Alþýðublaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Island og alþjóðahyggjan Sem kunnugt er sýndi Sjónvarpið fyrir skömmu þátt byggðan á skjölum fra Stasi, leyniþjónustu Austur-Þjóð- veija. Fjallað var um nokkra íslenska námsmenn sem stunduðu nám f Austur- Þýskalandi fyrir nokkrum ára- tugum. Fátt mark- vert kom ffam í þáttunum, en því meiri hávaði hefur orðið útaf þeim síð- an, meðal annars á Alþingi. Reynt að veiða fátæka námsmenn í net Á þessum tíma var erfiðara en nú að komast til náms í útlöndum og forystu- menn sósíalista notuðu sambönd sín til að koma efnilegum mönnum í ódýrt nám austantjalds. Eflaust hafa þeir von- að að þama yrðu ræktaðir framtíðarleið- togar sósíalista og trúlega hafa ausutn- tjaldsmenn hugsað það sama og reynt að veiða nemana í net sín og gera þá sér háða. Um árangur hefur fátt fundist, enda urðu fæstir þessara manna pólit- ískir leiðtogar. Kommúnistaflokkur íslands var sem kunnugt er hluti af alþjóðahreyfmgu kommúnista og átti því náin tengsl við aðra kommúnistaflokka og ráðamenn í ríkjum sósíalista eftir að þau komu til. Tengsl héldu áfram eftir stofnun Sósfal- istaflokksins og einnig eftir stofnun Al- þýðubandalags, og glæðumar lifa enn þótt samböndin séu trúlega rofnuð. Þama er að fmna eina helstu ástæðuna íyrir hasamum sem gert hefur Alþýðu- bandalagið nær óstarfhæft á seinni ár- um. Samskipti við stórveldi ræktuð í öllum flokkum Vfst er að ráðamenn annarra flokka ræktu einnig samskipti við ráðamenn stórveldanna og gera eflaust enn, og kannski leyniþjónustur þeirra trúlega enn. Alþýðuflokkurinn er að ég best veit sá eini sem opinberað hefur sambönd sín við ráðamenn annarra þjóða, að minnsta kosti að talsverðu leyti. Um þetta má úl dæmis lesa í bókum Þor- leifs Friðrikssonar sagnfræðing um átökin í Alþýðu- flokknum. Þar kemur ffam að ís- lenskir stjómmálamenn hafa verið í miklu virkara alþjóðlegu póliúsku um- hverfi en sauðsmrtur almúgi gerði sér grein fyrir, þar á meðal undirritaður. Ég hefði úl að mynda neitað að trúa því - þótt ólyginn hefði sagt mér - að Gerhardsen, Hans Hedtoít og Tage Er- lander hefðu skipt sér af hreppsnefndar- kosningum í Kópavogi, eða forsætis- ráðherra Islands hefði ráðgast við utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna um það hvort reka ætti Hendrik Ottósson frétta- mann frá Ríkisútvarpinu. Hvers vegna varð Héðinn að standa einn? Aflt er þetta merkileg sagnffæði, ekki vegna nomaveiða úr foitíðinni, heldur vegna áhrifa þessarar alþjóða- hyggju á íslenskt þjóðfélag og mótun þess. Hver vom úl dæmis áhrif alþjóða- hyggjunuar á verkalýðshreyfinguna? Og hvers vegna varð Héðinn Valdi- marsson að standa nær einn í baráttunni fyrir mannsæmandi húsnæði handa al- menningi, og hvers vegna tók enginn við af honum þegar hann varð að hætta, þvf hann vildi ekki samþykkja innrás Rússa í Finnland! Margar slíkar spum- ingar vakna þegar skoðað er fmmkvæð- isleysi og ég vil segja fáráðlingsháttur verkalýðsforystu og sósíalista ffammi fyrir vandamálum fólksins. Mér sýnast bein tengsl á milli vanrækslu stefnumót- unar og áðumefndrar alþjóðahyggju. Höfundur er skáld og formaður Leigjendasamtakanna. „Allt er þetta merkileg sagnfræði, ekki vegna nornaveiða úr fortíðinni, heldur vegna áhrifa þessarar alþjóðahyggju á íslenskt þjóðfélag og mótun þess. Hver voru til dæmis áhrif alþjóða- hyggjunnar á verkalýðshreyfinguna? Og hvers vegna varð Héðinn Valdimarsson að standa nær einn í baráttunni fyrir mannsæmandi húsnæði handa almenningi, og hvers vegna tók enginn við af honum þegar hann varð að hætta, því hann vildi ekki samþykkja innrás Rússa í Finnland!“ Viti menn Stóru tíðindin í þessari könnun eru algjört hrun Þjóðvaka sem er orðinn minni en Alþýðuílokkurinn. Ólafur Ragnar Grímsson um niður- stöður skoðanakönnunar DV í gær. Einn er sá maður í Sjálfstæðis- tlokknum sem ekkert var að reyna að fá Eggert til að hætta við, en það var Sunnlending- urinn sem í æsku bað guð um tyggjó á Selfossi, sjálfur Davíð Oddsson. Garri Tímans í gær. Því miður er Svavar Gestsson pólitískt lík í lest Alþýðubandalagsins. Hann var erfðaprins valdakjarna flokksins, sá sem varðveitti hinn sögulega arf hans. Birgir Hermannsson. Kjallaragrein í DV í gær. Svavar Gestsson stendur nú í öskunni upp að hnjám. Mitt í rústum sósíalismans stendur hann samt vígreifur og hrópar á vegfarendur: Ég er hinn sanni jafnaðarmaður! Fordæmum svikarana! Mótmælum spillingunni! Úr kjallaragrein Birgis Hermannssonar. Hreystimenni dagsins „ B j a r n i Torfason, skurðlæknir á / P Landspítalan- ] um, ákvað að reyna á mér skurðaðgerð við þær aðstæður, að ég var orðinn mjög þreklítill. Hann ásamt öðrum lækni, Kristni Jóhann- essyni, leysti málið það snilldarlega að ég er bara með stálslegið hjarta þessa stundina.. .Þetta er harðasta megr- unaraðferð sem til er að mínu viti. Ég er búinn að léttast uni yfir 25 kíló. Það segir manni kannski að það sé nauðsynlegt að hafa ein- hvem forða utaná sér áður en mað- ur fer inn á spítala, því þetta er varla nema fyrir fullhrausta menn að vera þarna inni þegar sjúkdóm- ar heija á þá,“ - segir Ólafur Pórðarson, alþingismaður Framsóknar- flokksins, í viðtali við Timann í gær. Hinumegin "Farside" eftir Gory Larson. Alþýðubandalagsmenn á Vestfjörðum hafa nú birt listann sinn. Kristinn H. Gunnarsson hélt efsta sætinu, en hart var að hon- um sótt í forvali flokksins enda þykir hann hvorki hafa verið áberandi né at- orkusamur þing- maður. Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður Verkalýðs- og sjómannafé- lagsins Súganda á Suðureyri er í 2. sæti og Bryndís Frið- geirsdóttir kennari á ísa- firði í 3. sæti. Mikil óvissa einkennir stöðu Alþýðu- bandalagsins á Vestfjörðum nú sem jafnan fyrr. Yfirleitt hefur flokkurinn átt erfitt uppdráttar í kjördæminu, og kunnugir spá því að sú verði raunin að þessu sinni... Ekki sér fyrir endann á vandræðaganginum í Þjóðvaka. Aðeins er búið að birta Iista í einu kjördæmi, Norðurlandi eystra, auk þess sem tvö efstu sætin á Reykjanesi voru skipuð á frægum fundi um síðustu helgi. I flestum öðmm kjördæmum er nú mikil óvissa um efstu menn. Sveinn Allan Mort- hens leitar logandi ljósi á Norðurlandi vestra að kandídat í 1. sæú en til skamms úma gengu menn út frá því að hann leiddi listann. Nú síðast leitaði hann hófanna hjá Stefaníu Sigur- björnsdóttur á Siglu- firði. Á Vesturlandi hefur Runólfur Ágústsson leitað til fjölmargra um að taka sæti á lista Þjóðvaka. Hann virðist ekki alltaf hafa unnið heimavinnuna sína, og þannig leitaði hann meðal annars til fólks sem verður á framboðslista Alþýðu- flokksins. Framboð Þjóð- vaka á Austfjörðum er enn þoku hulið. Þar er búið að bera víumar í marga, en án árangurs. Á Suðurlandi er enn reiknað með því að Þorsteinn Hjartarson skólastjóri leiði listann, en lítið hefur heyrst til Þjóð- vaka í kjördæminu uppá síð- kasúð... JV Týjasta mynd J. > Friðriks Þórs Friðrikssonar virðist ekki ætla að ná þeim miklu vin- sældum sem sumir bjuggust við. Yfir- leitt hefúr Cold Fever - Á köldum klaka ekki hlotið mjög góða dóma, og í besta falli dræmt lof. Á Akureyri var hætt að sýna myndina eftir örfáar sýningar vegna líúllar að- sóknar. Myndin þykir ekki höfða til „bíókynslóðarinn- ar“, það er að segja fólks á aldrinum 15 til 25 ára. Það má því segja að Friðrik Þór sé á köldum klaka... Og Rex! Þú verður að átta þig á því - ræfilskjölturakkinn þinn - að þetta er gallinn við áætlunina: þegar við drepum fröken Önnu og étum með húð og hári, þá mun allt dekrið hætta samstundis. Vísindamenn geta nú rann- sakað hvort fóstur eru með gen sem tengist árásarhneigð. Mogginn í gær. Hjartalokan endist í 2000 ár. Ólafur Þ. Þórðarson, þingmaður Framsóknar, sem nú hefur aftur tekið sæti á Alþingi eftir erfið veikindi. Timinn i gær. Kossar geta kostað 150 kaloríur. Fyrirsögn í Mogganum í gær. Veröld ísaks Oft hefur verið með gantast með óþrifnaðinn sem landlægur var á hinum myrku miðöldum og tímabil- ið þannig gjaman kallað „þúsund ár án baðs“. Að fara í bað var afar MmHMI Fimm á förnum vegi Hvað finnst þér um boðað verkfall kennara? Viðar Ólason, sjómaður: Em þeir að fara í verkfall eða hvað? Pétur Sigurðsson, sjómaður: Þetta er erfitt fyrir nemendur sem þurfa að ljúka prófi og þá einnig þá nemendur sem em áhugasamir. Jóhann Pálsson, sjómaður: Þetta er erfitt fyrir kennara sem em láglaunastétt. Sólveig Friðfinnsdóttir, safn- vörður: Það er ekki nógu gott því þjóðfélagið getur ekki greitt hærri laun. Andrés Björnsson, nemi: Mér líst vel á það, enda gott að fá ftí í tvær úl þrjár vikur. sjaldgæf iðja í Evrópu á þessum tíma og er það einkunt rakið til þess, að hin kristna kirkja áleit eina ógurlegustu synd sem ftemjanleg var, að bera líkamann - jafnvel gagnvart manni sjálfum. Það var ekki fyrren árið 1641 sem framleiðsla á sápu hófst í Englandi. Trúarbragðapólitíkin var aðeins tekin að mildast um þetta leyti, en boð og bönn ásamt óhóflegri skattlagningu stjómvalda urðu þess valdandi að sápuiðnaðurinn þróaðist hægar en ella hefði orðið. Byggt á staöreyndasafninu „Isaac Asimov's Book of Facts", sem ritstýrt er af samnefndum höfundi tæplega 200 vísindaskáldsagna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.