Alþýðublaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 1
Frábærir HANKOOK vetrarhjólbarðar á einstöku verði!
Murinn tryllti Verzlinga... Verzlunarskóli íslandsfrumsýndi i gær-
kvöldi söngleikinn Múrinn, sem byggður er á The Wall, meistaraverki
rokkhljómsveitarinnar Pink Floyd. Söngleikurinn er hluti af árlegri nem-
endamóti skólans og var gríðarlega vel tekið á sýningunni sem var í Há-
skólabíói. A- mynd: E.ÓI.
Stjórnarkjör dregur dilk á eftir sér
Þórunn Sveinbjörnsdóttir
gengur úr Þjóðvaka
„Ég skil ekki þessa afstöðu,
„Ég held að þetta sé nægileg
ástæða til að yfirgefa Þjóðvaka þótt
ég eigi eftir að ganga frá því form-
lega. Mín ákvörðun liggur svo gott
sem fyrir,“ sagði Þórunn Svein-
björnsdóttir, formaður Starfs-
mannafélagsins Sóknar, í samtali við
Alþýðublaðið. Málavextir eru þeir,
að á landsfundi Þjóðvaka um síðustu
helgi var Þórunn sett á lista fyrir
stjómarkjör hreyftngarinnar án þess
að leitað hefði verið eftir samþykki
hennar. Þómnn sagði að sér hefði
gramist þessi framkoma og því end-
urskoðað afstöðu sína til Þjóðvaka.
„Það kom upp misskilningur milli
kjömefndar og trúnaðarmanna henn-
ar og því var Þómnn sett á lista yfir
fólk til stjómar Þjóðvaka án þess að
samþykki hennar lægi fyrir. Þetta
kom í ljós áður en kosning til stjóm-
ar fór fram. Ég bað hana afsökunar á
þessum mistökum og hún samþykkti
að vera á þessum lista og tók síðan
þátt í kosningunni. Ég skil því ekki
þessa afstöðu hennar nú,“ sagði
Mörður Árnason í samtali við blað-
segir Mörður Árnason.
ið. Þegar Alþýðublaðið spurði Þór-
unni hvort ekki hefði náðst sátt í
þessu máli á landsfundinum kvað
hún svo ekki vera.
Mörður var formaður kjömefridar
á landsfundinum. Hann sagði að
Þómnn hefði vissulega haft ástæðu
til að vera óánægð vegna þeirra mis-
taka sem áttu sér stað í annrfki stjóm-
arkjörsins. Hins vegar hefði hann
staðið í þeirri trú að engir eftirmálar
yrðu af hennar hálfu eftir að hún var
beðin afsökunar og hún fallist á að
taka stjómarsætið. Mörður Ámason
taldi fréttaflutning af ágreiningi á
landsfundi Þjóðvaka ekki gefa rétta
mynd af því sem þar fór fram. Þing-
ið hefði verið öllum opið og ýmsir
þeirra sem gengu þar út hefðu ber-
sýnilega gert það sökum reynslu-
leysis á starfi sem fram færi á þing-
um stjómmálahreyfinga. Vissulega
hefðu mistök átt sér stað í þingstörf-
um en slikt kæmi líka fyrir á lands-
fundum gömlu stjómmálaflokkanna
og þar þyrfti ekki síður að sætta ólík
sjónarmið í einstökum málum.
Samkeppnisráð telur Lífeyrissjóð verslunarmanna fjárfesta einkum í fyrirtækjum Kolkrabbans
Þessi blokkafóbía er martröd
- segir Víglundur Þorsteinsson stjórnarformaður sjóðsins.
„Þessi blokkafóbía Samkeppnis-
ráðs um lífeyrissjóðina er einhver
martröð. I hvaða blokk er Lífeyris-
sjóður verslunarmanna þegar hann
er að fjárfesta í Olíufélaginu eða
Samskipum? Það er bull að halda því
ffarn að þessi sjóður fjárfesti helst í
einkarekstri sem tengist Kolkrabb-
anum og sýnir einfaldlega að menn
hafa ekki unnið sína heimavinnu að
þessum leyti," sagði Víglundur
Þorsteinsson, stjómarformaður Líf-
eyrissjóðs verslunarmanna, í samtali
við Alþýðublaðið.
I skýrslu Samkeppnisráðs um
stjómunar- og eignatengsl í íslensku
atvinnulífi segir að með því að stilla
saman stjómum fyrirtækja í einka-
eign komi frarn mynstur af tveimur
valdablokkum. Athygli veki hluta-
íjárkaup tveggja lífeyrissjóða, Sam-
vinnulífeyrissjóðsins og Lífeyris-
sjóðs verslunarmanna í fyrirtækjum
sem tengist þessum blokkum. Líf-
eyrissjóður verslunarmanna fjárfesti
frekar í fyrirtækjum í Kolkrabba-
blokkinni, en Samvinnuh'feyrissjóð-
urinn í fyrirtækjum sem vom tengd
SIS, það er blokkin sem kennd er við
Smokkfiskinn. Stjómarmenn sjóð-
anna sitji síðan í stjóm fyrirtækja og
öfugt. Því vakni sú spuming hvort
hreint arðsemissjónarmið sé haft að
leiðarljósi hjá stjómendum lífeyris-
sjóðanna.
„Lífeyrissjóður verslunarmanna á
tæplega tíu prósenta hlut í Islands-
banka og kýs þar mann í bankaráð.
Sjóðurinn á tæplega sjö prósent hlut
í Flugleiðum og þar situr fram-
kvæmdastjóri sjóðsins, Þorgeir Eyj-
ólfsson, í varastjóm. Þá er upptalið
þar sem hægt er að segja að Lífeyris-
sjóður verslunarmanna kjósi
með beinum hætti menn í
stjóm félaga," sagði Víg-
lundur Þorsteinsson. í
skýrslu Samkeppnisráðs
kemur fram að sjóðurinn á
hluti í um 20 fyrirtækjum og
félögum. „Umfjöllun Samkeppnis-
ráðs um lífeyrissjóði lýsir mikilli
vanþekkingu og áð halda því fram að
Lífeyrissjóður verslunarmanna fjár-
festi fyrst og fremst í fyrirtækjum
kennd við Kolkrabbann er út í hött.
Sjóðurinn er til dæmis stór hluthafi í
Olíufélaginu sem hingað til hefur
ekki verið bendlað við Kolkrabbann.
Sjóðurinn á líka hlut í Samskipum.
Lífeyrissjóður verslunarmanna er
ákaflega íhaldssamur í fjárfestingum
í hlutabréfum og fer þar mjög gæti-
lega. Staðreyndin er sú að sjóðurinn
hefur í sínum fjárhagsáætlunum
undangengin ár haft uppi áætlanir að
fjárfesta í atvinnulífinu fyrir tvö til
þrjú hundmð milljónir króna á ári.
En vegna þess arðsemismats sem
sjóðurinn leggur til grundvallar hef-
ur honum ekki tekist að fjárfesta
nema sextíu til hundrað milljónir á
ári undanfarin ár. Arðsemin er það
eina sem haft er að leiðarljósi.
Reynslan er ólygnust. Heildararð-
semi hlutabréfaeignar Lífeyrissjóðs
verslunarmanna frá ársbytjun 1980
til ársloka 1994 sýnir árlega raun-
ávöxtun upp á sjö prósent," sagði
Víglundur Þorsteinsson.
I skýrslu Sameppnisráðs kemur
fram að tekjur lífeýrissjóða án opin-
berrar ábyrgðar námu 30,3 milljörð-
unt 1993. Lífeyrissjóður verslunar-
manna er stærstur með 16% hlut-
deild.
Tillögur Vestfirðinganna í Sjálfstæðis-
flokknum um nýja fiskveiðistjórnun
r
Agætur viðræðugrundvöllur
- segir Sturla Böðvarsson.
„Ég tel þessar tillögur viðræðu-
grandvöll um breytta stjómun fisk-
veiða og það má alls ekki líta svo á
að þama sé einhvers konar
skemmdastarfsemi á ferðinni. Það er
mjög virðingarvert að þessir fram-
bjóðendur hafa unnið tillögumar
með þessum hætti og það verður
bara að hafa það að ekki era allir
sammála," sagði Sturla Böðvarsson
alþingismaður í samtali við Alþýðu-
blaðið í gær.
Þingmaðurinn var inntur álits á til-
lögum ffambjóðenda Sjálfstæðis-
flokksins á Vestfjörðum um breytta
fiskveiðistjómun. Þessi tillögugerð
hefur fengið afar slæmar undirtektir
Þorsteins Pálssonar sjávarútvegs-
ráðherra og Krístjáns Ragnarsson-
ar formanns LÍU, sem sagði í Al-
þýðublaðinu í gær að tillögurnar
væru della. „Ég tel að þetta séu ágæt-
ar tillögur til frekari viðræðna um
kvótakerfið sem þarf stöðugt
að vera til endurskoðunar
þótt ekki sé mikið vit í að
umtuma því með stuttu
millibili. Þessar tillögur era
góðra gjalda verðar en ég vil
ekki taka þær upp hráar,"
sagði Sturla. Hann tók ekki
undir með þeim sem segja að
tillögumar beinist fyrst og
fremst að því að leysa vanda
Vestfjarða. „Mér finnst ekki
sanngjamt að túlka þetta
þannig. Ég tel að þessar til-
lögur snúi fyrst og ffernst að
því að bæta stöðu þeirra
byggða sem eiga allt undir
útgerð og fiskvinnslu. Það er
margt í þessum hugmyndum
þeirra sem ég held að menn
séu almennt sammála um að
þurfi að lagfæra," sagði
Sturla Böðvarsson.
Enn magnast átökin innan Þjóðvaka og flótti er brostinn á
í herþúðum flokksins:
„Eg nenni ekki að eyða tíma
í að vinna með Þjóðvaka"
- stjórnmálafli sem ástundar þau vinnubrögð sem höfð voru uppi á landsfundinum,
segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.
145R12 -4.990 2.990 stgr 185/60R14 7.490 4.490 stgr
155R12 5.230 3.130 stgr 195/60R14 8:200 4.880 stgr
135R13 ■4.780“ 2.860 stgr 175/70R14 6.660 3.990 stgr
145R13 5.1QQ 2.980 stgr 185/70R14 6.-940 4.160 stgr
155R13 -5r36Q" 3.215 stgr 195/70R14 -7.030 4.690 stgr
165R13 5.570 3.340 stgr 205/75R14 3.080 5.460 stgr
175/70R13 5r85Ú 3.480 stgr 165R15 6.300 3.780 stgr
185/70R13 -6t4-3Q 3.850 stgr 185/65R15 7-.-960 4.470 stgr
175R14 6:430 3.850 stgr 195/65R15 0040 5.300 stgr
185R14 7.200 4.280 stgr 205/60R15 9020 5.770 stgr
Jeppadekk 25% afsl.
235/75 R 15 kr.4ði20fr kr.7.650 stgr 30-9.50 R 15 kr.10.550 kr,7.912stgr
31-10,50 R 15 kr14v950 kr8.960stgr 33-12.50 R 15 kr T4.440 kr.10.830 stgr
Vörubíladekk 25% afsl.
12 R 22,5 /16PR kr.33.700 kr.25.275 stgr 315 / 80 R22,5 kr38.980 kr.29.235 stgr
„Það verður náttúrlega að viður-
kennast að ef stefna Jóhanncsar
Gunnarssonar, á að verða ofaná í
landbúnaðarmálum Þjóðvaka þá
þýðir ekkert að bjóða fram útá landi.
Þá er alveg eins gott að vera bara
með framboð í Reykjavík og á
Reykjanesi. Það er gífurlega mikil-
vægt fyrir landsbyggðina að land-
búnaðurinn hrynji ekki á auga-
bragði," sagði Þorsteinn Hjartar-
son í samtali við Alþýðublaðið í gær,
aðspurður álits á þeim ummælum
Jóhannesar Gunnarssonar, formanns
Neytendasamtakanna, að vinnu-
brögð á landsfundi Þjóðvaka hefðu
verið skrípaleikur.
Allt bendir til þess að Þorsteinn
verði efsti maður á framboðslista
Jóhannes Gunnarsson: Ég er kom-
inn í pólitískt orlof. Þjóðvaki er ekki
það baráttutæki sem ég hafði
vænst.
Þjóðvaka á Suðurlandi.
Alþýðublaðið hafði samband við
Jóhannes og spurði um viðbrögð
hans við ummælum Þorsteins: „Ég
vísa þessum ummælum Þorsteins að
sjálfsögðu á bug.
Stefna Þjóðvaka gengur útá að
viðhalda kvótakerfi f íslenskum
landbúnaði, en það kerfi hefur skap-
að þvílík vandamál í íslenskum land-
búnaði að bændur era margir hveijir
að flosna upp, samhliða því að kerfið
hefur tryggt íslendingum heimsins
hæsta verð á landbúnaðarvörum.
Krafan á að vera sú að afnema kvóta-
kerfið og leyfa bændum að framleiða
það sem þeim þykir hagkvæmast
hverju sinni. Bændur era í vaxandi
mæli famir að leggjast sjálfir gegn
ríkjandi stefnu í landbúnaði, en Þjóð-
vaki vill viðhalda henni. Ég sætti
mig ekki við það,“ sagði Jóhannes.
En er formanni Neytendasamtak-
anna stætt á að vera í flokki sem
hann er svo ósáttur við? „Ég er kom-
inn í pólitískt orlof. Ég hef ekki
gengið úr Þjóðvaka frekar en ég hef
gengið úr Birtingu. Eftir þá stefnu
sem í raun var samþykkt á lands-
fundi Þjóðvaka og eftir þau vinnu-
brögð sem þar vora viðhöfð þá er
ljóst að Þjóðvaki er ekki það baráttu-
tæki sem ég hafði vænst,“ sagði Jó-
hannes. „Ég nenni ekki að eyða tíma
í að vinna með Þjóðvaka; stjóm-
málaafli sem ástundar þessi vinnu-
brögð."
SKÚTUVOGI 2
«y SÍMI 68 30 80