Alþýðublaðið - 22.02.1995, Side 3

Alþýðublaðið - 22.02.1995, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Evrópusambandið og landsbyggðin Út úr ótal skoðanakönnunutn má lesa að landsbyggðarfólk sé nei- kvæðara gagnvart aðild að Evrópu- sambandinu en þeir sem búa á höf- uðborgarsvæðinu. Þessa niðurstöðu get ég engan veg- in skilið. Að vísu hafa fylgismenn aðildarumsóknar lagt mikla áherslu á bættan hag neytenda vegna lækkunar á land- búnaðarafurðum við aðild og þá eðlilegt að bænd- ur og búalið rísi upp á afturfætuma. Sömuleiðis hefur sjávarútvegsstefna ESB verið helsti þröskuldur í vegi aðildar íslands inn í Evrópusam- bandið og eðlilegt að ætla sem svo að andstaða við ESB-aðild á gmnd- velli sjávarútvegsmála sé mest á landsbyggðinni. Misskilningur á misskilning ofan Báðar þessar skýringar em þó á misskilningi byggðar. Sú fullyrðing að aðild að Evrópusambandinu myndi kollvarpa afkomu bændastétt- arinnar er alröng. Þvert á móti ntyndi aðild fela í sér aukin tækifæri fyrir ís- lenska framleiðendur, sérstaklega á sviði sauðtjárræktar og Kfrænnar framleiðslu. Innan ESB ríkir fríversl- un með landbúnaðarafurðir. Frant- leiðslan er þó ríflega styrkt en sá styrkur er í ílestum tilfellum ekki framleiðslutengdur. Um leið og ís- lendingar gætu keypl evrópskar landbúnaðarafurðir gætu íslenskir framleiðendur í fyrsta skipti komið sínum vömm á markað á viðunandi verði. I aðildarviðræðum Svíþjóðar, Noregs og Finnlands við Evrópu- sambandið fékkst sú niðurstaða að landbúnaður á norðlægum slóðum (norðan 62. breiddargráðu) myndi njóta sérstöðu. Stjórnvöld í Svíþjóð og Finnlandi geta nú stutt landbúnað Pallborðið Jón Þór Sturluson skrifar á umræddum svæðum umfram það sem sameiginleg landbúnaðarstefna ESB (CAP) gerir. Heildarstuðningur við landbúnað má þó aldrei verða meiri en hann var við undirritun samninganna. Ef ísland yrði aðili að Evrópusam- bandinu myndi þetta ákvæði gilda fyrir allt landið og það því nær algerlega undir Islenskum stjórnvöldum komið hversu landbúnaður yrði mikið íslenskur styrktur. Yfirrád yfir audlindunum er skilyrdi Ottinn við að missa yfirráðin yfir auðlindinni er sömuleiðis ástæðu- laus. Fyrst og fremst vegna þess að sjávarútvegsstefna ESB byggir á reglunni um hlutfallslegt jafnvægi í veiðum (það sem kallað er „relative stability") sem þýðir einfaldlega að aðrar ESB-þjóðir hefðu ekki rétt til veiða hér við land því engin veiði- reynsla er fyrir hendi. Forystumenn þeirra þjóða sem helst hafa hags- muna að gæta (til dæmis Spánar) hafa cnn fremur lýst því yfir að ekki verði krafist veiðiheimilda í fslenskri landhelgi, sækjum við um aðild. Alþýðuflokkurinn, eini stjórn- málaflokkurinn sem vill semja um aðild að Evrópusambandinu, hefur lýst því yfir að framsal á auðlindum hafsins komi ekki til greina. Ef sam- eign þjóðarinnar á fiskistofnunum yrði fest í stjómarskrá yrði þetta gull- tryggt. ESB-andstæðingar þyrftu þá að finna sér haldbetri rök en kratafó- bíuna eina saman. Uppbyggingarstefna ESB I allri umræðunni um aðild að Evrópusambandinu eða ekki, eða öllu heldur umræðunni um hvort rétt „Alþýðuflokkurinn, eini stjórnmálaflokkurinn sem vill semja um aðild að Evrópusambandinu, hefur lýst því yfir að framsal á auðlindum hafsins komi ekki til greina. Ef sameign þjóðarinnar á fiskistofnunum yrði fest í stjórnarskrá yrði þetta gulltryggt. ESB-andstæðingar þyrftu þá að finna sér haldbetri rök en krata- fóbíuna eina saman.“ væri að ræða málið yfir höfuð, hefur lítið sem ekkert verið minnst að upp- byggingarstefnu Evrópusambands- ins. Líklegt er að umtalsverðar fjár- hæðir gætu fengist til atvinnu- og innviðauppbyggingar á landsbyggð- inni. Við inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í Evópusambandið urn síðustu áramót var settur á stofn nýr styrkflokkur innan uppbyggingar- stefnunnar, sem snýr að svæðum þar sem byggð er mjög dreifð (færri en 8 á hvern ferkílómetra). Island eins og það leggur sig passar inn í þessa skil- greiningu, en líklegt er að höfuð- borgarsvæðið yrði undanskilið. Auðvitað má deila um allar slíkar styrkveitingar. En uppbyggingar- stefnu Evrópusambandsins má ekki rugla saman við byggðastefnu að ís- lenskum sið. ESB myndi ekki veita íslenskum fyrirtækjum beina styrki eða niðurgreidda lánafyrirgreiðslu heldur fyrst og fremst almenna að- stoð við uppbyggingu, samgöngur og nýsköpun í þeim tilgangi að við- halda byggð í landinu og skapa fjöl- breyttara atvinnulíf. Af hverju þessi neikvædni? En af hveiju er landsbyggðarfólk svo andsnúið aðild að Evrópusam- bandinu? Annað hvort eru aðrir þættir en landbúnaður, sjávarútvegur og byggðamál fólki efst í huga eða það er ekki nægilega uppiýst um staðreyndir ntálsins. Eg held að síð- ari skýringin hljóti að vera sú rétta. Það er þó engan vegin fólkinu sjálfu að kenna, að umræðan hefur alls ekki verið nægilega uppfræðandi. Abyrgðin er í höndum þeirra sem neita að ræða málið. Það er hins veg- ar hlutverk Alþýðuflokksins og ann- arra sem vilja láta reyna á samninga við Evrópusambandið að hafa for- ystu um kynningu á þessum sem öðrum þáttum Evrópumálanna. Höfundur er hagfræðingur og formaður Sambands ungra jafnaðarmanna. Grís dagsins Ólafur Ragnar - Grímsson virð- , —w ist ætla reyna grísa á að " - Davíð Odds- son verði þann- ig stemmdur eftir kosningar, að honum hugnist að mynda stjórn með Alþýðu- bandalaginu. Sú var allavega trú Garra í Tímanum í gær: „Ekki er hægt að skilja Alþýðu- bandalagið öðruvísi en svo að ill- gerlegt sé að vinna með Fram- sóknarflokknum...Á Stöð 2 um helgina afneitaði Ólafur Ragnar líka Jóni Baldvini Hannibals- syni og sagðist aldrei munu vinna með honum í ríkis- stjórn...Ólafur Ragnar hefur lýst því yfir að framboð Jóhönnu Sigurðardóttur og þeirra Þjóð- vakamanna sé til mikillar óþurft- ar og spilli og skemmi...Kvenna- listinn og Alþýðubandalagið hafa lengi eldað grátt silfur og ekki hefur sambandið batnað við að Kvennalistinn hryggbraut Ólaf í fyrrahaust...Vinstri vonin hjá Ólafi Ragnari er að styðja Davíð Oddsson til áframhald- andi setu í stjórnarráðinu." Nú...? Framsóknarmenn á Norð- urlandi eystra héldu kynningarfund á framboðs- lista sínum um daginn. Það er ekki í frásögur færandi, en fulltrúar hinna framboð- anna fyrir norðan eru afar óánægðir með að kynningin fór fram í Listasafni Ak- ureyrar í Listagilinu á venjulegum opnunar- tfma. Blásaklausir gestir og listunnendur urðu þannig þátttak- endur í framboðs- kynningu Framsóknar. I öðrum flokkum þykir mönnum að framsóknar- menn hafi með þessu mis- notað aðstöðu sína. Gárung- arnir valinkunnu hafa hins- vegar það eitt við framboðs- kynningu Framsóknar að at- huga, að hún hefði fremur átt að fara fram á minjasafni en listasafni... Menningarverðlaun DV verða afhent innan tíð- ar, og bíða margir listamenn spenntir enda njóta verð- launin almennrar viðurkenn- ingar. I bókmenntum eru fimm bækur tilnefndar, eftir Hallgrím Helgason, Sjón. Jakobínu Sigurðar- dóttur, Baldur Ósk- arsson og Vigdísi Grímsdóttur. Full- víst þykir að annaðhvort |, Hallgrímur eða Sjón hreppi hnossið. Sú hefð hefur skapast að handhafi Is- lensku bók- menntaverðlaun- anna fær ekki menningarverðlaun DV og því er næsta víst að Vigdís Grímsdóttir bætir ekki einni rósinni enn í safnið. Skáld- sögur Sjóns og Hallgríms fengu mjög góða dóma gagn rýnenda, og bók Hallgríms seldist einsog heitar lumm- ur. Hvorugur var hinsvegar tilnefndur til íslensku bók- menntaverðlaunanna... Sérframboð Péturs Bjarnasonar á Vest- Ijörðum veldur miklum titringi innan Fram- sóknarflokksins. Harðir stuðnings- menn Gunn- laugs M. Sig- mundssonar. hins nýja oddvita Framsóknar á Vestfjörðum, er afar óhressir með það sem þeim þykir vera linkuleg viðbrögð flokksforystunnar. Halldór Asgrímsson og aðrir forystumenn hafa í lengstu lög forðast að afneita framboði Pét- urs, og láta að því liggja að hann verði veikominn í þingflokk Fram- sóknar, nái hann kjöri. Þetta gerir Gunnlaugi auðvitað erfitt að treysta sig í sessi sem leiðtogi vest- firskra framsóknarmanna, og vilja hans menn að flokksforystan taki af skarið og „afneiti" Pétri... Hinumegin "Farside" eftir Gary Larson. Fimm á förnum vegi Hvernig líst þér á nýgerða kjarasamninga? Viti menn Þegar Kristrún og Heiðbergur vöknuðu til lífsins mörgum klukkustundum síðar sneru þau fúllyndislega aftur til garð- vinnunnar - og voru fullkomlega ómeðvituð um útvarps- hálsböndin og eyrnamerkin sem líffræðingar geimveranna höfðu kornið fyrir á þeim. Hilmar Sigurðsson, grafískur hönnuður: Mér líst vel á kjara- samningana, sérstaklega hvað tókst að semja á stuttum tíma. Þuríður Jónsdóttir, sjúkra- nuddari: Mér líst ekki vel á þessa kjarasamninga, enda er ég flúin af landi brott vegna slæmrar afkomu. Sonja B. Jónsdóttir, ritstjóri Veru: Kjarasamningarnir eru ekki góðir. Þetta er ekki nóg til að skapa réttlátt þjóðfélag; einkum hvað varðar launamun kynjanna. Margrét Sveinsdóttir, kennari: I fljótu bragði sýnist mér kjarasamn- ingamir hvorki fugl né fiskur. Kolbeinn Bjarnason, tónlistar- maður: Ég hef ekki kynnt mér kjarasamningana nægilega vel til að leggja mat á þá. Ég hef beðið þess í 110 ár að öðlast frægð og ætla því að njóta stundarinnar vel. Jeanne Calment, sem varð 120 ára í gær. Morgunblaðið. F'yrir 30 árum hafði lögfræðingur í Arles augastað á íbúð Calment og samdi um það við hana, að hann skyldi greiða henni 34.000 krónur á niánuði meðan hún lifði gegn því að fá íbúðina að henni látinni. Nú er hann búinn að borga íbúðina að minnsta kosti þrisvar sinnum og er sjálfur kominn á eftirlaun, 77 ára gamall. Frétt Morgunblaðsins af eldhressri 120 ára Jeanne Calment. Vinstri vonin hjá Ólafí Ragnari er að styðja Davíð Oddsson til áframhaldandi setu í stjórnarráðinu. Garri Tímans í gær. Nei, ég er ekki ánægður með þessa kjarasamninga. Þetta eru ekkert annað en nauðungarsamningar. Sigurdur T. Sigurösson verkalýðstogi. DV í gær. Kvennalistinn vill þjóðarsátt um stórbætt kjör kvenna. Er einhver á móti því? Kristín Halldórsdóttir, frambjóðandi Kvennó á Reykjanesi. Mogginn í gær. Meintur elskhugi Díönu og fórnarlamb dónasímhringinga hennar: Enn heltekinn af ást til Díönu. Fyrirsögn í DV í gær. Veröld ísaks Mögnuð snilligáfa og botnlaus eymd hafa frá upphafi vega verið tengd sterkum böndum: Gahleó bjó í útlegð mestalla sína ævi, hraktist borg úr borg og endaði að lokum í fangelsi: Descartes dvaldi einnig í útlegð, var neyddur til að gegna herþjónustu og lét á endanum lífið fjarri heimalandi sínu; Andreas Vesalius, franski líf- færafræðingurinn, lifði flækingslífi, var ásakaður um villutrú, þjófnað á líkum og aflimun þeirra - á tímabili stóð hann meira að segja á þröskuldi aftöku, en var neyddur til að fara í pílagrímsferðalag til Helga landsins og lét lffið í skipsskaða í þeirri ferð; Kópernikus dirfðist aldrei að gera uppgötvanir sfnar opinberar; Kepler hlaut aldrei þann lífeyri sem keisari hans lofaði honum. „Isaac Asimov's Book of Facts"

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.