Alþýðublaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995
Bíóið 100 ára
lavar
Faðir Orson Welles var latur en geðgóður fylliraftur, móðir hans var hörkutól sem neyddi hann til að læra ljóð og spila
endalausa skala á píanó. Ekki það að Orson væri ekki um það gefið að heilla fólk með afrekum sínum - það var hans líf og
yndi frá fyrstu tíð. Hér segir frá æsku þessa umtalaða listamanns sem var einstaklega vel lagið að gera líf sitt að goðsögn.
Orson Welles var mjög áfram um
að draga upp fagra mynd af föður
sínum sem uppfinningamanni. Það
var Richard Welles reyndar, en alls
ekki af þeirri stærðargráðu sem Or-
son hélt fram. Hann var enginn
Leonardo da Vinci. 1904 fékk hann
einkaleyfi á tjakk sem hann hafði út-
búið, nær því að fínna upp sjálfan
bílinn komst hann ekki.
Hann bjó í Kenosha í Wisconsin
og þaðan fór hann reglulega í lasta-
bæli Chicago-borgar en þangað var
svona tveggja tíma lestaiferð. í því
umhverfi var hann eins og fiskur í
vatni, hann sótti söngleiki og fór á
fjörumar við stúlkumar úr dans-
hópnum. Hann tók að lifa tvöföldu
lffi - og byijaði að drekka of mikið.
Honum hafði orðið þokkalega
ágengt í viðskiptum þegar hann hitti
unga konu sem heillaði hann ákaf-
lega. Þetta var 1903 og konan hét
Beatrice Ives. Hún var rómuð fyrir
fegurð sína, kunni að skjóta úr byssu
og segja skemmtisögur og var að
auki róttæk kvenréttindakona. Þetta
var ekki manngerð sem varð auð-
veldlega litið framhjá.
Richard Welles var fremur við-
kvæm og veikgeðja sál og máski var
þetta ekki kvenkosturinn sem hæfði
honum best. Vel má vera að það hafi
einmitt verið styrkur hennar og
ákveðni sem höfðaði til hans. Eða
kannski var það bara kynlífið; bæði
virðast þau hafa verið munúðarfullt
fólk. Hugmyndir þeirra um hjóna-
bandið voru hins vegar gerólíkar;
hann ætlaði að nota það til að slaka á;
hún leit á það sem stökkpall til mik-
illa og góðra hluta.
1905 fæddi Beatrice son sem þau
kölluðu Richard. Nafnið sem þau
völdu baminu var að sönnu ekki
frumlegt og drengurinn var heldur
enginn sérstakur afreksmaður. Það
olli móður hans vonbrigðum hversu
hann virtist sljór.
Um skeið vom þau aðeins þrjú.
Drykkja Richards eldri ágerðtst
stöðugt og hann hafði lítinn félags-
skap af konu sinni.
Beatrice beitti sér mjög í samfé-
laginu, hún skipulagði tónleika og
alltaf breikkaði bilið milli hennar og
eiginmannsins. Richard yngri var
ófær um að brúa þetta bil og fór ein-
fömm; hann virtist ekki geta gert
neinum neitt til hæfis.
Beatrice var orðin þekkt persóna:
kennari, listakona, umbótasinni. En
heimilislífið veitti henni litla ánægju.
Þar sátu þeir tveir: Richard eldri, lat-
ur og fullur, Richard yngri silalegur
og sljór. Það var inn f þennan litla
heim að George Orson Welles
fæddist 6. maí 1915.
Ungur snillingur
Hann var stór og mikill þegar
hann fæddist og sló strax í gegn.
Þetta var bamið sem Beatrice hafði
alltaf dreymt um; eldklár strákur,
Á myndinni sést hvernig Orson horfir þóttafullur á eldri bróður sinn
sem er að byggja úr kubbum. Orson aetlaði ekki að dvelja lengi í barnaher-
berginu.
kátur og hávær og fullur af lífsþrótti.
A hann var hlaðið lofi og andspænis
þessari samkeppni varð Richard
yngri sífellt hlédrægari. Þegar hann
var 11 ára (ári eftir að bróðir hans
fæddist) var ákveðið að senda hann
burt í skóla.
Brottför Richards yngra þýddi að
nú hafði Orson sviðsljósið út af fyrir
sig. Þaðan vék hann sjaldnast. Það
vom nánast engin takmörk fyrir þvf
til hvers var ætlast af honum og ekki
brást hann heldur vonum. Það er
greinilegt af Ijósmyndum sem teknar
vom af honum í æsku að þetta er
ekki maður sem ætlar að láta skilja
sig út undan. Af honum stafar ein-
hvert vald, augnaráð hans líkt og
ræður yfir myndavélinni. Það er
kannski ekki hægt að segja að þetta
sé mjög fallegt bam, en það er aug-
Ijóst að það hefur ríka og mikla skap-
höfn. Móðir hans hafði líka mjög
ákveðnar hugmyndir um hvemig
hann skyldi alinn upp: Hann var
varla farinn að tala þegar hún tók að
lesa fyrir hann sögur úr Shakespeare,
stuttu síðar var hún farin að lesa leik-
ritin sjálf. Orson lærði fljótt; bama-
herbergið var ekki staður þar sem
hann ætlaði að eyða of miklum tíma.
A einni ljósmyndinni sést hvemig
hann horfir ísköldum augum á bix'xí
ur sinn sem bisast við að byggja úr
kubbum. Þetta var ekkert fyrir hann.
Hann myndi ná valdi á hvaða list
sem er til að fá að vera áfram við hlið
fagurrar og sterkrar móður sinnar.
Læknir sem kom á heimilið til að
gera að sárum Richards yngri eftir að
hann hafði dottið niður stiga var
furðu lostinn þegar hann heyrði Or-
son, eins og hálfs árs barnið, segja:
„Þörfin fyrir að taka lyf er eitt af því
helsta sem skilur manninn frá dýmn-
um.“
Kannski skildi hann ekki hvað
hann var að segja, en ef það væri
hægt að vinna hjörtu hinna fullorðnu
með því að tala skýrt - þá skyldi Or-
son tala skýrast allra. Læknirinn var
gjörsamlega heillaður. „Ég var berg-
numinn yfir því hversu þessi smá-
strákur var andlega þroskaður,“
sagði hann mörgum árum síðar.
Læknirinn var reyndar ekki nýr
gestur á heimilinu. Hann hafði líka
látið heillast af Beatrice. Nú hitti
hann son hennar og áhrifin urðu tvö-
föld; hann varð ástfanginn af bæði
móðurinni og syninum.
Hann fór að venja komur sínar á
heimilið. Læknirinn hét Maurice
Bernstein og var fæddur í Rússlandi
1886. Þaðan hafði hann fiutt til
Bandaríkjanna og stundað lækningar
í Chicago síðan 1908. Þetta var lag-
legur maður, dálítið úlfslegur á að
líta og hafði tilhneigingu til að lenda
í flóknum ástarsamböndum. Hann
hafði verið giftur en hjónabandið
ekki staðið nema í íjóra mánuði. Þá
leystist það upp í ásökunum um svik
og framhjáhald.
Snobblíf í Chicago
Það er ekki gott að gera sér í hug-
arlund hvemig andrúmsloftið á
heimilinu var. Beatrice var sjaldnast
heima; hún var sífellt að vinna sam-
félaginu eitthvert gagn í listum eða
pólitík. Orson var í umsjá fóstru
sinnar sem elskaði hann heitt. Kokk-
állinn Richard eldri var nú lagstur í
óheftan alkóhólisma, enda þurfti
hann ekki einu sinni að vinna fyrir
sér lengur og það gerði hann aldrei
framar. Fyrirtækið hans hafði verið
keypt fyrir 100 þúsund dali sem var
álitleg upphæð f þá daga. Hann var
annars staðar. Peningamir gerðu
honum kleift að vera sá maður sem
hann hafði alltaf viljað vera: hrókur
alls fagnaðar, sögumaður, góður ná-
ungi sem vingaðist við veitinga-
menn, barþjóna og ungar stúlkur.
Aðalskemmtun hans vom þó ferða-
lög; sonur hans sagði að það hefði
Orson Welles: Leikari og leikstjóri og einhver umtalaöasta persóna
kvikmyndasögunnar.
46 ára og settist í helgan stein.
Ári síðar flutti allur hópurinn til
Chicago: Beatrice, Richard eldri og
yngri, Orson og Bemstein læknir.
Borgin minnti að mörgu leyti í senn
á hintnaríki og helvíti. Þama vom
stærstu sláturhús heims; um borgina
flæddi blóð úr ótal skepnum og
reyndar líka ekki ófáum mönnum.
Þama var mikill iðnaður og stór
höfn; þetta var ein af stórborgum
hins nýja heims.
I loftinu var mikið sjálfsöryggi og
stærilæti og menn gáfu New York
langt nef og kölluðu hana sveita-
þorp. Þama var allt sem hugurinn
gimtist, ef maður var maður til að
borga fyrir það. Og vegna auðæfa
Richards eldri var það ekki vanda-
mál.
Ástæðan fyrir því að Beatrice var
þarna komin var listin. Myndlist,
leikhús, ópera; hún hlýtur að hafa
verið í sjöunda himni. Það var varla
sú borg í heimi sem gat boðið upp á
jafn frábæra dagskrá og Chicago.
Orson litli var farinn að ganga og
tala og honum var komið í kynni við
þetta allt. Sjálf skipulagði Beatrice
tónleika og á heimilið komu þekktir
listamenn og menningarvitar.
Vesalings Richard Welles naut
hins vegar ekki lífsins. Þetta há-
stemmda snobblíf var ekki fyrir
hann. Hann hlýtur að hafa fundið til
mikillar vanmetakenndar; hann var
ófær um að þekkja eitt málverk frá
öðm og á löngum ópemsýningum
svaf hann vært.
Hann leitaði að lífshamingjunni
verið vegna þess að honum leið
hvergi betur en í veitingasölum far-
þegaskipa.
Orson Welles hélt því fram að
faðir sinn hefði sprengt bankann f
Monte Carlo. Kannski og kannski
ekki. Hann er hins vegar manngerð-
in sem sungið er um í laginu um
manninn sem sprengdi bankann í
Monte Carlo þar sem hann gengur
léttstígur og er aldrei að flýta sér.
Augasteinn
fullordna fólksins
Beatrice fannst hann hins vegar
lifa fullkontlega fánýtu lífi og um-
gekkst hann með fyrirlitningu. „Þeg-
ar hún horfði á hann sá ég föður
minn skreppa saman og verða að
föllnu haustlaufi," skrifaði Orson.
1919 skildu þau. Beatrice fiutti fsína
eigin íbúð og þar lagði hún á ráðin
um tónlistarframa sinn. Hún var far-
in að kalla sig Trixie Ives.
Hún var líka önnum kafin við að
skipuleggja frægð sonar síns. Orson
var (jögurra ára og gat haldið uppi
llæðandi samræðum við fullorðið
fólk. Stundum stóð hann upp á stól
og þóttist vera að stjóma hljómsveit;
raunar var hann tilbúinn að gera nán-
ast allt til að þóknast fullorðnu fólki.
Bernstein læknir elskaði drenginn af
ekki síðri natni og móður hans og
hafði gefið honum tvær gjafir sem
höfðu mikla þýðingu: kassa með
töfrabrögðum og lítið leikhús. Orson
hélt sýningar og uppskar hrós.
Fyrir Bemstein var þetta annað og
meira en strákur sem skemmti vin-
um mömmu sinnar. Honum hafði
ekki fyrr flogið orðið „snillingur" í ;
hug en hann var farinn að hvísla því;
í eyrað á Orson. Orson hafði vissu-
lega mikið og gott lag á orðum og
hann var alsendis ófeiminn, en á
þessum árum sýndi hann þó enga af-
burðasnilid á neinu sviði; hann
teiknaði ekkert mikið betur en hver
annar og hann hafði enga framúr-
skarandi tónlistargáfu. Var það þó
einmitt á því sviði sem móðir hans
vildi að hann aflaði sér frægðar og
frama.
Beatrice lét ekki bugast. Orson
sagði frá því hvemig hann - „vitstola
af leiðindum eftir að hafa spilað
endalausa skala“ - gekk út á svalim-
ar á hóteli sem þau dvöldu á (Ritz í
París, sagði hann) og hótaði að
henda sér niður. Yfirleitt endaði sag-
an með því að Beatrice bað hann að
koma niður, en í annarri útgáfu segir
hún: „Ef hann vill stökkva, þá leyf-
um við honum bara að stökkva.“
Mörgum árum seinna sagði hann:
„Mér fannst alltaf að ég væri að
bregðast þeim. Þess vegna lagði ég
svona hart að mér. Það var þetta sem
knúði áfram vélina...“
Beatrice hélt áfram að mennta Or-
son upp á sitt eindæmi. Hún las fyrir
hann sígild bókmenntaverk og lét
hann lesa fyrir sig. Hann komst upp
á lag með að lesa mikið, en þó
óskipulega, og gerði það allt sitt líf.
Á dagskrá móður hans vom engar
raungreinar og engin stærðfræði og
hann bætti sér það aldrei upp sjálfur.
Hún vildi einungis kenna honum það
sem þau gætu deilt saman og eignast
sálufélaga sem henni væri samboð-
inn.
Módurmissir
1924 var bundinn endir á þennan
töfraheim mæðginanna. Beatrice
fékk gulu og það var ljóst að hún var
dauðvona. Orson var óhuggandi:
„Hvenær sem dyrnar lokuðust að
baki mér fór ég að hágráta. Ég óttað-1
ist að ég mundi aldrei sjá hana aftur.“
Feðumir hans tveir, Richard eldri og
Bernstein læknir, fluttu inn á heimil-
ið.
Á níu ára afmælinu sínu var Orson
kallaður inn í herbergi móður sinnar.
„Kveðjustundin okkar í þessu
dimma herbergi var eins og hápunkt-
urinn á afmælinu mfnu,“ skrifaði
hann löngu seinna. Beatrice andaðist
nokkrum dögum síðar.
Orson gleymdi hanni aldrei. Hún
hafði tekið sér bólfestu einhvers
staðar djúpt inn í honum og stjómaði
þar lífi hans alveg þangað til hann
dó, meira en sextíu ámm síðar. Hann
hafði átt hana óskipta í m'u ár og sér-
staklega þó í árin fimm eftir að bróð-
ir hans var sendur í útlegð og faðir
hans rekinn. En það var ekki bara,
umhyggja sem hann naut, heldur!
gerði hún óbilgjamar kröfur til hans;
hann átti í senn að vera gáfaður,
skemmtilegur, tillitssamur, ástúðleg-'
ur og fullorðinn.
Nú hafði hann, að minnsta kosti á
yfirborðinu, frelsi til að gera eins og
honum sýndist; ekki myndi faðir
hans þröngva honum til eins eða
neins. Nema, og það er kannski til
marks um hversu líf hans var alltaf