Alþýðublaðið - 10.02.1995, Side 11

Alþýðublaðið - 10.02.1995, Side 11
FÖSTUUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 11 Erlingur Ævarr, skipstjóri og útgerðarmaður á Þorláks- höfn, er ekki par ánægður með ríkjandi fiskveiðistefnu. Sœmundur Guðvinsson spjallaði við Erling um hlutskipti þeirra sem stunda sjóinn á vertíðarbátum Kvótinn farinn að ganga í erfdir Öll endurnýjun flotans gengur út á að endurnýju stóru skipin á kostnað vertíðarbátanna sem hafa haldið uppi atvinnu víðs vegar um landið. Erlingur Ævarr: Menn á skrifstofu í Reykjavík sjá ekki hvort það er fær sjór í Þorlákshöfn eða ekki. „Það er staðreynd að það er nánast búið að útrýma þessum smærri ver- tíðarbátum. Fjöldinn er ekki nerna smábrot af því sem áður var. Frá Þor- lákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri vom gerðir út um fimmtíu vertíðar- bátar, en núna er þetta komið niður í sex báta. Á sama tíma er talað um að þessir netabátar séu að gera útaf við hrygningarstofninn þó svo að það sé búið að fækka þeim svona mikið. Það eru bara síðustu Geirfuglamir eftir,“ sagði Erlingur Ævarr Jóns- son skipstjóri og útgerðarmaður í Þorlákshöfn í samtali við Alþýðu- blaðið. Erlingur var að dytta að um borð í bát sínum, Eyrúnu ÁR 66, sem lá við Grandagarð þegar við hoppuðum um borð. Erlingur segist jafnan hafa stutt Alþýðuflokkinn gegnum þykkt og þunnt og á sæti á framboðslista flokksins á Suðurlandi. Hann á að baki þtjátíu ára sjómannsferil og eins og gefur að skilja snýst talið fyrst og fremst um fiskveiðar og stjómun þeirra sem Erlingur Ævar gerir marg- ar athugasemdir við. „Vertiðin er orðin ansi stutt og stendur til að stytta hana enn. Ef það fmmvarp sem nú er til umræðu kemst á koppinn á að banna bátum upp að þijátíu tonnum veiðar í janúar og febrúar, auk nóvember og desem- ber. Síðan er búið að lengja hrygn- ingarstoppið og páskastoppið og þá fer þetta ekki að verða nein vertíð. Enda er búið að hirða af okkur megn- ið af kvótanum. Hann er kominn úr tæpum þrjú hundmð tonnum af þorski niður í tæp fimmtíu og átta tonn. Það má því kannski segja að við þurfum ekki langan tíma til að ná þessu,“ segir Erlingur. En þarf ekki að draga úr sókn- inni til að vernda fiskistoí'nana? „Bíddu nú hægur. Á sama tíma og þessi aðför er gerð að vertíðarbátun- um er alltaf verið að bæta við miklu öflugri og stærri togskipum. Þar er ekkert spymt við fótum. Það þykir hins vegar sjálfsagt að útrýma vertíð- arbátum sem hafa haldið uppi vinnu í þessum kaupstöðum víðs vegar um landið. Þar má nefna Vestmannaeyj- ar, Þorlákshöfn, Stokkseyri og Eyrar- bakka. Það er unnið markvisst að því að útrýma þessum bátum til að hífa togaraútgerðina upp. Kvótinn færist af bátunum yfir á togarana. Öll end- umýjun gengur út á að endumýja þessi stóm og fullkomnu skip á kostnað vertíðarbátanna." Hvaða áhrif hefur það á um- gengni við auðlindina? „Það er augljóst hvaða áhrif það hefur að vera með svona kraftmikil skip sem draga þung og mikil veiðar- færi eftir botninum þar sem fiskurinn á að alast upp. Það er alltaf verið að djöflast á þessu með þyngri og öfl- ugri veiðarfærum sem em dregin eft- ir botninum. Það sem hefur breyst í sóknar- mynstrinu er að þessum vertíðarbát- um og netabátum er útrýmt á sama tíma og togkraftur togskipanna hefur stóraukist og líka fjöldi þessara skipa. Rækjuskipin em orðin togarar líka og það er gffurleg aukning í rækjuna. Við viium að öll þessi rækjutroll hafa drepið mikið af seið- um því þau em það fínriðin. Loðnu- skipum hefur líka ijölgað og þau em orðin stærri. Þetta er gert á sama tíma og fiskistofnar hrynja. Sóknin verður grimmari og meira rask á botninum. Það er með réttu hægt að segja að net séu umhverfisvæn veiðarfæri. Þau sitja kyrr á botninum þangað til þau em hffð upp og þau fara sfðan beint niður aftur. Það er hægt að skammta það hve stór fiskur er tekinn í net. Þau liggja kyrr og hægt að ráða því hvaða stærðir em veiddar og það verða engar skemmdir á botninum. Þetta er því miklu betri stýring á veiðum og fer betur með miðin. Það má líka segja að línuveiðar séu um- hverflsvænar eins og netin en á línu er ekki hægt að ráða því hvað þú færð stóran fisk meðan möskvamir ráða því á netunum. En þessi mikla sókn stóm skipanna er orðin langt umfram það sem fiskistofnamir þola. Menn vilja bara ekki viðurkenna þetta." Hvernig á að bregðast við þess- ari þróun? „Þetta er allt gott í hóft. Menn verða bara að stilla þetta saman og athuga hvaða áhrif þetta hefur á fiski- stofnana. Hvemig hægt er að fara best með auðlindina. Það verðurekki gert með þessunt öflugu togskipum. Fiskurinn hefur hvergi frið og þau eyðileggja ætið. Botnkvikindin hafa ekki heldur frið. Það er markvisst unnið að því að útrýma þessu.“ Ytir kvótakertið undir þessa óheillaþróun? „Það vom teknir skringilegir pólar í liæðina þegar kvótakerfið var ákveðið, það er að segja viðmiðun fyrir hvem og einn. Maður lendir í því að vera með toppskip og kaupa svo minna skip þegar kvótinn bytjar. Maður kaupir bát sem einhver annar átti sem fiskaði ekki á hann og verð- ur þá að hlíta því að vera eins og bát- urinn og fá kvóta í samræmi við það. Þannig er kvótakerfið uppbyggt. Möguleikamir fyrir menn að byrja í útgerð em varla fyrir hendi. Menn verða helst að fá kvóta í arf til að geta hafið útgerð. Kvótinn er farinn að ganga í erfðir.“ En fiskimiðin eru sanit sameign þjóðarinnar, alla vega í orði? Eftir að Erlingur Ævarr hafði jafn- að sig eftir hláturinn sem þessi spum- ing vakti sagði hann meðal annars: „Þeir sem stóðu vel þegar þetta kerit fór á stað vilja engu breyta. Síð- an em menn sem hafa lítinn kvóta úr að spila sem alltaf er verið að kmkka í og taka af. Þar standa kannski 25 prósent eftir af kvótanum sem þeir fengu í upphafi. Þessir menn eiga enga möguleika á að ná sér upp. Ef menn ætla að kaupa kvóta núna kost- ar kílóið hátt á Ijórða hundrað krón- ur. Þetta er verðið á því sem þeir kalla eignakvóta. Hins vegar er bara enginn slíkur kvóti til sölu. Það er líka nokkuð öfugsnúið að skip með þokkalega góðan kvóta geta farið í Smuguna og náð sínum aflakvóta þar. Síðan láta þeir þessa vesalingum sem búið er að hirða kvótann af fiska fyrir sig fyrir skít á priki. Og menn em fegnir að gera þetta því þeir hafa ekkert annað. Við veiðum fyrir þessa greifa. Nú er það hins vegar svo að svokölluð hags- munafélög, eins og Vélstjórafélagið og Skipstjóra- og stýrimannafélagið, em að útiloka það að bátar sem hafa lítinn kvóta en geta bætt á sig með því að fiska fyrir einhvem annan og fá fyrir þokkalegt verð, fái að veiða með þessum hætti. Sjómennimir mega ekki ráða því sjálfir hvort þeir róa bara í tvær vikur og klári kvótann eða haldi áfram að fiska með leigðan kvóta. Þeir fá að vísu ekki eins mikið verð fyrir leigukvóta og þegar veidd- ur er eigin kvóti bátsins. Við skulunt segja að þeir fái eitt hundrað til eitt hundrað og tíu krónur fyrir kílóið af físki af eigin kvóta. Síðan þegar hann er búinn er einhver sem vill láta þá veiða fyrir sig kvóta og vinna þann físk sjálfur og borga kannski áttatíu krónur. En hagsmunasamtökin em að stoppa sjómenn af við að gera þetta og loka vertíðinni á sjómenn- ina. Þetta þykir mér skrítin hagsmuna- gæsla því þetta er ekki gert að kröfu sjómanna. Það er alltaf einn og einn sem er alltaf vælandi og gjammandi um að það sé verið að stela af þeim. En með þessum hætti em samtökin farin að vinna beint á móti hagsmun- um sinna umbjóðenda." Stefnir allt í að kvótinn safnist á fárra hendur? „Það gerir það. Það er unnið mark- visst að því að kvótinn verði á hönd- um örfárra en hinir lepji dauðann úr skel. Þessir piltar eins og Kristján Ragnarsson og fleiri hugsa ekki um annað en togara og loka augunum fyrir þessari staðreynd. Þeir eiga líka að gæta hagsmuna þeirra sem gera út báta en hugsa bara í toguram. Enda er meira atkvæðamagn á bak við tog- arana en þessa bátapunga og menn eins og Kristján hanga lengur í djobbinu vegna þess að stóm skipin ráða. Þar eru peningar og kvótinn á bak við. Það er stigið ofan á hina. Það er löngu orðið tímabært að fara úr LÍÚ áður en þeir drepa alla sem ekki eru á togara eða loðnuskipi. Það hefur bara aldrei orðið úr því að við hinir stofnuðum sérstök samtök, þrátt fyrir að tillögur hafi verið bom- ar upp á félagsfundum í þá vem. Þetta er orðin slík einstefna að menn ráða ekki við þetta.“ Hvað ætlar þú að gera í vetur, Erlingur? „Ég veiði mín fáu tonn og síðan sel ég mig bara. Svona er nú staðan hjá mér eftir að hafa stundað sjóinn yfír þrjátíu ár. Fyrst frá Eyrarbakka og síðan frá Þorlákshöfn." Hefur stöðugt dregið úr afla á þeini tíma? „Það þarf ekki langan tíma til að ná þessum kvóta sem maður hefur. En afli hefur alltaf verið misjafn. Ég man eftir vertíðum fyrir mörgum ár- um þegar engan flsk var að fá. Svo komu vertíðir skömmu seinna þar sem var mokfiskirí. Það er stundum enginn fiskur austur á Selvogsbanka en mokfiskur fyrir vestan Snæfells- nes á sama tíma.“ Hvernig stendur sjávarútvegs- ráðherra sig í starfi? „Mér finnst Þorsteinn Pálsson kjafta bara í hringi og maður getur al- veg eins lagt sig meðan hann talar. Enda hafa menn sofnað undir ræðum hans. En hann virðist eitthvað vera að reyna til að stemma stigu við stækkun flotans. Hins vegar hefur oft verið ýjað að því við hann hvort hon- um ofbjóði ekki þessi gengdarlausa stækkun flotans. Hann hefurþá spurt á móti hvort hann eigi að stoppa menn sem ætla að kaupa eða láta smíða stór og mikil skip og hafi til þess peninga. Auðvitað á hann að stoppa það. Til þess er hann ráðinn.“ Hvað finnst þér um pólitíkina um þessar mundir? „Mér finnst útlitið fyrir minn flokk ekki slæmt. Ég vonast eftir góðu gengi Alþýðuflokksins í kosningun- um en það hefur alltaf verið erfitt fyr- ir flokkinn að ná inn manni í Suður- landskjördæmi. Það hafðist með Magnús H. Magnússon og maður vonar það besta. Það hafa verið um- brot í pólitíkinni en ekki hef ég séð ástæðu til að hlaupa út undan mér.“ Þú sagðir í upphafi samtalsins að nú væri mjög þrengt að vertíð- arbátum. Er ekki erfitt fyrir ykkur sem eftir eru að sæta alls konar skilyrðum? „Þú getur nú nærri. Samkvæmt því fmmvarpi sem er á döfinni á að banna okkur sem erum með báta undir þijátíu tonnum að stunda veið- ar í febrúar. Þetta er út í hött. Menn upp á skrifstofu í Reykjavík sjá ekki hvort það er fær sjór í Þorlákshöfn eða ekki. Ef mönnum er ekki treyst- andi til að stunda sjó án þess að vera með einhverjar blækur fyrir sunnar yfir sér þýðir ekki fyrir nokkum mann að halda þessu áfram. Síðan kemur páskastopp og svo hrygning- arstopp og vertíðin búin í maí. Það er því orðinn ákaflega stuttur tími sem mönnum er gert kleift að veiða sinn vertfðarfisk. Það getur líka verið vit- laust veður allan marsmánuð eins og í febrúar. Þeir ráða því ekki f Reykja- vík. Þessir bátar sem em stærri ætla oft að róa þótt spáð sé brælu daginn eft- ir. Þá hins vegar hirðum við á minni bátunum netin og geymum þau í bát- unum til að koma ekki með gamlan fisk. Hinir hafa hins vegar lagt aftur og ætlað að draga daginn eftir en draga svo ekkert frekar en við. Stærri bátamir gera það því ekkert síður gamalt í netunum en minni bátamir. Það má hins vegar gera mun á milli sex tonna báta og þrjátíu tonna," sagði Erlingur Ævarr að lokum. Veana c við aekrlfendae Á næ&tu -górum vikum verða dregin út' • nöfn áskrifenda blaðsins vikulega. Pregin verða út2 nöfn í hverju kjördasmi. Nöfn hinna heppnu birtastí Alþ/ðublaðinu á þríðjudögum og föstudögum. ningarnir eru ^jafabréf á vöruúttekt tabúðinni O A krónur^l/#L/t/v/j r Alþýðublaðeins í Alþýðuhúslnu í Reykjavík, 1-625566, myndsenriir 91-629244. ~ nýir sem gamlir - eru í pottinum. 111™™"..... mmam*.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.