Alþýðublaðið - 09.02.1995, Side 8

Alþýðublaðið - 09.02.1995, Side 8
Fimmtudagur 9. febrúar 1995 23. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Verðbólga í 21 ríki Einna minnst á íslandi í yfirliti Hagstofu íslands um verðbólgu í 21 landi frá desember 1993 til sama mánaðar í fyrra kemur í ljós að á Islandi var verðbólga einna minnst eða 0,5%. Verðbólgan í ríkj- um ESB var 3,1% að meðaltali á þessu tímabili. Af þessum löndum var verðbólga lægri en hér í aðeins tveimur löndum þegar miðað er við hækkun neyslu- verðsvísitölu. I Kanada var verð- bólgan 0,2% og 0,4% í Sviss. í Japan var 0,5% verðbólga eins og hér. Mest var verðbólga í Grikklandi eða 10,8%. Af Norðurlöndum var mest verðbólga í Svíþjóð á þessu tímabili eða 2,5%, í Danmörku 2,3%, í Nor- egi 1,9% og 1,6% í Finnlandi. Á Spáni, Italíu og Portúgal var verð- bólga 4% og aðeins yfir það mark en í öðrum löndum undir 3%. Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í byrjun febrúar. Vísital- an í febrúar reyndist vera 172,3 stig og hækkaði um 0,1% frá janúar. Vísitala vöru og þjónustu hafði hækkað um 0,2% á sama tíma. Mat- ar og drykkjarvörur hækkuðu um 1,5% en bensín lækkaði um 1,7% og verð á nýjum bflum um 1,6%. Dagur B. Eggertsson, formaður Stúdentaráðs og oddviti Röskvu „Ég er ekki að fara í framboð fyrir Þjóðvaka' - eða nokkurt annað stjórnmálafl. - Harðar deilur milli Röskvu og Vöku um dagsetningu kosninga til Stúdentaráðs og Háskólaráðs. „Meirihluti kjörstjórnar valtaði yfir vilja fimm stórra deildarfélaga“ segir Dagur. „Ég er ekki að fara í framboð til Alþingis fyrir Þjóðvaka eða nokkurt annað stjómmálaafl. Það er rétt, að þeir hafa rætt við mig, en það hafa einnig allir aðrir gert formlega eða óformlega - nema Kvennalistinn - og allir fengið sömu svör,“ sagði Dagur B. Eggertsson, formaður Stúdentaráðs og oddviti Röskvu, í samtali við Alþýðublaðið í gær. Samkvæmt heimildum blaðsins voru Jóhanna Sigurðardóttir og fulltrú- ar hennar búin að bjóða Degi 2. eða 3. sæti á lista Þjóðvaka í' Reykjavík. „Ástæöa þessa er sú, að í fyrsta lagi er ég óflokksbundinn vegna þess að ég hef ekki fundið mínum lífs- skoðunum farveg innan þeirra flokka sem til staðar eru. I öðru lagi er ég læknanemi og farið að klæja í Endurkröfur tryggingafélaga Ölvunarakstur algengasta ástæðan Endurkröfunefnd úrskurðaði í 112 málum á síðasta ári þar sem samþykkt var að í 94 málum ættu tryggingafélög endurkröfu- rétt á ökumenn að upphæð sam- tals liðlega 20 milljónir króna. Hæsta endurkrafan nam tveim- ur milljónum króna og sú næst hæsta 1,8 milljón. í umferðarlögum er svo fyrir mælt að vátryggingarfélag er greitt hefur bætur vegna tjóns af völdum ökutækja eignast endur- kröfurétt á hendur þeim sem tjóni olli af ásetningi eða stór- kostlegu gáleysi. Dómsmálaráð- herra skipar þriggja manna nefnd sem kveður á um hvort og að hve miklu leyti skuli beita endurkröfum. Ástæður endurkröfu eru lang- oftast ölvun tjónvalds, það er í 83 tilvikum en aðrar ástæður réðu í 11 tilvikum. Á árinu 1993 voru ástæður vegna ölvunar í 90 mál- um en aðrar ástæður réðu í 7 til- vikum. í þeim 94 tilvikum í fyrra þar sem endurkrafa var sam- þykkt voru karlar 77 en konur 18 talsins. augun eftir að komast í læknisfræði- bækumar aftur. Þetta er framundan hjá mér næsta haust og efst á dagskrá - alls ekki stjórnmálaþátttaka," sagði Dagur. Deilur Röskvu og Vöku um kjördag Ofangreind yfírlýsing Dags telst til nokkurra tfðinda í ljósi þess, að undanfarnar vikur hafa stúdentar í Vöku og Röskvu harkalega deilt um hvenær halda á kosningar til Stúd- entaráðs og Háskólaráðs í Háskóla Islands. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins vildi Vaka láta kjósa 28. febrúar, þar sem þá væri komið fram að Dagur B. Eggertsson, odd- viti Röskvu, tæki 2. eða 3. sæti á framboðslista Þjóðvaka í Reykjavík. Frestur til að tilkynna framboðslista til Alþingis rennur út 25. febrúar. Vaka bar fyrir sig að hefðin væri sú, að kosið væri síðustu vikuna í febrúar, en samkvæmt heimildum blaðsins var meginástæðan sú, að þeir töldu Röskvu síst græða á því í stúdentakosningum að þeirra odd- viti, Dagur, væri í framboði til Al- þingis fyrir Þjóðvaka. „Vaka notar nú hvert Iúabragðið á fætur öðru til að klekkja á okkur. En við erum van- ir þessu vinnubrögðum þeirra og lát- um þennan óhróður sem vind um eyru fara,“ sagði Röskvumaður í gær í samtali við blaðið. Alþýðublaðið spurði Dag B. Egg- ertsson um framvindu málsins: „I krafti meirihluta síns hafa menn í kjörstjóm nú ákveðið kjördag í trássi við vilja mjög stórra deildarfélaga lækna-, hjúkrunarfræði-, sálfræði-, Dagur B. Eggertsson: Ég er ekki að fara í framboð til Alþingis fyrir Þjóðvaka eða nokkurt annað stjórnmálaafl. Það er rétt, að þeir hafa rætt við mig, en það hafa einnig allir aðrir gertformlega eða óformlega - nema Kvennalistinn - og allir fengið sömu svör. A- mynd: E.ÓI. mannfræði- og heimspekinema og kosið verður 28. febrúar. Þessi félög eiga afar erfitt með að kjósa þennan dag þar sem Norðurlandaþing verður haldið í kringum þennan dag í Há- skólabíói og kennsla verður afar tak- mörkuð." Fyrst mun hafa verið tekin ákvörðun í kjörstjóm um halda kosn- ingamar 28. febrúar, en eftir að er- indi bámst frá þessum ftmm deildar- félögum var því breytt og kosning- amar settar á 23. febrúar. Nú hefur meirihluti kjörstjómar ákveðið að snúa síðamefndu ákvörðuninni við og kjósa 28. febrúar. A-mynd: Asdís Ásgeirsdóttir. Fallna konan í lífi Verdis Á morgun frumsýnir íslenska óperan La Traviata, eitt af meistaraverkum ítalska snillingsins Guis- eppe Verdis. Efni óperunnar er harmsögulegt í meira lagi, enda spann- ar verkið allan tilfinningaskalann. Á myndinni eru tveir dáðir listamenn í hlutverkum sínum, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson. Al- þýðublaðið birtir á morgun ítarlega grein um Verdi og La Traviata eftir Jónas Sen píanóleikara. „Meirihluti kjörstjórnar valtaði yf- ir vilja fimm stórra deildarfélaga. Það hafa verið óskráðar reglur og samkomulag í gegnum árin að kosið sé í Háskólanum þegar sem flestir nemendur eiga auðveldast með að kjósa. Það hefur aldrei verið kosið um kjördag fyrr. Það er nýmæli að fulltrúar í þessari kjörstjóm líti ekki á sig sem fulltrúa deildarfélaga heldur einhverra annarra afla. Ég vil ekki tjá mig um ástæðuna fyrir þessu, en þetta er mjög alvarlegt mál,“ sagði Dagur. Verölag lækkaði um 7% hérlendis - frá árinu 1990 til 1993 miðað við verðlag í löndum Evrópusambandsins. Verðlag hér á landi hefur lækkað um7%fráárinu 1990 ti1 1993 miðað við verðlag í löndum Evrópusam- bandsins. Á Norðurlöndum lækkaði hlutfallslegt verðlag á tímabilinu gagnvart verðlagi í löndum ESB um 31%íFinniandi,um 14%íNoregiog unt 13% í Svíþjóð. Þetta kemur fram í upplýsingum Hagstofunnar um niðurstöður úr tveimur alþjóðlegum verðkönnunum sem ísland tók þátt í árin 1990 og 1993. Þær gefa mikilvægar vísbend- ingar um þróun verðlags á íslandi samanborið við umheiminn. Þátttaka íslands í árlegum samanburði á EES- svæðinu frá 1994 gefur tækifæri til að fylgjast reglulega með breytingum sem gætu orðið á efnahagsumhverfi íslendinga. Niðurstöður þeirra kannana sem nú liggja fyrir sýna að vömr og þjón- usta fyrir 100 ECU í löndum Evrópu- sambandsins kostuðu 120 ECU á ís- landi árið 1990 en 113 ECU árið 1993. Þannig hefur dregið saman með hlutfallslegu verðlagi á Islandi og löndum ESB á ámnum 1990- 1993. Verðlag í rikjum Norður Evr- ópu hækkaði hlutfallslega á tímabil- inu en hlutfallslegt verðlag í löndum Suður-Evrópu, írlandi og Bretlandi lækkaði. Ferðalag Sighvats Björgvinssonar til Bretlands Gagnlegar viðræður við bresk stjórnvöld - um iðnaðar-, viðskipta- og heilbrigðismál. Ráðherrann fundi með forsvarsmönnum Pirelli fyrirtækisins sem hefur áhuga á framleiðslu sækapla frá íslandi til meginlands Evrópu. Sighvatur Björgvinsson, iðnað- ar-, viðskipta- og heilbrigðisráð- herra, dvaldi f Bretlandi í boði iðn- aðar- og viðskiptaráðneytisins þar, dagana 15. janúar til 19. janúar síð- astliðinn. Tilgangur fararinnar voru viðræður við bresk stjómvöld, fyr- irtæki og stofnanir á sviði málefna ráðherrans. Þess er vænst að í kjöl- far ferðarinnar skapist aukin tengsl milli ráðuneyta landanna. Jafn- framt væntir ráðherrann og föru- neyti hans að geta lært af Bretum á viðkomandi sviðum. Að ósk gestgjafanna var megin- viðræðuefnið í þessari för hugsan- legur útflutningur á raforku frá ís- landi um sæstreng til Bretlands- eyja. Ráðherrann og fylgdarlið hans áttu í því sambandi fundi með forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja og stofnana sem sýnt hafa áhuga á málinu. Hér er um að ræða Scottish Hydro, sem hefur lengi unnið að könnun málsins í samvinnu við Landsvirkjun; National Grid Company, en það fyrirtæki sér um raforkuflutning innan Bretlands; rafkaplaframleiðandann Pirelli Cables Ltd., en það fyrirtæki hefur gert tæknilegar athuganir á lagn- ingu sækapals til Islands og GEC Alsthom sem framleiðir meðal ann- ars afriðlunarstöðvar einsog nauð- Sighvatur Björgvinsson fundaði með Tim Eggar, iðnaðar- og orkumálaráðherra Bretlands, og fór vel á með kollegunum. synlegar eru við sitthvorn enda hugsanlegs sækapals. Auk þess óskaði fyrirtækið Western Electric eftir viðræðum við ráðherrann um hugsanleg kaup á orku frá Islandi, en þetta fyrirtæki hefur nýverið haslað sér völl sem sjálfstæður orkusali í kjölfar aukins frjálsræðis á breska raforkumarkaðinum. í ferðinni ræddi Sighvatur Björg- vinsson við Tim Eggar, ráðherra iðnaðar- og orkumála í Bretlandi. Ráðherrann lýsti yfir samúð sinni vegna hinna hörmulegu atburða á Vestfjörðum, sem dundu yfir á þessum tíma. Viðræður ráðherr- anna snerust að öðru leyti um for- sendur þess að lagning sæstrengs geti verið hagkvæmur kostur fyrir báða aðila. I því sambandi var rætt um orkuspár og hugsanlega sam- eiginlega skattlagningu Evrópu- sambandsins á brennsluorku f því skyni að ýta undir notkun endurnýj- anlegra orkugjafa. I breska ráðuneytinu var auk þess rætt við yfirmann verkefnaútflutn- ingsdeildar ráðuneytisins svo og yfirmann þeirrar deildar sem fer með málefni smáfyrirtækja og fyr- irtækjaneta. í förinni var heimsóttur Cran- Field University, en sá háskóli hefur getið sér gott orð fyrir árangursríkt rannsóknasamstarf við atvinnufyr- irtæki. Einnig hitti Sighvatur hóp breskra ráðgjafa á sviði orku-, iðn- aðar og heilbrigðismála. Gestunum frá Islandi var kynnt hvernig Bretar búa að öldruðum og fötluðum. Meðal annars var heim- sótt miðstöð fyrir hvers kyns hjálp- artæki aldraðra og fatlaðra í Man- chester. Aðstoðarborgarstjórinn þar tók á móti ráðherra ásamt ræðis- manni íslands þar í borg, en hann er jafnframt yfirmaður heilbrigðis- mála í Manchester. Þá var farið til Amersham International, sem eru samtök er framleiða og selja ýmis konar lyfja- og hátæknibúnað fyrir sjúkrahús. Opinberri heimsókn ráðherrans átti að ljúka í Skotlandi laugardag- inn 21. janúar. Vegna atburðanna í kjördæmi Sighvats Björgvinssonar stytti hann för sína, sleppti Skot- landsheimsókninni, og hélt heim- leiðis ásamt konu sinni strax eftir að viðræðum við hinn breska koll- ega hans var lokið, en annað föru- neyti ráðherra tók þátt í Skotlands- hluta ferðarinnar og skoðuðu þau meðal annars miðstöð flugbjörgun- armála í Skotlandi. I för með ráðherra í Bretlandi voru ráðuneytisstjórarnir Páll Sig- urðsson og Þorkell Helgason, að- stoðarmaður ráðherra Margrét S. Björnsdóttir og frú Björk Melax. Skipulagning ferðarinnar þótti hin ágætasta, en hún var í höndum breskra stjórnvalda og breska sendiráðsins í Reykjavík - í sam- ráði við iðnaðar- og viðskiptaráðu- neyti Bretlands í London.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.