Alþýðublaðið - 24.01.1995, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
Stefanía Þorgrímsdóttir sagði sig úr kjörnefnd Alþýðubandalagsins í Reykjavík vegna
óeðlilegra vinnubragða og afskipta flokksforystunnar. í viðtali við Sæmund Guðvinsson segir
Stefanía tilganginn með samstarfi Alþýðubandalagsins og „óháða safnaðarins“ augljósan
■ ■
Ogmundur og Bryndís skiptimynt
í draumastjóm Olafs Ragnars
Stefanía: Ég ætla ekki að vera frillan í stormasömu hjónabandi forystumanna Alþýðubandalagsins. A-mynd: e.ói.
„Það eru þrjár meginástæður fyrir
því að ég sagði mig úr kjörnefnd Al-
þýðubandalagsins í Reykjavík. í
fyrsta lagi var kosin sex manna kjör-
nefnd sem hafði það hlutverk að
semja reglur fyrir opið prófkjör og
sjá um framkvæmd á því. Nefndin
hafði jafnframt heimild til að kanna
aðrar leiðir en prófkjör ef það kæmi
upp breyttar forsendur af einhverju
tagi, sent ekki var nánar skilgreint.
Eg tel að kjörnefndin hafi yfirhöfuð
ekkert unnið að því sem henni var
uppálagt en þess í stað leitað uppi
strax á sínum fyrstu fundum breyttar
forsendur í líki Ögmundar Jónas-
sonar og síðan unnið út frá þeitxi
hugmynd alla tíð. Prófkjör varð strax
aukaatriði.
Ég tel að kjörnefndin hafi ekki
haft neina heimild frá kjördæmisráði
til að vinna eins og hún gerði og var
alla tíð ósátt við það,“ sagði Stefan-
ía Þorgrímsdóttir þegar hún var
spurð um úrsögn hennar úr kjör-
nefnd Alþýðubandalagsins í Reykja-
vík.
„I öðm lagi var ég ákallega lítið
hrifm af því að hlusta á Guðrúnu
Helgadóttur stilla upp fyrstu fjórum
sætunum á væntanlegan lista í beinni
útsendingu frá Alþingishúsinu. Fyrst
sú aðferð var síðan samþykkt af
meirihluta kjördæmisráðs var raunar
ekkert með kjömefnd að gera og
Guðrún hefði svo sem getað mbbað
upp restinni af listanum. Ég tel að
vinnubrögð nefndarinnar sjálfrar
framanaf hafi verið óeðlileg miðað
við það umboð sem hún hafði. Einn-
ig tel ég að bæði Guðrún Helgadóttir
og fleiri af foringjum fiokksins hafi
fjarstýrt gangi mála allan tímann,"
sagði Stefanía.
Draumaríkisstjóm
Alþýdubandalagsins
„í þriðja lagi þá tel ég að allur
þessi málatilbúnaður hafi í rauninni
verið fyrirfram ákveðinn af forystu
flokksins. Þetta hafi verið gert í því
augnamiði að ná fulltrúum ASI og
BSRB inn á Iistann í eitthvert af fjór-
um efstu sætum eins og raunin varð
á, til að bjóða í skiptimynt í drauma-
ríkisstjóm að loknum kosningum.
Svavar: Fjarstýrði kjörnefnd Al-
þýdubandalagsins i Reykjavík.
Ólafur Ragnar Grímsson mun í
langan tíma hafa látið uppi þá skoð-
un að einhver eftirsóknarverðasta
ríkisstjórn sem hægt væri að fá núna
í stöðunni væri stjóm Alþýðubanda-
lags og Sjálfstæðisflokks. Og það er
staðreynd að strax síðastliðið sumar
fóm á stað þreifmgar milli Svavars
Gestssonar og Ögmundar. Ég bendi
Ifka á að Bryndís Hlöðversdóttir.
lögfræðingur ASl, er það sem kallað
er hrein mey í pólitik. Hún er algjör-
lega óreynd en er sett tafarlaust í 2.
sætið.“
Hvert var hlutverk oddvita list-
ans, Svavars GesLssonar, í þessu
máli?
„Ég tel að Svavar hafi verið einn
af þcim sem fjarstýrðu þessari nefnd
allan tímann. Hann gerði það með
þeim hætti að hluti nefndarfólks
hafði ekki hugmynd unt þá fjarstýr-
ingu.“
Hverjir skipuðu kjörnefndina?
„Ég var þarna sem fulltrúi Sósíal-
istafélags Reykjavikur, Guðrún
Sigurjónsdóttir frá Æskulýðsfylk-
ingunni, Árni Þór Sigurðsson og
Ástráður Haraldsson frá ABR,
Gísli Gunnarsson Birtingu og Þor-
steinn Óskarsson frá Framsýn.
Kjömefnd hefur alltaf verið skip-
uð fimm mönnum. Þegar kosið var í
nefndina á kjördæmisráðsþingi í
haust var ég boðin fram af fulltmum
Sósíalistafélagsins. Ýntsar mótbárur
vom hafðar frammi við þá tilnefn-
ingu en þegar ljóst var að ég myndi
njóta meiri stuðnings en Þorsteinn
Oskarsson og trúlega fella hann var
fjölgað upp í sex í nefndinni. En þar
með fengu líka öll þau félög fulltrúa
sem eiga aðild að kjördæmisráðinu.
Hins vegar er síðan þrætt fyrir það
bæði af kjördæmisráði og flokksfor-
ystu að við í kjömefndinni séum full-
trúar einhvema hópa innan Alþýðu-
bandalagsins. Við séum þarna bara
öll sem Alþýðubandalagsfólk. Það cr
því mjög einkennileg staða að það
skuli vera kosið í kjömefndina til
þess að allir hópar eigi þar inni sinn
fulltrúa, sem að sjálfsögðu vinna að
því að koma fólki úr sínum röðum
inn á listann, en gagnvart Sósíali-
stafélaginu hafður uppi sá málfiutn-
ingur að félögin eigi ekki rétt á nein-
um nöfnum þarna inn því við séum
öll aðeins Alþýðubandalagsfólk.
Vinnubrögðin hafa verið ákaflega
ruglingsleg, að ég ekki segi furðuleg.
Þótt kjömefndin hafi útaf fyrir sig
viljað vinna þokkalega heiðarlega að
málum í samræmi við sitt umboð þá
var á einum fundi komið upp allt
annað sjónarmið en á næsta fundi á
undan. Ástæðan er einfaldlega sú að
þá var búið að kippa í spottana,"
sagði Stefanía ennfremur.
Ekki hugsad mér
ad vera frillan
„Varðandi það hvort Svavar
Gestsson hafi leikið tveimur skjöld-
um í þessu máli þá ætla ég að koma
með samlíkingu varðandi mat mitt á
ástandi flokksforystunnar í Alþýðu-
Bryndís: Hrein mey í pólitík en lög-
fræðingur ASÍ.
bandalaginu, alla vega í Reykjavík
og á Reykjanesi: Ég álít að flokks-
forystan þar sé í ákafiega góðu
hjónabandi þar sem er rifist og gefn-
ir pústrar við og við en skriðið upp í
hjónasængina að lokum og einkum
þegar mikið liggur við að ná sáttum.
Það er sjálfsagt bara gott og blessað
l'yrir Alþýðubandalagið að halda
flokksforystunni í hjónabandi með
þeint aðferðum. En ég hefekki hugs-
að mér að vera frillan í hjónaband-
inu. El' einhverjir aðrir vilja
gegna því hlutverki að vera frillan er
það þeirra mál en ég stend ekki í
svoleiðis. Það er kannski megin-
ástæðan fyrir því að ég sé enga
ástæðu tii að vinna í kjörnefndinni.
Ég er ekki tilbúin til að vera opin-
bert eða óopinbert handbendi ein-
hverra."
Finnst þér flokksfólk hafa verið
svikið í þessu máli?
„Ég tel það alveg tvímælalaust eft-
ir að kjördæmisþing er búið að sam-
þykkja í haust að hafa opið prófkjör.
Það er mikið nýmæli í Alþýðu-
Guðrún: Skipaði framboðslista Al-
þýðubandalagsins í beinni útsend-
ingu.
bandalaginu að standa þannig að
málum. Síðan er þessi aðferð við-
höfð og í þokkabót er flokksmönn-
um ekki einu sinni gefinn kostur á að
nefna flokksfólk inn á þennan lista.
Það er bara kjömefndin og eitthvert
huldufólk úti í bæ sem gerir það. Ég
lel þetta svik við hinn almenna
flokksmann og bendi á að innan Al-
þýðubandalagsfélags Reykjavíkur
og víðar er allt í bullandi upplausn
eftir þessar aðfarir," sagði Stefanía
Þorgrímsdóttir.
„Hvað varðar þessa sameiningu
óháða safnaðarins hans og Ögmund-
ar og Alþýðubandalagsins þá bendi
ég á það að það er samþykkt á kjör-
dæmisráðsþingi 15. desember að
handraða á lista. Það er með þessum
fjórum nöfnurn: Svavar Gestsson,
Bryndís Hlöðversdóttir, Ögmundur
Jónasson og Guðrún Helgadóttir í
efstu sætum. Þetta er gert án þess að
Ögmundur sé búinn að gefa formlegt
svar, sem hann ætlaði síðan að gefa
18. janúar en ekki varð, og óháði
Ólafur Ragnar: Telur ríkisstjórn Al-
þýðubandalags og Sjálfstæðis-
flokks vera besta kostinn.
söfnuðurinn var ekki til í neinu
formi á þessum tíma. Það var því
býsna hlálegt að heyra talað um
einhverja samfylkingu. Þetta var
bara skrípaleikur. Ég hef ekkert á
móti Ögmundi Jónassyni en að
hann hafi verið með einhverja
fylkingu með sér til samstarfs við
Álþýðubandalagið er bara hreint
kjaftæði. Ef um samfylkingu
tveggja afla væri að ræða þá væri
eðlilegt að hreyfa því máli hvem-
ig ætti að skipta kostnaði við
kosningabaráttunni. Mér vitan-
lega hefur ekki verið hreyft við
því máli, en það hafa heyrst kostn-
aðartölur uppá einar tíu milljónir
króna. Mér er sama þótt þær væru
bara fimm milljónir. Ég spyr sem
fyrrverandi kjörnefndarmaður
hvemig eigi að skipta þessum kostn-
aði milli Alþýðubandalagsins og
óháða safnaðarins."
Ætlar þú að starfa áfram innan
Alþýðubandalagsins?
„Ég er fulltrúi í kjördæmisráði og
Ögmundur: Var úthlutað sæti á
framboðslista Alþýðubandalags-
ins löngu áður en óháði söfnuður-
inn varðtil.
ég ætla að mæta á fund sem boðaður
er í ráðinu á þriðjudaginn (í dag) og
eftir þann fund mun ég meta fram-
haldið. Ég er náttúrlega fyrst og
fremst félagi í Sósíalistafélaginu sem
á aðild að Alþýðubandalaginu. Það
er ekkert launungarmál að ég er fé-
lagi í Sósíalistafélaginu fyrst og
fremst vegna þess að ég álít Alþýðu-
bandalagið í heild hafa f'ærst ekki frá
vinstri til hægri heldur frá miðju til
hægri. Fyrir mér var þetta kannski
spuming um samstarf Sósíalistafé-
lagsins og Alþýðubandalagsins og
að Sósíalistafélagið gæti haft mann-
bætandi áhrif á Alþýðubandalagið.
Ekki veitir af.“
Þad fer ekkert starf
fram innan flokksins
„Ég tek bara undir með Álfheiði
Ingadóttur sent sagði í Alþýðuhlað-
inu að það færi ekkert starf fram inn-
an Alþýðubandalagsins. Og það er
bágt til þess að vita að það litla starf
sem fer fram er heldur til ógagns og
upplausnar. En þeir virðast starfa eft-
ir þeim nótum að það sé betra að gera
illt en ekki neitt þá loksins þeir reyna
að gera eitthvað."
Hvað áttu við með því?
„Dropinn sem fyllti mælinn og
varð til þess að ég sagði mig úr kjör-
nefndinni þann 12. janúar voru til-
tekin atvik. Þar var komið störfum
kjömefndar að farið var að eiga við
þau sæti sem ekki var búið að taka
frá með dularfullum hætti. Ég fór
þess á leit að fulltrúi Sósíalistafé-
lagsins, Þórir Karl Jónsson, vara-
fonriaður Iðnnemasambandsins,
fengi 5. sætið. Því var ekki tekið illa
og ég taldi að fyrir þessu lægi mjög
ákveðinn stuðningurþeirra sem hafa
verið að stilla upp utan nefndarinnar.
En þeir ágætu menn höfðu víst lofað
uppí ermina því það var búið að
bjóða nokkuð mörgum þetta sæti.
Það var farið út í ósköp bamalegt
plott á Bylgjunni gagngert til að
sverta Þóri Karl. Notaðar vom
bamalegar og dónalegar aðferðir
sem áttu að miða að því að halda
honum frá listanum án þess að ég
gengi úr kjömefndinni.
Ég einfaldlega nenni ekki að
standa í svona vitleysisvinnubrögð-
um. Það var mjög leikið tveimur
skjöldum í þessu máli gagnvart mér
og Þóri Karli. Ég ræddi við Svavar
um þessa skipan í 5. sætið og tel að
hann hafi heitið fullunt stuðningi við
málið. Daginn eftir var frétt á Bylgj-
unni um málið en þar var farið kolr-
angt með staðreyndir. Mér er sagt að
þessi leki hafi komið frá ábyrgum
aðilum í kjömefndinni. Mér var nóg
boðið. Ekki bara hvemig farið var
með fulltrúa Sósíalistafélagsins
heldur vom vinnubrögðin svo fárán-
leg að ég tel mig of greinda mann-
eskju til að vinna með fólki sem fer
svona heimskulega að ráði sínu, fyr-
ir utan siðleysið. Ég sagði mig form-
lega úr kjörnefndinni," sagði Stefan-
ía Þorgrímsdóttir.
Vinningstölur
laugardaginn:
21.jan. 1995 j
Aðaltölur:
16 23 24
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING BÓNUSTALA:
EB5 af 5 o | 4.463.096 O CO
g+4af5 5 | 90.960 Heildarupphæð þessa viku:
R1 4 af 5 109 7.190 kr. 7.501.306
Qj 3af 5 4.285f 420 UPPLÝSINGAR, SÍMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULINA 99 10 00 - TEXTAVARP 451