Alþýðublaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995
Erlend hringekja
rt V W • /M ^ ^ X •
Faldir tjarsjoöir
í Rússlandi eru gríðarmikil skjalasöfn sem sagt er að innihaldi nánast gervalla sögu tuttugustu aldarinnar. Þar er að finna skjöl
sovéskra kommúnista og líka skjöl sem voru herfang Rauða hersins eftir stríðið. Rússneska stjórnin er mjög treg til að hleypa
fræðimönnum í þessi söfn og virðist markmið hennar fremur að verja þekkingu en efla hana. Hins vegar geta safnverðir útdeilt
skjölum nokkurn veginn að geðþótta og blómleg verslun er með sögulegar heimildir. Um þetta fjallar Anne Applebaum í grein í
breska tímaritinu The Spectator sem fer hér á eftir.
Hauskúpa Hitlers er vafin inn í
brúnan umbúðapappír og geymd í
kassa sem liggur upp í hillu í bakher-
bergi í rykföllnu skjalasafni í
Moskvu. Eða öllu heldur: það sem er
sagt vera hauskúpa Hitlers er vafin
inn í brúnan umbúðapappír og
geymd í kassa sem liggur upþ'f hillu
í bakherbergi í rykföllnu skjalasafni í
Moskvu. Raunar virðist hauskúpan
vera nógu ekta, að minnsta kosti ef
dæma má af ljósmyndum: þama er
gat efitir byssukúlu (Hitler skaut sig),
merki um bruna (aðstoðarmenn Hitl-
ers brenndu líkið af honum), og tím-
ans tönn og margar forvitnar hendur
krufningalækna hafa brotið haus-
kúpuna í þijá parta.
Ljósmyndir sem hafa fylgt haus-
kúpunni á ferðalagi í gegnum ýmsar
stofnanir eru til frekari vitnisburðar:
þama em myndir af byrgi Hitlers
eins og það leit úr þegar Rússa bar
þar að, myndir af garðinum bak við
byrgið þar sem Hitler var grafinn
þangað til Rússamir grófu hann upp
á nýjan leik, og myndir af sófanum
þar sem hann skaut sig. Sófinn er
líka til og hefur fylgt hauskúpunni.
Tennumar gætu sjálfsagt verið til
enn frekara sannindamerkis, en þær
em horfnar. Sagt er að þær sé aö
finna í öðmm kassa (líklega vafðar
inn í brúnan umbúðapappír) í öðm
skjalasafni í Moskvu ásamt göngu-
staf Hitlers.
Tilvist hauskúpunnar er ekkert
leyndarmál: CNN fékk eitt sinn að
kvikmynda hana í fáeinar sekúndur.
Einkennilega samvalinn hópur
manna hefur líka fengið að sjá hana
- rússneskir sagnfræðingar, skjala-
verðir, vestrænir bisnessmenn („ég
hefði getað leikið mér að því að
henda henni upp í loft og grípa
hana,“ sagði einn þeirra við mig). En
öll sólarsagan - hvernig Staiín fyrir-
skipaði að hauskúpan skyldi flutt til
Moskvu, hvað varð um afganginn af
líkinu, hvemig leyniþjónustur tókust
á um hana - þessi saga eins og hún er
skráð í rússneskum skjalasöfnum
hefur aldrei verið sögð. Þvert á móti,
skortur á upplýsingum hefur kveikt
þrálátan orðróm og vangaveltur
(„Hitler er á lífi,“ var eitt sinn al-
gengt viðkvæði í þýskum blöðum),
eins og svo oft er raunin þegar upp-
lýsingar em af skomum skammti.
Brátt munu þessar vangaveltur hins
vegar taka enda. HarperCóllins, út-
gáfufyrirtæki Rupert Murdoch,
sem líka gefur út páfann og Lafði
Thatcher, hefur keypt réttinn til að
segja söguna af hauskúpu Hitlers.
Það verður hægt að lesa allt um hana
í bók Norman Stone um síðustu
daga Hitlers sem kemur út í vor. Og
meðan maður les getur maður hug-
leitt að þessi saga er einna síst um-
deild af öllum þeim aragrúa sagna
sem geymdar em í skjalasöfnunum í
Rússlandi.
5 milljardar
skjala
Tölumar hljóma eitthvað á þessa
leið: í Moskvuborg em um 8 milljón
íbúar, neðanjarðarbrautin þar er 223
kílómetrar að Iengd, undir yfirstjóm
rússnesku skjalasafnanna heyra 18
ntismunandi stofnanir sem inni-
halda, varlega áætlað, um 5 milljarða
skjala. Og þá er ekki allt talið: fyrir
utan skjalasöfn rikisins í Moskvu em
borgarskjalasöfn, héraðsskjalasöfn,
skjalasöfn úti í lýðveldunum gömlu
(Litháen, Ukraínu og svo framveg-
is), sjúkraskjalasafn hersins sem hef-
ur að geyma 36 milljón skjöl sem
flest fjalla um innlagnir á spítala á
stríðsámnum, að ógleymdu hinni
tröllauknu - og að mestu óopnuðu -
skjalageymslu KGB.
Og ennfremur er til sérstakt
skjalasafn sem ekki var opinberlega
til fyrir 1990: það hafði ekkert skráð
símanúmer og óskum um að fá að
skoða skjöl í því húsi var neitað á
þeim forsendum að þau væm ein-
faldlega ekki til. Það hefur breyst og
nú er ljóst að safnið hefur að geyma
öll skjöl nasista sem Rauði herinn
lagði hald á, og að auki skjöl frá
Vestur-Evrópu sem nasistar tóku
Hitler: Er það hauskúpa hans sem
er vafin í brúnan umbúðapappír og
geymd í kassa á rykföllnu skjala-
safni í Moskvu?
traustataki og fylltu áður stóran kast-
ala f Bæheimi.
Með því að grúska í þessum söfn-
um ætti að vera hægt að finna svör
við ýmsum sögulegum ráðgátum;
sumar þeirra hafa í besta falli
skemmtanagildi (hvað varð um her-
bergið sem byggt var úr rafi fyrir
Katrínu miklu og hvarf í síðari
heimstyrjöld?), aðrar em þungvæg-
ari: Hversu mikill vinskapur var með
Hitler og Stalín fyrir 1939, hvemig
var heimstyrjöldin í rauninni háð í
Austur-Evrópu? Þama em sögð vera
skjöl sem sýna að Sovétríkin vom
ekki jafn óhagganleg og áður hefur
verið talið, skjöl sem fjalla um upp-
þot gegn Moskvustjóminni í fjarlæg-
um bæjum, um bændauppreisnir, um
andóf í gúlaginu. Ef til vill em þama
líka skjöl sem varpa ljósi á tækniaf-
rek Sovétríkjanna: hvemig Rússar
fínkembdu Austur-Þýskaland f leit
að vísindamönnum eftir stríðið,
hvemig vísindamenn á Vesturlönd-
um vom neyddir til að afhenda Sov-
étríkjunum leyndarmál sín. Eftir að
skjalasöfnum Stasi var lokið upp í
Austur-Þýskalandi vitum við hvem-
ig stjóm Vestur- Þýskalands var um-
setin njósnumm; óefað munu aðrar
vestrænar ríkisstjórnir og stofnanir
taka á sig nokkuð breyttan svip í
nöpm Ijósi sovéskrar sögu.
Öll saga
tuttugustu aldarinnar
Hvað áðumefnt sérskjalasafn
varðar höfum við ekki nema óljósan
ávæning hvað það kann að inni-
halda. Einhver skjöl hafa sjálfsagt
týnst í flutningi, en við vitum að
þarna em skýrslur Gestapo; skjöl frá
þýska herráðinu sem sum eru frá
tíma fyrri heimstyrjaldarinnar; upp-
lýsingar um iðnaðamppbyggingu
nasistatímans og einangmnarbúðir;
skjalasafn gamla prússneska her-
málaráðuneytisins og sögusafn Pots-
damborgar eins og það leggur sig;
allt skjalasafn frönsku gagnnjósna-
þjónustunnar (hluta þess fengu
Frakkar reyndar skilað 1933) og per-
sónuupplýsingar um stjómmála-
menn á borð við de Gaulle og
Georges Marchais; gögn frá Belg-
íu, Hollandi og Svfþjóð og einka-
skjöl úr fómm Rothschild-fjölskyld-
unnar; Iangar mllur sem hafa að
geyma yfirheyrslur Rússa yfir nas-
istaforingjum (hvernig þeir stjóm-
uðu Ukraínu, hvað þeir borguðu
samstarfsmönnum sínum, hversu
marga skóla, hús og verksmiðjur þeir
eyðilögðu); mikið safn af miðalda-
skjölum frá hertogadæminu Liech-
tenstein og breska pappíra sem féllu
í óvinahendur við Dunkirk og To-
bmk, þar á meðal einhver býsn af
einkabréfum hermanna.
Þama munu Ifka vera skjöl sem
enn hefur ekki fengist opinber stað-
festing á að séu til, þar á meðal
einkapappírar Hitlers sem sagt er að
séu geymdir í Zagrosk-klaustrinu
skammt fyrir utan Moskvu. Þegar
allt er lagt saman - KGB-skjölin,
sérskjalasafnið, skjalasafn mið-
stjómar flokksins - er óhætt að full-
yrða að rússnesku skjalasöfnin inni-
haldi ekkert minna en gervalia sögu
tuttugustu aldarinnar.
Mest af þessum pappír liggur í
haugum án þess að neinn hafi haft
fyrir því að skoða hvað þama er fólg-
ið. Það var aldrei markmið kerfisins
að stuðla að aukinni þekkingu. Það
sem alþýða manna mátti vita stóð í
bókum; skjalasöfnin vom byggð til
að verja þá vitneskju sem ekki var að
finna í bókum. „Þið takið sennilega
eftir því að hér em engin lesher-
bergi,“ sagði Anatolí Prokopenko,
forstjóri sérskjalasafnsins, þegar
safninu var fyrst lokið upp. Nú segir
hann að reyndar hafi einhverjir menn
verið að róta í pappímm frá frönsku
leyniþjónustunni, en það hafi aðal-
lega verið KGB-menn í leit að ein-
hverjum upplýsingum sem gætu
komið vestrænum stjómmálamönn-
um í bobba. Allt kerfið byggði á því
að hafa fulla stjóm á upplýsingum
sem gátu reynst viðkvæmar; skrár
vom gerðar til að létta undir með
KGB en ekki fræðimönnum, engir
vom ráðnir til starfa nema þeir sem
ömggt var að gátu þagað yfir leynd-
armáli.
Söfnin opnast
og lokast aftur
Stuttlega í upphafi þessa áratugar
leit út fyrir að þessum höftum yrði
aflétt. Nokkur bréf Stalíns birtust á
prenti, þar á meðal skipunin um að
myrða 20 þúsund pólska liðsforingja
í Katynskógi og víðar. Skjalasafn
Litháensdeildar KGB var opnað,
margt smálegt tók að leka út; sumt
hafði mikið sölugildi eins og dag-
bækur Göbbels, annað var notað til
ófrægingar eins og sögur af heim-
sóknum Neil Kinnock til Moskvu,
svo nefnd séu tvö dæmi um efni sem
birtist í blöðum Murdochs. Menn
Jeltsíns forseta rótuðu í skjalasafni
KGB og leituðu að skjölum sem
Lenín: Sérstakur skjalavöröur Jelt-
síns grét þegar hann sá að hann
stóð að baki morðum og útlegðar-
dómum.
gætu nýst í dómsmáli þar sem fjallað
var um lögmæti þeirrar ákvörðunar
að banna Kommúnistaflokkinn.
Síðan þá hafa stórir hlutar rúss-
nesku skjalasafnanna lokist aftur á
nýjan leik. Einn af helstu ráðgjöfum
Gorbatsjovs fór í gegnum margt af
besta efninu: minnispunkta af fund-
um miðstjómar Kommúnistaflokks-
ins, persónulega pappíra fyrri aðal-
ritara og ennfremur hvaðeina í öllum
skjalasöfnunum sem hugsanlegt var
að nota í pólitískum tilgangi (hann
fór meðal annars yfir skjöl stjóm-
málaflokka keisaratímans í von um
að þar væri hægt að finna einhvers
konar málflutning sem hægt væri að
nota upp á nýtt). Síðan safnaði ráð-
gjafinn öllu þessu efni saman og lét
flytja það í nýtt skjalasafn forseta-
embættisins og þangað hefur enginn
aðgang nema með persónulegu leyfi
Boris Jeltsín. Og þeir em ekki ýkja
margir sem geta orðið sér úti um
slíkt leyfi; líklega er ekki til nema
einn maður sem hefur aðgang að öllu
safninu, uppgjafahershöfðinginn og
sagnfræðingurinn Volkogonov.
Aðgangur að öðrum skjalasöfnum
varð mestanpart háður duttlungum
og handahófi. Reglur um að opna
söfnin em þversagnakenndar og því
vel fallnar til þess að skriffmnar geti
skotið sér á bak við þær. Lög em full
af orðalagi eins og „samkvæmt
venju“ eða „hefð“. Sú meginregla
gildir að viðkvæmum skjölum skuli
halda leyndum í þrjátíu ár, en það er
hvergi skilgreint hvað er leynilegt og
því getur þessi regla gilt um allt og
alla. Aukinheldur er til regla um
varðveislu einkamála og henni er
hægt að beita að vild. Hana má til
dæmis nota á lista yfir fólk sem
dvaldi í fangabúðum; vilji maður sjá
slíka lista er hægt að krefja mann um
leyfi frá ættingjum fólks sem dó fyr-
ir fimmtíu ámm - ef svo ólíklega vill
til að maður geti fundið þá.
Forstjórar skjalasafna hafa líka
rétt til að neita fólki um aðgang að
hvaða upplýsingum sem þeir telja of
viðkvæmar af einhverjum ástæðum
- eða þá að afhenda fræðimönnum
hvaða skjöl sem þeim sýnist. Sumir
sagnfræðingar, einkum þeir sem fást
við rannsóknir á félags- og hagsögu,
syngja skjalavörðum lof og prís þeg-
ar þeir koma frá Moskvu. En eins og
rússneskur fræðimaður segir: „Það
er óhugsandi að spá fyrir um hvað
þeir vilja leyfa manni að sjá og jafn
vonlaust að vita hveiju þeir halda
eftir. Þetta er eins og í Málaferlum
Kafka, maður þekkir ekki lögmálin
og enginn vill segja manni hver þau
em.“
Einkaútgerð safnvarða
Það getur jafnvel verið hið mesta
basl að fá símanúmerin þeirra. Þegar
ég loks fann þau - mér var gefin
símaskrá rússnesku skjalasafnanna
af manni sem sagði að ég mætti alls
ekki láta rtafns síns getið - hringdi ég
í tvo skjalaverði. Utkoman var
skringilega mismunandi. Kirill
Anderson, forstjóri safns sem áður
hét Stofnunin um marx-lenínisma
(og inniheldur meðal annars pappíra
Komintem og sex þúsund eigin-
handarrit Leníns), féllst strax á að
hitta mig. „Það varðar okkur engu
hvaða stjómmálaskoðanir þú hefur
eða trú,“ sagði hann. „Þú getur feng-
ið hvaða skjöl sem þú kærir þig um.“
Þetta safn er semsagt svo aðgengi-
legt að þeir sem vilja til dæmis rann-
saka athafnir Kommúnistaflokks
Frakklands fyrir stríðið eru miklu
betur settir þar en í París.
Niðurstöður annars símtals, í þetta
sinn við forstjóra Safns til varðveislu
samtímaríkisskjala, vom þveröfugar.
Fyrst var dauðaþögn. Þvínæst: „Eg
skil ekki hvað þú vilt tala við mig,“
sagði konan á hinum enda línunnar.
„Það er ekki áhugavert." Eg sagði að
víst yrði það áhugavert. Hún breytti
um aðferð.
„Satt að segja get ég ekki talað við
þig vegna þess að ég ætla að tala við
menn frá Ameríku um safnið.“ Og?
„Það væri ekki sanngjamt af rnér
að tala líka við þig.“
Þegar haft er í huga allsherjarvald
skjalavarða yfir söfnunum er ekki
furða að sumir þeirra hafi áttað sig á
að þarna er nokkur gróðavegur, ým-
islegt af skjölununt má meta í bein-
hörðum peningum. Sum söfn hafa
gert stóra samninga með velvild hins
opinbera - Yale University Press
greiðir fyrir að fá að endurprenta
skjöl, Hoover-stofnunin er að láta
taka míkrófilmur af vænum hluta af
safni miðstjómarinnar. En skjöl em
lfka einkavædd, ef svo má að orði
komast, þau em nýtt í einkaþágu.
Þannig hefur Max Hastings, rit-
stjóra Daily Telegraph og höfundi
bókar um Kóreustríðið, verið boðið
að kaupa skjöl sem eiga að sýna að
stríðsfangar úr Kóreustríðinu séu
ennþá á lífi (sem hann telur að sé
ekki rétt). Frönskum sagnfræðingi
sem ég þekki var boðinn aðgangur
að manntalsgögnum sem geymd em
í Kreml og átti í staðinn að greiða 30
þúsund franka. Síðar komst hún að
því að öðmm ffönskum sagnfræð-
ingi höfðu verið boðin sömu kaup og
var sá þegar byrjaður að skrifa bók
upp úr skjölunum.
Pólski konsúllinn í Moskvu skýrir
frá þvf að sér hafi verið sýnt mynd-
band sem hafði að geyma ítarlegar
játningar eins af herforingjunum sem
stjómaði fjöldamorðunum í Katyn-
skógi. Honum var sagt að mynd-
bandið væri einungis ætlað pólska
utanríkisráðuneytinu og mætti alls
ekki sýna almenningi. Síðar komst
hann að því að brot úr myndbandinu
höfðu birst í Bretlandi - líklega
vegna þess að Bretar höfðu efni á að
borga meira fyrir það en Pólveijar.
A sama tíma kvarta næstum allir
evrópskir sagnfræðingar sem sýsla í
söfnunum yfir Bandaríkjamönnum
sem hafa úr ríkulegum styrkjum að
moða, bjóða fé í skjöl og telja sig
upp frá því eiga þvflíkan rétt á þeim
að enginn annar fær að skoða.
Tétsjei
Eitt sinn voru þeir hið fullkomna
par. Sannkallaðir þungaviktarfé-
lagar, sem montuðu sig af því, að
þeir þúuðust. Þegar Helmut Kohl
kanslari Þýskalands, heimsótti
Síberíu árið 1993, fór Bóris Jeltsín
Rússlandsforseti með hann í báts-
ferð á Baikalvatni í einkasnekkju
sinni áður en þeir settust niður til
fundar í hefðbundnu rússnesku
gufubaði.
Er Jeltsín endurgalt heimsókn-
ina ári síðar, sýndi Kohl honum
einstakan heiður með því að bjóða
honum til fæðingarbæjar síns, Og-
gersheim svo og í bjúgu og hveiti-
bollur í sveitaþorpinu Deidesheim-
er Hof.
En þetta var meira en persónu-
leg vinátta. Þar eð Þýskaland er
landfræðilega í hjarta Evrópu og
hefur, í gegnum tíðina, haft rnikil
samskipti við Rússa er það Þjóð-
verjum í hag að ástandið í Rúss-
landi sé stöðugt og efnahagur þess
blómlegur. Þýskaland er upp-
spretta erlendra ljárfestinga í aug-
um Kremlverja og ekki síður veit-
andi helmings þess íjárstuðnings
er Rússar hafa hingað til hlotið frá
Vesturlöndum.
Andstyggðin
vex dag frá degi
Nú kámar gamanið. Andstyggð
umheimsins á stríðinu í Tétsjeníu
vex dag frá degi og Þjóðverjar hafa
sig hvað mest í frammi í mótmæl-
endakómum. Þýska þingið sam-
þykkti einum rómi fordæmingu á