Alþýðublaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 1. febrúar 1995 Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk 18. tölublnð - 76. árgangur Tillögur frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum um nýja fiskveiðistjórnun valda uppnámi í flokknum. Formaður LIÚ segir tillögurnar dellu sem hvergi fái hljómgrunn Menn skulu ræða þetta þótt Kristján öskri - segir Einar Oddur Kristjánsson og telur Kristján Ragnarsson lesa tillögurnar eins og skrattinn biblíuna. „Þetta snýst um stærsta efnahags- mál þjóðarinnar og menn skulu fá að ræða það efnislega. Menn komast ekkert undan því enda er Sjálfstæð- isflokkurinn enginn Þjóðvaki. Við leggjum tillögumar fyrir málefna- nefnd flokksins og þar munu þær fá sína efnislegu meðferð og ég sé ekki betur en formaður flokksins taki undir það. En Kristján Ragnarsson öskrar," sagði Einar Oddur Krist- jánsson í samtali við Alþýðublaðið í gær. Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum hafa lagt fram tillögur um nýja fiskveiði- stjómun. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að sóknin byggist á afrakst- ursgetu fiskistofnana. Þessu mark- miðið verði náð með flotastýringu, sóknarstýringu og sjávaútvegs- gjaldi. Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra hefur snúist harkalega gegn þessum tillögum og þá ekki síður Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ. „Þegar þeir kynntu þessar tillögur kom hvergi fram að það ætti að miða við heildarafla heldur átti allt Einar Oddur Kristjánsson: Þetta snýst um stærsta efnahagsmál þjóðarinnar og menn skulu fá að ræða það efnislega. Kristján Ragnarsson: Útgerðar- menn á Vestfjörðum eru að hringja í mig og segja að þetta sé það versta sem gæti komið fyrir sjávar- útveg. að vera í frjálsræði eins og þeir köll- uðu það. Nú segja þeir hins vegar að það verði aflahámark á hverri teg- und. Síðan á að vera sóknarmark og allir eiga að keppast við að ná þeim afla. Svo eiga menn bara að stinga höndum í vasa og bíða næsta tíma- bils. Þetta er slík dellutillaga að hún hefur hvergi hljómgrunn. Útgerðar- menn á Vestfjörðum eru að hringja í mig og segja að þetta sé það versta sem gæti komið fyrir sjávarútveg og ekki síst fyrir útgerð á Vestfjörð- um,“ sagði Kristján Ragnarsson í samtali við blaðið. „Kristján Ragnarsson er læs og Þorsteinn Pálsson líka. Aðaltilgang- urinn með okkar tillögum er að sóknin sé í samræmi við afraksturs- getu fiskistofnana. Þetta eru tillögur um að stjórna sókninni. Kristján á ckki að geta misskilið þetta en hann les tillögumar eins og skrattinn biblíuna. Við verðum að minnka flotann þar til hann er með þá af- kastagetu sem þarf til að fiska það sem við teljum hægt að fiska á hverjum tíma. Til að hámarka arð- inn þurfum við að fullnýta fram- leiðslutækin þannig að við séum ekki að veiða meira en fiskislóðin þolir,“ sagði Einar Oddur Kristjáns- son. „Eins og ég þekki vestfirska út- gerðarmenn trúi ég því ekki að þeir vilji leggja upp í slíka fásinnis fisk- veiðistjómun og þama er lagt til. Og það er ekki hægt að hafa uppi meiri öfugmæli en að segja að þetta séu tillögur til sátta. Mér fannst hafa tek- ist ákveðin sátt um þessi mál í vor og Einar K. Guðfinnsson átti þátt í því. En Einar Oddur hefur rifið hann upp á rassinum í þessu máli og tekið hann með í þessa hugmyndafræði sína,“ sagði Kristján Ragnarsson. „Samkvæmt hugmyndum og lík- ani hagfræðinga átti kvótakerfið að koma í veg fyrir stækkun fiskveiði- flotans. En eftir að kvótinn kom 1984 hefur flotinn haldið áfram að stækka. Við emm að sækja þennan sjó með 80 þúsund hestafla meiri orku en við gerðum þá. Því þurfum við að hafa hemil á flotanum. A sama tíma og við erum að leggja byrðar á sjávarútveginn upp á marga milljarða í formi úreldingar heldur flotinn áfram að vaxa. Sóknarmark án flotastýringar myndi leiða til vit- leysu. En Kristján Ragnarsson held- ur bara áfram að segja hryllingssög- ur. Uppáhaldssaga hans er frá Am- eríku um menn sem mega ekki sækja í einhverja lúðutegund nema átta klukkustundir á ári. En það er ailtof stór floti hjá okkur sem rán- yrkir og það viljum við stöðva," sagði Einar Oddur Kristjánsson. íþróttasálfræðingur ræðir um „árangurssinnað hugarfar" Einn af mönnunum á bak við norska skíðalands- liðið heldur á morgun fyrirlestur á vegum ÍSI og EPA POLLUTION PREVENTER DAEW00 2800 ■ 66Mhz Intei 486DX2 ■ 128KB skyndiminni (mest 256KB) ■ 4MB vinnsluminni (mest 64MB) ■ 264MB diskur (256kb buffer) ■ 14" lággeisla skjár (örtölvustýrður) ■ Overdrive sökkull, ZIF ■ 32-bita VESA Local Bus skjákort ■ 1MB myndminni (mest2MB) ■ VESA Local Bus og ISA tengibrautir ■ MS-DOS, Windows og mús 1 Kr. 128.000 stgr. m/vsk DAEW00 5200 Pentium ■ 60Mhz Intel Pentium ■ 256KB skyndiminni (mest 1MB) ■ 8MB vinnsluminni (mest 128MB) ■ 264MB diskur (256kb buffer) ■ 14" lággeisla skjár (örtölvustýröurl ■ Overdrive sökkull, ZIF 237 pinna ■ 32-bita PCI Local Bus skjákort ■ 1MB myndminni (mest2MB) ■ PCI og ISAtengibrautir ■ MS-D0S, Windows og mús ■ FRÁBÆRT VERÐ Kr. 17 4.0 0 0 stgr. m/vsk Lykill; aþ alhliða Y'" ' | E | RAÐG REIÐSLUR (fai EINAR J. SKULASON HF Grensásvegi 10, Sími 563 3000 Gæðastjórnun- arfélags Islands. Willing to Win er yfirskrift fyrirlesturs sem íþróttasálfræðing- urinn doktor Willi Railo flytur á morgun á vegum íþróttasam- bands íslands og Gæða- stjómunarfélags Islands á Hótel Loflleiðum. Fyrirlesturinn fjallar um uppbyggingu árangurs- sinnaðs hugarfars og á erindi til íþróttakennara, þjálfara og leiðbeinenda innan íþróttahreyfingar- innar. „Doktor Railo sá um | þjálfun og uppbyggingu árangurssinnaðs hugar- fars hjá þjálfurum norska skjðalandsliðs- ins fyrir Olympíuleik- ana í Lillehammer og hann hefur einnig átt þátt í góðum árangri annarra verðlaunahafa á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum. Doktor Railo hefur einnig nýtt sér þekkingu sína á uppbyggingu hugarfars sigurvegara í viðskiptalífinu, hann starfar í dag fyrir al- þjóðaráðgjafarfyrirtæk- ið ODl (Organizational Dynamics Inc.) og er prófessor við Við- skiptaháskólann í Berg- en. Doktor Railo starf- aði einnig um árabil sem prófessor við Iþróttaháskólann í Bcrgen,“ segir í tilkynn- ingu vegna fundarins. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og þátt- töku ber að tilkynna til ÍSI í síma 813377. Þátt- tökugjald er krónur 1.900.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.