Alþýðublaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 MÞYOVBLHDIÐ 20873. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Atvmniifrelsi tyrir bændur Afskipti stjómvalda af verðlagningu búvara tíðkast víða um heim. A síðusm árum hefur það komið æ betur í ljós að þetta leiðir til gífurlegrar óhagkvæmni, offramleiðslu, byrða fyrir skattgreiðendur og neytendur, auk umhverfisspjalla. Hér á landi hafa afskipti ríkisins af landbúnaði gengið út í hreinar öfg- ar. Stutt er síðan hætt var að ákveða miðstýrt verð á öllum bú- vörum í smásölu, en verðlagning til framleiðenda er enn ákveð- in af nefnd. Samkeppni er ekki til staðar í þessari atvinnugrein, meðal annars vegna óeðlilegs banns við innflutningi búvara. Þetta hefur leitt til offjárfestingar og mikils milliliðakostnaðar. Þessi sovéska verðlagningarstefna hefur leikið landbúnaðinn og neytendur grátt. Samfara kvótakerfi við framleiðsluna tók ríkið að sér að stýra bæði verði og framleiðslumagni. Reynsla annarra þjóða af kerfum sem þessum segir að þetta geti ekki farið nema á einn veg. Óhagkvæmni, hátt vöruverð og vaxandi fátækt bænda. Alþýðuflokkurinn hefur alla tíð gagnrýnt land- búnaðarkerfið harðlega og talið að aukið frjálsræði í þessum efnum væri af hinu góða. A þetta hefur ekki verið hlustað, held- ur hefur flokkurinn verið úthrópaður sem óvinur bænda. Ekkert er fjarri sanni. Óánægja bænda með núverandi landbúnaðarkerfi vex dag frá degi. Góður vitnisburður um það er grein sem Guðrún Krist- jánsdóttir og Gunnar Einarsson, búendur á Daðastöðum, skrif- uðu í Morgunblaðið síðastliðinn laugardag. I greininni er mið- stýringin í landbúnaðarmálum gagnrýnd harðlega, enda hefur hún í för með sér skipulagða fátækt fyrir bændur í landinu. Óhætt er að taka undir greinina og hvetja fólk til að kynna sér efni hennar. í greininni hvetja þau til þess að beingreiðslur til bænda verði gerðar óháðar framleiðslu, þannig að verðlag myndist með eðlilegum hætti á búvörum. I öðru lagi hvetja þau til þess að virkum kjötmarkaði verði komið á samfara því að núverandi kvótakerfi verði afnumið. Á þennan hátt eykst hag- kvæmni í landbúnaði bændum og neytendum til hagsbóta. í komandi kosningum hlýtur það að verða rætt hvort áfram eigi að hneppa bændur í fjötra ofstjómar eða veita þeim at- vinnuífelsi þjóðinni allri til hagsbóta. Tilvistarvandi Alþýðubandalagsins í viðtali sem Alþýðublaðið átti við Bjöm Bjamason alþingis- mann í gær sagði hann meðal annars: „Ef einhver flokkur er fastur í fjötra kalda stríðsins að því er stefnu og skoðanir varð- ar, þá er það Alþýðubandalagið. Þetta liggur alveg Ijóst fyrir. Að vísu hefur Ólafur Ragnar reynt að gera tilraunir til að breyta þessu eitthvað. I innanlandsmálum veit raunvemlega enginn hvað alþýðubandalagsmenn em að tala um. Þeir kenna stefnu sína við útflutning og siðbót. Mér finnst nú að flokkur sem vill leggja höfuðáherslu á siðbót, eigi að taka það sem siðbótarverk- efni númer eitt að gera hreint fyrir sínum dymm.“ Óhætt er að taka undir þessi orð Bjöms. Hinni gömlu stefnu Alþýðubandalagsins og forvera hefur nú verið ekið á ösku- hauga sögunnar og vilja þeir sem minnst við hana kannast nú. Lafmóðir á flótta undan eigin sögu samþykkja forkólfar flokks- ins nýja stefnu um útflutning og siðbót, sem enginn fær tengt við sögu flokksins né heldur flokk sem á að vera „vinstra" meg- in við krataflokkinn. Áratugum saman hafa Alþýðubandalagið og forverar gagnrýnt Alþýðuflokkinn fyrir stefnu sína, en vill nú óvænt stela glæpnum. Alþýðubandalagið er ekki trúverðug- ur flokkur fyrr en hann gerir upp sín mál. Onnur sjónarmið Skipulögð fátækt A laugardaginn birtist í Morgun- blaðinu mjög athyglisverð grein um vanda landbúnaðarins eftir Guð- rúnu S. Kristjónsdóttur og Gunnar Einarsson, búendur ú Daðastöðum. Sjónarmið þeirra eiga erindi við alla sem lóta sig þessi mdl einhverju varða. Millifyrirsagnir eru Alþýðu- blaðsins. Hér á landi náði miðstýring og skömmtunarkerfi meiri tökum en víðast hvar annars staðar í hinum vestræna heim. Þó mikið hafi miðað í-átt til fijálsræðis er enn margt sem ekki hefur náð að aðlaga sig breytt- um tímum. Þar á meðal eru kaup og sala á hluta hinnar hefðbundnu land- búnaðarframleiðslu, svo sem mjólk og kindakjöti. Búvörusamningurinn sem gerður var 1991 olli verulegum breytingum. Meðal annars hætti ríkið að bera ábyrgð á sölunni og viss samábyrgð kom í staðinn innan greinarinnar. Ef við tölum um kindakjöt og sölu þess þá sýnir það sig að þessi samábyrgð heíur undarlegar hliðar. Þegar ein- hverjum gengur vel að selja og selur allt sitt kjöt vel fyrir haustið, fær hann þá að njóta þess, færa út kvíam- ar og efla sitt fyrirtæki? Nei, hann verður að draga hina sem illa hefur gengið að selja á árinu og selja fyrir þá. það sér hver maður að ekki er þetta hvetjandi, hvorki fyrir viðkom- andi afurðastöð né framleiðendur. Okkur er sem við sæjum framan í þann bakarann í bænurn sem væri sagt, þegar ljóst væri að hann seldi grimmt og væri að auka sína mark- aðshlutdeild, að nú yrði hann að hætta að baka og selja fyrir hinn bak- arann sem gengi illa að selja sitt brauð. Það var ljóst fyrirfram að þessi höft sem enn eru fyrir hendi yrðu greininni Ijötur um fót. Enda er það að koma betur og betur í ljós. Það var rökrétt, fyrst ríkið bar ekki lengur ábyrgð á sölunni, að gera hvem ffamleiðanda ábyrgan fyrir sinni sölu. Beingreiðslur hefði átt að festa og hafa þær óháðar framleiðslu. Þeir, sem ekki treystu sér til að fram- leiða fyrir markaðsverð hefðu getað hætt en samt haldið svipuðum tekj- um og þeir höfðu. Síðan þessi samn- ingur var gerður hafa laun sauðíjár- bænda lækkað um 50% og aftur verður skerðing í haust. Afstaða til frjálsrar verslunar í skýrslu frá Ríkisendurskoðun kom fram að eitt meginmarkmið bú- vömsamningsins, það að auka hag- ræðingu í sauðQárrækt, hafx ekki gengið eftir. Þróunin hafi orðið sú að dregið hafx úr framlegð. Við þessar aðstæður mætti ætla að forsvarsmenn bænda væm að gera allt til að breyta þessum samningi. Svo er ekki, þeir berjast á móti breyt- ingum. Vegna þess að þeir dásöm- uðu svo þennan samning þegar hann var gerður, má engu breyta í dag. Fá- tæktin er að grípa æ fleiri sauðljár- bændur og bændaforystan á ekki önnur ráð en að auka enn miðstýr- inguna. Því er haldið að bændum að í sam- keppni bexjist menn innbyrðis, allir tapi. Fyrirtæki, þá gildir einu hvort það er sauðfjárbú eða verslun, verður að haga verðlagningu þannig að það sé rekið með hagnaði, annars koðnar það niður og deyr. Það em vissulega til dæmi um það að menn fjárfesti og tapi öllu vegna mikillar samkeppni. Forystumenn bænda virðast halda að það sé almennt þannig í hinum vonda heimi ftjálsrar verslunar og viðskipta, að fyrirtæki byiji með mikið eigið fé sem þau tapi smátt og smátt í samkeppni hvert við annað. Aðlögun að nútímanum Því er líka haldið ffam, að vegna offramleiðslu sé ekki hægt að leyfa frjálsa samkeppni í sölu á kindakjöti. Það er rétt að það hefur verið offiam- boð á kjöti hér á landi í áraraðir. Kindakjötsframleiðslan hefur verið undir strangri miðstýringu um magn og verð. Þó ótrúlegt megi virðast, hefúr þeirri stýringu verið hagað eins og kindakjötsmarkaðurinn væri ein- hver sérmarkaður óháður öllu öðru. Aðrir kjötframleiðendur, eins og til dæmis svínakjötsframleiðendur, hafa þrátt fyrir fullan kjötmarkað stækkað búin og byggt ný. Þeir hafa með nýjustu tækni stóraukið fram- leiðslu á starfsmann og getað selt allt með því að lækka verð meira en við sauðfjárframleiðendur höfurn gert. Þessi uppbygging í svínarækt hefði aldrei orðið ef verð á öllu kjöti hefði verið háð framboði og eftirspum. Það er að vísu rétt að svín henta til verksmiðjuframleiðslu, en kindur ekki. Það eru aftur á móti miklir möguleikar á að auka framleiðslu á ársverk í kindakjötsframleiðslu. Það má til gamans nefna að í kringum 1960 birtist grein í Tímanum um fjármann í Gunnarsholti sem gaf 1.000 kindum þar og svo 150 heima hjá sér í frftímanum. Arangur þessar- ar stýringar er, að þrátt fyrir miklar tækniframfarir þarf að fara áratugi aftur í tímann til að benda á mögu- leika greinarinnar. Það sem við sauðfjárframleiðend- ur em að gera minnir óneitanlega nokkuð á það sem prentarar í Bret- landi gerðu. Þeir stóðu þétt saman og vom ekki til viðræðu um að taka upp nýja tækni sem var að gerbylta allri prentun. Þeir misstu síðan vinnuna í stómm hópum þegar prentunin var flutt annað. Svarti markaðurinn Samkvæmt skilgreiningu bænda- pressunnar em þeir sem selja fram- hjá kerfmu sauðaþjófar. Það er vissulega bölvað ólán að það skuli vera til svartur markaður á kinda- kjöti. Framhjásala er aftur á móti af- leiðing en ekki orsök. Svarti markað- urinn dregur sjálfsagt eitthvað úr sölu á kindakjöti í búðum en það er alls ekki hægt að setja samasem- merki á milli að fyrir hvert kíló sem er selt eða gefið framhjá, dragi það jafnmikið úr sölu annars staðar. Þessi sala eykur án efa heildameysl- una. Að kalla einhvem sem gefur af góðri uppskem krökkunum sínum Dagatal 16. febrúar Atburðir dagsins 1920 Fyrsta dómþing Hæstaréttar íslands háð. 1959 Fidel Castro sver embættiseið sem leiðtogi Kúbu, að- eins 32 ára gamall. 1977 ldi Amin, harðstjórinn blóðþyrsti í Úganda, lætur myrða erkibiskup landsins. 1989 Lögreglan í Skotlandi tilkynnir að hryðjuverkamenn hafi grandað Pan Am þotu yfír Lockerbie. Hátt á þriðja hundrað manns fómst. Afmælisbörn dagsins Finnur Jónsson biskup, 1704. Jón Magnússon forsætisráðherra, 1859. Sir Geraint Evans óperu- söngvari frá Wales, 1884. John Schlesinger breskur kvikmynda- leikstjóri, gerði meðal annars Midn- ight Cowboy og Sunday, Bloody Sunday, 1926. John McEnroe bandarískur tennisleikari og skap- hundur. Málsháttur dagsins Fátt er bæði bráðgjört og langætt. Mannkostamaður dagsins Það er ekki ofsögum sagt, að Erlendur var svo fágætur maður að gáfum og mannkostum, að ég efast um, að í allri sögu íslendinga verði fundinn einn tugur manna, sem væm honum jafnir. A þeim mannsaldri, sem ég þykist sjá yfir, þekki ég eng- an einn einasta. Þórbergur Þórðarson um Erlend í Unuhúsi. Móðgun dagsins Illt er að eggja ofstopamennina, og er það auðséð að þú munt ófyrir- leitinn verða. Stórólfur Hængsson við Orm, son sinn; Orms þáttur Stórólfssonar. „Ef við horfum til baka er enginn vafi á að við sauðfjárbændur stæðum betur í dag ef meginreglur verslunar og viðskipta hefðu ráðið skipulagi og sölu. Ef við horfum til framtíðar, með innflutning og harðnandi samkeppni í huga, getur það fyrirkomulag sem núna er alls ekki gengið.“ sem em í skóla eða skítblönkum gömlum frænda sínum kjöt, sauða- þjóf, er dæmigert fyrir andleysi kerf- isþrælanna. Svarta markaðnum hef- ur tekist að koma kostnaði sem leggst á vömna frá því hún fer frá bóndanum þangað til hún kemur til neytandans, niður í það sem við hin- ir þyrftum að ná honum. I dag höfum við marga markaði, hvítan, svartan og útflutningsmark- að. Kjötmarkaður þar sem allt kjöt eða vemlegur hluti þess væri selt væri miklu farsælli lausn. Það mætti hugsa sér allsherjar búvömmarkað þar sem flestir afurðir bænda yrðu seldar. Ef einhveijir treystu sér til að kaupa kjöt á þessum markaði til að flytja það út væri þeim það vitanlega heimilt. Það er líka löngu tímabært að bjóða út mjólkurframleiðsluna. Njósnanetið Það þykir sjálfsagt að hafa óbein áhrif á verð á til dæmis ijármagns- mörkuðum. Það kæmi vel til greina að flytja út með einhveijum styrkj- um hluta af kindakjölinu til að verð- ið væri ekki allt of neðarlega. Þó við hér á Daðastöðum höfúm sett meira kjöt í útflutning en flestir, emm við ekki viss um að útflutningsbætur séu lausn á vandanum ef áfram er við- haldið vonlausu skipulagi. Það er ekkert algilt, en það er oft þannig að opinber afskipti fylgja svipuðum farvegi og hafa sambæri- legar afleiðingar. Það á líkt við um kakórækt í Afríku, fiskveiðar í Norð- ur- Atlantshafi og landbúnað hér eða annars staðar. Það er byijað að hvetja til fjárfestinga, umfram það sem ann- ars hefði orðið með til dæmis föstu verði, styrkjum og ódýmm lánum. Á nokkmm ámm fer að bera á brestum. Þá er viðkvæðið að það séu of marg- ir lausir endar. Stýringin er hert, enn versnar ástandið. Það verður til svartur markaður. Þeir sem reka kerfið tala þá um skort á samstöðu og félagsþroska. (Ulbricht sá þýski sagðist hafa vonlausa þjóð. Bænda- pressan á Islandi talar um að það séu margir sauðaþjófar í sveitunum.) Það er farið að hvetja menn til að fylgjast með og klaga náungann. Arðsemi minnkar, eiginfjárstaðan hrynur og fátæktin kemur í kjölfarið. Ef við horfum til baka er enginn vafi á að við sauðfjárbændur stæðum betur í dag ef meginreglur verslunar og viðskipta hefðu ráðið skipulagi og sölu. Ef við horfum til framtfðar, með innflutning og harðnandi sam- keppni í huga, getur það fyrirkomu- lag sem núna er alls ekki gengið. Annálsbrot dagsins Það sumar fæddist einn óskapleg- ur burður af einni konu í Fljótsdals- héraði; það var höfuðlaust, munnur- inn á brjóstinu, augun á öxlunum, en niður frá allt samfast sem selsmynd. Fitjaannáll, 1667. Orð dagsins Þegar þeir hefja þennan dans, þá er góður siður, að menn skeri andskotans umræðumar niður. Andrés Bjömsson. hópi sterkustu skákmanna heims: ól- seigur harðjaxl og baráttumaður. í skák dagsins eigast þeir við, Geller og Tal. Aðeins em búnir 22 leikir en Tal tekur strax af skarið og hristir framúr erminni snjallan vinnings- leik. Hvað gerir hvftur? 23. Hxd5! Hxd5 24. DD! Meira þarf ekki til. Efim lagði niður vopn- in. Skák dagsins Efim Geller var um langt skeið í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.