Alþýðublaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Hugleiðingar um hræðsluáróður Þjóðmálaumræðan tekur oft á sig ýmsar myndir. Ég get ekki að því gert en eftir að hafa íylgst með tilvís- anaumræðunni, þar sem hæstvirtur heilbrigðisráðherra, Sighvatur Björg- vinsson, hefur verið í öllum ljósvaka- miðlum að svara mmmmmmmmmmmmmmmmmmm sérfræðingar “< Pallborðið læknastéttinni hafa s n_ •« látið falla, þá leiði Aðalhetður ég hugann að þessu fyrirbrigði - Jafnaðarmannaflokks íslands, Jóni Baldvini Hannibalssyni, með ótrú- legum hræðsluáróðri sem hægt er að skemmta sér yfir í dag. Einn þessara mann var Svavar Gestsson sem lét málið til sín taka af krafti á Alþingi. kallast áróður“ sem „liræðslu- Sigursveinsdóttir skrifar Að nýta sér vanþekkingu almennings Hræðsluáróður kallast það, þegar menn reyna að nýta sér vanþekkingu okkar, hinna almennu borgara, og draga upp hinar fáránlegustu myndir af afleiðingum einfaldra breytinga. Það er svo sem ekkert skrítið að menn hræðist tilvísanakerfið, þegar ákveðnir einstaklingar koma svell- kaldir fram og nánast halda því fram að bráðaþjónusta verði lögð niður ef tilvísanakerfið kemst á. Það myndi þýða að alltaf verði að hafa samband við heimilislækni, jafnvel þó að við- komandi sjúklingur sé að fá hjarta- áfall. Ég hélt satt að segja að menn tækju ekki mark á slíkum fullyrðing- um en mér brá síðan heldur betur í brún þegar ég heyrði á tal tveggja manna í fyrradag. Tilvísanakerfið var þar að sjálfsögðu til umræðu og ann- ar þeirra lét þau orð falla að hann vissi ekki hveiju hann ætti að trúa, Sighvatur væri jú jafnaðarmaður! Yfirlýsingar stjórnar- andstæðinga Þetta er svo sem ekki í fýrsta skipti sem hræðsluáróðri er beint gegn jafh- aðarmönnum. Skemmst er að minn- ast þeirra yfirlýsinga sem stjómar- andstaðan beitti í umræðunni um hið Evrópska efnahagssvæði. Þar réðust menn að formanni Alþýðuflokksins Hann talaði með- al annars um sölu á sjálfstæði þjóð- arinnar og jafn- vel landinu líka - menningarafsal - og taldi forsend- ur íslenskra dóm- stóla brostnar. ---------------- Svavar þakkaði einnig sérstaklega fyrir að fá að tala íslenska tungu á Alþingi. Einn spádómur rættist Já, það var ýmislegt látið flakka í umræðunni um hið Evrópska efna- hagssvæði, en þó svo að þetta hafi verið hræðsluáróður hjá Svavari þá veit ég ekki hvemig túlka eigi orð hans í garð ungra jafnaðarmanna þegar hann taiaði um Evrópustefnu og ffamsýni Sambands ungra jafnað- armanna þann 17. desember 1992. Þennan dag varð Svavari að orði: ,T>að ágæta unga fólk sem skipar sér í sveitina sem heitir Samband ungra jafnaðarmanna talar með skýr- um hætti í þessu sambandi. Þetta em engir ómagar. Þetta em áhrifamenn um þróun Alþýðuflokksins ef ekki nú þá væntanlega á morgun eða hinn. Þetta em einstaklingar sem hafa áhrif,“ sagði Svavar og það í ræðu- stóli hins háa Alþingis. Hvort að þetta hafi átt að vera hluti af hræðsluáróðrinum veit ég ekki, en þó er þetta ein af örfáum staðreynd- um sem Svavar og hans samheijar náðu að spá rétt fyrir um. Höfundur er verslunarmaður, varaformaður Sambands ungra jafnaðarmanna og formaður FUJ á Akureyri. ,, „Það ágæta unga fólk sem skipar sér í sveitina sem heitir Samband ungra jafnaðarmanna talar með skýrum hætti í þessu sambandi. Þetta eru engir ómagar. Þetta eru áhrifamenn um þróun Alþýðuflokksins ef ekki nú þá væntanlega á morgun eða hinn. Þetta eru einstaklingar sem hafa áhrif,“ sagði Svavar. - Hvort að þetta hafi átt að vera hluti af hræðsluáróðrinum veit ég ekki, en þó er þetta ein af örfáum staðreyndum sem Svavar og hans samherjar náðu að spá rétt fyrir um.“ Goðsögn dagsins Sú goðsögn, að í brennivíninu búi andagiftin og að án þess drepist allt í grá- um dróma hversdagsins, hefur í aldarað- ir umlukið rithöfunda og skáld. Af sjö innfæddum Bandaríkjamönnum sem hlotið hafa bókmenntaverðlaun Nóbels, hafa fímm þeirra glímt við Bakkus kon- ung bróðurpart ævi sinnar: Sinclair Le- wis, Eugene O’Neill, William Faulkn- er, Ernest Hemingway og John Stein- beck. Listinn yfir aðra drykkjusjúka bandaríska höfunda á tuttugustu öld er annars afar langur; aðeins örfáum af mesta hæfileikafólkinu hefur verið hlíft við þessum hörmungum. Til viðbótar Nóbelsverðlaunahöfunum em það Ed- ward Arlington Robinson, Jack London, Edna St. Vincent Millay, F. Scott Fitzgerald, Hart Crane, Conrad Aiken, Thomas Wolfe, Dashiell Ham- mett, Dorothy Parker, Ring Lardner, Djuna Barnes, John O’Hara, James Gould Cozzens, Tennessee Williams, John Berryman, Carson McCuIIers, Jamcs Jones, John Cheever, Jean Stafford, Truman Capote, Raymond Carver, Robert Lowell og James Agee sem öll fóm langleiðina með að drekka sig í hel - sumum tókst ætlunarverkið, fáeinum var bjargað. Á mcðan þið glím- ið við goðsögnina...: Skál! Byggt á „The Thirsty Muse: Alcohol and the American Writer" eftir Tom Dardis. Sjálfstæðismenn á Norð- urlandi eystra em komnir á skrið í kosningabaráttunni. Halldór Blöndal og Tómas Ingi Olrich vom kjömir á þing fyrir flokkinn í kjör- dæminu 1991, og þeir skipa efstu sætin áfram. Flestir bú- ast við að þeir félagar verði endurkjömir, en þó er sitt- hvað sem setur strik í reikning svartsýnna sjálfstæðis- manna. Eitt þingsæti flyst sem kunnugt er burt úr kjör- dæminu og baráttan verður því harðari en ella. Þá er eftir að sjá hvaða rósir Svanfríð- ur Jónasdóttir varaformað- ur Þjóðvaka gerir með ífam- boði sínu. Alþýðubandalagið skartar Árna Steinari Jó- hannssyni í 2. sæti og mun leggja allt kapp á að nýta sér vinsældir hans. Sjálfstæðis- menn hafa nú bmgðist við og ráðið auglýsingamanninn Armann Guðmundsson kosningastjóra. Hann rekur auglýsingastofuna Nonna og Manna í Reykjavík, en er kominn norður og verður þar framyfir kosningar að stjóma starfmu og leggja lín- ur sjálfstæðismanna... 11. febrúar opnar í meira lagi forvitnileg sýning á Kjarvalsstöðum. Þar verða sýndar myndir eftir John heitinn Lennon, hinn ást- sæla Bítil og friðarleiðtoga. Sýningin á Kjarvalsstöð- um hefur ferð- ast langan veg síðan hún var fyrst sett upp í The Art Gall- ery í Lundúnum 1979. Þá vakti sýningin reyndar slíkt uppnám að vörpulegir lag- anna verðir úr Scotland Yard komu og fjarlægðu átta er- ótískar steinþiykksmyndir. Myndimar umdeildu verða á Kjarvalsstöðum - en reyndar em þær vfst lítið sjokkerandi fyrir aðra en Breta, sem stundum sýna af sér ótrúleg- an pempíuskap. Ekki er reiknað með að Yoko Ono, ekkja Lennons, komist á opnunina en ffágengið er að einhver „fulltrúi fjölskyld- unnar“ mætir. Þá er helst gert ráð fyrir honum Sean litla, syni Lennons og Yoko... Sjávarútvegsmálin vöktu uppnám á landsfundi Þjóðvaka, þegar breytingar- tillaga fékkst ekki afgreidd en var vísað til stjómar. Flutningsmenn breytingartil- lögunnar vom Njáll Harð- arson. Kristján Pétursson (fyrmm toll- vörður), Karl Stein- ar Óskars- son, Sigurður Pétursson sagnfræðingur, Marías Sveinsson og Þorsteinn Sigurjónsson. Mjög naumur meirihluti, 40 gegn 38, sam- þykkti að vísa tillögunni til stjómar. Flutningsmönnum þótti full ástæða til að krefjast endurtalningar, en sú beiðni þeirra var virt að vettugi... Hinumegin „Ó, Guði sé dýrð og lof, Jónmundur. Áralangri leit að þess- um helga stað er lokið. Þetta er tilfinningaþrungin stund fyrir allt mannkyn. Dömur mínir og herrar, gjörið þið svo vel: Hinar dularfullu æxlunarstöðvar fílanna eru fundnar!" Fimm á förnum vegi Hvað finnst þér um mál knattspyrnumannsins Eric Cantona?csPurt í „Lunch United“) Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður: Eg held með Eric. Hjörtur Árnason, rekstrarstjóri Skeljungs: Mér finnst að Cantona hafi hlotið of harða refsingu. Sigurður Halldórsson, for- stöðumaður Kornhlöðunnar: Þetta er hárrétt refsing. Cantona er óþroskaður þrátt fyrir að hann sé kannski góður knattspymumaður. Eirícur Jónsson, safnstjóri DV: Það er alltof mikið gert úr þessu máli. Sérstaklega miðað við ýmsa svipaða atburði sem orðið hafa ann- arsstaðar. f X' ^ Eyjólfur Ólafsson, knatt- spyrnudómari: Það er eðlilegt að Cantona sé refsað. Það á ekki að taka á þessu með neinum vettlingatökum. menn Ég hef aldrei tekið flokks- pólitiska afstöðu fyrren núna. Guðrún Jónsdóttir sem ýmist hefur stutt eða verið í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Borgaraflokkinn, IMýjan vettvang, Reykjavíkurlistann, Frjálslynda eða Framsóknarflokkinn. DV i gær. Margir hafa haft orð á því að Þjóðvakafólkið sé svo sundurleitt að ógerlegt væri fyrir þingflokk Þjóðvaka að tala einum munni eftir kosningar. Svo virðist hinsvegar ekki ætla að verða, Jóhanna og Agúst muni sjá til þess að allir tali einum munni, það er þeirra munni. Garri Tímans í gær. Elísabet drottning búin að fá nóg af skandölunum: Vill losna við prinsessurnar. Fyrirsögn í DV í gær. Á undanförnum dögum hafa fréttir um þetta mál verið að birtast í fjölmiðlum og það hefur ekki staðið á viðbrögðum, síminn hjá mér stansar varla. Árni Björn Guðjónsson húsgagna- smiður, hvatamaður að kristilegu framboði í öllum kjördæmum. DV í gær. Þegar Eggert [Haukdal] var að bakka útaf stæðinu hafði hann sólina í augun þannig að hann sá ekki fyrren mjög seint að líkfylgd var að fara framhjá Dómkirkjunni af tillitssemi við líkfy lgdina bakkaði hann bil sínum aðeins og ók þá á hliðið sem girðir af bílastæðið og lokast hafði að baki honum. Frétt í Tímanum í gær. Grosní minnir á Dresden. Fyrirsögn í Morgunblaðinu í gær. Veröld ísaks Vísindamenn þurfa að búa yfir gríð- arlegri einbeitingu, en hún - einsog flest annað - getur auðveldlega gengið útí öfgar. Árið 1807 var til dærnis stærðfræðingurinn Johann Karl Friedrich Gauss að glíma á heimili sínu við mikið vandamál í útreikningum og á meðan lá éigin- kona hans fárveik uppi á næstu hæð. Þegar læknir síðan vitjaði konu Gauss seint um síðir komst hann að því, að hún var dauðaveik og lét eiginmanninn umsvifalaust vita. Pirraður stærðfræðingurinn bandaði lækninum frá sér, leit ekki eina sekúndu uppúr verkinu og sagði mæðulega: Segðu henni að bíða aðeins, ég er alveg að klára þessa útreikninga héma. Byggt á staðreyndasafni Isaac Asimov.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.