Alþýðublaðið - 24.01.1995, Side 3

Alþýðublaðið - 24.01.1995, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 BSRB í framboð stefnu Alþjóðabankans með mælskustíl Einars Olgeirssonar á næstu mánuðum. Heldur er þó ólíklegt að hið nýja guðspjall Olafs Ragnars falli vel að hástemmdri mælsku þeirra Svavars og Ögmundar. Framboð BSRB til Alþingis er ekki fram komið til að leita nýrra lausna á efnahagsvandan- um, heldur til að vemda hagsmuni BSRB. Slikt hagsmunapot hefði nú einhvemtíma verið eitur í beinum Olafs Ragnars, fyrrum foringja „lýð- ræðiskynslóðarinnar“. En hvað á hann að segja? I síðustu kosningum hmndi stuðningur opinberra starfs- manna við Alþýðubandalagið - þökk sé vasklegri framgöngu Ólafs í embætti fjármálaráðherra. I kosning- unum 1987 kusu 19% opinberra starfsmanna Alþýðubandalagið, en aðeins 12% í kosningunum 1991. Framboði BSRB er ætlað að bæta upp tapið frá 1991, án þess að ganga í flokkinn. Hagsmunagæslan gæti krafist sjálfstæðis gagnvart hugsan- legum verðandi fjármálaráðherra Ól- afi Ragnari Grímssyni. Höfundur er stjórnmálafræðingur og aðstoðarmaður umhverfisráðherra Aumt er nú ástandið í Alþýðu- bandalaginu. Gamlir stuðningsmenn Ólafs Ragnars Grímssonar yfirgefa flokkinn í röðum og hafa á síðustu áram ýmist gengið í Alþýðuflokkinn eða til liðs við stefnu Alþýðuflokks- ins undir pilsfaldi Jóhönnu Sigurðar- dóttur. A móti reynir flokkurinn að laða að sér nýtt blóð og tekst það ein- ungis með þeim formerkjum að við- komandi gangi ekki formlega í Al- þýðubandalagið. Fremstur í flokki hinna „óháðu“ er Ög- rnundur Jónasson. Formanni BSRB fer vel að halda ákafar ræður í stíl Einars Olgeirsson- ar um peningavaldið á Alþingi og aukna misskiptingu tekna í þjóðfé- laginu. Aðeins vantar eldheitar sær- ingar gegn heimsvaldastefnunni og lof um eilíft sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar. Ekki þurfa hinir „óháðu" þó að hafa miklar áhyggjur af því. Svavar Gestsson er ekki eins óháður sögulegri arfleið Alþýðu- bandalagsins og Ögmundur Jónas- son, og tók við kyndli hins þjóðem- issinnaða sósíalisma af Einari Ol- geirssyni. Ræðumennskan á fram- boðsfundum Alþýðubandalagsins f vetur verður því væntanlega með íjörlegra móti. Auðvaldið, kapítal- isminn, Þórarinn V., ESB og jafnvel Nató fá horn og hala andspænis hin- um vængjumprýddu englum réttlæt- isins. I DV í gær hélt Ögmundur Jónas- son því fram að Alþýðubandalagið hefði mesta kjölfestu - væntanlega sögulegri kjölfestu - flokka á félags- hyggjuvæng stjómmálanna. Svavar Gestsson tekur undir þetta með ákafa í Morgunpóstinum í gær: „Vinstra megin er Alþýðubandalagið kjölfest- an. Alþýðubandalagið hefur gert margvíslegar ráðstafanir til að fanga framtíð íslenskra stjómmála og hefur sýnt meiri kjark í þeim efnum en nokkur annar stjómmálaflokkur." Heldur er þetta nú skoplegt hjá Svav- ari. Þegar helstu stuðningsmenn hans innan flokksins vilja ekkert af honum vita og stöðugur straumur hæfileikafólks er frá allaböllum til Jóhönnu Sigurðardóttur, sýnir Al- þýðubandalagið „meiri kjark" en aðrir stjómmála- flokkar. Og ekki batnar nú kok- hreystin þegar Svavar - þjakað- ur af fortíðinni - þykist nú hafa fangað framtfð ís- lenskra stjóm- mála. Kannski að Alþýðubandalag- ið hafi fangað framtíðina með kjark- mikilli afstöðu sinni til EES. Málefnastaða þeiira félaga Ög- mundar og Svavars er hin fróðleg- asta. Ögmundur telur að samfélagið hafi verið gert að tilraunabúi frjáls- hyggjunnar. Svavar berst gegn at- vinnuleysi, fátækt, spillingu og ríkis- stjóminni - og þá sínu harðast gegn því síðastnefnda. Svo notað sé orð- færi Páls Péturssonar, þá virðast þeir félagar ætla í krossferð gegn „bijál- aðri frjálshyggju“ ríkisstjómarinnar. I stað þessarar brjálsemi á væntan- lega að koma útflutningsleið Ólafs Ragnars Grímssonar. Sjálfur hefur Ólafur Ragnar lýst því hversu glaður hann varð í heim- sókn sinni í Alþjóðabankann í Wash- ington á síðasta vori. Þar komst hann nefnilega að því að útflutningleiðin er nýjasta tískan þar á bæ. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart. Eins og Morgunblaðið komst að orði er útflutningleiðin ágæt stefna fyrir hófsaman hægriflokk og hæfði því væntanlega vel kristilegum demók- rötum á meginlandi Evrópu. Það verður fróðlegt að fylgjast með þeim Ögmundi og Svavari boða efnahags- Pallborðið Hlk Birgir •BT jfc-T Hermannsson H skrifar Heldur er þó ólíklegt að hið nýja guðspjall Ólafs Ragnars falli vel að hástemmdri mælsku þeirra Svav- ars og Ögmundar. Framboð BSRB til Alþingis er ekki fram komið til að leita nýrra lausna á efnahags- Fylgi Alþýðubandalagsins meðal opinberra Vandanum, heldur tíl að Vemda starfsmanna, samkvæmt rannsóknum Ólafs Þ. , . T-,Í-,T-,T-, Harðarsonar. hagSmUni BSRB. Iviðtali við fréttamann útvarps í gærmorgun sagði Rannveig Guð- mundsdóttir félagsmála- ráðherra að hún hefði fremur bú- ist við að verða undir , __ __ f slagnum i , t við Guð- mund Árna Stef- ánsson al- þingismann í Hafnar- firði. Það sem ráðið hefur úrslitum var hin gríðarmikla kjörsókn í Kópavogi, sem slagaði upp í þátttökuna í Hafnar- flrði, og eins hefur Rann- veig greinilega átt drjúgan meirihluta á Suðumesjum. Það var einmitt hin góða kjörsókn Suðumesja- manna sem fleytti Hrafn- katli Oskarssyni upp í 4. sætið og væntanlega vara- þingmennsku... Hinumegin Arnarnes Norðurpólsins. ÞKL menn héldu á dögunum fund á Sel- fossi, og mættu um 80 manns. Sunn- lenska fréttablaðið segir að athygli hafi vakið hve margir framsóknarmenn voru meðal fundarmanna, en þar haft einnig verið fólk úr öðram flokkum, meðal annars Sjálfstæðis- flokknum. Frammælendur á fundinum voru Jóhanna Sigurðardóttir, Ágúst Einarsson, Þorsteinn Hjartarson skólastjóri á Skeiðum, Kristín Erna Arnardóttir kvikmynda- gerðarmaður á Steinum undir Eyjafjöllum og Elín Magnúsdóttir á Kumb- áravogi á Stokkseyri. Sunnlenska fréttablaðið hefur eftir Þorsteini Hjart- arsyni, sem er einn helsti forsprakki Þjóðvaka á Suðurlandi, að hinn nýi flokkur eigi umtalsverðan stuðning meðal sveita- fólks. Þá er haft eftir honum að Þjóðvaki „tæki ekki landbúnað- arstefnu Alþýðuflokks- ins og ekki heldur stefnu Alþýðuflokksins í Evr- ópumálum". Þetta stang- ast reyndar á við það sem Ágúst Einarsson sagði á stofnfundi Þjóðvaka; nefnilega að skoða bæri aðild Islands að Evrópu- sambandinu... Meira um Þjóðvaka á Suðurlandi. Áður- nefndur Þorsteinn Hjart- arson er líklegastur til að leiða listann, en hjónin Ragnheiður Jónasdóttir og Unnar Þór Böðvars- son era einnig nefnd til sögunnar. Þau sögðu sig nýverið úr Alþýðubanda- laginu. Enn er nefndur Páll Skúlason kennari í Biskupstungum. Málin skýrast væntanlega fyrir landsfund Þjóðvaka, sém haldinn verður undir mán- aðamótin... Verðlisti dagsins Metsölupopparar nútímans blikna í samanburði við gömlu sígildu meistarana þegarfjár- hæðir greiddar fyrir eiginhand- arárituð handrit að verkum þeirra eru skoðaðar. Lítum á topp-sex-verðlista Sothebys uppboðshaldaranna fyrir hand- rit að sígildum verkum: 1. Wolfgang Amadeus Moz- art, 284 milljónir (1987), safn af sinfóníum hans. 2. Robert Schumann, 185 milljónir (1994), önnur sinfón- ían. 3. Ludwig van Beethoven, 142 milljónir (1991), Píanó- sónata í E-moll, Ópus 90. 4. Robert Schumann, 99 milljónir (1989), eina fullklár- aða útgáfan að Píanó-konsert í A-moll, Ópus 54. . 5. Igor Stravinsky, 37 millj- ónir (1982), fyrsta útgáfa af verkinu The Rite of Spring. 6. Franz Joseph Haydn, 18 milljónir (1993), ófullkláraði strengjakvartettinn Missa: Sunt Bona Mixta Malis, Ópus 103. Mozart: Metsala. Fimm á förnum vegi Fylgdist þú með prófkjöri Alþýðuflokksins á Reykjanesi? (Spurt í Reykjavík) Margrét Sveinsdóttir nemi: Nei, ég gerði reyndar ekki, en ég hinsvegar ánægð með sigur Rann- veigar. Sverrir Guðjónsson söngvari: Já, ég komst ekki hjá þvf og mér finnst niðurstaðan rökrétt. Unnar Ágústsson stöðuvörð- ur: Já, það er betra að hafa Rann- veigu í fyrsta sæti. Kristján Kristjánsson sjómað- ur: Já, það sem kom í íþróttafréttun- um. Niðurstaðan er mjög ásættanleg. Lúðvík Per Jónasson vélfræð- ingur: Ég heyrði það sem kom í fréttum og mér finnst niðurstaðan góð fyrir flokkinn. Viti menn Eftir allt sem á undan er gengið er augljóst að mín staða er mjög sterk í þessu kjördæmi. Það kemur auðvitað mjög á óvart og sérstaklega ánægjulegt að þessi bylgja jafnaðarmanna skuli hafa risið í Kópavogi og haft jafnmikil áhrif á niður- stöðuna og raun ber vitni. Guðmundur Árni Stefánsson um niðurstöður prófkjörsins í Reykjanesi. DV í gær. Snúlla slær íslandsmetið: Mjólkar á við þrjár kýr. Frétt í Mogganum á sunnudag af kúnni Snúllu á Efri-Brunná í Saurbæ í Dölum. Þegar ég fór að eiga við sæng- urfötin var augljóst að þar höfðu sofið tvær manneskjur. Á koddanum var sítt ljóst hár og á lakinu var sönnunargagn þess að einhverskonar „virkni“ hafði átt sér stað. Dagbókarbrot Wendy Berry ráðskonu breska kóngafólksins. Þar segir frá framhjáhaldi Díönu prinsessu og James Hewitt. DV í gær. Mao Tse-hvað? Fyrirsögn fréttar í Mogganum á sunnudag þarsem segir frá takmark- aðri þekkingu kínverskra skólabarna á Maó heitnum formanni. Hvernig getur heiðarlegur alþingismaður eða formaður í stórum stjórnmálaflokki staðið fyrir framan kjósendur og hvatt þá til löghlýðni þegar þeir sjálfir eru staðnir að siðleysi sem gerir þá aumkunarverða og berskjaldaða? Ellert B. Schram í leiðara DV í gær þar- sem hann gagnrýnir harðlega þá lands- byggðarþingmenn sem skrá lögheimili sitt úti á landi til þess að fá hærra kaup. Veröld ísaks Þrátt fyrir að allur þorri fólks haldi ef til vill annað, þá gerði Banda- ríkjamaðurinn Thomas Alva Edi- son aðeins eina hreina vísindalega uppgötvun; „Edison áhrifin“ (Edi- son effect). Uppgötvunin snerist um flæði rafstraums um lofttæmi. Edi- son fékk einkaleyfi á uppgötvun- inni, en gat ekki fundið nokkurt notagildi fyrir hana og fór svekktur að vinna að öðram hlutum. Edison áhrifin vora hinsvegar síðar notuð til að leggja grunninn að uppbygg- ingu alls rafeinda-iðnaðarins - út- varps, sjónvarps og það allt saman. Úr staðreyndasafnlnu Isaac Asimov's Book of Facts eftir samnefndan höfund næstum tvöhundruð vísindaskáld- sagna.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.