Alþýðublaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995
MÞMBLKDID
20864. tölublað
Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566
Útgefandi Alprent
Ritstjórar Hrafn Jökulsson
Sigurður Tómas Björgvinsson
Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín
Umbrot Gagarín hf.
Prentun Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 625566
Fax 629244
Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Skáldsaga í blóma
Það eru ánægjuleg tíðindi í meira lagi að Bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs koma nú í hlut Einars Más Guðmundssonar
fyrir skáldsöguna Englar alheimsins. Einar Már er fimmti ís-
lenski rithöfundurinn sem hlýtur þetta eftirsótta hnoss. Ólafur
Jóhann Sigurðsson og Snorri Hjartarson fengu verðlaunin á sín-
um tíma fyrir ljóðabækur, en það er býsna athyglisverð stað-
reynd að á síðustu átta árum hafa þau þrisvar verið veitt Islend-
ingum fyrir skáldsögur. Thor Vilhjálmsson hlaut verðlaunin
1987 og Fríða Á. Sigurðardóttir 1992. Þetta er ótvírætt merki
þess að íslenska skáldsagan stendur nú með meiri blóma en
nokkru sinni fyrr.
Einar Már Guðmundsson er vel að verðlaununum kominn. í
ritdómi Alþýðublaðsins um Engla alheimsins, 3. desember
1993, er sagt að um sé að ræða bestu skáldsögu Einars Más og
þá skáldsögu ársins sem mest tíðindi hafi að flytja. I Englum al-
heimsins ferðast Einar Már um dimma dali geðveikinnar, og
sýnir lesendum veröld sem flestum þykir í senn framandi og
ógnvekjandi. I ritdóminum er sagt að saga Einars Más sé sterk-
asta ádeila sem íslenskur höfundur hafí sent frá sér í háa herrans
tíð. Hann gerir að sínum málstað þeirra sem orðið hafa undir í
mannfélaginu, þeirra sem „minna mega sín“ einsog það er kall-
að, svo úr verður máttugt ákall um umburðalyndi og skilning.
Sú staðreynd að íslendingar hafa nú þrisvar á átta árum feng-
ið Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsögur sýnir
að við eigum nú öflugan og breiðan hóp höfunda í fremstu röð.
Ein meginskýring á því er sú, að með launasjóði er allmörgum
höfundum gert kleift að helga sig ritstörfum einvörðungu. Ein-
ar Már Guðmundsson er einmitt í flokki þeirra höfunda sem að
jafnaði fá hæstu starfslaun, og hefur því getað einbeitt sér að
skáldskap sínum. Bækur hans og annarra höfunda eru nú þýdd-
ar á erlendar tungur í vaxandi mæli, og hafa aldrei fleiri íslensk-
ar bækur komið út í öðrum löndum en um þessar mundir. Þess-
ar staðreyndir ættu þeir að hafa í huga sem sjá ofsjónum yfir ör-
smáum framlögum ríkisins til menningarmála.
Hvar er glæpurinn?
Skýrsla Ríkisendurskoðunar bókhald og íjárreiður sendiráðs
Islands í Lundúnum er nú loks komin fram. Þrátt fyrir að ein-
ungis sé um að ræða lið í reglubundnum athugunum Ríkisend-
urskoðunar á ljárreiðum sendiráða hefur skýrslan og meint efni
hennar verið í fréttum vikum saman. Látið hefur verið að því
liggja að afhjúpað yrði stórkostlegt misferli í kringum embætti
menningarfulltrúa Islands í Lundúnum. Vegið hefur verið að
æru og starfsheiðri Jakobs Frímanns Magnússonar menningar-
fulltrúa, og hann borinn þungum sökum.
Maó og ég
Dagana eftir 9. september 1976 lá
frammi eins konar gestabók í kín-
verska sendiráðinu við Víðimel.
Þangað streymdi fólk þessa fallegu
haustdaga, það var örtröð í þessu
kyrrláta hverfi; margir vildu votta
Maó formanni látnum virðingu sína
með því að skrifa nafn sitt í bókina.
Eg ætla ekkert að
fara í felur með það
að ég kvittaði líka
fyrir, 16 ára ung-
lingur.
Það var ekki
vegna þess að ég
væri svo ýkja mik-
ill maóisti. Raunar
hafði mér verið
fært Rauða kverið,
ég vona að ég sé ekki að fara með
neina vitleysu þegar ég hermi það
upp á eina frænku mína að hafa gef-
ið mér bókina, en aldrei hafði ég
komist lengra í lestrinum en að
skima yfir fáein slagorð. Stóð ekki:
„Pólitískt vald kemur úr byssu-
hlaupi"?
Hins vegar þóttist ég hafa ákveðin
tengsl við Kína og líklega meiri en
títt var um landa okkar á þessum ár-
um. Þeir þrír Islendingar sem sann-
anlega kunnu kínversku á þessum
tíma voru nefnilega allir venslaðir
mér með einhveijum hætti: Einn var
fremur fjarskyldur frændi minn sem
hafði flosnað upp frá námi í Kína rétt
um 1960, annar skírði mig, sá þriðji
var afi minn.
Ég hafði líka eignast kunningja frá
Kína. Þetta voru tveir ungir menn
sem höfðu verið sendir hingað til að
læra íslensku og settust á skólabekk í
Hagaskóla. Kannski var það vel við
hæfi að við annan þeirra spilaði ég
borðtennis og við kepptum saman í
liði á mótum. Þeir voru afar kurteisir
piltar, Sjö og Sje, síbrosandi og
þægilegir, en sögðu aldrei neitt af
viti, eins og inni í þeim hefði hreiðr-
að um sig strangur eftirlitsmaður.
Eins og ég síðar las var þetta eftir
öðru í ríki Maós: Allirpössuðu upp á
alla og hver upp á sig. Maó þurfti
enga alltumfaðmandi leynilögreglu
til að kúga þjóð sína.
etta var á tíma þegar maóisminn
reið ekki við einteyming á Vest-
urlöndum og ekki heldur hér á Is-
landi. Þótt engan óraði reyndar fyrir
því út á hvað menningarbyltingin
gekk - Kína hafði verið harðlokað
land í tvo áratugi - sveif andi hennar
yfir vötnunum.
íslenski maóisminn hafði raunar
millilent í Noregi og borist þaðan
með stúdentum. Það lá við að maður
velti því stundum fyrir sér hvort Maó
hefði nokkuð verið af norsku bergi
brotinn; þegar komið var hingað
norðureftir blandaðist púrítanismi
kínverska kommúnismans á skringi-
legan hátt við norskan sportanda.
Skásti félagi minn á þessum ámm
var liðsmaður í einni maóistadeild-
inni og ég man hvað ég furðaði mig
alltaf á því andrúmslofti ofsókna-
bijálæðis sem ríkti í þessum jaðar-
hópum. Liðsmenn máttu ekki sjást
með svarta poka úr áfengisverslun-
inni á götu, það var talið stuða alþýð-
una. Þeir máttu ekki tala opinskátt í
síma og helst á einhverju leynimáli,
svo voru félagamir vissir um að lög-
reglan lægi á símalínum og hleraði.
Vinur minn fékk ákúrur á sellufundi
fýrir að vera með sítt hár, honum var
sagt að klippa sig, og þegar hann tók
sig til eina föstu-
dagsnóttina og
spilaði á munn-
hörpu á svölum
Alþingishússins
var ljóst að hann
fékk ekki þrifist
lengur í samtök-
unum.
Öll þessi félög
áttu í endalausri
úlfúð og illdeilum sem var óhugs-
andi að fá neinn botn í. Þau áttu
meira að segja sína eigin fjórmenn-
ingaklíku sem var hreinsuð burt; ég
man ekki hvort það var úr KFI,
EIKml eða KSML, en allavega var
það ekki úr KSML(b), því þeir að-
hylltust Enver Hoxa. Einn fjórmenn-
inganna sem ég kannaðist við greip
til þess ráðs að flýja til Akureyrar.
Afi minn boðaði kristni í Kína á
árunum íyrir stríð. Hann var þar
á ófriðartímum þegar herir Kuomin-
tang, kommúnistar, herstjórar og
flokkar óríndra ribbalda bárust á
banaspjótum. Þetta voru skelfingar-
tímar og hann varð vitni að mann-
drápum, hungri og mikilli neyð. Þeg-
ar Japanir gerðu innrás í Kína 1937
varð hann loks að flýja þaðan með
konu og fimm böm, næstelst þeirra
var móðir mín.
Þegar heim til Islands kom mátti
hann sætta sig við að Kína var lokað
land. Þaðan bámst óljósar frásagnir
um að kristnir menn sættu ofsóknum
og væru jafnvel teknir af lífi í hrönn-
um. Það tók hann sárt að vita lítið og
ekki síður að komast hvergi, því
þrátt fyrir að hann gæti aldrei vanist
skeytingarleysi Kínverja fyrir mann-
legri þjáningu og mannslífum þótti
honum innilega vænt um kínverska
þjóð; hann sagði að hann hefði í raun
Íifað lífi sínu í Kína þótt hann dveldi
þar aðeins í ljórtán ár.
Heimsviðburðir hafa áhrif á líf
einstaklinga í fjarlægustu deildum
jarðar. Það voru heimsviðburðir sem
ollu því að afi ntinn varð að hrökkl-
ast frá Kína og átti ekki afturkvæmt
þangað og það voru heimsviðburðir
sem ollu því að honum var boðið í
kínverska sendiráðið stuttu áður en
hann lést. Nixon Bandaríkjaforseti
fór til Kína og hitti Maó og allt í einu
myndaðist glufa og inn um hana var
hægt að gægjast á Kínverja. Afi
minn var varla þessa heims lengur,
en Kínveijar ákváðu að sýna þessum
gamla Ki'navini virðingarvott og
buðu honum í móttöku. Mér þótti
vænt um afa minn og kunni að meta
þetta fyrir hans hönd. Stuttu seinna
fór móðir mi'n í boðsferð til Kína og
kom heim með myndir af sér og
brosandi fólki í Maófötum.
September 1976. Gestabókin lá
frammi í kínverska sendiráðinu.
Silfur Egils
Skýrsla Ríkisendurskoðunar kveður í kútinn allar dylgjur í
garð Jakobs Frímanns. Ýmsar aðfinnslur varða frágang bók-
halds og fýlgiskjala, en þær snúa fyrst og fremst að sendiráðinu
og eru ekki alvarlegs eðlis, enda er öllum grunsemdum um mis-
ferli eytt. Þá gerir stofnunin athugasemdir við að farið hafí ver-
ið framúr fjárheimildum en utanríkisráðuneytið hefur skýrt þau
mál með viðhlítandi hætti.
í greinargerð utanríkisráðuneytis vegna skýrslu Ríkisendur-
skoðunar er sagt að Jakob Frímann Magnússon hafí unnið
brautryðjendastarf við kynningu á íslenskri menningu í Lund-
únum. Það eru orð að sönnu. Jakob Frímann hefur verið atorku-
mikill og hugmyndaríkur, og ekki hikað við að fara óhefð-
bundnar leiðir. Starf hans hefur skilað verulegum árangri og
vakið athygli. Með aðferðum sínum kann hann að hafa bakað
sér óvild þeirra sem þrífast í fílabeinstumum, og víst hlakkaði
gömin í ýmsum þegar nokkrir íslenskir fjölmiðlar - dyggilega
studdir ákveðnum stjómmálamönnum - hófu aðför að Jakobi í
fyrra.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar er fráleitt nokkur áfellisdómur.
Þvert á móti ætti hún að kveða niður moldviðrið, og vonandi
verða Jakobi sköpuð skilyrði til að halda áfram þörfu og gagn-
legu starfi við kynningu íslenskrar menningar.
Dagatal 2. febrúar
Atburdir dagsins
1883 Sex farast þegar snjóflóð
fellur á bæinn Stekk í Njarðvík við
Borgarfjörð eystra. 1970 Breski
heimspekingurinn og Nóbelsverð-
launahafinn Bertrand Russel deyr.
1979. Breski pönkarinn Sid Vicious
deyr eftir heróínneyslu. 1986 Konur
fá í fyrsta sinn að kjósa í Lichten-
stein. 1989 Síðustu hersveitir Sovét-
manna fara frá Afganistan. 1990
Þjóðarsátt atvinnurekenda og laun-
þega á Islandi undirrituð.
Afmælisbörn dagsins
Charles Maurice de Talleyrand-
Périgord ffanskur klækjarefur og
utanríkisráðherra Napóleons og
Lúðvíks XVIII, 1754. Torfhildur Þ.
Hólm skáldkona, 1845. James
Joyce írskur rithöfundur, einn mest-
ur áhrifavaldur í bókmenntum 20.
aldar, 1882. Jóhann Gunnar Sig-
urðsson rómantískt skáld sem berkl-
ar lögðu ungan að velli, 1882.
Annálsbrot dagsins
Á þessa árs alþingi voru hengdir 4
menn fyrir þjófnað og einni
kvennsnipt drekkt, sem leynilega
hafði höndlað með síns bams fæð-
ing, hvert dautt fannst; hennar bams-
faðir hlaupinn.
Eyrarannáll, 1703.
Málsháttur dagsins
Leynt mein skal leynt bera.
Lokaorð dagsins
Skilur einhver?
Hinstu orð afmælisbamsins
James Joyce (1882-1941).
Samtaishetja dagsins
Bjami frá Vogi var manna sinnug-
astur í tali. Lærður fróðleikur lék
honum á túngu; hann vitnaöi í class-
„Ekki syrgi ég Maó. Hitt veit ég að í
grafhýsi hans, eða kannski í Höll
alþýðunnar í Peking, er bók sem hefur
að geyma nöfn fjölda íslendinga sem
flykktust á Víðimel haustið 1976 -
og þar á meðal er nafnið mitt.“
Kínverjar grétu Maó látinn, þeir
grétu hástöfum eins og Norður-Kór-
eumenn dauða Kim II Sung, þeir
grétu hlutskipti sitt, grétu hvað fram-
tíðin var óviss eða kannski grétu þeir
harðstjórann einfaldlega vegna þess
að það vom skilyrt viðbrögð eftir
langa kúgun.
I bókinni Villtir svanir - sem
reyndar er kveikjan að þessari grein
- segir Jung Chang frá því hvernig
hún fylltist fögnuði við andlát Maós.
Saml reyndi hún að kreista ffarn tár,
því allt í kringum hana var hágrát-
andi fólk.
Maó hafði leitt þjáningar og
dauða, öfund, fáfræði og mannhatur
yfir þjóð sína, hann hafði teymt Kín-
verja á eftir sér út í glórulausa alls-
heijarlygi. Líklega var hann í aðra
röndina bilaður á geði; hann fór ekki
dult með að vegna kenningarinnar
væri hann reiðubúinn að fóma hálfu
mannkyninu í kjamorkustríði. Samt
grét þjóðin - kannski vegna þess að
kúgunin hafði leikið hana svo grátt
að hún þekkti ekki lengur mun á láta-
látum og sönnum tilfinningum.
Ekki syrgi ég Maó. Hitt veit ég að
í grafhýsi hans, eða kannski í Höll al-
þýðunnar í Peking, er bók sem hefur
að geyrna nöfn fjölda íslendinga sem
flykktust á Víðimel haustið 1976 -
og þar á meðal er nafnið mitt.
icos til að lílga upp hvundagsleg
málefni og leiðinlegar gróusögur úr
bænum, oft með tilvitnunum í kapít-
ula og vers.
Halldór Kiljan Laxness.
Orð dagsins
Gott mun vera í grafarreit.
Gleymdir eiga friðinn.
En æfina sína enginn veit,
áður en hún er liðin.
Afmælisbamið Jóhann Gunnar Sigurðsson.
Skák dagsins
Aðeins þarf einn leik til að gera út-
um skák dagsins. Hinn gamalreyndi
Svesnikov hefur hvítt og á leik gegn
Scerbakov. Skákin var tefld á síð-
asta skákþingi Sovétríkjanna sálugu,
árið 1991. Hvíta drottningin er í upp-
námi og Svesnikov töfrar fram ein-
falda en laglega leikfléttu. Hvað ger-
ir hvftur?
1. Dg7+ Meira þurfti hinn grimm-
lyndi Scerbakov ekki. Samanber: 1.
... Kxg7 2. Rf5++ Kg8 3. Rh6 mát!