Alþýðublaðið - 24.01.1995, Side 7

Alþýðublaðið - 24.01.1995, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Reynið nú að troða þessu inní hausinn á ykkur í eitt skipti fyrir öll: Lögreglan er ekki staðsett þarna til að skapa upplausn, held- ur til að viðhalda upplausn. Richard Daley, borgarstjon Chicago. Sestu niður og farðu út. Borgarstjóri í Birmingham við óstýrilátan borgarfulltrúa. Hann lifir Iangt uni efni fram, en hann hefur efni á því. Samuel Goldwyn. Ekki yrða á mig á meðan ég er að trufla. Michael Curtiz. Ef ég segi ósatt þá er það bara vegna þess, að ég held mig vera að segja sannleikann. Phil Gaglardi, umferðarmálaráðherra Bresku Kólumbíu í Kanada. Hvað var Watergate? Smávegis hieranir! Richard Nixon. Jæja, David, drýgðirðu hór með einhverjum dömum um helgina? Richard Nixon, við kvennagulhð David Frost skömmu fyrir sjónvarpsviðtal við Nixon í þætti Frost. Ef glæpum myndi fækka um 100 prósent væru þeir samtsem áður fimmtíu sinnum tíðari en eðlilegt er. John Bowman, borgarfulltrui í Washington, um hina háu glæpatíðni í borginni. Sumir þáttanna hafa vitaskuld verið Ieikræn meistaraverk, en það eina sem við fáum hinsvegar að sjá er hin neikvæða hlið kiarnorkustyrjaldar. Barry Goldwater, bandarískur öldunga- deildarþingmaður, í umræðum um sjónvarps- þætti um kjamorkustyrjöldina. Ég var ekki að ljúga, heldur sagði ég hluti sem síðar meir virtust vera ósannir. Richard Nixon, í blaðaviðtali um Watergate árið 1978. Allir þeir sem berjast fyrir frjálsum fóstureyðingum voru einhvern tímann fóstur. Peter Grace, bandarískur stjórnmálamaður, í inngangi að ræðu fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan. Ég tek snjallan heimskingja fram yfir heimskan snilling hvenær sem er. Samuel Goldwvn. við öll mín mismæli“ Steinþegiði! Þið eruð alitaf að trufla mig á meðan ég er að gera mistök. Michael Curtiz. Okkur fannst orðið „dráp“ hafa of víðtæka merkingu. Útskýring talsmanns bandaríska utanríkis- ráðuneytisins á afhverju orðið „dráp“ var tekið útúr mannréttindaskýrslum og „ólögleg eða gerræðisleg svipting lífs“ sett í staðinn. Þetta er stórkostiegur dagur fyrir Frakkland! Richard Nixon, við útför Charles de Gaulle. Leyndarmálið á bak við sigur- tímabil er að fjölga sigrum og á sama tíma fækka töpum. John Lowenstein, bandarískur ruðningsleikmaður. Það reyndist nauðsynlegt að leggja þorpið í rúst til að bjarga því. Yfirmaður í bandaríska hemum í Víetnam-stríðinu. AHri heilbrigðisaðstoð til yðar verður hætt frá og með 24.09.1984 vegna dauða yðar. Bréf frá hcilbrigðisyfirvöldum í Iowa. Vissulega voru þetta mikil mistök. Það sýnir ákveðinn skort á kurt- eisi að drepa fólk þegar páfinn biður okkur um að gera það ekki. Embættismaður í Gvatemala um aftökur á pólitískum föngum skömmu fyrir opinbera heimsókn páfans til landsins. Díoxíð-eitrun hefúr yfirleitt ekki alvarlegar afleiðingar á heilsu fólks, en hún gæti verið banvæn. Skýrsla frá Dow Cfiemical-efnafyrirtækinu. Og það sem er mest um vert: Eg er sammála öllu því sem ég hef sagt. Piet KoorhofT sendiherra Suður-Afríku í Bandaríkjunum. Það ríkir ekki ritskoðun í Suður-Afríku. Það sem við höfum gert er að takmarka það sem dagblöðin geta sagt frá. Louis Nel, fyrrum upplýsingaráðherra Suður-Afríku. Gerald Ford var kommúnisti. Ronald Reagan í ræðu. Hann gaf síðar til kynna að hann ætlaði að segja þingmaður (Congressman varð Communist). Kallið þér þetta handrit? Látið mig fá nokkra 5000- dollara-á- viku-handritshöfunda og ég skal skrifa þetta sjálfur. Joe rasternak. Við erum ekki tilbúin til að takast á við nokkurn ófyrirsjáanlegan atburð, sem á - eða á ekki - eftir að gerast. Dan Quayle í blaðaviðtali. Það þarf að vernda heiðarlega kaupsýslumenn fyrir hinum ófyr- irleitna almúga. Lester Maddox, þáverandi ríkisstjóri Georg- íu, um afhverju Georgía ætti ekki að koma sér upp neytendasamtökum. Fjöldi fólks á mínum aldri er dáið um þetta leyti. Casey Stengel, bandarísk hafnaboitahetja. Ég girnist Pólverja líkamlega. Röng þýðing yfirlýsingar í ræðu Jinimy Carter, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Póllandi árið 1977. Ég á í skilgreiningalegum vanda með orðið „ofbeIdi“. Ég veit eiginlega ekki hvað orðið „ofbe!di“ þýðir. William Colby, forstjóri CIA. Það eru ekki mínir útreikningar sem ég byggi mál mitt á. Þeir koma frá aðila sem veit hvað hann er að gera. Bandarískur þingmaður í umræðum. Gagnvart mér eruð þið öll hamingjusamir útilegumenn (happy campers). Hamingjusamir útilegumenn eruð þið, hamingju- samir útilegumenn hafið þið verið og hvað mig varðar, þá verðið þið alltaf hamingjusamir útilegumenn. Dan Quayle, í ræðu sem hann hélt yfir hópi Samóa á ferðalagi sínu um KyrrahaFið. Rétturinn til að þjást er eitt af gleðiefnum hins frjálsa markaðskerfis. Howard Pyle, aðstoðarmaður Dwight Eisenhower - forseta Bandaríkjanna, um atvinnuástandið í Detroit. Ef enskan var nógu góð fyrir Jesú Krist, þá er hún nógu góð fyrir mig. Bandarískur þingmaður í samtali við doktor David Edwards, forstöðumann alríkisnefnd- ar um málnotkun, um þá nauðsyn viðskipta- sinnaðrar þjóðar að hafa tök á nokkrum tungumálum. Auðvitað lít ég út fyrir að vera einsog hver annar hvítur maður. En hjarta mitt er jafn svart og hvers annars hér inni. George Wallace, forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, í kosningaræðu sem hann hélt yfir þeldökkum hlustendum. Það sem hann gerir í frítíma sínum er algjörlega undir honum komið. Harlon Copeland, lögreglustjóri í Texas, þegar undirmaður hans var gripinn við að bera sig fyrir framan böm. Kína er víðfeðmt land og þar búa margir Kínverjar. Charles de Gaulle. Misrétti er ómissandi hluti af stórfengleika Bandaríkjanna. Að rnínu mati fæðir ranglæti af sér frelsi og færir fólki tækifæri sem það annars hefði ekki. Lester Maddox, fyrrverandi ríkisstjóri Georgíu. Ég fer aldrei í nýtt par af skóm fyrr en ég hef gengið í þeim í iimm ár. Samuel Goldwyn. Við bjóðum fram flokkinn einsog risavaxið tjald. Hvernig við ger- um það innan stefnuskrár okkar, í inngangi stefnuskrár okkar, eða hvernig sem það nú verður, það á eftir að koma í Ijós. En þeim skilaboðum verður að koma til skila á stórkostlega skýran hátt. Dan Quayle. Flugræningjum á að veita snögg réttarhöld samkvæmt lögum og reglum á viðkomandi flugvelli og síðan á að hengja þá. Edward Davis, lögreglustjóri Los Angeles árið 1973. Ég hef fundið fyrir Bandaríkjamcnn hvar sem ég hef ferðast um þetta land. Alf Landon, í ræðu sem hann flutti í forseta- kosningabaráttu sinni gegn Franklin Delano Roosevelt. Á meðan þið eruð fjarverandi munu kvikmyndastjörnur taka konur ykkar; Robert Redford er á stefnumóti með unnustum ykk- ar, Tom Selleck kyssir dömurnar ykkar og Bart Simpson hefur samfarir við eiginkonur ykkar. Bugdud Betly, íraskur útvarpsmaður, til hermanna í Persafióastríðinu. Gil Hodges er svo sterkur að hann gæti rifið augnabrúnir þín- ar af með einu handtaki. Casey Stengel, bandariskur hafnaboltaþjálfari. Einn maður getur ekki verið á tveimur stöðum samtímis - nema hann sé fugl. Boyle Roche lávarður. Það væri góð hugmynd ef þér tækjuð með yður bankabókina niður í kjarnorkubyrgið. Bandarisk aðvörun vegna kjamorkustyrjaldar. Sástu andlit mitt greinilega þegar ég stal af þér töskunni? Meintur þjómr (sem sá sjálfur um málsvöm sína í réttarhöldum þar sem hann var ásakað- ur um töskuþjófnað) við meint fómarlamb sitt. Hann hlaut tíu ára fangelsisdóm. Þegar mig vanhagar um álit yðar, þá læt ég yður vita hvað það á að vera. Saniuel Goldwyn, við ungan handritshöfund. Þetta eru mestu hörmungarnar sem hafa dunið á Kaliforníu síðan ég var kosinn. Pat Brown, ríkisstjóri Kalifomíu, um gríðarleg flóð. Þessi tegund vopns getur haft áhrif á íbúafjöldann í heild sinni. Ronald Reagan. Lítil tekjuinnkoma virðist vera lykilástæðan fyrir því að einhver sem venjulega vinnur fullan vinnudag kemur frá fátækri fjölskyldu. Niðurstöður skýrslu um fátækt í Bandaríkjunum. Eg fékk frábæra hugmynd í morgun, en mér geðjaðist ekki að henni. Saniucl Goldwyn, við aðstoðarmann sinn. - sagði Quayle, varaforseti Bandaríkjanna, kokhraustur við fréttamenn sem gagnrýndu hann fyrir að verða í sífellu fótaskortur á tungunni... Það er á engan hátt mögulegt fyr- ir manneskju að vera á tveimur stöðum samtímis, sérstaklega ekki ef miklar fjarlægðir eru á milli. Amado Guerrero, mexíkanskur dómari, um Ijarvistarsönnun sakbomings. Ég vil láta bóka það, hcrra forseti borgarstjórnar, að öll siökkvitæki verði skoðuð tíu dögum fyrir hvern einasta bruna. Bandarískur borgarfulltrúi í umræðum. Þessi gríðarlega óvcnjulegi maður skildi engin börn eftir sig, nema bróður sinn, sem var drepinn á sama tíma. Æviágrip Robespierrre, fransks byltingar- manns, sem birtist í írsku dagblaði á 19. öld. Ég vil ganga úr skugga um, að allir þeir sem hafa atvinnu vilji í raun hafa atvinnu. George Bush, í sinni fyrsti forsetakosningabaráttu. Forsetinn vill ekki hafa já-menn eða já-konur í kringum sig. Þegar hann segir nei, þá segjum við öll nei. Elizabeth Dole, blaðafulltrúi Ronald Reagan og síðar atvinnumálaráðherra í stjóm George Bush. Við erum um þessar mundir, að reyna ná atvinnuleysis- prósentunni upp. Eg hcld okkur muni takast það. Ronald Reagan. Eina ieiðin til að stöðva þess bylgju sjálfsmorða er að gera þau að stórglæp og refsa fyrir með dauðarefsingu. írskur þingmaour. Það skiptir engu máli hvað hann leggur fyrir sig, það verður aldrei neitt úr honunt. Einn al' kennurum Albert Einstein, í áliti sínu til föður Einstein um framtíð drengsins. Læknarnir röntgenmynduðu á inér hausinn og fundu ekkert. Dizzy Dean, bandarískur hafnaboltaleikmað- ur, um líðan sína eftir að hann fékk bolta í höfuðið í úrslitakeppninni 1934. Við gerum of mörg röng mistök. Yogi Berra, um hversvegna Yankees töpuðu úrslitakeppni hafnabolta árið 1960. Ég held að hið frjálsa hagkerfi sé of mikilvægt til að skiija það eftir í höndum hins sjálfvirka og tilvilj- anakennda markaðar. Richard Kelly, bandarískur þingmaður. Ég hef ekki á tilfmningunni, að við höfum gert nokkuð rangt með því að taka þetta stórkostlega land frá þeim. Það var mikill fjöldi fólks sem vantaði nýtt Iand á þessum tíma, og indíánarnir voru á eigingjarnan hátt að reyna halda því útaf fyrir sig. John Wayne, bandanskur leikari í kúrekamyndum. Vér erum fullkomlcga meðvitaðir um samkynhneigðar- vandamál karlmanna þessa lands - það er vitaskuld minniháttar - en vér erum hinsvegar þess full- vissir að ekki cin einasta lesbía fyrirfinnst á Englandi. Chamberlain lávarður, breskur stjómmálamaður. Þetta er ekki spurning um líf og dauða. Þetta er miklu mikilvægara en það. Lou Duva, um væntanlegan oardaga hans við hnefaleikameistarann Mike Tyson. Líkurnar á því að við vinnum engan leik á þessu keppnistíma- bili eru 999 á móti 100. Bandarískur ruðningsþjálfari við íþrótta- fréttamanninn Phil Pepe. Náið þá í nokkra til viðbótar af verndarsvæðinu. Samuel Goldwyn, þegar honum var sagt að í kúrekamynd sem hann var að framleiða vantaði nokkra innfædda Bandaríkjamenn. Hver sem er getur náð kosningu sem ríkisstjóri. Ég er lifandi sönnun þess. Joe Frank Harris, ríkisstjóri Georgíu í tvö kjörtímabil, í umræðum um hver myndi feta í fótspor hans. Vegna leiðinlegrar prentvillu var Dukakis ríkisstjóri rangnefndur í þriðju málsgrein sem Mike Tyson. Leiðrétting í bandarískri bók. Aðvörun: Notist aldrei í svefni. Aðvörun sem fylgdi bandarískri hárþurrku. Almenningur getur farið til hel- vítis! Ég er hingað kominn sem fulltrúi fóiksins. Öldungadeildarþingmaður frá New Jersey í Bandaríkjunum. Hclmingur lyganna sem andstæðingarnir segja um okkur eru ósannar. Boyle Roche lávarður. Ég segi þetta oft þrátt fyrir að ég ætti kannski ekki að gera það: Munurinn á nauðgun og tælingu er sölumennska. Bill Carpenter, borgarstjóri Independence í Missouri, Bandaríkjunum. Forsetanum er vel kunnugt um það sem er á seyði. Eg er hinsveg- ar ekki þar með að segja að eitt- hvað sé á seyði. Ron Ziegler, um þann orðróm að Bandaríkjaher væri að gera árásir yFir landamæri Laos. Systir mín á von á barni og ég veit ekki hvort ég er að verða frændi eða frænka. Chuck Nevit, bandarískur körfuknattleiksmaður. Það eina sem ég sé eftir, er að heimsókn yðar hafi ekki verið styttri. Aberdeen lávarður, breskur stjómmálamaður, að reyna vera kumpánalegur við ríkisstjóra írlands sem kom í heimsókn haustið 1911. Staðreyndir eru heimskulegar. Ronald Reagan, að vitna vitlaust í John Adams í ræðu á þingi rcpúblikana. Ron Ziegler: Þannig að þetta var á heildina litið alveg frábært ár, ef neikvæðu hliðarnar eru frátaldar! Spyrjandi: Hvaða neikvæðu hlið- ar? Ron Ziegler: Watergate! Ron Ziegler, um afreksverk stjórnar Nixon. Ég trúi því að við séum á leiðinni til aukins frelsis og lýðræðis. Ég trúi því einnig, að af þessari braut verði ekki hægt að snúa. En það gæti breyst! Dan Quayle.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.