar, klukk- an 19:55 með ávarpi forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, sam- tímis á báðum sjónvarpsrásunum og öllum útvarpsrásum landsins - og síðan verður tekið á móti framlögum í símamiðstöð söfnunarinnar til sunnudagskvölds 22. janúar. Landssöfnunin verður með því sniði að fólk getur annars vegar hringt í símanúmer landssöfnunar- innar og tilgreint fjárhæð sem er sett á greiðslukort eða heimsendan gfró- seðil. Hins vegar er hægt að leggja beint inn á sérstakan bankareikning söfnunarinnar hjá öllum bönkum og sparisjóðum. Símanúmer söftiunarinnar er 800 5050 (grænt númer) Bankareikningur söfnunarinnar er 1117-26-800 Sparisjóðnum í Súða- vík. Tekið verður á móti framlögum inn á bankareikning landssöfnunar- innar ffá föstudeginum 20. janúar til föstudagsins 3. febrúar. Sjóðsstjórn landssöfnunar- innar er skipuð fulltrúum Rauða kross Islands, Hjálparstofnunar kirkjunnar, stjómvalda, sóknar- prestinum í Súðavík og fulltrúa Rauða kross deildar ísafjarðar- sýslu. Fjárgæsluaðilar söfnun- arinnar em sparisjóðirnir á fs- landi. Þeir sem standa að Lands- söfnun vegna náttúruhamfara í Súðavík, hvetja alla íslendinga til að sýna samhug í verki og láta sitt af hendi rakna svo að milda megi áhrif hinna válegu atburða á líf og afkomu fjöl- skyldna og einstaklinga í Súða- vík. Jón Bjarman sjúkrahúsprestur Erfíttaðtala við fólkið - eftir því sem lengra líður frá atburðunum. Mikið álag er á neyðarmiðstöð Rauða krossins í Reykjavík, segir Sigrún Árnadóttir framkvæmda- stjóri RKÍ. Áfallahjálp í Súðavík Fyrirbyggir langvinn sálræn eftirköst - segir Borghildur Einarsdóttir geðlæknir um tilgang áfallahjálpar þegar hópslys verða. „Áfallahjálp beinist að því að fyr- irbyggja alvarleg og langvinn sálræn eftirköst hjá þeim sem hlut eiga að máli þegar hópslys eiga sér stað. Annars vegar er um að ræða sálræna skyndihjálp á vettvangi og hins veg- ar kerfisbundna tilfinningalega úr- vinnslu þegar hættuástand er um garð gengið,“ sagði Borghildur Einarsdóttir geðlæknir í samtali við blaðið. Borghildur hefur sérhæft sig í áfallahjálp sem og eiginmaður henn- ar, Rudolf Adolfsson geðhjúkmnar- fræðingur. Hann fór vestur á Súða- vik með varðskipinu Tý f hópi sér- þjálfaðs sjúkraliðs ásamt björgunar- sveitarmönnum. Borghildur Einars- dóttir, sem er starfandi geðlæknir á Landspítalanum, sagði að í skipu- lagningu aðgerða og viðbúnaði við hópslysum væri mikilvægt að hafa í huga, að hópslys, hvort heldur vegna náttúmhamfara eða af mannavöld- um, væm alvarleg áföll sem valda sálrænu umróti og streituviðbrögð- um hjá þeim sem hlut eiga að máli. „Áfallahjálp nær til þeirra sem tengjast slysinu beint eða óbeint. Sem dæmi má nefna hina slösuðu, þá sem bjargast án áverka, vanda- menn, sjónarvotta, vinnufélaga, hjálparfólk og stjómendur hjálparað- gerða,“ sagði Borghildur. Hún sagði sálræna skyndihjálp á vettvangi byggjast á lfkamlegri og andlegri að- hlynningu einstaklinga sem hafa orðið fyrir alvarlegum áföllum. Allir þátttakendur í hjálpar- og björgunar- störfum þyrftu að þekkja eðlileg streituviðbrögð og tileinka sér gmndvallaratriði sálrænnar skyndi- hjálpar. Bráð streituviðbrögð Borghildur var spurð hver væm helstu einkenni streituviðbragða á vettvangi hópslysa. „Bráð streituviðbrögð sem em mest áberandi á vettvangi em líkam- leg viðbrögð af ýmsum toga. Þar má nefna skjálfta, hraðan hjartslátt, svita, ógleði, kviðverki, köfnunartil- fmningu, hraða öndun og svima. Þessi lfkamlegu viðbrögð getur verið erfitt að greina frá einkennum líkam- legra áverka eða sjúkdóma, svo sem blæðingu, höfúðáverka eða súrefnis- skorti. Atferli eða hegðun em alla- jafna lítið afbrigðileg. Þó getur borið á óróleika, ofvirkni eða sinnuleysi. Tilfinningaleg viðbrögð em lítil í Sigrún Árnadóttir framkvæmda- stjóri RKI og Jón Bjarman sjúkra- húsprestur að störfum í neyðar- miðstöð Rauða krossins í Reykja- vík. A-mynd: E.ÓI. „Það verður alltaf erfiðara að tala við fólkið eftir því sem lengra líður frá atburðunum, því þetta fólk er búið að bíða frá því í gær- morgun,“ sagði Jón Bjarman sjúkrahúsprestur í samtali við Al- þýðublaðið í gær, en Jón er við sí- mann í neyðarmiðstöð Rauða krossins í Reykjavík. Um þrjúleitið í fyrradag opn- aði Rauði krossinn neyðarlínu fyrir þá sem vilja fá upplýsingar uin vini og vandamenn er kunna að hafa ient í snjóflóðinu í Súða- vík. Einnig eru þar til taks sér- fræðingar í áfallahjálp sem eru tilbúnir að tala við þá sem eiga um sárt að binda vegna þessara hörmunga. Þessir sérfræðingar eru sjálfboðaliðar úr röðum lækna, presta, sálfræðinga og hjúkrunarfræðinga. Þeir sinna öllu Iandinu utan Vestfjarða. Borgarspítalinn sendi hóp slíkra sérfræðinga vestur á firði með varðskipinu Tý á mánudaginn. Sigrún Arnadóttir, fram- kvæmdastjóri Rauða krossins á íslandi, sagði í viðtali við blaðið í gær að mikið álag hefði verið á því fólki sem sæti við símana. Um fimmhundruð símtöl hefðu verið á fyrsta sólarhring þjónustunnar. Rauði krossinn fær upplýsingar frá almannavörnunum á ísafirði jafnóðum og eitthvað gerist fyrir vestan. Sigrún sagði prestana vera ómissandi við símana, þó all- ir hinir væru að sjálfsögðu nauð- synlegir líka. Jón Bjarman sjúkrahúsprest- ur sagði að her sóknarpresta víða um land væri tilbúinn að koma til aðstoðar við fólk ef til þeirra væri leitað. Sigrún sagði að gríðarlegt álag væri á starfsfólki sjúkrahússins á ísafirði, það hjálpaði að fá til starfa fólk sem væri nýbúið að fara á námskeið í áfallahjálp. Aðspurður sagði Jón Bjarman að hann væri aðallega í því að til- kynna aðstandendum fólksins sem lenti í flóðinu sorgarfréttirn- ar og vísa því á aðra, en að fólk velti talsvert fyrir sér hinstu rök- um tilverunnar á stundum sem þessum. Sigríður Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og forstöðu- maður alþjóðaskrifstofu Rauða krossins, sagði að áfallahjálpin væri ekki síður fyrir fólkið sem stæði í hjálparaðgerðum, svo sem leitarmenn og hjúkrunarfólk. Það þyrfti að tala við einhvern um reynslu sína, sem oft væri hrollvekjandi. Sigríður sagði ennfremur að ekki leystist úr vandamálum fólks þó allir fyndust, því yrði Rauði krossinn með áframhald- andi ráðgjöf fram eftir vikunni. Síminn er 5626722. Allir sem greitt hafa laun á árinu 1994 eiga að skila launamiðum ásamt launaframtali á þartil gerðum eyðublöðum til skattstjóra. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Skilafrestur rennur út 21. janúar Borghildur: Tilfinningaleg úrvinnsla þarf helst að fara fram innan þriggja sólarhringa. A-mynd: E.ÓI. byrjun en ryðja sér úl rúms þegar frá líður sem kvíði, hræðsla, reiði, sorg eða sektarkennd og lita minninguna um áfallið. Skynjun og rökhugsun truflast. Þetta hefur í för með sér óraunveruleikatilfinningu, brenglað ú'maskyn, úlhneigingu til að mis- skilja, mistúlka og draga rangar ályktanir. Því þurfa allar upplýsingar og fyrirmæli að vera hnitmiðaðar og endurteknar," sagði Borghildur. Það kom fram í máli Borghildar Einarsdóttur að líkamleg skyndi- hjálp hefði að sjálfsögðu alltaf for- gang á slysstað. Björgunarfólk þyrfú að sýna rósemi og súllingu í orði og athöfnum. Veija þyrfti fólk fyrir for- vitnum áhorfendum, ágengni íjöl- miðla og hjálparfólki sem ekki hefði hlutverki að gegna. Það þyrfti að hjálpa einstaklingum úl að horfast í augu við raunveruleikann skref fyrir skref. „Þegar hættuástand er um garð gengið er tímabært að huga að formlegri úlfmninga- legri úrvinnslu. Hún getur nýst hjálparfólki, þolendum, vanda- mönnum, sjónarvottum og öðr- um sem hlut eiga að máli. Tilfínningaleg úrvinnsla fer oftast ífam í hópi 10 til 14 ein- staklinga, helst innan þriggja sólarhringa. Tímalengd er ein til tvær klukkustundir. Það er mikilvægt að sá sem stýrir úr- vinnslunni sé hlutlaus aðili með undirstöðuþekkingu í áfalla- hjálp og starfsreynslu í mann- legum samskiptum. Þetta er tækifæri til að deila með öðrum tilfinningum, hugsunum og viðbrögðum sem tengjast slys- inu,“ sagði Borghildur Einars- dóttir geðlæknir. Launagreiðendur! Lauinamiðum ber að skila í síðasta lagi 21. janúar

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.