Alþýðublaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Afgreiðsla breytingartillagna við sjávarútvegsstefnu Þjóðvaka „Eg er ósáttur við þessa afgreiðslu" - segir Sigurður Pétursson, en telur það samt óþarfa tilfinningasemi „Við könnumst við þessi vinnu- brögð úr Alþýðuflokknum," sagði Sigurður Pétursson sagnfræðing- ur í samtali við Alþýðublaðið um það að breytingartillögum á sjávar- útvegsstefnu Þjóðvaka var vísað til stjórnar á landsfundi hans nú um helgina. „Ég er ósáttur við þessa af-. greiðslu, en aðalatriðið er samt það að fundurinn tókst vel og við sem viljum breytingar á fískveiðistef- nunni höfum nú meira fylgi innan Þjóðvaka en í nokkrum öðrum stjómmálaflokki á Islandi," sagði Sigurður í samtali við Alþýðublað- ið. Hópur manna gekk af fundi eftir að fundurinn hafði samþykkt að vísa breytingartillögunum til stjórnar, en Sigurður sagði það óþarfa tilfínningasemi í mönnum. „Þarna tókust á mismunandi hags- munaöfl, Málið var afgreitt og við urðum undir. Maður hefur nú oft áður lent í sjávarútvegsmaraþoni á fundum sem þessum,“ sagði Sig- urður jafnframt. Breytingartillögurnar sem vísað var til stjórnar fólu í sér skiptingu hafsvæðisins í djúpslóð og grunn- slóð. Tillöguflytjendur vildu senda togarana út úr grunnslóðinni. Setja ætti svæðakvóta á veiðar á djúpslóð og sóknarmark á smábáta á grunn- slóð. „Markmiðin eru þau að stöðva þá þróun sem felst í kvóta- kerfinu og er að setja heilu byggð- arlögin á vonarvöl, svo og að tryggja afkomu smábátaútgerðar- innar," sagði Sigurður. Alþýðublaðið spurði Sigurð útí þá yfirlýsingu Njáls Harðarsonar að Ágústi Einarssyni bæri að segja af sér, en Njáll var einn þeirra sem gekk af fundi. Sagði Sigurður að Njáll hefði ekkeil umboð til að tala fyrir Jafnaðarmannafélag íslands og að hans sjónarmið hefðu ekki meirihlutafylgi þar inni. Sigurður Pétursson: „Þarna tókust á mismunandi hagsmunaöfl og við urðum undir." A-mynd: E.ÓI. Stjórnarfundur Sam- bands ungra jafnaðar- manna á Norðurlöndum: Helmings niðurskurður til landbúnaðar Stjómarfundur Sambands ungra jafnaðarmanna á Norðurlöndum (FNSU) fór fram í Hróarskeldu í Danmörku fyrir stuttu. Umræðuefni fundarins var breytt hlutverk sam- bandsins eftir inngöngu Svía og Finna í Evrópusambandið og var það mál flestra fundarmanna að ekki mætti draga úr starfsemi sambandsins þrátt fyrir þessi tíðindi og að umsvif þess myndu haldast nokkuð óbreytt. Hins vegar var það gert opinbert að hreyfingamar sem starfa í löndum innan Evrópusambandsins munu ætla sér stóra hluti í starfinu innan þess og koma til með að hafa með sér náið samstarf. Það mun meðal annars fel- ast í samráðsfundum sem haldnir verða í tengslum við stjómarfundi FNSU og var fallist á þá kröfu Norð- manna og íslendinga að þeir fengju að fylgjast með þessum fundum og koma með sitt innlegg í umræðuna, enda mikilvægt fyrir borgara þessara landa að eiga þess kost að koma með sín sjónarmið inn í Evrópusamstarfið, þar eð ákvarðanir Evrópusambands- ins snerta þessar þjóðir með beinum hætti. Fyrsta baráttumál ungra nor- rænna jafnaðarmanna á vegum Evr- ópusamstarfsins verður fimmtfu pró- sent niðurskurður á styrkjum til evr- ópsks landbúnaðar. Fyrir hönd ungra jafnaðarmanna á íslandi sátu stjómar- fund FNSU þeir Jón Þór Sturluson og Magnús Ámi Magnússon. Bera og Stefán rogast með Jón Óskar Listasafn íslands opnar sýningu á aðföngum sínum undanfarin sjö ár næstkomandi laugardag klukkan 15:00. Að sögn Beru Nordal, for- stöðumanns safnsins, verður á sýningunni úrval þeirra rúmlega 300 verka sem safnið hefur keypt frá því flutt var í nýja húsið, en það var í janúar árið 1988. Þetta er önnur slík úrvalssýningin, hin var haldin fyrir ári síðan. í eigu Listasafns íslands í dag eru um það bil 10 þúsund verk. Á myndinni má sjá Beru og Stefán Halldórsson list- tækni safnsins rogast með annan hluta verksins „Banner" eftir myndlistarmanninn góðkunna, Jón Óskar (í bak- sýn er hinn hlutinn). Listaverk Jóns Óskars gefur reyndar á að líta í Listasafni Kópavogs um þessar mundir, en þar stendur yfir samsýning Jóns Óskars, Daða Guðbjörnssonar, Gunnars Arnar Gunnarssonar, Jóns Axels, Sigurðar Örlygssonar og Eyjólfs Einarssonar. A-mynd: E.ÓI. Kosningahugur: Hluti fundarmanna á kosningaþingi ungra jafnaðar- manna sem haldið var í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði um siðustu helgi. A- mynd: E.ÓI. Ungir jafnaðarmenn funda um kosningamál „Við ætlum í framlínuna á framboðslistunum" - segir Jón Þór Sturluson, formaður ungra jafn- aðarmanna: „Við sjáum ekki ástæðu til þess að reka sjálfstæða kosningabaráttu ef ekkert er til að berjast fyrir.“ Ungir jafnaðarmenn hyggjast beita sér á nýstárlegan hátt og reka sjálfstæða herferð í komandi kosn- ingabaráttu. Þeir stefna jafnlfamt að því, að koma sínu fólki í baráttusæti ífamboðslista jafnaðarmanna í al- þingiskosningunum. „Við ætlum í ífamh'nuna á framboðslistunum. Okkar barátta stendur þannig og fell- ur með því hvað mikið af okkar fólki verður í fremstu vfglínu. Við sjáum ekki ástæðu til þess að reka sjálf- stæða kosningabaráttu ef ekkert er til að beijast fyrir,“ sagði Jón Þór Sturluson, formaður ungra jafnað- armanna í samtali við Alþýðublaðið í gær. Um helgina héldu ungir jafnaðar- menn kosningaþing sitt í Alþýðu- húsinu í Hafnarfirði. Þar var gengið ffá málefnum þeim sem þessi nýja kynslóð jafnaðarmanna hyggst setja á oddinn í komandi alþingiskosning- um. Að sögn Jóns Þórs var sérstök áhersla lögð á fjóra málaflokka. Þeir em Evrópumál, þar sem fyrri stefna ungra jafnaðarmanna var áréttuð, menntamál, velferðarmál og nýtt hugtak í íslenskum stjómmálum svokallað sjálfsvald „Þetta snýst um aukið forræði einstaklingsins yfir sínu lífi,“ sagði Jón Þór. „Við emm orðin þreytt á þvf að allar ákvarðanir einstaklinga sem snúa að samfélags- legum málefnum þurfi að fara í gegnum atvinnustjómmálamenn og kerfiskarla. Við boðurn beint lýð- ræði; sjálfsvald." Rannveig Guðmundsdóttir fé- lagsntálaráðherra ávarpaði þingið og Petrína Baldursdóttir alþingis- maður þakkaði ungum jafnaðar- mönnum stuðninginn í prófltjörinu á dögunum. Arnór Benónýsson flutti eldheita hvatningarræðu og eftir það hófust umræður sem stóðu fram eftir degi. Um þijátíu manns tóku þátt í málefnavinnu þingsins og fjölsótt var á skemmtun um kvöldið, þar sem meðal annars mættu helstu fram- ámenn jafnaðarmanna í Hafnarfirði svo og á landsvísu. Alþýðuflokkurinn á Norðurlandi eystra Framboðslistinn tilbúinn Kjördæmisráðsfundur Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra samþykkti síðastliðinn sunnudag ffamboðslista flokksins til alþingiskosninga. Fyrsta sæti skipar Sigbjörn Gunnarsson alþingis- maður (Akureyri), annað sæti Anna Kar- ólína Vilhjálmsdóttir ffamkvæmdastjóri ÍF (Húsavík), þriðja sæti Aðalheiður Sig- ursveinsdóttir verslunarmaður (Akur- eyri), fjórða sæti Pálmi Ólason skólastjóri (Þórshöfn) og fimmta sæti skipar Halldór Guðmundsson bifvélavirki (Ólafsfirði). Fundur kjördæmisráðsins var fjölmennur og listinn samþykktur einum rómi. Listinn er að öðm leyti þannig skipaður: 6. Hanna Björg Jóhannesdóttir Bama- skólastarfsmaður (Akureyri); 7. Viðar Valdimarsson matreiðslumaður (Dalvík); 8. Hilmar Ágústsson útgerðarmaður (Raufarhöfn); 9. Rósa Jóhannsdóttir starfsstúlka FSA (Akureyri); 10. Trausti Gestsson skipstjóri (Akureyri); 11. Ás- laug Einarsdóttir fyrrverandi bæjarfull- trúi (Akureyri); 12. Guðmundur Hákon- arson ffamkvæmdastjóri (Húsavík). Sigbjörn: 1. sæti. Anna Karólína: 2. sæti. Aðalheiður: 3. sæti. Pálmi: 4. sæti. Björgunarstörf Þurfum að fá miklu fleiri björgunarhunda - segir Össur Skarphéðinsson umhverfisráð- herra. Hundarnir björguðu mannslífum í Súða- vík. Hann telur nauðsynlegt að styrkja Björgun- arhundasveit Islands til að koma upp sérþjálf- uðum hundum á öllum hættusvæðum. Össur Skarphéðinsson um- hverfisráðherra telur nauðsynlegt að styrkja Björgunarhundasveit Islands til að koma upp sérþjálfuðum björg- unarhundum á öllum svæðum, þar sem hætta er á snjóflóðum. Frækileg frammistaða hundanna við björgun- arstörfin í Súðavík vakti mikla at- hygli. „I dag er það svo að einungis átta fullþjálfaðir björgunarhundar em til í landinu og nokkrir í viðbót em í þjálfún. Þessir átta em staðsettir á fjómm stöðum, í Reykjavík, Bol- ungarvík, ísafirði og í Neskaupstað. í Súðavík réði það nánast úrslitum að það tókst að koma hundum ffá ísafirði til Súðavíkur. Ég held að það sé alveg nauðsynlegt að reyna að koma þeim upp á öllum stöðum, þar sem hætta er á snjóflóðum," sagði Össur í samtali við Alþýðu- blaðið og benti á að engir fullþjálf- aðir hundar væm til dæmis á öllum suðurfjörðum Vestfjarða. Umhverfisráðherra sagði að yfir- leitt yrðu snjóflóð við afar erfiðar veðurfarsaðstæður og því ekki sjálf- gefið að tækist að koma hundum á milli byggðarlaga. „Oft getur það verið spuming um mínútur, ef á að takast að bjarga mannslífum og þess vegna nauðsynlegt að hafa hundana á staðnum." „Getur verið spurning um mínútur ef á að bjarga mannslífum," segir Ossur Skarphéðinsson umhverfis- ráðherra og vill styrkja Björgunar- hundasveitina. A-mynd: E.ÓI. Hann kvað þjálfun hundanna taka mikinn tíma og félagar í Björgunar- hundasveitinni hefðu unnið gífur- lega rrúkilvægt sjálfboðastarf við þjálfúnina og haft af því mikinn kostnað. þeir hefðu nánast enga styrki nema um 700 þúsund árlega ffá Landsbjörgu, sem færi í að kosta tvö árleg námskeið á vegum sveitar- innar. „Það er hins vegar bæði tafsamt að halda við þjálfun hundanna sem fyrir eru og líka að leita uppi nú efni í björgunarhunda. En um það bil einn af hveijum finn hundum, sem eru reyndir, reynist efniviður í góð- an björgunarhund. Það er mikil nauðsyn að vera stöðugt að leita að nýjum hundum, bæði til að fjölga þeim og til að endumýja þá sem eld- ast og heltast af þeim sökum úr lest- inni. Þetta kostar peninga, sem þarf að útvega sveitinni," sagði Össur að lokum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.