Alþýðublaðið - 22.02.1995, Síða 1

Alþýðublaðið - 22.02.1995, Síða 1
Kjarasamningar í samræmi við ályktanir aukaflokksþings Alþýðuflokksins Tíu milljarða kjarajöfnun - segir Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins. „Kjarni þeirra kjarasamningar sem náðust er nákvæmlega í anda þeirrar stefnu sem aukaflokksþing Alþýðuflokksins markaði. Efna- hagsbati upp á tíu milljarða króna er nýttur til kjarabóta sem einkenn- ast af fastri krónutölu og sérstökum kaupauka til hinna lægst launuðu á þess að stefna stöðugleikanum til framtíðar í hættu. Lífskjarajöfnun af þessu tagi hefur ekki áður tekist í kjarasamningum svo lengi sem elstu menn muna,“ segir Jón Bald- vin Hannibalsson, utanríkisráð- herra og formaður Alþýðuflokks- ins, í viðtali við Alþýðublaðið. „Þessir kjarasamningar innsigla að sá árangur í efnahagsmálum sem þessi ríkisstjórn hefur náð með Jón Baldvin: Þessir kjarasamning- ar innsigla að sá árangur í efna- hagsmálum sem þessi ríkisstjórn hefur náð með þrautseigju og þol- inmæði hefur skilað árangri. A-mynd: E.ÓI. þrautseigju og þolinmæði - með því að standa fast við framtíðar- stefnu og víkja ekki af þeim vegi með undirtektum við gylliboð og skrum - hefur skilað árangri. Ríkis- stjórnin hefur afnumið tvísköttun á lífeyri með öllu og tryggt hækkun skattleysismarka. Stjórnin hefur þegar með verulegum árangri beitt sér gegn skattsvikum. Sennilega er ekki hægt að nefna dæmi um það í tíð fyrri ríkisstjórna að jafnmikill árangur hafi náðst í þeim efnum. Menn geta borið saman há- stemmdar yfirborðstillögur stjórn- arandstöðuflokkanna sem byggja á skyndilausnum og töfrabrögðum fyrir kosningar og þeim áþreifan- lega árangri sem stjórnarflokkarnir hafa hér náð undir lok kjörtímabils og segir allt sem segja þarf um ár- angurinn sem náðst hefur á erfiðum tímum þrátt fyrir þrengingar og harða gagnrýni á undanförnum ár- um,“ sagði Jón Baldvin Hannibals- son. Sjá viðtal á blaðsíðu 7. Óvæntar „deilur“: Hið óháða framboð Ögmundar Jónassonar leggst illa í Óháða listann í Háskólanum Fylgisaukning Alþýðuflokksins „Fylgi okkar mun halda áfram að aukast" - segir Sigbjörn Gunnarsson um niðurstöður skoð- anakönnunar Félagsvísindastofnunar. Alþýðuflokkur með 10,5%. Fylgi hrynur af Þjóðvaka og Kvennalista. „Niðurstöðumar em sannarlega ánægjulegar. Þetta sýnir að við emm á réttri braut, og ég á ekki von á öðru en að fylgi okkar muni halda áfram að vaxa,“ sagði S i g b j ö r n Gunnarsson, formaður þing- flokks Alþýðu- flokksins, í gær, þegar Alþýðu- blaðið innti hann álits á niðurstöð- um nýrrar skoð- anakönnunar sem Félagsvísinda- stofnun gerði fyrir Morgimblaðið. Fylgi Alþýðuflokksins er nú 10,5%, en fyrir nokkrum vikum var það komið niður í 5%. Allar kannanir síðustu vikur staðfesta að flokkurinn er í sókn. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur nú 39,8% fylgi, samkvæmt könn- un Félagsvísindastofnunar. Alþýðu- bandalagið hefur 15,6%, Framsókn 18,7%, Kvennalistinn 3,9% og Þjóð- vaki 10,5%. Fylgi Kvennalistans og Þjóðvaka hefur hmnið sfðustu vikur. Aðspurður sagði Sigbjöm að skýr- ingar á fylgisaukningu Alþýðu- flokksins væm einkum tvær: „Deilur hafa nú verið settar niður í flokknum og heyra til liðinni tíð. Þá er mál- efnastaða Alþýðuflokksins sterk og stefnan skýr. Pólitísk umræða snýst í æ ríkari mæli um stefnumál Alþýðu- flokksins." Sigbjöm sagði að staðan í sínu kjördæmi, Norðurlandi eystra, væri Alþýðuflokknum talsvert erfið um þessar mundir. „Við ætlum hinsveg- ar að láta þetta takast. Alþýðuflokk- urinn mun fá mann kjörinn á Norð- urlandi eystra,“ sagði Sigbjörn. Sigbjörn: Fylgi okkar mun halda áfram að vaxa. A-mynd: E.ÓI. „Nýta sér vinsældir okkar" - og við höfum orðið fyrir aðkasti á skemmtistöðum, segir Stefán Sigurðsson, forsvarsmaður Óháða listans. „Lengi lifi húmorinn! Það truflar mig ekkert þó einhverjir hafi kímnigáfuna í Iagi,“ segir Ögmundur. „Við höfum orðið fyrir aðkasti á skemmtistöðum útaf þessu og því leggst þetta ekki vel í okkar fólk,“ sagði Stefán Sigurðsson, einn af forsvarsmönnum Oháða listans í Há- skóla Islands, vegna framboðs Ögmundar Jónassonar með Al- þýðubandalaginu, en Ögmundur tal- ar einmitt um sjálfan sig og sitt stuðningsfólk sem „óháða.“ Stefán varð fyrir svörum vegna ályktunar sem stjóm Óháða listans sendi frá sér til að árétta það að engin tengsl væm á milli listans og Ögmundar. Óháði listinn í Háskólanum bauð fram í síðustu stúdentaráðskosning- um og fékk einn mann kjörinn. Stjóm listans sendi frá sér ályktun í gær þar sem „af gefnu tilefni" er áréttað, að „Samtök óháðra, sem Ög- mundur Jónasson leiðir og fara l'ram með Alþýðubandalaginu í Reykja- vík í næstu þingkosningum, tengjast Óháða listanum, sem bauð frant til Stúdentaráðs árið 1994, ekki á neinn hátt. Engar viðræður milli samtak- anna tveggja hafa átt sér stað. Því lít- ur Óháði listinn það alvarlegum aug- um að tilraun sé gerð til að notfæra sér vinsældir og fylgi hans í Háskól- anum. Mikilvægt er að kjósendur geri sér grein fyrir þessu og þeim mun sem er á stefnuskrá og hug- myndafræði þessara tveggja sam- taka.“ Undir þetta ritar stjóm Óháða listans. Stefán sagði að Óháðir hefðu boð- ið fram í Háskólanum í fyrra og lagt sérstaka áherslu á menntamál. Þeir hefðu notið töluverðra vinsælda og ekki hefði vantað mörg atkvæði upp á að listinn fengi tvo rnenn kjöma í stúdentaráð. „Nú er komið fram framboð óháðra með Alþýðubanda- laginu sem ekki nýtur jafn mikilla vinsælda og því er líklegt að þeir séu að einhverju leyti að reyna að spila inn á vinsældir okkar,“ sagði Stefán að lokunt. Alþýðublaðið hafði samband við Ögmund Jónasson í gær og spurði hvemig honum litist á þennan mál- flutning Óháða listans í Háskólan- um: „Eg held ég svari þessu bara með því að segja: Lengi lifi húmor- inn! Annað hef ég ekki um það að segja.“ En hvað finnst Ögmundi um að forsvarsmenn Óháða listans verði lyrir aðkasti á skemmtistöðum vegna meintra tengsla við Ögmund og „óháða"? „Það tmflar mig ekkert þó einhverjir hafl kímnigáfuna í lagi. Þetta er ágætt mál.“ Háskólakórinn undir stjórn Hákons Leifssonar jr „Unglíngurinn í skóginum - eftir Halldór Laxness, flutt í dag. n Háskólakórinn undir stjórn Há- kons Leifssonar kemur fram á há- skólatónleikum í dag, miðvikudag, íNorræna húsinu klukkan 12:30. A efnisskrá tónleikanna er Unglíng- urínn í skóginum, tónlist Hákons Leifssonar við ljóð Halldórs Lax- ness sem samið var í fyrra fyrir kór- inn; tjögur þjóðlög í útsetningu Hafliða Hallgríinssonar og þrjú þjóðlög í útsetningu Johns He- arne. Háskólakórinn var stofnaður árið 1972 uppúr óformlegum söng- liópi nokkuira stúdenta við Háskóla Islands. Aðgangseyrir á háskóla- tónleikana í Norræna húsinu á morgun er 300 krónur, ókeypis inn fyrir handhafa stúdentaskírteina. Háskólastúdentar kjósa á þriðjudag Erum með sigur- stranglegan lista - segir Þóra Arnórsdóttir, sem skipar 1. sæti á lista Röskvu til Háskólaráðs. Lífsnauð að fá fram breyting- ar á Lánasjóðnum. „Okkar barátta snýst fyrst og fremst um hagsmuni stúdenta. Við byggjum á ákaflega sterkum gmnni, Stúdentaráð hefur einfaldlega skilað gríðarlega góðu starfi undir stjóm Röskvu síðustu ár. Eitt það mikil- vægasta sem liggur fyrir er að ná saman breiðfylkingu námsmanna og þrýsta á alla flokka fyrir kosningar að koma fram með heilsteypta stefnu í menntamálum. Það er lífsnauðsyn að fá í gegn breytingar á Lánasjóðn- um, sem og að Háskólinn fát fjár- veitingartil að halda uppi að minnsta kosti lágmarkskennslu og rannsókn- um. Eg tel listann mjög sigurstrang- legan og vona að kosningabaráttan verði málefnaleg f alla staði," sagði Þóra Arnórsdóttir, efsti maður á lista Röskvu til Háskólaráðs, að- spurð um hvernig henni litist á loka- sprett kosningabaráttunnar f Háskól- anum, en þar er kosið 28.febrúar næstkomandi. Óháðir bjóða ekki frarn lista að þessu sinni. en þeir fengu einn mann kjörinn í Stúdentaráð í síðustu kosn- Þóra: Stúdentaráð hefur skilað gríðarlega góðu starfi undir stjórn Röskvu síðustu ár. A-mynd: E.ÓI. ingum og vantaði einungis örfá at- kvæði til að vinna annan mann. Röskva, félag félagshyggjusinnaðra stúdenta, hefur verið í meirihluta síð- ustu fjögur ár með 16 menn en Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta hef- ur 13. Blaðið í dag: Raunsæi og réttlæti - Fylgis- hrun Kvennálistans Leiðari: 2 Þjóðvaki er á hefðbundinni braut sprengiframboða Önnur sjónarmið: 2 Tengslin á milli ESB og landsbyggðar Jón Þór Sturiuson: 3 Stórauknar vamir gegn vímuefnum, kynþáttahatri og ofbeldi Rannueig Guðmundsd:. 4 Hvort er hún kjarkmikið kamel- ljón eða töfrandi ljósálfur? Hrönn Hrafnsdóttir: 4 og 5 Hörkusýning: Taktu lagið Lóa! á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins Leikdómur: 6 íslendingar eiga ^egar ístaðað úefja hvalveiðar - með gát Viðtöl Alþýðublaðsins: 8

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.