Alþýðublaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐU BLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 1995 Mið-Austurlönd ■HL; %~v ' < ■, Sundurtætt rútustöö: Sjálfsmorösárásir Palestmumanna ágerast stödugt. Sprengjuárásir Palestínumanna og landnám gyðinga ógna friðarumleitunum í Israel. í þetta skiptið þurftu ísraelskir sjónvarpsáhorfendur engra skýringa við til að vita hvað skeggjuðu menn- imir vora að gera við málningarsköf- umar og plastpokana við Beit Lid vegamótin í Mið-Israel. Þeir vora fulltrúar rabbínaembættisins að safna saman leifum af mannlegu holdi á sundurtættri rútustöðinni, sem palest- ínskir hryðjuverkamenn sprengdu í loft upp í sjálfsmorðsárás í síðustu viku. Samkvæmt hinu gyðinglega lögmáli nægir ekki að grafa einungis hluta líkamsleifa manns heldur verð- ur að grafa hann allan við hefð- bundna jarðarför. Sjónvarpsáhorf- endumir höfðu séð sömu aðfarir að- eins þremur mánuðum áður, þegar önnur sjálfsmorðsárás var gerð á strætisvagn í Tel Aviv. Þar létu 22 líf- ið. Slíkar myndir hafa verið tíðar á sjónvarpsskjánum undanfarið, eins og endursýningar á sömu atburðum. Palestínskir hryðjuverkamenn hafa Qóram sinnurn á síðastliðnu ári laum- að sér yfir úl Israel og komið af stað sprengingum sem hafa drepið sam- tals 60 manns og slasað i 94. Það eykur á sorg og reiði ísraelsmanna hve ung fómarlömbin vora. Allir nema einn af þeim sem vora myrtir á rútustöðinni voru á aldrinum 18 úl 24 ára. Allir nema einn vora hermenn. Það réttlætir vafalaust árásina í hug- um margra Palestínumanna, en í aug- um Israelsmanna er það hryllilegast að þetta var fólkið sem átti að forða óbreyttum ísraelskum borguram ffá slíkum árásum. Forseti Israels vill hætta viðrædum ísraelskum borgurum virðist nóg boðið. Eli Landau, borgarstjóri Herzliyu og áður mikill stuðnings- maður ffiðarsamninga Israelsmanna og Palestínumanna, segir: „Ef friður- inn á að varðast af líkum gyðinga, þá segi ég hingað og ekki Iengra.“ Yithak Rabin, forsætisráðherra ísraels lofaði löndum sínum öryggi og friði er hann tók það skref að semja við Palestínumenn um sjálfs- stjóm á hemumdu svæðunum. Síðan þá hefur verið lítið um öryggi og frið í ísrael. Fylgi við Rabin hefur hrapað innanlands og margir Israelsmenn ef- ast um tilgang áffamhaldandi friðar- viðræðna. Þær era nú í salti sökum vaxandi andstöðu Israelsmanna og gremju Palesúnumanna yfir áfram- haldandi landnámi gyðinga á Vestur- bakka Jórdanár. Hryðjuverkamenn- imir hafa tekið sálfræðilegt fram- kvæði og svigrúm Arafats og Rabins er að verða að engu. Áframhaldandi manndráp innan hinna gömlu landamæra Israels, það er frá því fyrir útþenslu ríkisins árið 1967, fara scrstaklega illa í menn. Sjálfur forseti Israels, Ezer Weiz- man, hefur krafist þess að friðarvið- ræðunum verði hætt. Það kom á óvart að slík krafa skyldi koma frá honum, sem hefur ávallt verið afar friðelsk- andi maður. Þó að nokkrir úr ráðu- neyti Rabins hafi verið sammála kröfu forsetans á laun, kaus Rabin að hundsa hana og krafðist þess að áfram yrði haldið á þeirri braut að koma á Palestínsku sjálfsstjómarríki. Þó era menn í hans innsta hring sem hafa efasemdir um að erfiði hans skili árangri. „Við þurfum að breyta stefn- unni hressilega til að næsta stig frið- arferlisins skili árangri,“ segir Said Uri Savir, ráðuneyússtjóri utanríkis- ráðuneytisins ísraelska. Landnemar þyrnir í augum Palestínumanna Vonleysi Israelsmanna er einung- is hálfur vandinn. Friðarferlinu hefúr ítrekað verið stefnt í hættu útaf stöð- ugu landnámi gyðinga á Vesturbakk- anum. Þar búa nú um 120.000 manns. Þrátt fýrir að ríkisstjóm Ra- bins hafi þegar árið 1992 lofað að „frysta" landnám gyðinga hefur hún nú í hyggju að ljúka byggingu 30.000 nýrra íbúða. Þetta hefur kallað á hörð viðbrögð Palestínumanna, mótmæla- göngur og hótanir palestínskra ráða- manna um að hætta friðarviðræðum. ísraelskir hermenn: Félagarnir syrgðir. Hingað til hefur friðarsamkomu- lagið gengið mikla þrautargöngu. Síðan Rabin og Arafat undirrituðu samkomulagið í september 1993, hafa 112 Israelsmenn látið lífið íyrir höndum palestínskra hryðjuverka- manna sem hafa einsett sér að spilla fyrir friðarsamningunum. Á sama tímabili hafa ísraelsmenn drepið 195 Palesú'numenn. Margir þeirra vora einnig saklausir, óbreyttir borgarar, eins og hinn 14 ára Mohamed Abed Ghani, sem dó í síðustu viku eítir að ísraelskir hermenn skutu á hóp náms- manna sem gerðu hróp áð þeim. Verri en þessar blóðugu stað- reyndir er þó sú tilfinning sem hefur gripið um sig hjá báðum þjóðum að ástandið muni aldrei batna. Palest- fnumenn og bandamenn þeirra í Ar- abaheiminum eru sannfærðir um að ísraelsmenn hyggist ekki útfæra sjálfsstjómarsvæðið á Gazaströnd- inni og í Jeríkó um allan Vesturbakk- ann, eins og þeir kjósa. Fyrirhugaðar kosningar á sjálfsstjómarsvæðinu áttu að vera fyrir sex mánuðum og ísraelsmenn eiga enn efúr að draga her sinn til baka eins og um var sam- ið. Eftir árásina á Beit Lid kennir Arafat einnig öfgahópum Palesú'nu- manna um hve seint miðar. Hann sagði nýlega: „í hvert skipti sem við eygjum von um að ná undir okkur Vesturbakkanum og aukinni sjálfs- stjóm, þá kemur nýtt vandamál upp á yfirborðið." Harðneskjulegar yfirheyrslur Rabin bað þjóð sína í sjónvarps- ávarpi að gefast ekki upp á „augna- bliki veikleikans," en skoðanakönn- un í dagblaðinu Ma’ariv sýndi að 37% Israelsmanna vildi halda friðar- viðræðunum áfram á meðan 50% vildu hætta þeim. Þetta era hæstu nei- kvæðu viðbrögðin hingað úl. Forsæt- isráðherrann lætur þetta ekki á sig fá. „Við höfum lagt of mikið undir í þessu máli,“ segir Uri Dromi tals- maður ríkisstjómarinnar. Allt sem Rabin hafði að bjóða þjóð sinni vora auknar öryggisráðstafanir. Eins og eftir aðrar árásir, lokaði hann landamæram Israels fyrir 40.000 pal- estínskum verkamönnum sem dag- lega þurfa að sækja vinnu sína utan sjálfsstjómarsvæðanna. Þessar ráð- stafanir virðast ekki hafa neinar aðrar afleiðingar en að vekja upp almenna reiði meðal Palestínumanna. Rúm- lega hundrað meintum hryðjuverka- mönnum var smalað saman á Vestur- bakkanum. Öryggissveitunum var leyft að halda áfram með harðneskju- legar yfirheyrslur sem vora leyfðar eftir sprenginguna f sú'æúsvagninum í Tel Aviv. Síðan þá hafa Israels- menn handtekið 1.500 Palestínu- menn og halda því statt og stöðugt fram að upplýsingar sem þeir hafi fengið í gegnum slíkar yfirheyrslur hafi komið í veg íyrir þijár sjálfs- morðsárásir, eina bílsprengingu og rán á ísraelskum hermanni. Aðskilnaður þjóða ísrael hefur lagt hart að Arafat að leggja til atlögu við öfgahópana sem hafa bækistöðvar sínar á sjálfsstjóm- arsvæðunum. Arafat hefur hingað til tekið vægt á þessum hópum af ótta við að koma af stað borgarastríði á meðal Palestínumanna. ísraelskir embættismenn létu í ljósi vonir um að hann myndi loks láta til skarar skríða nú. Palestínskir öryggislög- reglumenn hafa tekið höndum um 20 meinta hryðjuverkamenn. Skipulags- málaráðherra Arafaks sór og sárt við lagði að „í þetta skiptið verður þetta ekki bara sýning í tvo til þijá daga.“ í marga mánuði hefur Rabin barist fyrir „aðskilnaðarhugmyndinni" svo- kölluðu, það er að ísraelsmenn og Palesúríumenn búi hlið við hlið en einangraðir ffá hveijum öðtum. Nú er hann að finna leiðir til að hrinda henni í framkvæmd. Sumir ráðherrar ríkisstjómarinnar hafa talað um að reisa girðingu til að halda Palesúnu- mönnum úti. En það er óhandhæg og einfölduð hugmynd. Það að reisa slíkt mannvirki yrði óhjákvæmilega séð sem tilraun úl að festa í sessi landamæri Israelsríkis og Palestínu- ríkis, sem á að verða að veraleika ár- ið 1999. Þar úl það er fyrirliggjandi eitt- hvert lokasamkomulag, verður aðk- ilnaðarhugmynd Rabins einhliða. Þó svo að ísraelskir vinnuveitendur græði vel á að ráða úl sín ódýrt pal- esúnskt vinnuafl, þá vill ríkisstjómin halda Palestínumönnum utan landa- mæra ísraels. Þrátt fyrir það þá vill hún halda áffarn að vemda fsraelska landnámsmenn á Vesturbakkanum og jafnvel á Gazasvæðinu. Það er óá- sættanlegt fyrir Palesúnumenn. Einn- ig það að loka Israel fyrir palesúnsk- um verkamönnum sviptir þá inn- komu upp á 70 milljónir íslenskra króna daglega. Ef alþjóðleg aðstoð myndi renna svo styrkum stoðum undir palesúnskt efnahagslíf að það væri hægt að endurskapa þau störf sem töpuðust í ísrael, þá myndi að- skilnaðarhugmyndin einnig verða aðlaðandi fyrir Palesúnumenn. En einungis ef hún gætti jafnvægis. Mo- hamed Natshe, skransali í Hebron segir: „Rabin vill ekki þurfa að horfa upp á smetúð á mér. Eg vil þá ekki þurfa að horfa upp á hans heldur, né heldur landnemana eða hermenn- ina.“ Strax í ákvörðun endanlegra landamæra Samkvæmt friðarsamkomulaginu frá 1993 eiga landnemabyggðimar að haldast óbreyttar til bráðabirgða. Undir lok aðlögunarinnar á svo að taka ákvörðun um framtíð þeirra. Þar næst eiga Israelsmenn að fjarlægja allan herafla sinn og leyfa ríkisstjóm Arafats að taka við stjórninni. En ísraelsmenn segja að sökunt ofbeldis Palesúnumanna verði herinn að vera áffarn úl að tryggja öryggi landnem- anna. Það verður erfitt að selja Arafat þau rök. Augljósast mun vera á þessu stigi málsins að hoppa yfir þennan mót- sagnakennda aðlögunarlíma og fara beint í samningaviðræður um loka- lausn vandamálsins, en þær eiga ekki að hefjast fyrr en að ári liðnu. Þessi hugmynd er í skoðun hjá ríkisstjóm Rabins. Israel myndi þá væntanlega reyna að þenja landamæri sín yfir landnemabyggðimar og bjóða Pal- esúnumönnum upp á sjálfstætt ríki á því landi sem eftir væri. Sa’eb Erak- at, palestínskur ráðherra, segir Pal- esúnumenn vera tilbúna til viðræðna um lokalausn nú þegar. Palestínu- menn munu halda á lofti kröfunni um Gazasvæðið og allan Vesturbakkann, þar á meðal austurhluta Jerúsalem, sem þeir vonast úl að geta gert að höfuðborg sinni. Að semja um endanleg landamæri og að leysa deiluna um Jerúsalem, sem ísraelsmenn vilja halda undir sinni stjóm, er hægara sagt en gert. En þjóðimar tvær eru tilbúnar í lög- skilnað og því lengur sem þær hanga í sínu stormasama sambandi því erf- iðari verður skilnaðurinn. Byggt á Time / mám Peres, Arafat og Rabin: Svigrúmið minnkar jafnt og þétt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.