Alþýðublaðið - 24.01.1995, Síða 1

Alþýðublaðið - 24.01.1995, Síða 1
Stefanía Þorgrímsdóttir gafst upp á að starfa í kjörnefnd Alþýðubandalagsins í Reykjavík __ ■ ■ Bryndís og Ogmundur eru skiptimyntin - í draumaríkisstjórn Ólafs Ragnars, segir Stefanía. „Ég tel að allur þessi málatilbún- aður hafi verið fyrirfram ákveðinn af forystu flokksins. Þetta hafi verið gert í því augnamiði að ná fulltrúum ASÍ og BSRB inn á listann í eitthvert af fjórum efstu sætum eins og raun varð á, til að bjóða í skiptimynt í draumaríkisstjóm að loknum kosn- ingum,“ segir Stefanía Þorgrúns- dóttir, sem sagði sig úr kjömefnd Al- þýðubartdalagsins í Reykjavík, í við- tali við blaðið. Stefanía segir að Svavar Gestsson og fleiri forystumenn Alþýðubanda- lagsins hafi fjarstýrt störfum kjör- nefndarinnar. Hún hafi fengið það hlutverk að semja reglur fyrir opið prófkjör um framboðslista flokksins en vinnubrögðin ekki verið sam- kvæmt því umboði. „Olafur Ragnar Grímsson mun í langan tíma hafa látið uppi þá skoðun að einhver eftirsóknarverðasta ríkis- stjóm sem hægt væri að fá í stöðunni væri stjóm Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks. Og það er stað- reynd að strax síðastliðið sumar fóm á stað þreifingar milli Svavars og Ogmundar Jónassonar," segir Stef- anía. Hún segir að þegar Ögmundur var í desember nefndur í þriðja sæti framboðslista Alþýðubandalagsins í Reykjavík hafi óháði söfnuðurinn hans ekki verið til í neinu formi. Þetta sé allt saman skrípaleikur og aðferð- imar við val á listann hafi verið svik við hinn almenna flokksmann. Stefanía Þorgrímsdóttir segir að ástandi flokksforystunnar í Reykja- vík og Reykjanesi megi líkja við hjónaband þar sem gefnir séu pústrar við og við en skriðið upp í hjóna- sængina að lokum þegar mikið liggi við. ,JÉg hef ekki hugsað mér að vera frillan í hjónabandinu," segir Stefan- ía. Hún segir að forystumenn Al- þýðubandalagsins virðist starfa eftir þeim nótum að það sé betra að gera Stefania Þorgrímsdóttir: Hætt. illt en ekki neitt þá loksins þeir reyni að gera eitthvað. Hún nenni ekki að standa Iengur í svona vitleysu. Siá viðtal á blaðsíðu 5, Sósíalistar íhuga enn að bjóða fram GG-lista Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsfélaganna í Reykjavík heldur fund í kvöld þar sem taka á ákvörðun um framboðslista fyrir komandi þingkosningar. A fund- inum mun Sósíalistafélag Reykja- víkur óska eftir heimild kjördæm- isráðs til að bjóða fram undir bók- stöfunum GG ef svo fer að félagið vilji ekki taka þátt í framboði AI- þýðubandalagsins. Samkvæmt upplýsingum Al- þýðublaðsins hafa félagar í Sósí- alistafélaginu, sem á aðild að Al- þýðubandalaginu, ekki enn tekið ákvörðun um að bjóða fram til hliðar við flokkinn. Hins vegar þarf beiðni um að fá að bjóða fram undir GG að fá afgreiðslu kjördæmisráðs og því verður hún lögð frá á fundinum í kvöld. Alþýðubandalagið á Austurlandi Þetta er ekki góð staða - fyrir flokk sem ætti að hafa sóknarfæri, segir áhrifamaður í Alþýðubandalaginu á Austurlandi Alþýðubandalagsmenn á Austur- landi sem blaðið ræddi við í gær drógu enga dul á að uppstilling fram- boðslista flokksins með Hjörleif Guttormsson í efsta sæti væri mjög umdeild ráðstöfun. Ekki fari milli mála að mikill ágreiningur sé uppi innan flokksins og staða hans í kjör- dæminu hafi enn veikst við þessa ákvörðun. Hins vegar hafi kjördæm- isráð og uppstillingamefnd átt úr vöndu að ráða þar sem Hjörleifur krafðist þess að vera áfram í efsta sæti. „Ég hef ekki trú á því að það verði mikið streymi úr flokknum vegna þessa. Hins vegar tel ég víst að ákveðinn hluti fiokksmanna ntuni hafa hægt um sig fyrir komandi kosningar. Þetta er ekki góð staða fyrir flokk sem ætti að öllu jöfnu að hafa góð sóknarfæri,” sagði einn af forystumönnum Alþýðubandalaginu á Austurlandi í samtali við blaðið. Viðntælendur blaðsins voru sam- niála um að eina vonin til að halda Alþýðubandalaginu á Neskaupstað saman væri bæjarmálapólitíkin. Þar væri sterk samheldni ríkjandi. Hins vegar væri flokkurinn þar kloftnn í afstöðunni til Hjörleifs eins ög ann- ars staðar í kjördæminu. Alþýðu- bandalagsmenn utan Neskaupstaðar sögðu að burtséð frá ágreiningi Hjör- leifs og Einars Más Sigurðssonar hefðu þeir ekki viljað að tvö efstu sæti listans væm skipuð Norðfirð- ingum. Því hefði uppstillingamefnd valið Þuríði Backman á Egilsstöð- um í annað sætið. Hins vegar væri staðan þannig á Austurlandi að ef Hjörleifur hefði ekki fengið efsta sætið hefði það einnig haft í för með sér klofning í flokknum. Hann ætti sína stuðningsmenn ekki síður en sterka andstæðinga. „Staðreyndin er sú að uppstilling- amefnd varð að höggva á erfíðan hnút og það gengu margir tregir til þessarar niðurstöðu,“ sagði einn af viðmælendum blaðsins. Kjördæmisráð Alþýðubandalags- ins á Austurlandi hélt fund á Egils- stöðum í síðustu viku þar sem upp- stillingamefnd Iagði fram tillögu að framboðslista flokksins og var hún samþykkt samhljóða. Siá umfiöllun á baksíðu. Súðavík Vinna hefst aftur í næstu viku Fyrsti áfangi uppbyggingar í Súðavík hafinn. A sameiginlegum stjornarfundi 1 Frosta hf. og Álftfirðingi hf. í Súða- vík var rædd sú alvarlega staða sem er í bænum eftir hina hörmu- iegu atburði síðustu viku. ÖII at- vinna í bænum hcfur síðan legið niðri, en í tilkynningu frá Frosta og Álftfirðingi segir að vinna muni hefjast á nýjan leik mánudaginn 30. janúar. Skip félaganna héldu til veiða í gær og dag. Margt af starfs- fólki Frosta hf. dvelur á Isafirði og munu einhverjir Súðvíkingar búa þar áfram enn um sinn. Starfsfólki verður ekið milli staða ef þörf er á. í tilkynningu stjóma fyrirtækj- anna segir að með þessu sé fyrsti áfangi uppbyggingar í Súðavík haf- in, og sú von sett fram að fólk snúi fljótlega heim. Otvíræður sigur Rannveigar Rannveig Guðmundsdóttir félagsmálaráð- herra og stuðningsmenn hennar voru að vonum sigurreif í húsnæði jafnaðarmanna í Kópavogi á sunnudags- kvöldið. Rannveig varð efst í prófkjöri jafnaðarmanna á Reykjanesi um helgina, því fjölsóttasta frá upphafi, en tæplega níu þúsund tóku þátt. Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður varð í öðru sæti og Petrína Baldurs- dóttir alþingismaður í því þriðja. Fjórða sætið vermir Hrafnkell Óskarsson yfirlæknir. „Mjög hörð en drengileg keppni var milli Rannveigar og Guðmundar Árna Stefánssonar. í prófkjörinu tókust þau í raun á um forystuhlut- verk fyrir Alþýðuflokkinn í Reykjanesi. í Hafnarfirði var þátttakan talsvert betri en áður, og fyrirfram gerðu marg- ir ráð fyrir því að styrkur Alþýðuflokksins í Hafnarfirði kynni að tryggja Guðmundi Árna sigur. En Rannveig...hef- ur ennfremur staðið sig vel sem þingmaður, og á stuttum ferli sem ráðherra sýnt í senn þekkingu á málefnum flókins ráðuneytis og örugg tök. Þetta launuðu Kópavogsbúar henni með gífurlegum stuðningi, en yfir tvö þús- und manns tóku þátt í kjörinu úr Kópavogi, meira en tvöfalt fleiri en áður," segir i leiðara Alþýðublaðsins í dag. A-mynd: E.ÓI. Sjá umfjöllun á blaðsíðu 4. Endurskoðun hættumats snjó- flóða er hafin Norskur sér- frædingur kominn til landsins - í boði Össurar Skarphéðinssonar umhverfisráðherra. Yfirmaður norsku rannsókna- stöðvarinnar um snjóflóð, Karsten Lid, kom hingað til lands í gær- kvöldi í boði Össurar Skarphéðins- sonar umhverfisráðherra. Ráðherra telur nauðsynlegt að íslendingar færi sér í nyt reynslu og þekkingu er- lendra sérfræðinga þegar vamir og eftirlit með snjóflóðum verða teknar til gagngerar endurskoðunar í kjölfar slyssins á Súðavík. Karsten Lid þekkir vel til aðstæðna á íslandi og í kjölfar snjóflóðsins í Neskaupstað 1974 skoðaði hann aðstæður og veitti ráðgjöf um hættumat og vamir gegn frekari flóðum. ,,Ég hef fengið Karsten Lid hingað fyrst og fremst til að ráðgast við mig og mína sérfræðinga. Ég vil kynnast því hvemig eftirlit og vamir gegn snjóflóðum em byggðar upp í Nor- egi, en mínir menn telja að aðstæður þar séu einna líkastar okkar. Hann mun jafnframt útskýra fyrir okkur í smáatriðum hvemig hættumöt ganga fyrir sig hjá Norðmönnum. Ég hefi ekki síst áhuga á að fræðast urn hvemig veðurfarsþátturinn kemur inn í hættumöt og tel nauðsynlegt að hann komi öflugar inn á mat á hættu- svæðum," sagði Össur Skarphéðins- son í samtali við blaðið í gær. Þá hefur umhverfisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar þekkst boð franskra stjómvalda um að senda hingað til lands M. Gilles Borrel, en hann er sér- fræðingur f snjóflóðum við Cema- gref-stofnunina í Grenoble, sem hef- ur víðtæka reynslu í snjóflóðarann- sóknunt. Ekki er búið að tímasetja heimsókn Frakkans en Veðurstofan mun skipuleggja hana. Össur sagði að þetta væri á engan hátt vantraust á íslenska sérfræðinga. „Reynslan ætti hins vegar að hafa kennt okkur að það væri hreint glap- ræði að róa ekki fyrir allar víkur þeg- ar snjóflóðavamir em annars vegar. Ráðgjöf erlendis frá er einfaldlega sjálfsögð í þessu tilviki," sagði ráð- herrann.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.