Alþýðublaðið - 10.02.1995, Side 3

Alþýðublaðið - 10.02.1995, Side 3
FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Kvenréttindi og jafnaðarstefna Virðing fyrir mannréttindum er eitt þriggja meginmarkmiða Samein- uðu þjóðanna. Þetta stendur skrifað í sjálfri stofnskránni. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti mannréttindayfirlýsinguna þann 10. desember árið 1948 í París, þremur árum eftir að það hóf störf. Enn i dag er mannrétt- indayfirlýsing Sameinuðu þjóð- anna grundvöllur mannréttindabar- áttunnar. Mann- réttindaákvæði hennar hafa verið mótandi um gerð alþjóðlegra mannréttindasamninga og við lagasetningu í flestum ríkjum. Mannréttindayfirlýsingin hefur ekki aðeins að geyma skilgreind grundvallarréttindi. Hún kveður einnig á um að menntun skuli beina í þá átt að þroska persónuleika ein- staklinganna og innræta þeim virð- ingu fyrir mannréttindum og mann- helgi. Það er ekki nægilegt að hver einstaklingur þekki rétt sinn. Mennt- un verður einnig að vera með þeim hætti að hún veki með mönnum um- burðarlyndi gagnvart náunganum og skilning á og virðingu fyrir réttind- um annarra. Mannúdarhugsjón jafnadarstefnunnar Með samþykkt mannréttindayfir- lýsingarinnar var lagður grunnur að því að allir jarðarbúar, konur og karl- ar, eigi rétt til að njóta borgaralegra og stjómmálalegra réttinda, án af- skipta stjómvalda. Pallborðið Jafnframt hvílir á Jón Baldvin Hannibalsson skrifar stjórnvöldum skylda til að tryggja öllum, án nokkurrar mis- mununar, efna- hagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. --------------- Þessi mannrétt- indi em ekki síður mikilvæg en hin formlegu borgaralegu réttindi eins og til dæmis hugsunar- og tjáningar- frelsi. Meðal hinna félagslegu rétt- inda er sjálfur kosningarétturinn: Grundvallarreglan einn maður, eitt atkvæði, sem enn í dag er þverbrotin í íslensku kosningalöggjöfinni. Sér- staða þessara réttinda felst hins veg- ar í því að þau höfða til samstöðu allra manna um að tryggja öllum hagsæld og mannvirðingu - á út- lendu máli „dignity“. Norræna velferðarríkið á rætur að rekja til hugmynda okkar lýðræðis- jafnaðarmanna um shk mannrétt- „Norræna velferðarríkið á rætur að rekja til hugmynda okkar lýðræðisjafnaðarmanna um slík mannréttindi. Þar með er því afneit- að að félagsleg og efnahagsleg aðstoð samfé- lagsins til einstaklinga feli í sér ölmusu til þurfalinga. í stað ölmusu af gnægtarborði hinna betur settu kemur rétturinn til að njóta viðunandi lífsgæða og velsældar.“ indi. Þar með er því afneitað að fé- lagsleg og efnahagsleg aðstoð sam- félagsins til einstaklinga feli í sér ölmusu til þurfalinga. I stað ölmusu af gnægtarborði hinna betur settu kemur rétturinn til að njóta viðun- andi lífsgæða og velsældar. Ríkisvaldið og réttindabarátta kvenna Konur víða um heim bera skarðan hlut frá borði þegar að því kemur að njóta viðurkenndra mannréttinda. Öfbeldi gagnvart konum er alþjóð- legt vandamál. Ein af grundvallar- skuldbindingunt stjórnvalda er að grípa til aðgerða til að hjálpa konum til að kveða niður hvers kyns ofbeldi: A heimilum, vinnustöðum eða ann- ars staðar. Þessi skylda ríkisvaldsins til að rétta hlut kvenna er áréttuð í niður- stöðum mannréttindaráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna árið 1993. í kjölfar ráðstefnunnar samþykkti 48. alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna yfirlýsingu um afnám ofbeldis gegn konum. Yfirlýsingin markar tíma- mót þar sem í fyrsta sinn er viður- kennt á alþjóðavettvangi að ríkis- stjómum beri að grípa til aðgerða í þeim tilgangi að korna í veg fyrir of- beldi gegn konum. Sérstaklega er til- greint að stjómvöld geti ekki vísað til siða, menningararfleifðar eða trú- arbragða eða látið hjá líða að grípa til viðeigandi aðgerða með vísan til slíka sjónarmiða. Kvennréttindi í þriðja heiminum Bætt staða kvenna í samfélaginu er ein helsta forsenda framfara víða í löndum þriðja heimsins þar sem ólæsi, fátækt og menntunarskortur kvenna kemur í veg fyrir að hægt sé að vinna bug á margvíslegum vanda- málum, sem geta haft skaðleg áhrif á alla heimsbyggðina. Sérstök áhersla hefur því réttilega verið lögð á bætta stöðu kvenna í niðurstöðum Ijögurra alþjóðlegra ráðstefna, haldnar hafa verið á vegurn Sameinuðu þjóðanna á undan- fömum ámm. Hér er vísað til leið- togafundarins í New York um málefni bama, heimsráðstefn- unnar í Ríó um umhverfi og þróun, alþjóða- ráðstefnu unt m a n n - réttindi í Vín og loks ráðstefn- unnar í Kaíró um rnann- Ijölda og þróun. 50 ára afmæli A þessu ári verða lið- in 50 ár frá lokum síðari heimsstyrjaldar- innar og frá stofn- un Sameinuðu þjóðanna. Samein- uðu þjóðirnar hafa af því tilefni út- nefnt árið 1995 sem ór umburðar- lyndis. í upphafi þessa árs hófst ára- tugur Sameinuðu þjóðanna sem helgaður er menntun á sviði mann- réttinda. Undirbúningur af hálfu Islands undir leiðtogafund Sameinuðu þjóð- anna um félagslega þróun í Kaup- mannahöfn og undir ráðstefnu um málefni kvenna í Peking, tekur eðli- lega mið af þessum tímamótum. Meginþema fslenskra stjómvalda vegna undirbúningsms undir ráð- stefnuna í Peking er: Mannréttindi kvenna. Utanríkisráðuneytið hefur nú gefið út lítið kver undir þessu heiti. Það hefur að geyma texta mannréttindayfirlýsingarinnar sem og texta ýmissa al- þjóðasamninga, sem hald er f til stuðnings mannréttindabaráttu kvenna. Auk þess er að ftnna upplýs- ingar um mannréttindasamninga, sem fullgiltir hafa verið af íslands hálfu. Nefnd sú, sem starfar á vegunt utanríkisráðuneytisins að undirbún- ingi kvennaráðstefnunnar miklu í Peking í haust, á heiður skilinn fyrir framtakið. Vonandi verður starf nefndarinnar og félagasamtaka í tengslum við það til þess að glæða umræðu urn jafnréttismál kynjanna nýju lífi. Höfundur er utanríkisráöherra og formaður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks fslands. Kommúnisti dagsins Sara Wagenknecht er 25 ára og þráttfyrir ungan aldur hefur hún risið til nokkurra metorða í þýsku stjórnmálalífi. Sara þessi er helsti I e i ð t o g i stalínista i n n a n PDS, Sósí- alíska lýð- r æ ð i s - flokksins, sem reist- ur var úr r ú s t u m SED, Sósí- alíska ein- i n g a r - flokksins, er öllu réði í Þýska alþýðulýð- veldinu. Sara þykir ákaflega hörð í horn að taka og er svo dyggur kommúnisti, að hún hef- ur fengið ýmsar viðurkenningar fyrir. (Til marks um hollustuna segist hún stolt af aðdáun sinni á Jósef Stalín og Walter Ulbricht.) Sara hefur verið flokksformanni sínum, Lothar Bisky, óþægur Ijár í þúfu. „Hún er með köld augu," segir Bisky um fraukuna. Hinumegín Itengslum við þing Norð- urlandaráðs sem verður í Reykjavík í lok þessa mán- aðar verður haldin mikil menningarhátíð sern kölluð er Sólstafir. Ekki hefur mikið frést af hátíðinni sem þó hefst um helgina með sýningu danska leikhópsins Café Kölbert á Hótel Borg. Hátíðin stendur síðan með hléum til 25. ntars og verða á henni fjölmargar leiksýn- ingar, upplestrarkvöld, myndlistarsýningar, tón- leikar, kvikmyndasýningar, ballettsýningar og fyrir- lestrar. Frægasti fyrirlesar- inn er án efa Paul Nyrup Rasmussen, en 26. febrúar mun hann flytja fyrirlestur í Norræna húsinu um Stefnu Dana í ESB-mál- Ovenju mikil gróska er íslenskri kvikmynda- gerð um þessar mundir. 1 kvöld verður fruntsýnd fyrsta íslenska myndin á þessu ári, Á köldum klaka eftir Friðrik Þór Frið- riksson og auk hennar I stuttmynd- in / draumi sérhvers manns eftir Ingu Lísu Middleton. Aukinheldur í víst að á árinu verða frumsýndar myndirn- ar Ein stórfjölskylda eftir Jóhann Sigmarsson, Tár úr steini eftir Hilmar Oddsson og Einkalíf Alex- anders eftir Þráin Bertels- son. Þá er ótalið að líklega verða fjórar fslenskar bíó- myndir teknar í sumar og Ii, lfklegt að það sé met: Draumadísir eftir As- dísi Thoroddsen, Ag- nes eftir Snorra Þór- isson og Egil Eð- varðsson, Blossi \ leikstjórn Júlíusar Kemp og Djöflaeyjan í leikstjórn Friðriks Þórs... Igærmorgun gaf Jón Sæ- mundur Sigurjónsson það endanlega frá sér í morgunþætti Rásar 2, að fara í framboð fyrir Þjóð- vaka á Norðurlandi vestra. Sveinn Allan Morthens sem einkunt var orðaður við efsta sætið er sagður leita nú með log- andi Ijósi að frambjóðenda fyrir Þjóðvaka - á Siglu- firði... •-V < 1 ^ •» ^JL. Það er vel kunn staðreynd að sauðfjártegundin, sem ræktuð er vegna stálullarinnar sem hún gefur af sér, á enga náttúrulega óvini. Fimm á förnum ve Hlustar Snorri Valur Steindórsson, nemi: Stundum. En bara á gömlu Bítalögin. Vilberg Rafn Vilbergsson, nemi: Já. Mér fyrstu ár Bítlanna best. Helga Hilmarsdóttir, flugfreyja: Já, ég hlusta á alla hans tónlist og sérstaklega þá sent hann samdi undir lokin. þú á tónlist Johns Lennon? Hjördís Baldursdóttir, skrif- stofumaður. Já. Mér finnst tónlist hans frábær. Sirkka Möller, nemi: Nei, ylirleitt aldrei. Viti menn Þegar ég var yngri varð ég ofí ástfanginn. Eftir fertugt varð fljótið kyrrlátara. Fyrir þann tíma vildi ég komast yfír eins margar konur og ég gat. Vladímir Zhírinovskíj í viðtali við kanadíska blaðakonu. Morgunpósturinn í gær. Morgunpósturinn er það blað hér á landi er næst hefur komist skítapressunni úti í heimi. Þorri Jóhannsson skáld. Morgunpósturinn í gær. Drengskaparmaðurinn Davíð Stefánsson [frá Fagraskógi] er að vara mig við flöskunni, vara mig við drykkjuskapn- um, en það hvarflar ekki að honum að kenna einhverju öðru um þótt illa fari. Steinar Guömundsson ráðgjafi fyrir áfengissjúklinga. Morgunblaöið í gær. Hér og nú. Viltu njóta ásta í þessu veðri? Núna, við fjögur saman. Þú þarft ekki annað. Veðrið er svo kyrrt. Það er best þegar eru margir í hópi. Zhírínovskíj aftur. I ritstjórnargrein kaþólsks tímarits á Ítalíu eru prestar hvattir til að skilja farsímana eftir fyrir utan skriftaklefana eða slökkva í það minnsta á þeim.. Frétt í Morgunbladinu í gær. Augljóst er að viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna bitnar á saklausum almenningi og slíkt getur ekki verið tilgangurinn, hvað sem ógnarstjórn Saddams Hussein líður. Forystugrein Morgunblaðsins í gær. Almenningur í írak líður nú mikinn skort á brýnustu nauðsynjum, og bitnar einkum á börnum. Veröld ísaks i Vistun glæpamanna í fangelsi varð ekki algengt úrlausnarefni yfirvalda gagnvart glæpamönnum fyrr en á nýliðnum öldunt. Frani að þeim tfma vom sektir, aflimanir og dráp taldar mun hentugri lausnir. Ef glæpamanni skorti fé til að greiða sekt þótti auðveldara að höggva af honum fót eða hönd og einfaldast af öllu var að taka viðkontandi af li'fi. Þetta kom einkum til vegna þess að líf og tilvera fátæka fólksins var ekki mikils metin. Þetta þóttu óæðri manneskjur og jafnvel hreint út sagt: dýr. Afiimun sem refsing virðist okkur nútímamönnum vera grimmdarleg og sadistísk, en á miðöldum var hún aðeins hugsuð sem mildari leið en aflífun. I dag notumst við hinsvegar við fangels- isvist til lengri eða skemmri tfma, en aflimun frektu- en fangelsun glæpamanna viðgengst þó í ýmsum löndum, til að mynda Saudi-Arabíu, Súdan, Bangladesh, írak og Iran eft- ir því sem næst verður komist. Byggt á staöreyndasafni Isaac Asimov.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.