Alþýðublaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 MMBLH9ID 20867. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Krafa um kjarajöfnun Á aukaflokksþingi Alþýðuflokksins kom fram skýr krafa um að efnahagsbatinn yrði notaður til kjarajöfnunar í samfélaginu. Með því að hækka laun í áföngum á samningstímanum um ákveðna krónutölu auk sérstakrar ábótar til þeirra sem eru und- ir einhverju ákveðnu marki, næst meiri kaupmáttaraukning lægri launa en ef laun eru hækkuð hlutfallslega jafnt til allra. Þetta er eina raunhæfa leiðin til kjarajöfnunar eins og staðan er nú. Mörg verkalýðsfélög hafa áttað sig á þessu og lagt fram kröf- ur í þessum anda. I Alþýðublaðinu í gær fagnaði Benedikt Dav- íðsson, forseti ASÍ, tillögum flokksþingsins og taldi þær gott innlegg í umræðuna. Forseti ASÍ fagnaði einnig tillögu Al- þýðuflokksins um samstarfsnefnd stjómvalda og aðila vinnu- markaðarins um leiðir til að vinna að lækkun framfærslukostn- aðar. Alþýðuflokkurinn leggur til nokkrar skýrar tillögur um það hvemig því markmiði verði best náð. í fyrsta lagi verður að tryggja að neytendur verði ekki hlunnfamir af landbúnaðarráð- herra vegna GATT-samningsins. í öðm lagi ber að athuga lækk- un á gjaldtöku bankakerfisins með hagræðingu og spamaði innan þess. I þriðja lagi þarf að skoða ríkjandi verðmyndun varðandi orkuverð, símakostnað, flutningskostnað, faigjöld og tryggingakostnað. Síðast en ekki síst vill Alþýðuflokkurinn leggja niður iánskjaravísitöluna. Tillögur Alþýðuflokksins varðandi komandi kjarasamninga em í senn raunsæjar og réttlátar. Mikilvægt er að verðbólgu- hringekjan fari ekki í gang að nýju. Það er einnig mikilvægt að kjarasamningar takist sem fyrst til að koma í veg fyrir verkföll og til að tryggja það að uppsveiflan í efnahagsmálum haldist. Islenskt launafólk þarf á því að halda nú eftir möig mögur ár. Evrópusambands- aðild er á dagskrá Samþykkt flokksþings Alþýðuflokksins setur spuminguna um aðild Islands að Evrópusambandinu á dagskrá stjómmála- umræðunnar. I gær leitaði Alþýðublaðið álits nokkurra einstak- linga á samþykkt flokksþingsins. Yfirleitt vom viðbrögðin já- kvæð. Svar borgarstjórans í Reykjavík vekur sérstaka athygli: „Þessi ályktun Alþýðuflokksins kemur mér ekki á óvart. Hún er í raun mjög eðlilegt framhald á stefnu flokksins. Mér fínnst það út af fyrir sig mjög gott mál að einhver stjómmálaflokkur leggi þetta mái ífam fyrir kosningar því ég vil fá umræðu um málið. Ég er mjög tvístígandi í þessu máli og það er mér afar erfitt til- fínningalega séð. En ég er fylgjandi því að við skoðum það frá öllum hliðum og höldum því í umræðunni." Þetta svar sýnir enn og aftur hversu mikilhæfur stjómmála- maður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er. Þó hún sjálf sé tvístíg- andi, skilur hún mikilvægi málsins og nauðsyn umræðunnar. Borgarstjórinn í Reykjavík er augljóslega ekki genginn í hræðslubandalagið gegn ESB. Öll umræða um framtíð íslands og tengslin við Evrópusambandið er af hinu góða að hennar mati. ESB er á dagskrá hvað sem hver segir. Fólkið í landinu á kröfu um vitræna umræðu stjómmálaflokka um Evrópusam- bandið. Á þann veginn geta kjósendur metið rökin í málinu og vanist því tilfinninga. Alþýðuflokkurinn hefur brotið ísinn. Þora hinir? Lýðræðið hennar Jóhönnu Þegar Jóhanna Sigurðardóttir bauð sig fram til formanns í Alþýðu- flokknum í fyrra var hún þráspurð af fréttamönnum hvað hún ætlaði að gera ef hún tapaði lyrir Jóni Baldvin. Ætlaði hún að kljúfa flokkinn ef hún ekki fengi að verða formaður? Jóhanna svaraði þessari spumingu skýrt og skorinort í Alþýðublaðinu 2. júní, skömmu fyrir flokksþingið: „/ lýðrœðislegum kosningum verða menn að kunna að taka ósigri sem sigri.“ Þetta virkaði vel, einsog ságt er. Margir fulltrúar á flokksþingi studdu Jóhönnu eftir að hafa fengið á tand- urhreint að hún ætlaði ekki að kljúfa litla flokkinn þeirra. I viðtali við Ein- tak heitið sagði hún: „Annars vakir ekki fyrir mér að kljúfa Alþýðufiokk- inn.“ I viðamikilli fréttaskýringu Eiríks Bergmanns Einarssonar í Eintaki ör- fáum dögum fyrir flokksþingið í Suðumesjabæ sagði meðal annars: „Helstu stuðningsmenn Jóhönnu telja fullvíst að hún muni leita sátta ef hún tapar." Einsog gengur Skýring óskast Þessu trúðu langflestir stuðnings- manna Jóhönnu innan Alþýðu- flokksins. Þeir gerðu semsagt þau mistök sem fólk gerir víst alltof oft: Að trúa stjómmálamönnum. Kannski var Jóhanna ekki búin að ákveða að kljúfa Alþýðuflokkinn í júní í fyrra. Ef hún sagði satt fyrir flokksþingið, þá skuldar hún enn skýringu á því, afhveiju hún skipti um skoðun nokkmm vikum síðar. Og þá þarf hún að sannfæra fólk í leiðinni um að hún sé marktækur stjómmálamaður. Ella þarf hún að útskýra afhveiju hún skrökvaði fyrir flokksþingið. „Lýðræðisleg vinnubrögð" Ummæli Jóhönnu síðan í fyrra um „lýðræðisleg vinnubrögð" komu óneitanlega upp í hugann þegar Þjóðvaki hélt landsfund á dögunum. Þarmeð varð Jóhanna loksins alvöru flokkseigandi, og er full ástæða til að óska henni til hamingju með það. Og draumurinn um formannsstól í stjómmálaflokki rættist eftir öll þessi ár. Jóhanna fékk 97% fylgi í for- mannskjöri, og geri aðrir betur. Að vísu fékk hún snöggtum fcerri at- kvæði á landsfundi Þjóðvaka en hún fékk í formannskjöri á flokksþingi Alþýðuflokksins í fyrra. Jóhanna varð semsagt formaður og þarmeð var því oki létt af sam- visku þjóðarinnar - en að öðm leyti var landsfundur Þjóðvaka einhver misheppnaðasta sam- koma sem íslenskur stjómmála- Ummæli Jóhönnu síðan í fyrra um „lýðræðisleg vinnubrögð“ komu óneitan- lega upp í hugann þegar Þjóðvaki hélt landsfund á dögunum. Þarmeð varð Jóhanna loksins alvöru flokkseigandi, og er full ástæða til að óska henni til hamingju með það. Og draumurinn um formannsstól í stjórnmálaflokki rættist eftir öll þessi ár. Jóhanna fékk 97% fylgi í formannskjöri, og geri aðrir betur. Að vísu fékk hún snöggtum fœrri atkvæði á landsfundi Þjóð- vaka en hún fékk í formannskjöri á flokksþingi Alþýðuflokksins í fyrra. flokkur hefur efnt til í seinni tíð. Þar bar allt að sama bmnni: Helm- ingi færri mættu en gert var ráð fyrir, harðar deilur urðu um nálega öll meginmál, alvarlegar ásakanir komu fram um ólýðræðisleg vinnubrögð(l) og stór hópur manna gekk af fundi. En þetta er þó ekki meginmálið. Neistann vantaði - eitthvað sem sannfært gæti þjóðinni um að þama væri í burðarliðnum hreyfing fólks- ins, andsvar við „stöðnuðu flokka- keríi“, tákn um nýja tíma. Ónei. Þjóðvaki fæddist eldd einsog ungur og vígreifur flokkur, með honum bámst engir ferskir vindar. Þjóðvaki fæddist gamall og örvasa: andrúms- loftið einkenndist af fúllyndislegri lognmollu. „Niðurstaða meirihiutans" Raunalegast hefur þó verið að íylgjast með viðbrögðum Jóhönnu við útgöngu hóps manna sem ekki sætti sig við að tillögur þeirra í sjáv- arútvegsmálum fengust ekki af- greiddar. Tillögunum var vísað til stjómar, einsog það heitir, en sú að- ferð er einatt notuð til að svæfa leið- indamál og forða öllu veseni. I viðtali við Helga Má Arthursson í Þingsjá Sjónvarpsins á fimmtu- dagskvöld sagði Jóhanna, aðspurð hvort hún væri „ánægð að vera laus við þetta lið sem gekk út“: „Eg er ekkert ánægð að vera laus við þetta lið. Ég veit ekkert hvort það starfar áfram eða ekki, en það er nátt- úrlega alveg ljóst að þarna kom fram meirihlutaniðurstaða sem menn þutfa að scetta sig við til að geta starfað í lýðrœðislegri hreyfingu.” Hvað er nú við þetta að athuga? Er það ekki rétt hjá Jóhönnu Sigurðar- dóttur að menn eigi að sætta sig við niðurstöðu meirihlutans ef þeir vilja starfa í lýðræðislegri hreyfingu? Jú, aldeilis laukrétt. En bíðum við: Hefur ekki allur ferill Jóhönnu Sig- urðardóttur í stjómmálum einkennst af því að hún hefur ekki sætt sig við niðurstöðu meirihlutans? Gleggsta og afdrifaríkasta dæmið er vitaskuld af formannskjöri í Alþýðuflokknum í fyrra. Afhveiju sætti Jóhanna sig ekki við þessa margumræddu niður- stöðu meirihlutans? Er það ekki for- senda þess að geta starfað í „lýðræð- islegri hreyfingu"? Klisjurnar Stjómmálamenn em sérfræðingar í klisjum og orðaleppum. Þeir em öðmm fremur ábyrgir fyrir því alls- heijar gengishmni sem orðið hefur á flestum hugtökum tungumálsins. Út- listanir Jóhönnu Sigurðardóttur á lýðræðinu em með þeim hætti að hún ætti að halda þeim lyrir sjálfa sig. Lýðræði er það neíhilega aðeins þegar meirihlutinn er sammála henni sjálfri. Og hreyfing er fyrst lýðræðis- leg þegar hún kýs yfir sig Jóhönnu með 97% atkvæða. Úff. Dagatal 8. febrúar Atburðir dagsins 1587 María Skotadrottning háls- höggvin samkvæmt tilskipun Elísa- betar I Englandsdrottningar. Þær vom frænkur. 1725 Pétur mikli Rússakeisari safnast til feðra sinna. 1904 Japanir gera óvænta og árang- ursríka árás á rússneska flotann í Mansjuríu. 1925 Halaveðrið gengur yfir. 68 fómst með togumnum Leifi heppna og Robertson á Halamiðum, sex fómst með vélbáti og fimm manns urðu úti. 1980 Ríkisstjóm Gunnars Thoroddsens tekur við völdum, Sjálfstæðisflokkur klofinn eftir endilöngu. Afmælisbörn dagsins John Ruskin enskur rithöfundur og gagnrýnandi, 1819. Jack Lemmon bandarískur kvikmyndaleikari, 1925. James Dean bandarískur leik- ari og ein helsta goðsögn kynslóðar sinnar, dó komungur í bílslysi, 1931. Annálsbrot dagsins Féllu tvö systkin í barneign sín í milli í ísafjarðarsýslu, Daði Sigurðsson og Guðrún Sigurðardóttir að nafni, bæði fyrir innan 20 ár að aldri. Sett til kongl. Majest. um líf þeirra. Hann var 17 vetra, en hún 16. Sjávarborgarannáll, 1720. Málsháttur dagsins Hægt er að fella fótlausan. Ópfumdropi dagsins Þórður bróðir pabba getur þess í bréfi til Þorvaldar, að pabbi hafi not- að ópíum meira en góðu hófi gegndi og má það víst vera, þó að maður hafi ekki verið dómbær á slíkt þá. Svo mikið er víst, að alltaf stóð óp- íumglas á skrifborði hans. Sigurður Thorrxldsen verkfræðingur um föður sinn, Skúla Thoroddsen alþingismann og ritstjúra. Röksemd dagsins Dauð kona bítur ekki. Gray lávarður að krefjast aftöku Maríu Skota- drottningar, þennan dag fyrir 408 árum. Orð dagsins Enginn ratar ævibraut öllum skuggum fjærri. Sigurinn er að sjá í þraut sólskinsbletti stærri. Þorsteinn Erlingsson. Skák dagsins Liðsafli í skák dagsins er nokkum- veginn jafn en svörtu mennimir em illa og klaufalega í sveit settir. Það notfærir Bielczyk sér, en hann hefur hvítt og á leik gegn Slabck. Bielczyk galdrar ffam fléttu sem samboðin væri sjálfum töframanninum frá Riga, Mikael heitnum Tal. Hvað gerir hvítur? 1. Rgó+'.l hxg6 2. Bc5+! Bxc5 3. Hhel+ Mátnetið lykur nú Slabek, sem spriklar aðeins: 3. ... Be6 4. Hxe6 Og hér gafst Slabek upp og ekki seinna vænna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.