Alþýðublaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 John Lennon Lennon og listin í Vestursal Kjarvalsstaða stendur nú yfir sýning á stein- þrykksmyndum eftir bítilinn John Lennon. Þótt Lennon sé þekktastur fyrir tónlist sína þá hafði hann ekki siður áhuga á bókmenntum og myndlist. Hann stundaði nám í Listaskóla Li- verpool áður en tónlistarferillinn hófst og allan sinn feril gerði hann myndir sem lýsa nánasta umhverfi hans; aðal- lega eru þetta steinþrykksmyndir. Myndimar á sýningunni eru unn- ar á árunum 1968 til 1969 og þar á meðal eru myndir sem fyrst voiu sýndar og gefnar út eftir dauða Lennon og hinsvegar stein- þrykksröðin The Bag One Port- folio sem sýnd var árið 1979, en var fljótlega eftir opnun sýningar- innar tekin eignamámi af Scot- land Yard þar sem þær voru er- ótískar - þóttu ósæmilegar og særðu siðferðiskennd siðavandra. Uppúr þessu máli varð fjölmiðla- fár á heimsvísu og nokkrum mán- uðum síðar var málið látið niður falla af yfirvöldum, en ekki þó fyrr en að lokinni lögreglurann- sókn og réttarhöldum. A sýning- unni gefst einstakt tækifæri til að kynnast skemmtilegri hlið á ein- um helsta menningarfrömuði síð- ari tíma, John Lennon... Gamlar skrár gefins Listasafn Islands hefur ákveðið að bjóða viðskiptavin- um sínum að eignast án endur- gjalds gamlar sýningarskrár, smáprent og bæklinga safnsins, meðan birgðir endast. Nokkur nýrri rit safnsins eru nú seld með miklum afslætti. Tilboðið stendur til 11. mars næst kom- andi... Bellman í 200 ár Mánudaginn 20. íebrúar mun sænski vísnasöngvarinn Jan O. Berg koma fram í Listaklúbbi Leikhúskjallarans ásamt gítar- leikaranum Erik Möllerström. Flytja þeir Ijóð eftir hið ástsæla þjóðskáld Svía, Carl Michael Bellman, og segja frá skáld- inu og verkum hans. Þeir félagar kom hingað til lands í tengslum við Sólstafi - norrænu menningarhátíðina. Dagskráin á mánudagskvöldið hefst klukkan 20:30, húsið verður opnað hálftíma fyrr og miðaverð fyrir almenning er 500 krónur, en 300 krónur fyrir klúbbfélaga... Carl Michael Bellman Hliómfall Arríku Klingjandi vinátta er dagskrá sem afrískir listamenn flytja þrjú þúsund íslenskum grunn- skólanemum á næstu tveimur vikum á vegum Sólstafa - nor- rænu menningarhátíðarinnar. Listamennirnir Kossa Diom- ande, Fana Soro og Raymond Sereba eru slagverksleikarar af afrísku bergi brotnir - nánar tiltekið frá Fflabeinsströndinni - og koma fram á tónleikum í grunnskólum á Vestfjörðum, Akureyri og í Reykjavík og kynna afríska tónlist, hljómfall hennar, hljóðfæri og áhrif og tengsl við vestræna tónlist, Heimsóknin er hluti norrænu menningarhátíðarinnar Sól- staflr. Afrísku listamennirnir halda almenna tónleika við Pollinn á Akureyri, á Hótel fsa- firði, í Norræna húsinu og á Sólon Islandus í Reykjavík... Menning Snillingurinn Oscar Wilde var opinberlega tekinn í sátt við athöfn í Westminster Abbey í fyrradag, en minningin um skömm fjölskyldu hans gerir enn vart við sig Sonarsonur Oscar Wilde rifjar upp öld sársaukans Oscar Wilde var opinberlega tek- inn í hóp góðskálda Bretlandseyja í fyrradag. Fyrir einni öld var hann fangelsaður fyrir samkynhneigð sfna, eignir hans seldar af fógeta, verk hans fordæmd. 1 gær var nafn hans grafið í „Skáldahomið" í Westminster Abbey, yfir gröf Tennyson. Frægð hans sem gamanleikjahöf- undar og samfélagshöfnun hans eftir að hann var sakfelldur er orðin að þjóðsögu. Skömmin sem heltók fjöl- skyldu skáldsins er hins vegar gleymd. Merlin Holland, 49 ára rithöf- undur, er sonarsonur Wilde. Hann er giftur maður sem býr í suðurhluta Lundúnaborgar og er einkabarn yngri sonar skáldsins. Vyvyan var Gremjan situr í Merlin Holland: „Frænkur mínar reyndu að útmá minningu afa míns." átta ára gamall þegar faðir hans var fangelsaður. Hvorki hann né bróðir hans Cyril sáu föður sinn aftur. Holland geymir afrit af sjálfsævi- sögu föður síns frá árinu 1954, þar sem hann segir frá áfallinu sem fylgdi í kjölfar sakfellingarinnar. Það fyrsta sem fjölskyldan gerði var að breyta nafni sínu í Holland. Merki- miðar voru rifnir af fötum drengj- anna og þeim var skipað að æfa sig í að skrifa nýja nafnið sitt. „Okkur var sagt að gleyma að við hefðum heitið Wilde og máttum ekki minnast á það við nokkum mann.“ „Mér var innrætt ad ég væri úrhrak" Móðir Vyvyans, Constance. lést árið 1898 og Wilde fylgdi henni til grafar, þá útlægur maður og blásn- auður. Vyvyan og Cyril voru í fóstri hjá strangri skoskri frænku sinni. Vyvyan skrifaði: „Mér var innrætt það að ég væri öðruvísi en aðrir drengir. Að ég væri úrhrak, sem mætti ekki fyrir nokkra muni taka upp merki föður míns nokkurs staðar í heimi hér. Nema kannski á hinu fjarlægasta og afskekktasta bóli.“ Holland er gramur yfir meðferð- inni á föður sínum. „Frænkumar reyndu hvað þær gátu til að afmá minningar drengjanna um föður sinn. Cyril gerðist atvinnuhermaður og fór til Indlands og faðir minn átti að gerast embættismaður heimsveld- isins í einhverri nýlendunni. Þannig ætlaði hin teprulega fjölskylda mín að ýta úr landi báðum sönnunar- gögnunum fyrir tilvist Wilde.“ Vyvyan fékk flúið þau örlög fyrir tilviljun, þar sem hann hitti fyrir Helen Carew, aðdáanda Wilde. Hún kynnti hann inn í bókmenntaheim- inn. Hann vingaðist við Henry James, Thomas Hardy og Arnold Bennett og gerðist rithöfundur. Oscar Wilde var ástríkur fadir Sjálfsævisaga Vyvyans lýsir Wil- de sem ástríkum föður sem ærslaðist með börnum sínum og eyddi heilu siðdegi í að dunda við leikfangakast- ala sonar síns. Cyril var hinsvegar bitur. Hann játaði fyrir Vyvyan í bréfi: „Öll þessi ár hafa farið í það að þurrka af mér smánarblettinn, að endurreisa með einhverjum hætti það nafn, sem ekki nýtur lengur virðingar í þessu landi.“ Cyril var drepinn af þýskri leyni- skyttu í Frakklandi árið 1915, í stríði fyrir þjóð sína. Holland hefur þurft að líða á áþekkan hátt fyrir föður sinn. Wilde varð gjaldþrota og missti allt sitt, þar á meðal 2000 binda bókasafn. Vyvy- an varð líka gjaldþrota og Holland var menntaður við Eton og í sama háskóla og afi hans, Magdalen Coll- ege í Oxford, með hjálp rithöfundar- ins Rebeccu West, sem eitt sinn var ástkona H.G. Wells. Líf andspænis mikilfengleika Holland hefur eytt síðustu tuttugu árum ævi sinnar í að rannsaka líf afa síns og maður hefur það á tilfinning- unni að hann sé ekki himinlifandi yf- ir þessari ábyrgð sinni. „Það er erfitt að lifa andspænis þessum mikilfeng- leika,“ segir hann. „Maður finnur fyrir þeirri tilætlun hjá fólki að mað- ur standi undir honum, sem gerist sjaldan, ellegar að maður finnur hvöt hjá sjálfum sér til að standa undir honum. Það er - ég ætlaði að segja mannskemmandi - í það minnsta óþörf byrði." Þó er það ein byrði sem hann þarf ekki að dragnast með, ólíkt föður sínum og það er skömmin. Stjama Wildes skín nú jafn skært og hún gerði er hann var upp á sitt besta og Holland er sífellt beðinn um leyfi til að birta bréf Wilde, svo er einnig sótt talsvert í hann til að fá hann til að út- lista einhver atriði í ævi skáldsins. Oscar Wilde: „Ég hreyfði svo við ímyndunarafli aldar minnar að hún bjó til þjóðsögur og goðsagnir um mig. Ég felldi öll kerfi í eina setningu og alla tilveru í eitt spakmæli." Hann hefur án efa fylgst með athöfninni í Westminster Abbey í gær, glottandi... Ýktar ævisögur um snillinginn Hliðaráhrif endumýjaðra vin- sælda Wilde em þau að ævi hans verður sífellt ýkjukenndari í meðför- um fólks. Þannig birtist í ævisögu hans eftir Richard nokkum IiIIman frá árinu 1987, ljósmynd sem átti að vera af Wilde í kvenfötum. Þessi mynd hleypti af stað sögusögnum um að Wilde hefði verið klæðskipt- ingur. í raun þá er þessi ljósmynd ekki af Wilde, heldur ópemsöngkon- unni Aiice Guszalewicz. Því er haldið fram í nýlegri ævi- sögu eítir Melissu Knox að Wilde hafi dáið úr sýfilis og viljandi reynt að smita konu sína af sjúkdómnum. Holland segir að þetta sé ekki rétt. Það sé ekkert sem bendi til þess að Wilde hafi dáið úr sýfilis. Bókmenntaheimurinn kann að hafa tekið Wilde í sátt, en samkyn- hneigðir kreíjast þess að dómurinn sem hann fékk verði látinn niður falla. Þrátt fyrir þá staðreynd að Wil- de var dæmdur samkvæmt lögum sem enn em í gildi, þá er Holland ekki sérlega fylgjandi þessu. Ég held að Wilde myndi álíta sem svo að það væri verið að gera lítið úr því sem hann gekk í gegnum. Það sem er kaldhæðnislegast við þessa sátta- gjörð nútímans við Wilde er að hún réttlætir það sem hann hélt svo yfir- lætislega fram um sjálfan sig: „Ég hreyfði svo við ímyndunarafli aldar minnar að hún bjó til þjóðsögur og goðsagnir um mig. Ég felldi öll kerfi í eina setningu og alla tilveru í eitt spakmæli." Wilde hefur án efa fylgst með at- höfninni í Westminster Abbey í gær, glottandi. Byggt á Independent on Sunday / mám Olís a Internetið OIís náði forskoti á hin olíufé- lögin á dögunum og varð fyrst þeirra til að tengjast Internet- inu. A heimasíðu fvrirtækisins (http://www/mmedia.is/olis) er að finna almennar upplýsingar um starfsemi félagsins og þær vörur og þjónustu sem í boði eru. I gegnum Internetið verður í náinni framtíð hægt að ganga frá pöntunum á öllum þeim vöruflokkum sem Olís hefur uppá að bjóða. Heimasíða fyrir- tækisins er unnin af tölvufyrir- tækinu Margmiðlun hf. og upp- lýsingadeild Olís. Textanum fylgja landakort og myndir sem sýna hvar á landinu OIís býður þjónustu fyrir sjávarútveg, landstarfsemi eða flugrekstur... Nœturregn Davíðs Sinfóníuhljómsveit Norður- lands boðar til rammíslenskar þorragleði um næstu helgi. Hljómsveitin flytur nýtt íslenskt tónverk eftir Hróðmar I. Sigur- björnsson við ljóðið Nœtur- regn eftir Davíð Stefánsson. Auk þess verða önnur íslensk verk á tónleik- unum sem verða í Akur- eyrarkirkju á laugardaginn klukkan 20:30 og í Islensku óper- unni á sunnudaginn klukkan 16:00. Stjomandi verður Guð- mundur Oli Gunnarsson... Kristín frá Munkaþverá í miðsal Kjarvalsstaða gefur á að h'ta myndir eftir Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá, en hún hefur um nokkurt skeið verið leiðandi afl í íslenskri vef- list. Kristín hefur um árabil kynnt til sögunnar ný og fram- andi efnistök ásamt því að end- urnýja formgerðina með tilvís- un í ritlistina. Frjótt hug- myndaflug þykir einkenna verk hennar og þar kemur skýrt í Ijós þekking listamannsins á sögu, hefðum og efninu sjálfu; næm skynjun á samtímann og dirfska við að flétta saman ólík- ar listgreinar... Davíð Stefánsson Tónleikar í Hlaðvarpanum Kósý MR-ingar í Kaffileikhúsinu Kaffdeikhúsið í Hlaðvarpanum hefur frá því október staðið fyrir leiksýningum og hafa þegar verið frumsýnd átta verk. Nú hefur ver- ið ákveðið að bæta við dagskrá leikhússins og bjóða uppá tónlist á sunnudagskvöldum. Fyrsta tón- listarkvöldið verður á sunnudag- inn klukkan 21:00 og er það hljómsveitin Kósý sem þá leikur sína Ijúfu tónlist fyrir gesti. Hljómsveitin er gestum Kaffileik- hússins að góðu kunn því hún hef- ur gjaman komið fram eftir sýn- ingar þess. Sveitina skipa fjórir MR-ingar á aldrinum 18 til 19 ára og koma þeir víða við í lagavali og túlkun. Hljómsveitin Kósý: Úlfur Eldjárn, Ragnar Kjartansson, Markús Þór Andrésson og Magnús Ragnarsson. Má þar finna íslenskar dægur- flugur innan um suðræna slagara og franska kaffihúsatónlist í bland við norræn einsemdarljóð, fjöruga hópsöngva, poppsmelli frá Bretlandseyjum og jafnvel smá klassík að hætti Beethoven og Mozart. Inná milli laga bregða piltamir á leik, sýna galdrabrögð, segja brandara og spjalla við áhorfend- ur. Tónlistarllutningur Kósý er ákaflega fágaður og útsetningar fmmlegar og íjölbreyttar; huggulegheitin í fyrirrúmi - ein- sog nafn hljómsveitarinnar gefur jú til að kynna. ALÞYÐUFLOKKURINN KJORDÆMISRAÐ ALÞÝÐUFLOKKSINS ' REYKJANESKJÖRDÆMI Fundur í Gaflinum Kjördæmisráð Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi heldur fund í Gaflinum, Hafnarfirði, fimmtudaginn 16. febrúar, klukkan 17:00. Dajgskrá: 1. Akvörðun um uppstillingu á framboðslista til alþingiskosninga. 2. Önnur mál. Formaður. ALÞYÐUFLOKKURINN Á VESTFJÖRÐUM Kosningamiðstöðin Kosningamiðstöð Alþýðuflokksins á Vestfjörðum hefur verið opnuð á 4. hæð Kratahallarinnar við Silfurtorg á ísafirði. Fyrst um sinn verður hún opin allan daginn, alla daga. Kosningastjóri er Gísli Hjartarson sem jafnframt er ritstjóri Skutuls, málgagns jafnaðarmanna í kjördæm- inu. Sími skrifstofunnar er 94-5348 og myndsendir er 94-5346. Farsímanúmer kosningastjóra er 985-39748 og heimasími hans er 94-3948. Jafnaðarmenn á Vestfjörðum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.