Alþýðublaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995
ALÞYÐUFLOKKURINN
ALÞYÐUFLOKKURINN - JAFNAÐAR-
MANNAFLOKKUR ÍSLANDS
Aukaþing um helgina
Aukaþing Alþýðuflokksins - Jafnaðarmanna-
flokks íslands - verður haldið á Scandic Hótel
Loftleiðum í Reykjavík um næstu helgi, laugar-
daginn 4. og sunnudaginn 5. febrúar.
Þingið er opið öilum flokksmönnum, en
aðeins þeir sem kjörnir voru fulltrúar á 47.
flokksþing Alþýðuflokksins í Suðurnesja-
bæ/sumarið 1994, hafa atkvæðisrétt.
Dagskrá:
Laugardagur 4. febrúar
10:00 Þingsetning.
10:15 Ávarp Jóns Baldvins Hannibalssonar,
formanns Alþýöuflokksins.
11:30Ávörp gesta.
12:00 Hádegisverður.
13:00 Kosningastefnuskrá: Kynning.
13:30 Umræður.
15:30 Kaffihlé.
16:00 Vinnuhópar um Evrópumál taka til starfa.
17:00 Þingi frestað til morguns.
19:00 Kratablót: Framboðslistar kynntir.
Sunnudagur 5. febrúar:
10:30 Evrópustefna: Kynning.
12:00 Hádegisverður.
13:00 Evrópustefna: Umræður og afgreiðsla.
15:00 Kosningastefnuskrá: Afgreiðsla.
16:00 Þingi.
Upplýsingar um þingið eru gefnar á aðalskrif-
stofum Alþýðuflokksins, sími 91-29244, mynd-
sendir 91-629155, tölvupóstfang (E-mail) bald-
stef@centrum.is.
Framkvæmdastjórnin.
UNGIR JAFNAÐARMENN
Kosningamiðstöð
Ungir jafnaðarmenn hafa opnað aðalkosninga-
miðstöð vegna alþingiskosninganna 8. apríl
næstkomandi og er hún til húsa á II. hæð í Al-
þýðuhúsinu í Reykjavík, Hverfisgötu 8-10.
í kosningamiðstöðinni eru til staðar öll þau tæki
og tól sem þarf til að reka nútíma kosningabar-
áttu: Greiður aðgangur að öllum fjölmiðlum,
öflugar tölvur (með geislaprenturum og ótal
forritum á borð við ritvinnsluforrit, gagna-
grunna og Internet), myndbandstæki, símar,
myndsendar, Ijósritunarvélar, umbrotstæki
vegna útgáfustarfsemi, kynningarefni og
margt, margt fleira. Ungir jafnaðarmenn eru
hvattir til að nýta sér þess einstæðu aðstöðu.
Miðpunktur starfseminnar verða síðan opin
kosningakvöld alla miðvikudaga sem hefjast
klukkan 20:00. Á boðstólum verða léttar veit-
ingar. Ungir jafnaðarmenn eru hvattir til að fjöl-
menna og/eða láta í sér heyra.
Allar upplýsingar um kosningastarf ungra jafn-
aðarmanna veitir Baldur Stefánsson fram-
kvæmdastjóri, sími 91-29244, myndsendir
91-629155, tölvupóstfang (E-mail) bald-
stef@centrum.is, boðtæki 984-51451.
Framkvæmdastjórnin.
Finnskt leikrit í Borgarleikhúsinu
Heimili dökku
fiðriidanna
//
ÆÆ
- leikgerð á samnefndri skáldsögu eftir finnsku skáldkonuna
Leenu Lander verður frumsýnt í byrjun mars. Bandaríski
kvikmyndaleikarinn Robert Duvall hefur sýnt áhuga á að
kvikmynda söguna.
Nú standa yfir í Borgarleikhúsinu
æfingar á finnska verkinu Heimili
dökku fiðrildanna sem er leikgerð á
samnefndri skáldsögu eftir frnnsku
skáldkonuna Leenu Lander. Það er
landi hennar, Eija-Ehna Bergholm
sem heldur um stjómvölinn í sviðs-
setningunni, en þetta er önnur sJík á
verkinu. Ætlunin er að frumsýna
verkið í byijun mars og þá í tengslum
við norræna listahátíð sem þá verður
haldin hér á vegum Norðurlandaráðs.
Heimili dökku fiðrildanna kom ár-
ið 1992 út á finnsku og var sjötta
skáldsaga höfundarins. Leena Lander
er fædd 1955 og hefur nú sent ffá sér
átta skáldsögur. Lengi framan af ferli
hennar samdi hún sögur sem töldust
til afþreyingarbókmennta. Með
Heimili dökku fiðrildanna skipaði
Lander sér hinsvegar eftirminnilega á
stórskáldabekk. Sagan var tilnefnd tii
Finlandia-verðlaunanna og síðar til
verðlauna Norðurlandaráðs. Sagan
vakti að vonum mikla athygli í
heimalandi höfundarins og var síðan
þýdd á önnur Norðurlandamál. ís-
lensk útgáfa hennar er væntanleg hjá
Forlaginu í mars í þýðingu Hjartar
Pálssonar. Og hróður Heimilis
dökku tiðrildanna hefur nú enn aukist
því kvikmyndaframleiðendur vestra í
Bandaríkjunum hafa fest sér kvik-
myndaréttinn og mun stórleikarinn
Robert Duvall mestur áhugamanna
um að færa hana á hvíta tjaldið. Það
var hinsvegar í Turku í Finnlandi, að
ráðist var í að færa hana í leikritsbún-
ing og var sú sýning á ijölum Borgar-
leikhússins í Turku í ellefu mánuði
við miklar vinsældir.
Eija-Elína Bergholm, ieikstjóri
verksins f Borgarleikhúsinu, er þekkt
sem slíkur í heimalandi sínu og einn-
ig sem kvikmyndahöfundur. Hún
hefur á löngum ferli leikstýrt við öll
helstu leikhús Finnlands og er um
þessar mundir yfirmaður í fram-
leiðsiudeild innlends efnis við finnska
sjónvarpið. Sýningar Bergholm þykja
búa yfir mjög persónulegum og sjón-
rænum stíl. Samstarfsmenn hennar
við Borgarleikhúsið verða Stígur
Steinþórsson leikmyndahönnuður,
Lárus Björnsson ljósameistari, Stef-
anía Adolfsdóttir búningahönnuður
og Nanna Ólafsdóttir dansahöfund-
ur. Þýðing Hjartar Pálssonar er
Heimili dökku fiðrildanna: Það var líf og fjör á æfingu í Borgarleikhúsinu í gær-
dag á nýju finnsku leikriti eftir Leenu Lander sem frumsýnt verður í byrjun mars.
lögð til gmndvallar í sýningunni, en
Bergholm hefur breytt nokkuð þeirri
ieikgerð sem sýnd var íTurku.
I Heimili dökku fiðrildanna segir
frá ungum manni, Juhani Johanssyni,
sem stendur á tímamótum. Voldugt
byggingafyrirtæki vill ráða hann til
ábyrgðarstarfa en hann er spurður
óþægilegra spuminga um atvik úr
bemsku. Johansson var nefnilega á
unga aldri tekinn frá foreldmm sínum
sökum óreglu þeirra og komið í fóst-
ur á uppeldisstofnun. Vem hans þar
lauk í þann ntund sem geigvænlegir
atburðir áttu sér stað á eynni þar sem
stofnunin var. Miðaldra vinnukona á
heimilinu var myrt. Þetta atvik sækir
nú á Johansson og hann riíjar upp ævi
sína frá því heimili foreldra hans var
leyst upp, minnist dvalar sinnar á
eynni og reynir að átta sig þeim öflum
sem mótað hafa líf hans allt til þessa
dags. Sagan er þannig í senn lýsing á
aðstæðum fólks á einangmðu betmn-
arhæli á sjötta áratug aldarinnar og
uppgjör mannsins í stærra samhengi í
heimi þar sem grið era rofin og svik
eiga sér stað og lífríki náttúmnnar er
ógnað af manna völdum.
Stór hópur leikara kemur fram í
sýningunni: Þröstur Leó Gunnars-
son, Steinunn Ólafsdóttir, Guð-
mundur Ólafsson, Hanna María
Karlsdóttir, Sigrún Edda Björns-
dóttir, Sigurður Karlsson, Jón
Hjartarson, Margrét Vilhjálms-
dóttir, Eyjólfur Kári Friðþjófsson,
Benedikt Erlingsson, Magnús
Jónsson, Theodór Júlíusson, Jakob
Þór Einarsson, Stefán Sturla Sig-
urjónsson, Ari Matthíasson og
fleiri.
Reykj aví kurhöf n
Nýtt geymsluhúsnæði fyrir
búnað vegna mengunarslysa
- á sjó og í höfnum hér við land.
Siglingamálstofnun ríkisins og
Reykjavíkurhöfn tóku í fyrradag nýtt
geymsluhúsnæði í notkun fyrir
mengunarvamabúnað í Faxaskáia
við Reykjavíkurhöfn.
„Mengunaróhöpp á sjó og í höfn-
um hér við land geta haft alvarlegar
afleiðingar. Mikilvægt er að bregð-
ast skjótt við slíkum óhöppum og
nauðsynlegt að hafa tiltækan búnað
og þjálfað starfsfólk sem bregst við á
réttan hátt. Samráð og samvinna
milli aðila er einnig afar mikilvæg.
Stefna stjómvalda hefur verið að
hafnarstjómir geti ráðið við minni
óhöpp og að bmgðist skjótt sé skjótt
við óhöppum sem verða á hafnar-
svæðum eða í nágrenni hafna. Lang-
flest þessara óhappa valda olíumeng-
un í sjó,“ segir í tilkynningu frá yfir-
vöidum.
Til skamms tíma hafa aðstaða og
búnaður til notkunar við olíuleka og
önnur mengunarslys á sjó hér við
land verið takmörkuð. Umhverfis-
ráðuneytið, með Ossur Skarphéð-
insson ráðherra í broddi fylkingar,
hefur beitt sér fyrir gerð áætlunar um
viðbrögð við mengunaróhöppum og
að keyptur hefur verið búnaður í
samræmi við hana. Rfkissjóður hefur
greitt 75% og sveitarfélög 25% af
kostnaði við búnaðinn, en hann er í
vörslu sveitarfélaga og staðsettur við
hafnir. Nú er að mestu lokið við að
korna búnaðinum fyrir og unnið að
þjálfun þeirra starfsmanna sem
koma til með að sinna útköllum
vegna mengunaróhappa.
Samkvæmt skipulagi um við-
brögð við óhöppum er höfnum skipt
í landshlutahafnir, svæðishafnir og
almennar hafnir með tilliti til þess
búnaðar sem til staðar er og hlutverki
hans ef til aðgerða kemur. Reykja-
víkurhöfn er landshlutahöfn og þar
er geymdur búnaður til notkunar í
sjálfri höfninni, en einnig til notkun-
ar við minniháttar slys utan hafna og
í öðrum höfnum á Suð-Vesturlandi.
Á sama stað er einnig geymdur bún-
aður á vegum Siglingamálastofnunar
ríkisins sem ætlaður er til notkunar
við stærri óhöpp utan hafnarsvæða
og til viðbótar staðbundnum búnaði
þegar hann nægir ekki til fullnægj-
andi aðgerða.
Tímamót: Össur Skarphéðinsson
umhverfisráðherra, Jón Bragi
Bjarnason formaður stórslysa-
nefndar og Árni Þór Sigurðsson frá
hafnarstjórn Reykjavíkur voru
ánægðir með flotgirðingarnar sem
gaf á að lita í nýju húsnæði fyrir
mengunarvarnabúnað sem tekið
var í notkun í Faxaskála við Reykja-
víkurhöfn í fyrradag.
Sextán myndlistarsýningar fyr
Listasafn Reykjavíkur
nær yfir Ásmundar-
safn, Kjarvalssafn,
Errósafn, Byggingalist-
ardeild og Listaverka-
eign borgarinnar.
Kjarvalsstaðir við Flókagötu em aðal-
vettvangur starfseminnar. Á Kjarvals-
stöðum em haldnar fslenskar og útlendar
listsýningar. tónleikar, fyrirlestrar og
málfundir. Listasafn Reykjavíkur stendur
þar að auki fyrir sýningum víða um ktnd
og víða um heim. Heimilisfangið er:
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum
við Flókagötu, 105 Reykjavík, sími: 552
6131, fax: 562 6191, Kjarvalsstaðir em
opnir daglega frá kiukkan 10:00 18:00.
Kaffistofan er opin á sama tíma.
Ásmundarsafn við Sigtún er hluti af
Listasafni Reykjavíkur. Það hefur að
geyma 370 höggrnyndir og um 2000
teikningar, sem Ásmundur Sveinsson
ánafnaði Reykjavíkurborg eftir sinn dag.
Miklar endurbætur hafa nú farið fram á
safninu, sem var áður heimili listamanns-
ins og vinnustofa, og er það nú orðið hið
glæsilegasta höggmyndasafn. Ný sýning
á verkum Ásmundar Sveinssonar er ár-
lega sett upp í Ásmundarsafni. Heimilis-
fangið er Ásmundarsafn, við Sigtún, 105
Reykjavík, sími: 553 2155, fax: 562
6191. Ásmundarsafn er opið daglega á
sumrin frá klukkan 10:00 til 16:00 og á
Ásmundur Sveinsson: í Ásmund
arsafni á samsýningu með Kjarval
14. janúar til 21. maí.
Jóhannes Sveinsson Kjarval: Verk
í eigu Kjarvalssafns á Kjarvalsstöð-
um janúartil maí.
vetrum frá klukkan 13:00 til 16:00.
Ásmundarsafn
Ásmundarsafn: 14. janúartil 21.
maí 1995. „Náttúra/Náttúra". Sam-
sýning Ásmundar Sveinssonar
(1893-1982) og Jóhannesar
Sveinssonar Kjarval (1885-
1972).
Þama er sýnt fram á sérstæð tengsl
þeirra við íslenska náttúru í verkum sín-
um. Þessir tveir listamenn vom samtíma-
menn í listinni. I leitinni að framleikanum
unnu þeir meðvitað með tilvísanir í ís-
lenska menningu og íslenskt landslag,
vitandi vits að þeir vom að leggja gmnn-
inn að tslenskri listasögu.
. Sýn-
Kjarvalsstadir
Austursalur: Janúar til maí.
ing á verkum eftir Jóhannes
Sveinsson Kjarval úr eigu Kjar-
valssafns:
Þessi sýning gefur innsýn í þann fjöl-
breytileika og frumleika sem einkenndi
verkefnaval og myndmál Jóhannesar
Sveinssonar Kjarvals. Sýndar verða
myndir af þekktum íslendingum, lands-
lagsteikningar og olíuverk, uppstillingar,
en einnig teikningar af ýmsum þeim
furðuvemm sem einkenna myndheim
Kjarvals.
Vestursalur, vesturforsalur og
miðsalur: Janúar til febrúar. „ís-
lensk leirlist":
Yfirlitssýning á verkum eftir íslenska
leirlistarmenn, þar sem bmgðið er Ijósi á
sögulega þróun leirlistarinnar. Ennfremur
era sýnd verk eftir íslenska samtímalista-
menn sem valið hafa leirinn sem hráefni í
listsköpun sína. Sýningarstjóri er
Eiríkur Þurlúksson. listfræðingur.
Miðsalur: Febrúar til mars. Sýn-
ing á nýjum verkum eftir veflistak-
onuna Kristínu Jónsdóttur:
Veflistakonan Kristfn hefur um langan
tíma verið leiðandi í íslenskri veflist. Hún
hefur komið fram með ný og framandi
efnistök, ennfremur hefur hún endumýj-
að formgerðina meðal annars með tilvís-
unum í ritlistina.
Vestursalur: Febrúartil mars.
Sýning á steinþrykksmyndum
„bítilsins" og fjöllistamannsins
JohnsLennon:
„Bítillinn" John Lennon er án efa einn
merkasti menningarfrömuður okkar tíma.
Þótt hann sé þekktastur fyrir tónlist sína
þá hafði hann ekki síður áhuga á og unuu
af bæði bókmenntum og myndlist. Hann
stundaði nám í listaskólanum í Liverpool
1957 til 1960. John Lennon lagði stund á
myndlist áður en hann hóf tónlistarferil
sinn og allan feril sinn gerði hann myndir
sem lýsa nánasta umhverfi hans, þá aðal-
lega lithógrafíur eða steinþrykksmyndir.