Alþýðublaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1993 “[ ALÞYÐUFLOKKURINN FULLTRÚARÁÐ ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG- ANNA í REYKJAVÍK Fundur um framboðsmál Fulltrúaráð alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík heldur fund um framboðsmálin laugardaginn 11. febrúar 1995. Fundurinn verður haldinn klukkan 10.00. á Hótel Sögu, salur A, 2.h. Dagskrá: 1. Alþingiskosningarnar 1995 2. Tillaga að framboðslista Alþýðuflokks ins í Reykjavík fyrir Alþingiskosning- arnar1995. 3. Önnur mál. í fulltrúaráðinu eiga sæti þeir fulltrúar Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík sem sátu sem fulltrúar á síðasta flokksþingi Al- þýðuflokksins. Stjórnin. ALÞÝÐUFLOKKURINN Á VESTFJÖRÐUM Kosningaskrif- stofa opnuð Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins á Vestfjörðum hefur verið opnuð á 4. hæð Kratahallarinnar við Silfurtorg á ísafirði. Fyrst um sinn verður hún opin frá klukkan 13:00 til 19:00, alla virka daga. Kosninga- stjóri er Gísli Hjartarson, ritstjóri Skutuls. Sími skrifstofunnar er 94-5348 og mynd- sendir er 94-5346. Farsímanúmer kosn- ingastjóra er 985-39748 og heimsími er94- 3948. Jafnadarmenn á Vestfjörðum. UNGIR JAFNAÐARMENN Kosningamiðstöð Ungir jafnaðarmenn hafa opnað aðalkosn- ingamiðstöð vegna alþingiskosninganna 8. apríl næstkomandi og er hún til húsa á II. hæð í Alþýðuhúsinu í Reykjavík, Hverfis- götu 8-10. Miðpunktur starfseminnar verða opin kosningakvöld alla miðvikudaga sem hefj- ast klukkan 20:00. Á boðstólum verða létt- ar veitingar. Allar upplýsingar um kosningastarf ungra jafnaðarmanna veitir Baldur Stefánsson framkvæmdastjóri, sími 91-29244, mynd- sendir 91-629155, tölvupóstfang (E-mail) baldstef@centrum.is, boðtæki 984-51451. Framkvæmdastjórnin. ALÞYÐUFLOKKSFÉLAG GARÐABÆJAR OG BESSASTAÐAHREPPS Almennur félagsfundur Almennur félagsfundur verður haldið mánudaginn 13. febrúar klukkan 20:30. Fundarstaður er II. hæð í Garðakaupum gengið inn frá suðurhlið. Gestur fundarins verður Magnús Norðda- hl, formaður Húsnæðsstjórnar ríkisins og umræðuefni fundarins eru húsnæðis- málin. (MUNIÐ ÞORRABLÓTIÐ 18. FEBRÚAR!) Stjórnin. Veqna aóð við askrifendaeö MPYÐUBIl -SMMR fRAMUR til áekrifendaleiksl næ&tu fjórum vikum verða dregin úti' nöfn áskrifenda blaðsins vikulega. Dregin verða út 2 nöfn í hverju kjördæmi. Nöfn hinna heppnu birtast í Al|?ýðublaðinu á þriðjudögum og föetudögum. ingarnir eru gjafabréf a vöruuttekt ' tóðinn' ® .000,- Albýðublaðelns í Alþýðuhúeinu í Reykjavík, " ‘ myndeendir 91-629244. r eem gam\\r-eru \ pottinum. „Ég get sannac - segir Sævar Ciesielski í viðtali við Alþýðublaðið í tilefni af kröfu s Geirfinns- og Guðmundarmál eru stærstu sakamál sem upp hafa komið hér á landi á þessari öld. Þau hafa tölu- verða sérstöðu innan íslenskrar réttarfarssögu. Málin eru kennd við tvo menn er hurfu í janúar og nóvember árið 1974. Að sögn rannsóknarlögreglu þá liðu tvö ár frá hvarfi Guðmundar Einarssonar uns grunur beindist að sak- borningum og voru þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í lok ársins 1975. Með tímanum játuðu sakborningar að hafa átt aðild að dauða Guðmundar og Geirfinns Einars- sonar og falið líkin. Tveir ævilangir fangelsisdómar voru uppkveðnir í Sakadómi Reykjavíkur og eru það þyngstu dómar á þessari öld. Málin byggðust á sundurlausum játningum ákærðu sem héldu því fram að þeir sættu illri og löglausri meðferð af hálfu rannsóknaraðila er hafi þvingað þá til játninga. Afturkallanir á framburðum voru ekki teknar til greina. Hæstiréttur íslands staðfesti sekt yf- ir ákærðu en mildaði dóma. Þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar er það álit margra að ekki hafi fundist fullnægjandi skýring á málum þessum. Það vakti því að vonum athygli þegar einn sakborninga, Sævar Marinó Ciesielski, fór þess á leit við dómsmála- ráðuneytið, hinn 23. nóvember síðastliðinn, að hann yrði sýknaður af fyrrnefndum málum, og greiddar skaðabæt- ur vegna fangelsisdóms og gæsluvarðhaldsvistar er hann mátti þola. Kröfum sínum til stuðnings afhenti Sævar Ciesielski ráðuneytinu um 120 blaðsíðna greinargerð, en þar gagnrýnir hann harðlega rannsókn og dómsmeðferð fyrrnefndra mála, og heldur því meðal annars fram að fjarvist sín í málunum báðum hafi verið stungin undir stól. í framhaldi af beiðni Sævars var skipaður sérstakur ríkissaksóknari, Ragnar Hall, til að annast meðferð kröf- unnar, en Hallvarður Einarsson ríkissaksóknari varð að víkja lögum samkvæmt, þar sem hann kom nálægt rann- sókn málsins á sínum tíma. Alþýðublaðinu lék forvitni á að vita nánar um stöðu mála og fór þess á leit við Sævar Ciesielski að hann svar- aði nokkrum spurningum sem óneitanlega leita á hugann í tengslum við þessi umfangsmiklu sakamál. Ert þú virkilega að halda því frarn að Hæstiréttur Islands hafi dæmt þig saklausan fyrir tvö manndráp? „Ég þekkti hvorki Guðmund né Geirfinn Einarsson og hef lýst því yf- ir alla tíð að ég er saklaus af þessunt málum. Sama gildir um aðra sak- bominga. Við vorum dæmd til þungra fangelsisrefsinga sem vom einvörðungu byggðar á játningum er fengnar vom með harðræði og ólög- legum rannsóknaraðferðum. Ég er ekki morðingi og veit ekkert um þessi mannshvörf. Áður en til þess- ara mála kom hafði ég hvorki fengið ákæm né dóm fyrir líkamsárás enda ætíð haft óbeit á ofbeldi. Menn eiga erfitt með að viðurkenna þá stað- reynd að á Islandi virðist ekki gert ráð fyrir því þegar fjallað er um sak- boming að hann kunni að vera sak- laus. Það virðist vera feimnismál yfirvalda vegna mistaka sem hafa átt sér stað. Enda er reynt með öllum til- teknum ráðum að snúa sig út úr því.“ Mótandi áhrif fjölmidla á dómsnidurstödu „Fjölmiðlar geta einnig haft vem- leg áhrif á gang mála, ef síðar kemur í ljós, að ákæmvaldið skortir sannan- ir eða dómstóll ber að sýkna viðkom- andi. Fjölmiðlar áttu drýgstan þátt í að spinna upp sögur af G.G.-málum og vom rannsóknaraðilar dyggir að- stoðar- og stuðningsmenn frétta- manna. Þeir vom aðal heimildar- menn þeirra. Upphaf rannsóknar á hvarfi Geirfinns Einarssonar var sem dæmi að mestu sjónvarpað. Ýmislegt var á vitorði fólks svo sem gmn- semdir varðandi ákveðna menn sem leystu úr læðingi óæskilegar tilfinn- ingar. Jarðvegurinn var fijór þegar fréttir bámst af fjórum ungum mönn- um grunuðum um að hafa valdið mannshvarfi. Margir aðilar vom dregnir inn í þá blaðaumræðu er gegnsýrði samfélagið á þeim tíma. Á þeirri umræðu fengu sakbomingar í G.G.-málum illilega að kanna á „því einhverjum varð að kenna um“. Áður en dómur var til dæmis kveðinn upp í Sakadómi Reykjavíkur gerði Dag- blaðið að umtalsefni hvort mögulegt væri að dæma sakbominga í „ævi- langt fangelsi". Sömu sögu er að segja af Morgunblaðinu. 1 forystu- grein Morgunblaðsins var gerð krafa um ævilangt fangelsi yfir sakbom- ingum. Þessar yfirlýsingar komu áð- ur en lögmenn sakbominga eða dóm- arar höfðu kynnt sér málið! Það hlýt- ur hverjum manni að vera Ijóst að við slíkar aðstæður er erfitt að ætlast til þess að dómstóll fjalli um mal af þein i hlutlægni sem honum ber. Vissulega bera íslendingar virð- ingu fyrir Hæstarétti landsins en vegna rikjandi þjóðfélagsástands var hann með öllu ófær um að dómtaka fyrmefnd mál á réttlátan hátt. Rann- sóknaaðilar kröfðust sektardóma, íjölmiðlar sömuleiðis og einnig al- menningur í landinu. Dómsmálaráð- herra hafði einnig hagsmuna að gæta, hann hafði verið sakaður um tengsl við svokallaða „Klúbbmenn" og hafði ráðið til landsins þýskan glæpa- rannsakanda, Karl Shutz, sem að eigin sögn hafði það hlutverk með höndum að samræma framburði og gera niðurstöðu rannsóknar trúverð- uga, bæði fyrir fjölmiðla og almenn- ing í landinu. Hæstiréttur íslands, líkt og sakadómur, vom þess vegna und- ir gífurlegri pressu. Forsendur dóms- ins sýna einnig hvað þeir þurftu að ganga langt til þess að sveigja og teygja sannleikann. Sem dæmi þá fullyrðir Hæstiréttur, að sá aðili er hringt hafi úr Hafnarbúðinni til Geir- finns kvöldið sem hann hvarf, svo- nefndur „Leirfinnur", hafi verið Kristján Viðar Viðarsson, einn sakbominga, þrátt fyrir að afgreiðslu- stúlkumar, sem vom vitni að þessari símhringingu, fullyrða staðfastlega að umræddur maður hafi alls ekki verið Kristján Viðar! Hæstiréttur hafnar einnig með öllu að sakborn- ingar hafi verið beittir harðræði svo nokkru nemur við rannsókn málsins. í dag vita allir hver sannleikurinn er í þeim efnum. Nei, ég fullyrði að hér var um réttarglæp að ræða. Sá sem kynnir sér þessi dómsmál af fullri al- vöm getur ekki annað en komist að sömu niðurstöðu. Þó langt sé um lið- ið þá krefst ég þess að yfirvöld horfi á staðreyndir málsins. Ég hef fengið mig fulísaddan af lygum og blekk- ingum í sambandið við þessi tvö mannshvörf. Þau vom troðin upp á mig af einhverjum hvötum eða ástæðum sem ég skil ekki.“ Skýrsla um Geirfinnsmálid væntanleg Nú hefur það vakið athygli að í greinargerð þinni til dómsmála- ráðuneytisins tekur þú cingiingu til meðferðar Guðmundarmálið svo- nefnda, en Geirfinnsmálið er látið liggja milli hluta. Sú spurning vaknar hvort þú sért ef til vili sak- laus hvað varðar hvarf Guðmund- ar Einarssonar, en það sama gildi ekki um hlutdeild þína í svonefndu Geirfinnsmáli? „Þessi spuming er dæmigerð fyrir þann hugsunarhátt sem varð þess valdandi að ráðvillt og vamarlaus ungmenni vom dæmd saklaus fyrir mannshvörf sem þau komu hvergi nærri. Eins og flestum er kunnugt þá em þessi sakamál mjög umfangs- mikil. Dómsskjölin em að öllum lík- indum með þeim viðamestu sem fram hafa komið hér á landi bæði fyrr og síðar. Ég gerði mér þess vegna fljótlega grein fyrir því að ég yrði að fjalla um þessi mál sitt í hvoru lagi, þó þau tengist að vísu innbyrðis, einkum hvað varðar vinnubrögð rannsóknaraðila. Greinargerðin sem ég afhenti dómsmálaráðuneytinu er fyrri hluti skýrslu um Geirfinns- og Guðmundannál. I fyrri hlutanum tjalla ég fyrst og fremst um rannsókn og meðferð svonefnds Guðmundar- máls. Síðar mun ég senda frá mér greinargerð þar sem Geirfinnsmálið verður krufið til mergjar. Undanfam- ar vikur hef ég reyndar endurbætt greinargerðina með það í huga að fleiri geti kynnt sér innihald hennar. Að öllum likindum verður hún gefin út þannig að almenningur geti kynnt sér málið." Fjarvistarsönnun skotid undan „Ég er saklaus af báðum þessum málum og get sannað sakleysi mitt. í báðum tilvikum hef ég haldbæra tjar- vistarsönnun. Þegar Geirfinnur Ein- arsson fór að heiman frá sér í Ketla- vík á stefnumót við ókunnugan mann var ég staddur á kvikmyndasýningu á Kjarvalsstöðum, og er það staðfest. Helgina sem Guðmundur Einarsson hvarf var ég staddur að Glúfárholti í Ölfusi. Sú tjarvist má finna í opinber- um skýrslum frá dómþinghaldi hjá Ásgeiri Friðjónssyni, þáverandi fíkniefnadómara. Fjarvistarsönnunin kom fram í frásögn aðila sem var að aðstoða lögreglu við að upplýsa dval- arstað minn þessa helgi og tengdist það rannsókn fíkniefnamáls frá þeim tíma sem Guðmundur Einarsson hvarf. I fíkniefnamálum er allt annar veruleiki en sá sem rannsóknarlög- reglumenn ætluðu sakbomingum. Ekki var hægt að leyna því enda var fíkniefnamálið efnismikið. I Guð- mundarmálinu áttu sakbomingar að vera peningalausir að flækjast milli skemmtistaða og reyna að verða sér út um peninga fyrir áfengisflösku. Það hafi verið ástæðan fyrir ferðum þeirra til Hafnarfjarðar að mati rann- sóknarlögreglu. Ef ég man rétt þá áttu þeir að hafa tekið Guðmund upp i bifreið sína með þann eina ásetning að hann legði út pening fyrir áfengis- flösku. Þessi sama ástæða hafi síðar orðið tilefni að slagsmálum. Dóms- gögnin í fíkhiefnamálinu vom ekki höfð til hliðsjónar við úrlausn Guð- mundarmálsins. Þrátt fyrir að skýrsl- ur málsins væm samdar á sömu dög- um og Guðmundur hvarf og við sögu komi sömu aðilar og síðar vom bendlaðir við hvarf Guðmundar Ein- arssonar. I þessum skýrslum kemur meðal annars fram að sakbomingar höfðu á þessum dögum fullar hendur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.