Alþýðublaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 1
Hjörleifur Guttormsson vill rannsókn á umhverfisráðherra Ovænt úrslit atkvæða- greiðslu á Alþingi „Þetta var óvænt niðurstaða en nú verður málið tekið fyrir í allsheijar- nefnd þannig að ekki er búið að ákveða að skipa neina rannsóknar- nefnd,“ sagði Sigbjörn Gunnars- son, þingflokksformaður Alþýðu- flokksins, í samtali við Alþýðu- blaðið. Tillaga Hjörleifs Guttormsson og nokkurra annarra þingmanna stjórnarandstöðu um að Alþingi skipi rannsóknamefnd til að kanna embættisfærslu Össurar Skarphéð- inssonar umhverfisráðherra við flutning embættis veiðistjóra til Ak- ureyrar kom til atkvæðagreiðslu í gær. Tillagan var samþykkt með 27 atkvæðum gegn 26 og fer nú til alls- herjamefndar sem ræðir hana á fundi í dag. Það vakti athygli við atkvæða- greiðsluna að tveir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, Eggert Haukdal og Matthías Bjarnason greiddu at- kvæði með tillögu Hjörleifs. Þá vék Pálmi Jónsson úr fundarsal áður en atkvæði vom greidd. Össur Skarp- héðinsson umhverfisráðherra hefur alfarið vísað því á bug að nokkrir meinbugir haft verið á flutningi embættis veiðistjóra til Akureyrar. Aldrei starfad med Þjóðvaka - segir Helgi Pétursson, sem segist vera í pólitísku orlofi. íslenskir stúdentar í Austur-Þýska- landi: Þorsteinn Valdimarsson rit- höfundur, Kristmundur Halldórs- son, Hjörleifur Guttormsson al- þingismaður og Steinunn Stefáns- dóttir. Mynd: Uðsmenn Moskvu á því að hamingjunni verði náð með fjöldamorðum, þar liggur þversögnin. Um þetta eru til gögn sem þarf að dusta af rykið. Það em ekki öll kurl komin til grafar. Langt því frá,“ sagði Arnór Hannibuls- son prófessor. „Það er eðli gamalla valdastofn- ana eins og Alþýðubandalagsins að það eru ýmsir hlutir í fortíðinni sem þarfnast skýringa við og þykja ekki ávallt góðir og gildir," sagði Helgi Hjörvar formaður Verðandi - samtaka ungra alþýðubandalags- manna. Siá umfiöllun oq viðtöl á blaðsíðum 6 oa 7. Hæstvirtu þingmenn • ■ • Sú óvenjulega aðstaða kom upp á Alþingi íslendinga seinnipartinn í gær, að þingmaður og varaformað- ur Alþýðubandalagsins, Steingrímur J. Sigfússon, hafði ekki einn einasta áheyranda í salnum fyrir utan Valgerði Sverrisdóttur þingforseta. Stein- grímur lét þetta neyðarlega ástand ekki á sig fá - enda ýmsu vanur sem einn þaul"sætnasti" þingmaðurinn í ræðustól - og hélt ótrauður áfram að þylja uppúr skjölum sínum. Þingforsetinn hlýddi átekta á. a -mynd: E.ÓI. Kjarastefna Alþýðuflokksins Fegin að fá þennan stuðning - segir Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður Landssambands verslunarmanna. „Af því sem ég hef heyrt og séð í fréttum úr ræðu Jóns Baldvins Hannibalssonar sé ég ekki betur en hann hafi tekið upp kröfugerð okkar verslunarmanna og það er hið besta mál,“ sagði Ingibjörg R. Guð- mundsdóttir, formaður Landssam- bands íslenskra verslunarmanna, í samtali við Alþýðublaðið í gær. Ingibjörg var spurð álits á þeim skoðunum sem Jón Baldvin Hanni- balsson formaður Alþýðuflokksins setti fram um kjaramál í ræðu sinni á aukaflokksþinginu um síðustu helgi. Þar sagði Jón Baldvin meðal annars að miðað við þjóðartekjur í fyrra og spá um hagvöxt á þessu ári væru um 10 milljarðar króna til kjarabóta. Ef þessum kaupauka væri dreift í sama hlutfalli til allra laun- þega yrði kauphækkunin ekki meiri en 3 til 3,5%. Vegna tengsla launa og lánskjara þýddi þetta aðeins 1% kaupmáttarauka og því ekki rétta leiðin. Launahækkun ætti að vera föst krónutala með viðbótarhækkun til þeirra sem hafa undir 90 þúsund- um á mánuði. Einnig ræddi Jón Baldvin Hannibalsson um leiðir til að lækka framfærslukostnað. „Eg er mjög fegin að fá þennan stuðning og því fleiri sem eru saman sinnis þvf betra. Öll okkar vinna hefur beinst að því að bæta kaup- mátt þeirra sem þurfa mest á því að halda. Eg er ekki að hafna þeirri að- ferð að lækka framfærslukostnað en hins vegar er hún ekki tekjujafn- andi. Það eru skattleysismörkin ekki heldur. En allt hitt sem við erum að tala um er meira og minna tekjujafn- andi og auðvitað er allt sem lækkar framfærslukostnað mjög gott mál. Eg tala nú ekki um svo lengi sem hægt er að gera það án þess að skatt- leggja okkur einhvers staðar á móti,“ sagði Ingbjörg R. Guð- mundsdóttir. „Ég hef aldrei hafið neina þátt- töku í Þjóðvaka svo það var engu að hætta. Ég er í pólitísku orlofi en fór á kynningarfund Þjóðvaka á sínum tfma fyrir forvitnisakir," sagði Helgi Pétursson í samtali við Al- þýðublaðið. I frétt DV fyrir stuttu sagði að Helgi Pétursson hefði hætt þátttöku í Þjóðvaka. I samtali við Alþýðu- blaðið sagði Helgi hins vegar að hann hefði ekkert starfað með Þjóð- vaka og slíkt stæði ekki til. Hann hefði nóg önnur verkefni á sinni könnu og þá ekki síst í ferðamála- nefhd Reykjavíkur þar sem hann er formaður. Helgi sagði sig úr Fram- sóknarflokknum síðast liðið haust vegna þess að forystan tók ekki tillit til skoðana hans í ýmsurn málum. Hann hélt hins vegar áfram stöifum fyrir Reykjavíkurlistann í borgar- stjóm. Jóhanna Sigurðardóttir fagnar Helga Péturssyni á kynningarfundi Þjóð- vaka. Siðan hefur Helgi ekki komið nálægt hreyfingunni. A-mynd: e.ói. Tengsl austur-þýsku leyniþjónustunnar Stasi við íslenska aðila Vantar vhneskju um njósnirhérá landi Rússar tóku við njósnurum Stasi á erlendri grundu við fall Berlínarmúrsins. Þór Whitehead sagnfræðiprófessor og fleiri telja enn langt í að öll kurl komi til grafar. Engin gögn eru fyrirliggjandi um starfsemi austur-þýsku leynilög- reglunnar Stasi annarsstaðar en í Þýskaiandi og því ómögulegt að vita hvort að einhveijir hafi starfað á vegurn hennar hér á landi, þrátt fyrir að aðgangur að skjölum um athæfi hennar í Þýska Alþýðulýð- veldinu séu nú aðgengileg þeim sem vilja kanna þau. Þór White- head sagnfræðiprófessor sagði í samtali við Alþýðublaðið í gær að skömmu fyrir fall Berlínarmúrsins 1989 hafi farið bílalest frá Berlín til Moskvu með öll skjöl er vörðuðu alþjóðadeild leynilögreglunnar. Þór segir jafnframt fram að sov- éska leyniþjónustan KGB og si'ðar hinn rússneski arftaki hennar hafi tekið við öllum erlendum tengilið- um Stasi, sem hafi í raun ekki verið annað en þýskur angi KGB og sem slík sá skilvirkasti í Evrópu. Hann og fleiri eru sannfærðir um að ekki séu öll kurl komin til grafar varð- andi starfsemi leynilögreglunnar og hérlendra aðila. I kjölfar sjónvarpsþáttar þeirra Vals Ingimundarsonar og Arna Snævarr, 1 nafhi sósíalismans, hefur blossað upp umræða um tengsl ýmissa áhrifamanna í Al- þýðubandalaginu við austur-evr- ópska kommúnistaflokka og þá sér- staklega við austur-þýsku leyni- þjónustuna Stasi. Skömmu eftir fall Berlínarmúrs- ins komu upp háværar raddir sem kröfðust þess að Alþýðubandalagið gerði hreint fyrir sínum dyrurn í þessum efnum. Hvernig hefur þess- ari kröfu reitt af? Er hún réttmæt? Hefur Alþýðubandalagið ekkert að fela? Alþýðublaðið lagði þessar spumingar fyrir nokkra landskunna einstaklinga og er svör þeirra að finna í blaðinu. „Tengsl þessara manna við kommúnistaflokka Austur-Evrópu verða seint riíjuð öll upp. Þagnar- bandalagið um þessa menn er sterkt því að það nær inn í borgaraflokk- ana á Islandi. Þeir halda yfir þeim hlífiskildi," sagði Indriði G. Þor- steinsson rithöfundur. „Ég vona að Alþýðubandalagið geri aldrei hreint fyrir sínum dyr- um. Það er nógu rnikill skítur í heiminum samt. Við hinir erum ekki syndlausir og getum því ekki kastað fyrsta steininum. Sökudólg- arnir eru hins vegar fleiri en menn geta ímyndað sér. Klárir menn eru auðvitað búnir að láta brenna og eyðileggja allt um sig, það eru sak- leysingjarnir sem sitja í netinu,“ sagði Gunnar Dal rithöfundur. „Alþýðubandalagið á eftir að gera upp á öllum sviðum. Hug- myndafræðilega, pólitískt og menningarlega. Það hefur snúið út- úr sögu landsins og villt um fyrir þremur kynslóðum rithöfunda. Þetta þarf að gera upp, fyrr verður ekki heilbrigt andrúmsloft í land- inu.. .011 stefna kommúnista byggir Alþvðublaðið í dag „Jóhanna loksins alvöru flokks- eigandi“ - skrifar Hrafn Jökulsson á blaðsíðu 2. * „Ahrif þyngdar- afls sem ríkir á Höllustöðum“ - skrifar Össur Skarphéðinsson á blaðsíðu 3. „Eg er hrædd við myrkrið“ - segir Vigdís Grímsdóttir á blaðsíðu 5. „Igildi stóriðju fyrir atvinnulífið“ - segir Gísli Bragi Hjartarson í viðtali á blaðsíðu 8. Stækkun álversins Þýski ker- skálinn leyfir aukningu um 90 þúsund tonn - segir Sighvatur Björgvinsson ðnaðarráðherra. „Nefnd beggja aðila mun nú meta þá tæknikosti sem fyrir hendi eru varðandi stækkun álversins í Straumsvík. Þar kemur til greina að flytja nýlegan kerskála í eigu þýska álfyrirtækisins VAW til Straumsvík- ur en sá kostur gerir kleift að auka framleiðsluna um 90 þúsund tonn á ári eða upp í 190 þúsund tonna árs- ffamleiðslu,“ sagði Sighvatur Björgvinsson iðnaðarráðherra í samtah við blaðið. Eins og Alþýðublaðið greindi frá í gær kemur ekki aðeins til greina að stækka álverið í Straumsvík um 60 þúsund tonna framleiðslu á ári eins og rætt er um, heldur er frekari stækkun einnig inn í myndinni. Það þýddi hins vegar virkjunarfram- kvæmdir við Búrfell þar sem nú er aðeins fyrir hendi orka sem dugar í 60 þúsund tonna aukningu. Sighvatur Björgvinsson sagði að undirbúningsviðræðumar við Alusu- isse-Lonza hefðu verið gagnlegar og jákvæðar. Nú væri næsta skrefið að meta tæknilega kosti sem væru fyrir hendi og ætti þeirri vinnu að ljúka innan tveggja rnánaða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.