Alþýðublaðið - 24.01.1995, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 24.01.1995, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 MMTIIITílfMD 20858. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SiguröurTómas Björgvinsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 mA/sk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Stórglæsilegt prófkjör Stórglæsilegu prófkjöri Alþýðuflokksins á Reykjanesi lauk á sunnudagskvöld með afgerandi sigri Rannveigar Guðmunds- dóttur félagsmálaráðherra. Guðmundur Ámi Stefánsson al- þingismaður varð í öðru sæti, en rösklega átta hundruð atkvæði skildu hann og Rannveigu. I þriðja sæti varð ungur og röskur þingmaður úr Grindavík, Petrína Baldursdóttir, og Hrafnkell Óskarsson, læknir úr Keflavík, í því íjórða. Ljóst er því, að efstu sæti lista Alþýðuflokksins í Reykjanesi eru afar vel skij> uð, og traustur róðrarmaður í hverju rúmi. Með svo sigurstrang- legan lista er nú Alþýðuflokkurinn líklegur til verulegrar sókn- ar í Reykjanesi. Fyrir Alþýðuflokkinn í heild var prófkjörið glæsilegt vegna hinnar ótrúlega góðu þátttöku sem sló öll fyrri met. En á níunda þúsund manns tóku þátt í kjörinu. Þetta speglar í senn verulega aukinn áhuga á Alþýðuflokknum og málefnum hans en ekki síður traustan stuðning við þá einstaklinga, sem tókust á um efstu sæti listans. Það dylst engum, að jafnaðarstefnan hefur undanfarið átt á brattan að sækja eftir að Jóhanna Sigurðardótt- ir freistaði þess að kljúfa flokkinn. Þrátt fyrir það og önnur áföll sýnir hin gríðarlega þátttaka í prófkjörinu í Reykjanesi, að flokkurinn er nú óðum að sækja í sig veðrið. Mjög hörð en drengileg keppni var milli Rannveigar og Guð- mundar Áma Stefánssonar. í prófkjörinu tókust þau í raun á um forystuhlutverk fyrir Alþýðuflokkinn í Reykjanesi. I Hafnar- firði var þátttakan talsvert betri en áður, og fyrirfram gerðu margir ráð fyrir því að styrkur Alþýðuflokksins í Hafnarfirði kynni að tryggja Guðmundi Áma sigur. En Rannveig er eini þingmaðurinn úr Kópavogi, og líkt og Guðmundur Ámi hefur hún að baki litríkan feril í stjóm bæjarins. Hún hefur ennfrem- ur staðið sig vel sem þingmaður, og á stuttum ferli sem ráðherra sýnt í senn þekkingu á málefnum flókins ráðuneytis og ömgg tök. Þetta launuðu Kópavogsbúar henni með gífurlegum stuðn- ingi, en yfir tvö þúsund manns tóku þátt í kjörinu úr Kópavogi, meira en tvöfalt fleiri en áður. Þessi gífurlegi stuðningur við Rannveigu í Kópavogi réði að líkindum úrslitum. Þátttökuna í Kópavogi má jafnframt túlka sem mikinn persónulegan sigur fyrir félagsmálaráðherrann, því fólkið í Kópavogi sýndi með ótvíræðum hætti hve mikið traust það ber til hennar sem stjóm- málamanns. Án efa hefur Guðmundur Ámi goldið þeirrar hörðu herferðar sem gegn honum var rekin á síðasta ári vegna meintra ávirð- inga sem ráðherra. En hinn mikli stuðningur við hann í próf- kjörinu sýnir líka, að hann nýtur vaxandi trausts. Þeir sem axla ábyrgð uppskera að lokum, og Guðmundur Ámi kemur keikur og sterkur út úr prófkjörinu; hann er ungur stjómmálamaður sem á framtíðina fyrir sér. Petrína Baldursdóttir úr Grindavík hláut traustan stuðning í þriðja sætið. Af þingmanni að vera er hún komung, en hefur eigi að síður vakið athygli fyrir lifandi málflutning og traust vinnubrögð. Það verður auðvelt fyrir Alþýðuflokkinn að beijast fyrir því að halda henni inni á þingi sem þriðja þingmanni flokksins í Reykjanesi. Framundan er nú öflug kosningabarátta, þar sem hinn góði árangur flokksins í prófkjörinu í Reykjanesi verður stökkbretti til endumýjaðra landvinninga. Önnur sjónarmið I nýjasta tölublaði tímaritsins Time, er birt alveg hreint snilldarleg ritgerð eftir Rod nokkum Usher; grein sem ber fyrirsögnina „The Not-Me Generation" eða „Ekki-ég kynslóðin". Titillinn útskýrir um- fjöllunarefnið og fer greinin hér á eftir, millifyrirsagnir eru blaðsins: Hin þrádu ummæli: „Ég ber ábyrgdina “ Þegar Fransmaður einn missti stjóm á vöruflutningabílnum, sem hann var að aka í gegnum verslunar- himnaríkið Andorra í Pýrenefjöllun- um seint á síðasta ári, valt ökutækið niður hæð og beint innf miðja versl- unarmiðstöð. Níu manneskjur týndu lífí í slysinu og næstum 40 slösuðust. Það sem aðgreindi hinsvegar þetta tiltölulega litla slys frá öðmm miklu verri vom orð ökumannsins, hins 31 árs gamla Jean-Francis Pasini - fjögurra bama föður, sem slasaðist aðeins lítillega. A sjúkrabeði sínu á spítala daginn eftir, sagði hann við franska útvarpsstöð, að þrátt fyrir sönnunargögn sem bentu ótvírætt til þess að bremsur flutningabflsins hef- ur bilað, þá hefði hann sem atvinnu- maður í slíkum akstri átt að geta stjómað ferli tækisins. Pasini sagði einfaldlega: „Ég ber ábyrgðina.“ Það getur vel verið að Pasini hafi verið í losti og án vafa hafði hann ekki tíma til að ráðfæra sig við lög- ffæðing og ekki vom miklar líkur á að yfirlýsing ökumannsins myndi létta sorg íjölskyldna kvennanna níu sem létu líftð. En mikið var það nú hressandi að heyra þessa yfirlýsingu Pasini; yfirlýsingu sem er orðin svo sjaldgæf að hún gæti þessvegna ekki verið þýdd úr latínu: „Mea culpa“ (Eg ber ábyrgðina). Óendaniegur listi afsakana Kennið geðlyfinu Prozac urn þetta, bendið á áhrif alkóhóls og þvælið erfðafræðilegum skýringum innf málið - listi nútímamanna yfir afsakanir vegna gjörða þeirra, er orð- inn svo langur og yfirþyrmandi að hann hefur fyrir margt löngu yfir- gnæft setninguna sem þarf einungis 18 stafi til að mynda: „Þetta var mér að kenna“. Umboðsmenn afsakana hafi grip- ið til ótal úrræða í þessari deild: Harðræðis í uppeldi, efnahagslegra þrenginga, fyrirtíðaspennu, eftir- fæðinga-þunglyndis, umhverfislegs þrýstings, meðvitaðs og ómeðvitaðs þunglyndis, of mikillar eiturlyfja- neyslu, of lítils sjálfstrausts, kynferð- islegrar misnotkunar, langvarandi svefnleysis, húsasóttar og ýmissa annarra og krankleika; andlegra sem líkamlegra. Ef allt annað bregst, þá mætti hugsa sér að syngja Lög og reglu eft- ir Bubba Morthens („Ekki benda á mig, segir varðstjórinn,“... og svo framvegis), en það væri vafalaust neyðarúrræði. Eins gott ad kenna engum um Mannleg mistök eiga sér vitaskuld afar sannfærandi vísindalegar og hegðunarfræðilegar skýringar og í dag er það orðið svo, að það, að segja að einhveijum hafi orðið á í messunni, er að bjóða heim málssókn, ásökunum um dóm- hörku, því að maður sé talinn hægri öfgamaður eða fordómabulla - nefndu það... Alveg einsog doktor Pangloss, ein af sögu- hetjum Voltaire, notaði hin aðskildustu vísindi til að sanna að það sé engin afleiðing án or- sakar, þá eru speki okkar og fræði 250 ámm síðar að framleiða „ekki-ég kynslóðir", sem nærast á hugmyndinni um það að hægt sé að skella allri skuld á áföll af einhverju tagi. I stjómmálum hef- ur þessi tilhneiging búið til nýja manntegund er bregst við áföllum, svo- kallaða skemmda- stjómendur, sem fram- bjóðendur kunna að verða fyrir með því að slá stöðugt ryki í augu kjósenda. Alveg einsog doktor Pangloss, ein af söguhetjum Voltaire, notaði hin aðskildustu vísindi til að sanna að það sé engin afleiðing án orsakar, þá eru speki okkar og fræði 250 árum síðar að fram- leiða „ekki-ég kynslóðir“, sem nærast á hug- myndinni um það að hægt sé að skella allri skuld á áföll af einhverju tagi. Menn dregnir úr sidferdisfenjum Hvers vegna skyldi Jimmy Carter vera orðin svona eins-manns friðarsamninganefnd? Jú, það er einmitt vegna þess að hann kann þessa list. Hann hafði árangur sem erfiði, vegna þess að hann kemur mönnum eins og Kim II Sung heitnum, leiðtoga Norð- ur-Kóreu, Raoul Cédr- as, herstjóra á Haítí og Radovan Karadsic f Bosníu, upp úr þeim sið- ferðislegu fúafenjum er þeir hafa vaðið. Það, að gera slíkar manneskjur trúverðugri og ekki eins fyrirlitlegar, krefst oft örlítillar hagræðingar sann- leikans. Tökum sem dæmi eftirfar- andi gimstein Carters: „Ákveðnir foringjar í haitíska hemum eru til- búnir til þess að fallast á að setjast í helgan stein fyrir tímann á heiðvirð- an hátt.“ Ad vorkenna aumingja krimmunum Þar sem ásakanir og hnútuköst hafa reynst gagnleg í viðureigninni við upphafna aðila, þá erum við orðnir svo ónæmir fyrir ásökunum, að viðbrögðin við þeim hafa unnið sér stóran sess innan læknisfræðinn- ar. Fómarlömb mannrána þjást í æ ríkari mæli af því sem kallað er „Stokkhólms-syndrómið,“ sem lýsir sér þannig að þau vorkenna aum- ingja mannræningjanum. Þessi af- skræming gæti bent til þess að við þyrftum í framtíðinni að horfa upp á lögfræðinga veija skjólstæðinga sína með þeim rökum að þeir hafi endur- tekið glæpinn sökum stöðugs sektar- sveltis. Jeffrey Dahmer sagdist bera ábyrgð Jeffrey Dahmer, maðurinn frá Milwaukee í Wisconsin, maður sem drap 17 ungmenni, hafði fátt sér til málsbóta. I NBC-sjónvarpsþættin- um Duteline - nokkmm mánuðum áður en Dahmer var drepinn af sam- fanga á síðasta ári - spurði þáttar- stjórnandinn fjöldamorðingjann um álit á þeim skoðunum föður hans að Dahmer hefði farið villur síns vegar vegna lyíjatöku ófrískrar móður hans eða rifrilda foreldranna þegar hann var barn að aldri. Dahmer svar- aði um hæl: „Hvað ntig varðar þá em þetta allt aumar afsakanir. Það er ein- læg skoðun mín, að það sé rangt hjá fólki sem ffemur glæpi að reyna færa sökina yfir á einhvem annan, á for- eldrana, uppeldið eða umhverfið sem það býr í. Það er bara ræfildóm- ur að reyna koma sér undan sökinni með þvi' að skella henni á einhvem annan. Eg ber ábyrgðina." Þessi ábyrgðartilfinning tilheyrir frekar framsýni en eftir- á-hyggju og orð Dahmer gera einungis þörfina enn brýnni á að rannsaka nánar hið sjúklega ástand fjöldamorðingja. En það á alls ekki að gera þannig, að hætta sé á að algjört niðurrif verði á sakhæfni þessara einstaklinga; að það ástand skapist að algjör skil myndist á milli verknaðarins og þess sem framdi hann. Jafnvel Dahmer sjálfur gerði ekki hina minnstu til- raun til að yfirfæra ástand sjálfs síns á þann gmndvöll. „Afneitunar-málbætur" sonar míns Ég varð eitt sinn vitni að því þegar sonur minn sparkaði í kvið fjöl- skyldukattarins - af ekki nokkurri sjáanlegri ástæðu. Ég brást skjótt við og heimtaði þegar í stað skýringu: „Afhverju í ósköpunum gerðirðu þetta?“ Jake sonur minn þagði dá- góða stund agndofa og svaraði síðan: „Vegna þess...að ég gerði það ekki!“ Þessi ummæli urðu síðan þekkt í fjölskyldu minni sem „út- skýrandi-afneitunar-málbæturnar". Jake var veitt syndaaflausn á gmnd- velli aldurs; hann er þriggja ára. Fyrir fullorðna ætti það að vera fullkomlega ásættanlegt að taka ábyrgð á gjörðum sínum - þrátt fyrir að það sé ef til vill jafnsárt á stundum og að fá spark í kviðinn. Dagatal 24. janúar Atburdir dagsins 1908 Konur náðu kjöri til bæjar- stjómar Reykjavíkur í fyrsta sinn. Kvennalisti þeirra fékk fjóra fulltrúa af fimmtán. 1920 ítalski listmálarinn Amadeo Modigliani deyr vegna of- neyslu áfengis og eiturlylja. 1965 Winston Churchill deyr; forsætisráð- herra Breta í seinna stríði og Nóbels- hafi í bókmenntum. 1985 Jón Páll Sigmarsson hlýtur titilinn „Sterkasti maður heims", fyrstur íslendinga. Afmælisbörn dagsins Hadrian rómverskur keisari, kunn- astur fyrir múrinn sem hann lét reisa á Norður-Englandi til að halda Skot- um í skeljum, 76. Ernest Borgnine bandarískur kvikmyndaleikari, 1917. Nastassja Kinski kvikmynda- leikkona af þýskum ættum (dóttir leikarans Klaus Kinski), sem ung aflaði sér verðskuldaðrar frægðar, 1961. Annálsbrot dagsins I Ögursdal hvarf fjárstúlka úr Vigur og sást aldrei síðan. Eyrarannáll, 1690. Lokaord dagsins Úff, hvað mér leiðist þetta allt. Hinstu orð Winstons Churchills, sem dó þennan dag árið 1965. Málsháttur dagsins Sá þekkir ekki sitt kyn sem í öskunni sifur. Borg dagsins Anna var einmitt hvort tveggja, eik og fjóla - stórbrotin listakona, sem hafði klifið þrítugan hamar harðrar vinnu til frægðar og frama, markvís og viljasterk, en um leið viðkvæm og ljúf og gædd ógleymanlegum yndis- þokka. Sigurður Nordal um leikkonuna Önnu Borg; Morgunblaðið 19. apríl 1963. Ord dagsins Ástin hrindir andans ró, ýmsa blindað hefur; kætir lyndi, færir fró, frið og yndi gefur. Ókunnur höfundur. Skák dagsins Skák dagsins var tefld í Zagreb í Króatíu árið 1990; meðan Júgóslavi'a var enn við lýði. Cebalo hefur hvítt og á leik gegn Hulak. Hvíta drottn- ingin er í uppnámi á e7 og aukþess er peði á b2 voði vís. Cebalo, sem er lunkinn meistari, hristi framúr erm- inni fimasterkan leik sem knúði Hul- ak til uppgjafar án frekari málaleng- inga. Hvað gerir hvítur? 28. Rxe5!! Og Hulak gafst upp. Samanber: 28. ... Hxd7 29. Rxd7 Dd8 30. Rf6+ Kf8 31. Rxh7+ Kg8 32. He8+! Dxe8 33. Rf6+ Kf8 34. Rxe8 Kxe8 35. h7 og drottning er í heiminn fædd.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.