Alþýðublaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 5
J
FOSTUDAGUR 3. FEBRUAR 1995
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Andlegt orkuver eða staðlað færiband
íslendingum er lífsnauðsyn að
halda uppi háum staðli og gera
strangar kröfur varðandi gæði al-
mennrar menntunar og sérfræði-
kunnáttu. Skólakerfið verður að laga
að þessum kröfum. Skólastarfíð
verður einnig að byggja á þeim
mannskilningi að mennimir em eins
ólíkir og þeir em margir. Hins vegar
eiga allir að fá jafnan rétt til þess að
þroska sína ólíku hæfileika, hver á
sínu sviði.
Það kann ekki góðri lukku að stýra
að ætla að steypa alla í sama mótið;
að beina öllum að stúdentsprófi og
áfram í háskólanám. Afleiðingin
verður minni gæði án þess að komið
sé til móts við þarfir, óskir og hæfi-
leika þúsunda
ungmenna sem
myndu njóta sín
betur í lífinu að
fengnu vönduðu
sérhæfðu starfs-
námi. Þess vegna
á að auka vægi
starfsmenntunar í
skólastarfinu. Þar
eigum við meðal
er bjartara framundan í efnahagsmál-
um en oft áður og mikilvægt að nota
batann til að minnka hallarekstur rík-
issjóðs og auka framlög á ákveðnum
skýrt afmörkuðum sviðum. Hér er
spurt um forgangsröðun. Efnahags-
leg og menningarleg framtíð okkar
krefst þess að framlög til mennta-
mála verði aukin á næstu árum, jafn-
vel á kostnað annarra útgjalda. Al-
þýðuflokkurinn mun beita sér fyrir
því að svo verði.
Alþjóðasamstarf
Gera verður áætlun um uppbygg-
ingu í skólamálum til nokkurra ára í
senn, líkt og gert er í ýmsum öðrum
málaflokkum, til dæmis vegamálum.
Varðandi Háskóla
Pallborðið
Jón
E... J Baldvin
i Hannibalsson
jjjwxM skrifar
annars að leita í smiðju til Þjóðverja
sem hafa skilað þar bestum árangri
þeirra þjóða sem ég þekki til.
Andlegt orkuver
Samkeppnishæfni þjóða ræðst í sí-
fellt meira mæli af menntunarstigi
og þróttmiklum rannsóknum og þró-
unarstarfi. Þetta gildir ekki síst um
vaxandi samstarf Evrópuþjóða og
hugsanlega inngöngu Islands í Evr-
ópusambandið. Hlutverk Háskóla Is-
lands fyrir þróun atvinnulífs og
menningarlegt sjálfstæði þjóðarinnar
hefur verið mikið frá stofnun skól-
ans, en mun fá aukið vægi í breyttu
alþjóðlegu umhverfi framtíðarinnar.
Háskóli íslands hefur, eins og aðr-
ar stofnanir ríkisins og heimilin í
landinu, þurft að þola naumt
skammtaðar fjárveitingar, vegna erf-
iðs efnahagsástands. Nú um stundir
íslands þarf í
fyrsta lagi að
ttyggja að fjár-
veitingar til
kennslu verði
sambærilegar við
það sem gerist er-
lendis. Þetta hlýt-
ur að vera for-
gangsmál. I öðru
lagi er rétt að koma á fót sumamám-
skeiðum, enda ekki um háar fjár-
hæðir að ræða. í þriðja lagi þarf að
tryggja til frambúðar rekstur Há-
skólabókasafns-Landsbókasafns.
Háskólar eru einnig rannsókna-
stofnanir. Líkt og margoft hefur ver-
ið bent á, nú síðast af nefnd um mót-
un vísindastefnu, þarf að fara ræki-
lega í saumana á skipulagi stofnana
innan Háskólans og fyrirkomulagi
rannsókna almennt. I þessu efni
þurfúm við horfa á málin í alþjóð-
legu samhengi. Til að draga erlent fé
til rannsókna hér á landi - sérstak-
lega frá Evrópusambandinu - þurf-
um við að vinna okkar heimavinnu
vandlega.
Hér eftir sem hingað til verður
ijármögnun rannsókna íyrst og
fremst verkefnabundin, en nauðsyn-
legt er að ríkissjóður tryggi rann-
„Islendingum er lífsnauðsyn að halda uppi
háum staðli og gera strangar kröfur varðandi
gæði almennrar menntunar og sérfræðikunn-
áttu. Skólakerfið verður að laga að þessum
kröfum. Skólastarfið verður einnig að byggja
á þeim mannskilningi að mennirnir eru eins
ólíkir og þeir eru margir. Hins vegar eiga allir
að fá jafnan rétt til þess að þroska sína ólíku
hæfileika, hver á sínu sviði.“
sóknastofnunum viðunandi rekstrar-
gmndvöll. A þessu hefur verið lítill
skilningur hér á landi, enda vom
Raunvísindastofnun og Rannsóknar-
stofnunin að Keldum settar á fót með
erlendu fé.
Námsaðstoð: LÍN
Einn áfanginn í því að auka hlut
rannsókna við Háskólann er að auka
ljölbreytni framhaldsnáms og auð-
velda vísindamönnum að ráða til sín
nemendur sem aðstoðarfólk. Þetta
tíðkast við háskóla um allan heim og
þarf að auka til muna hér á landi.
A tfmum atvinnuleysis ráðast ríki
og sveitarfélög gjaman í átaksverk-
efni til að auka atvinnu. Þetta á ekki
hvað síst við um atvinnumál skóla-
fólks. A næstunni þurfúm við að at-
huga sérstaklega hvort átak í rann-
sóknum á ákveðnum sviðum geti
ekki fallið innan þessa ramma.
Varðandi Lánasjóð íslenskra
námsmanna hlýtur fyrsta verkefnið
að vera það að óháður aðili geri út-
tekt á því, hvemig hann nær mark-
miðum sínum. Tilgangur sjóðsins
hlýtur að vera sá að enginn hæfi-
leikamaður þurfi að hverfa frá námi
vegna íjárskorts. Uttekt af þessu tagi
- sem einnig yrði að ná til aðstoðar
velferðarkerfisins í heild sinni við
námsmenn - myndi auðvelda alla
umræðu um málið og lausn á deilu-
málum. I öðm lagi er sjálfsagt að
ræða við nemendur um einstaka
hluta kerfisins, til dæmis eftir-
ágreiðslur lána. I þriðja lagi verða
stjómvöld að sýna fjárhagslega
ábyrgð. Eins og námsmenn vita á
ríkissjóður við mikinn hallarekstur
að glíma. Abyrgðarlausar lántökur
LIN koma ekki til greina, enda em
þær snara um háls námsmanna fram-
tíðarinnar.
Höfundur er utanríkisráðherra og for-
maður Alþýðuflokksins - Jafnaðar-
mannaflokks Islands.
Umönnun
dagsins
Nokkrir umhyggjusamir snill-
ingar hjá tlmaritinu Newsweek
tóku sig til um daginn og öfluðu
sér upplýsinga um hversu löng-
um tíma jarðarbúar eyða í raun
og veru á hverjum degi með
fjögurra ára gömlum börnum
sínum (athugið að þarna er um
„vökustundir" að ræða). Banda-
ríkin tróna á toppi listans og
kemur það nokkuð á óvart mið-
að við að ríkið víðfeðma í vestri
telst jú vera heimaland kvenna á
framabraut:
MÓÐIR: FADIR: BÆDI:
Bandaríkin 10,7 0,7 0,9
Þýskaland: 10,0 0,6 1,9
Nígería: 10,0 0,7 1,0
Portúgal: 8,2 0,4 1,6
Thaíland: 8,0 0,2 3,3
Finnland: 7,7 0,8 2,1
Spánn: 7,6 0,3 2,3
Hong Kong: 7,5 0,1 0,8
Kína: 6,8 0,9
Belgía: 5,2 0,5 3,2
Amánudaginn verða Is-
lensku bókmenntaverð-
launin afhent, og einsog við
sögðum frá fyrr í vikunni
koma Thor
Vilhjálms-
son og Vig-
dís Gríms-
dóttir einna
helst til álita.
Eftir að til-
kynnt var að
Einar Már
Guðmunds-
son hlyti Bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs hefur
verið rifjað upp, að bók
hans, Englar alheimsins var
ekki einu sinni tilnefnd til
íslensku bókmenntaverð-
launanna 1993. Þá voru
hinsvegar tilnefndar bækur
Hannesar Péturssonar,
sem hreppti verðlaunin,
Rögnu Sigurðar-
dóttur, Björns
Th. Björnsson-
ar, Guðbergs
Bergssonar og
Alfrúnar Gunn-
laugsdóttur. DV-
menn hafa rifjað
upp með nokkru stolti, og
ekld ástæðulausu, að þær
þijár skáldsögur sem undan-
farin átta ár hafa fengið
Norðurlandaverðlaunin
höfðu áður fengið menn-
ingarverðlaun DV.
t Reyndar er það svo, að
| mörgum þykja tilnefning-
ar og verðlaun DV mun
marktækari en íslensku
bókmenntaverðlaunin,
þótt þau síðamefndu séu
auðvitað óskaplega
virðuleg...
Gengi Alþýðu-
bandalagsins í
alþingiskosning-
unum 1991 var
mun betra en flest-
ir áttu von á.
Flokkurinn bætti
við sig manni en
hafði verið
spáð allmiklu fylgistapi.
Það sem úrslitum réði í
nokkrum kjördæmum
var einstaklega vel
heppnaður hræðsluáróð-
ur á síðustu dögum fyrir
kosningar. Ragnar Arn-
alds fékk þannig uppundir
20% á Norðurlandi vestra
eftir að hafa sannfært kjós-
endur um að hann væri f
bullandi fallhættu. Á Suður-
landi lék Margrét Frí-
mannsdóttir sama leik. Ör-
fáum dögum fyrir kosningar
barst ákall inná öll heimili á
Suðurlandi þarsem sagt var
að Margrét væri að falla.
Þegar hinsvegar var talið
uppúr kössum fékk Margrét
um 18% fylgi, og var óra-
fjarri því að missa þingsætið
sitt. Nú ætla alþýðu-
bandalagsmenn á
Suðurlandi að leika
sama leikinn, og
segja kjósendum að
Margrét sé í mikilli
hættu. Sunnlenskir
kjósendur munu þó
tæpast láta sannfær-
ast aftur af hræðslu-
áróðri, og því óvíst að áform
allaballa - sem kölluð er
,Áædun úlfúr-úlfúr!“ -
gangi upp að þessu sinni,
enda mun Margrét standa
nokkuð traustum fótum í
kjördæminu...
Hinumegin
„Annars skal ég segja þér það, Friðbjörn minn, að sú stað
reynd að þú er með stærsta heilann af öllum sem vinna hér
á stofnunínni, þýðir einfaldlega að það er barnaleikur einn
að snúa þig niður með venjulegu höfuðtaki!"
Fimm á förnum vegi Hvað finnst þcr u.m vcrkfallsboðun kcnnara? (SpurtiMR)
Matthías Þór Óskarsson: Verk-
fall myndi koma sér mjög illa fyrir
okkur sem erum að útskrifast.
Kristján Guðmundsson: Kenn-
araverkfallið leggst ffekar illa í mig
þar sem ég treysti ekki núverandi
ríkisstjóm til að leysa málin á
skömmum tíma.
Þorsteinn H. Ástráðsson: Verk-
fall kennara kæmi sér mjög illa. Ef
stúdentsprófm ffestast þá myndi það
að sjálfsögðu fresta háskólanámi.
Elsa Albertsdóttir: Kennaraverk-
fall væri ekki nógu gott mál. Eg vona
aðþeir semji.
Gígja Grétarsdóttir: Kennara-
verkfallið kæmi sér afar illa fyrir
okkur sem emm að fara í stúdents-
próf.
Viti mettn
Vladimir Zhírínovskí, hinn
öfgasinnaði rússneski þjóðern-
issinni, reyndi að þvinga
blaðakonu Playboy og kven-
kyns túlk hennar til að taka
þátt í hópsexi með tveimur
lífvörðum sínum fyrir
nokkru...“Kynlíf er ávallt
best í stórum hópi,“ er haft
eftir Zhírínovskí í Playboy.
Aðalmál erlendra frétta i DV í gær.
Karlmaður á þrítugsaldri,
manna fongulegastur á velli,
aðsópsmikið glæsimenni og
gleðimaður með áhuga á
frjálsum ástum vill kynnast
stúlku. Svar sendist í pósthólf
1708,121 Reykjavík.
Smáauglýsing í
Morgunpóstinum í gær.
Mér tlnnst Agúst [Einarsson]
hafa svikið okkur. Mér flnnst
hann hafa siglt undir föisku
tlaggi. Hann taldi okkur trú
um að hann væri drenglyndur
jafnaðarmaður, en svo kemur
allt annað upp á teninginn.
rsljáll Haröarson.
Morgunpósturinn í gær.
„Þetta er flugstjórinn sem
talar,“ sagði hann við rúmlega
200 farþega í hátalara þotunn-
ar. „Því miður þurfum við
600 pund, annars komust
við hvergi.“
Frétt i Morgunblaðinu af áhöfn breskr-
ar farþegaþotu sem efna varð til sam-
skota til að staðgreiða í reiðufé flug-
vallarskatt í Búkarest í Rúmeníu.
Jafnframt er ljóst að kynning
á íslenskri menningu og verk-
um íslenskra listamanna hefur
líklega aldrci verið meiri í
Bretlandi.
Úr leiðara Moggans þarsem fjallað er
um skýrslu Ríkisendurskoöunar um
sendiráð íslands í Lundúnum.
Veröld ísaks
Hversu undarlega sem það kann að
hljóma, þá er það eigi að síður stað-
reynd að blýeitrun er kennt um að
vera helsta orsökin fyrir falli róm-
verska heimsveldisins. Þannig hátt-
aði til á þessum tíma, að mikill
meirihluta kvenna úr yfirstétt varð
óftjór vegna þess að þær drukku vín
úr könnum sem notað var blý í. Af-
leiðingin varð sú að hin úrkynjaða
yfirstétt Rómverja hreinlega dó út á
nokkrum öldum. Það er síðan óneit-
anlega kaldhæðnislegt að Rómverj-
ar notuðu einmitt blý til að sæta
matvæli og einnig sem lækningarm-
eðal við niðurgangi. Öll þessi neysla
á blýi og blýmenguðum vörum kom
þannig af stað einhverskonar íjölda-
sjálfseitrun meðal Rómveija.
Byggt á staöreyndasafni
Isaac Asimov.
I