Alþýðublaðið - 24.01.1995, Side 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995
Rannveig Guðmundsdóttir fagnar sigri með stuðningsmönnum sinum í Hamraborg, félagsmiðstöð jafnaðarmanna í Kópavogi. A- myndir: E.ÓI.
Uppsöfnuð atkvæði frambjóðenda
í sæti, lokatölur:
12 3 4
Rannveig Guðmundsdóttir: 4535 6266 6959 7527
Guðmundur Arni Stefánsson: 3701 4679 5317 5927
Petrina Baldursdóttir:__________233 2940 5083 6521
Hrafnkell Oskarsson: 171 1646 3350 5046
Elín Harðardóttir:
566 2087
3833
Gizur Gottskálksson:
811
1954
3254
Garðar Smári Gunnarsson: 21 526 1406 2764
Samtals:
8717 17434 26156 34872
Ég kem ekki inn f þessa baráttu fyrr
en í desember, þegar útséð er um að
nokkur annar al' Keflavíkur-Njarð-
víkur svæðinu gefi kost á sér. Ég hef
því ekki haft tök á því að kynna mig
mjög vel í stórum bæjarfélögum sem
ráða úrslitum, nema það að ég bjó í
Hafnarfirði fyrir tuttugu árum. Ég
reyndi heldur ekkert sérstakt til að
kynna mig, var ekki með opna skrif-
stofu, né heldur sendi ég út bæk-
linga, eins og um var samið. Það sem
vekur athygli er gríðarleg þátttaka í
Kópavogi og Grindavík og Garða-
bærinn skilaði sér líka vel. Hluti af
skýringunni er vitaskuld persónu-
fylgi Rannveigar í Kópavogi og
verðum við að vona að þetta skili sér
í atkvæðum fyrir flokkinn í kosning-
unum. Það sama er auðvitað uppi á
teningnum í Grindavík. Annars er
þetta prófkjör góð byrjun á öflugri
kosningabaráttu.“
Gífurlega fjölsótt prófkjör
Rannveig Guðmundsdóttir
Glaðværð og blrta
„Ég er ákaflega þakklát og glöð
yfir því trausti sem mér er sýnt að
Ari Skúlason, hagfræðingur Alþýðusambands íslands óskar Rannveigu til hamingju með sigurinn.
Petrína Baldursdóttir
Fyrsti Grind-
víkingurinn
„Ég er ofboðslega ánægð með
mína útkomu. Ég fékk mjög góðan
stuðning í mitt sæti. Einnig held ég
að þessi gífurlega þátttaka sýni styrk
flokksins í kjördæminu. I mínum
heimabæ, Grindavik, tók rúmur
helmingur manna á kjörskrá þátt í
prófkjörinu, eða 751 af rúmum tjór-
tánhundruð. Það er ljóst að Grind-
víkingar kusu með það í huga að
styðja mig. Ég er fyrsti Grindvíking-
urinn sem tek sæti á Alþingi sem
fastamaður og því er eðlilegt að bæj-
arbúar vilji halda sínum þingmanni."
á kjörstað og raða sfnu fólki í fjögur
efstu sætin. í öðru sæti varð Guð-
mundur Arni Stefánsson alþingis-
maður, í því þriðja Petrína Baldurs-
dóttir alþingismaður og fjórða sætið
féll í skaut Hrafnkatli Oskarssyni
skurðlækni (sjá nánar meðfylgjandi
töflu). Alþýðublaðið náði tali af
fimm frambjóðendur í prólkjörinu,
þau Elínu Harðardóttur mat-
reiðslumann, Petrínu, Rannveigu,
Garðar Smára Gunnarsson verk-
stjóra og Hrafnkel, og spurði þau út
í úrslitin. Ekki náðist í Guðmund
Arna Stefánsson, né Gizur Gott-
skálksson lækni, þar eð þeir eru báð-
ir erlendis
Eiín Harðardóttir
Stærsta prófkjör
kjördæmisins
, Já, ég er sátt við mína útkomu í
þessu prófkjöri. Ég gaf kost á mér í
þriðja til fjórða sæti, því það var nú
einungis kosið um íjögurefstu sætin.
Það eru þrír þingmenn í þremur efstu
sætunum og maður reiknaði heldur
með því að það færi þannig svo ég
held að maður geti bara verið
ánægður. Þessi gríðarlega góða þátt-
taka er sterk fyrir flokkinn. Nú vonar
maður bara að þetta skili sér í kosn-
ingunum. Þetta er lang stærsta próf-
kjör sem nokkur flokkur hefur haft í
prótkjörinu og það hefur sitt að
segja.“
Garðar Smári Gunnarsson
Sameinumst
um listann
„Það er ekkert launungairnál að ég
vonaði að Guðmundur Ami næði
fyrsta sætinu. Hvað varðar mitt
framboð, þá renndi ég blint í sjóinn.
Ég hafði enga vél á bak við mig
heldur bara mig sjálfan. Ég átti von á
því að ég fengi flest atkvæðin mín úr
Hafnarfirði og eftir lokatölum að
dæma virðist það einmitt hafa verið
raunin. Við Elín erum auðvitað bæði
úr Hafnarfirði og tökum sjálfsagt
talsvert hvort frá öðm. Það er eðli-
legt að þátttakan í prófkjörinu sé
svona góð miðað við þá baráttu sem
var í gangi. Vonandi skilar þetta sér
sem mest í kjörkassana í vor. Ég fer
ekki í neina fýlu þó ég hafi orðið
neðstur í þessu prófkjöri og ég á ekki
Ys og þys í talningarmíðstöð prófkjörsins, sem staðsett var í húsnæði
Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
von á öðru en að jafnaðarmenn í
Reykjaneskjördæmi sameinist um
þennan lista.“
Hrafnkell Óskarsson
Mjög ánægður
„Ég er mjög ánægður með mína
útkomu í þessu prófkjöri og ég held
að þetta sé sterk uppröðun á listann.
vera valin til forystu fyrir jafnaðar-
menn í Reykjaneskjördænti. Ég
keppti að fyrsta sætinu og hafði al-
veg eins búist við því að ná því ekki,
þannig að gleðin er jafnvel meiri fyr-
ir vikið. Ég vil koma á framfæri
þakklæti til stuðningsmanna minna
og í dag er mér efst í huga sú glað-
værð og birta sem einkenndi baráttu
þeirra. Fyrirfram var búist við þvt' að
það yrði þungur hjá mér róðurinn,
því er ég sérstaklega glöð yfir þátt-
tökunni í Kópavoginum og hlýt að
taka hana sem svo að Kópavogsbú-
um finnist það einhvers virði að
þeirra maður sé í forystu í kjördæm-
inu. Við vorum ákveðin f að hafa
þetta prófkjör opið til að hefja hina
öflugu kosningabaráttu sem er fram-
undan hjá okkur jafnaðarmönnum.
Ég geng nú til verka sem forystu-
maður og ég mun sækja fram af
miklum krafti."
Rannveig Guðmundsdóttir fé-
lagsmálaráðherra mun leiða fram-
boðslista jafnaðarmanna í Reykja-
neskjördæmi í vor. Það varð ljóst í
fyrrakvöld eftir öruggan sigur henn-
ar í einu fjölsóttasta prófkjöri fyrr og
síðar í kjördæminu. Tæplega níu
þúsund manns sáu ástæðu til að fara
[INNKAUPASTOFNUN
IREYKJAVÍKURBORGAR
Utboð
F.h. Byggingadeíldar borgarverkfrædings er óskað eft-
ir tilboðum í vidhald raflagna í nokkrum grunnskólum
Reykjavíkur.
Útboðsgögn verða seld á kr. 1.000,- á skrifstofu vorri,
Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 8. febrú-
ar 1995, kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
Sá kann ei gott að þiggja
sem ei þakkar
Jón E. Guðmundsson listamaður þakkar öllum þeim sem
gerðu honum 80 ára afmælisdaginn svo ógieymanlegan.
Hugheilar kveðjur,
Jón E. Guðmundsson.
iHiiiit
Verkamannafélagiö
Dagsbrún
Leiðbeiningar við
framtalsgerð
Verkamannafélagið Dagsbrún gefurfélagsmönnum sínum
kost á leiðbeiningum við gerð skattframtals helgina 4.-5.
febrúar 1995 með sama hætti og undanfarin ár. Þeir, sem
huga hafa á þjónustu þessari, eru beðnir um að hafa sam-
band við skrifstofu Dagsbrúnar, sími 25633, og láta skrá sig
til viðtals eigi síðar en 3. febrúar nk.
Ekki er unnt að taka við beiðnum eftir þann tíma.
Verkamannafélagið Dagsbrún.