Alþýðublaðið - 22.02.1995, Page 8

Alþýðublaðið - 22.02.1995, Page 8
Miðvikudagur 22. febrúar 1995 Verð í iausasölu kr. 150 m/vsk MMÐTOMÐ 30. tölublað - 76. árgangur Alþýðublaðið leitaði í gær til nokkurra einstaklinga og bað þá um álit á því hvort íslendingar ættu að hefja hvalveiðar á ný og þá hvort að það væri kannski eins og að berja höfðinu við steininn, að ætla sér slíkt í andstöðu við hið alþjóðlega samfélag. Svör þeirra flestra voru á eina lund: TÖkum þennan slag Össur Skarphéðinsson, umhverfisráðhérra Veiðar fyrir innanlands- markað „Ég tel það fyllilega réttlætanlegt að veiða hval úr þeim stofnum sem tryggt er að séu ekki í neinni útrým- ingarhættu. Nú liggja fyrir gögn um gnótt hrefnu. Því er ekkert því til fyrirstöðu að við veiðum hrefnu. Þeim rökum að það sé siðferðis- lega rangt að veiða hvali vísa ég á bug. Hvalir eru ein af auð- lindum sjávar og svo lengi sem þær eru nýttar á sjálfbæran hátt, þá tel ég það í lagi. í krafti alþjóðlegra samn- inga gæti reynst erfitt að fmn útflutn- ingsgrundvöll fyrir hvalkjöt, því yrðu þessar veiðar eingöngu fyrir innanlands markað. Hins vegar er þetta prinsippmál fyrir okkur Islend- inga. Við getum ekki látið segja okk- ur fyrir verkum af einhverjum sam- tökum úti í heimi með misjafnlega góðan málstað. Ég vil að lokum vísa í fordæmi frá Bandaríkjunum, þar sem þarlend stjómvöld leifa æva- fornum samfélögum sem öldum saman hafa sótt í hvalinn að veiða áfram. Það má að einhverju leyti beita sambærilegum rökum hér.“ Birgir Þorgilsson, formaður Ferðamálaráðs Skynsamleg nýting „Mér finnst að við Islendingar eig- um að nýta skynsamlega allar þær auðlindir sem landið og miðin hafa upp á að bjóða og þar með taldar hvalveiðar. A sínurn tíma vorum við aldrei í vandræðum með að selja hvalkjötið, en ég þekki ekki hvemig staðan á þeim málum er í dag. Annars er hugs- anlegt að nýta hvalina á annan hátt, í ferðaþjón- ustunni, með því að bjóða upp á hvalaskoðunar- ferðir. Það er ekki vfst að það fari saman að veiða hvalina og sýna þá ferðamönnum. Auðvitað er hugsanlegt að hvalveið- ar gætu skaðað ímynd Islands, en hættan er sú að stutt sé í næstu skref þegar hætt er að veiða hvalina. Hvaða skepna verður friðuð næst og hvar endar það fyrir þjóð eins og Is- lendinga, sem lifa svo mjög á sjávar- fangi.“ Kristín Einarsdóttir, alþingismaður Kvennalista Fylgjandi veiðum „Ég er fylgjandi því að Islending- ar heiji hvalveiðar að nýju. en með nokkmm fyrir- vömm þó: ég tel að til byrja með eigi aðeins að veiða fáar hrefn- ur og þá aðeins fyrir heima- markað; veið- amar verði byggðar á vís- indarannsóknum; hrefnumar séu drepnar á mannúðlegan hátt og farið verði varléga að öllu leyti. Reynsla Norðmanna af veiðunum sýnir að hvorki ferðamannaiðnaður né annar iðnaður eða framleiðsla skaðast af veiðunum ef farið er að öllu með gát. Ég persónulega held að almennings- álitið í heiminum sé alls ekki and- snúið íslendingum eða öðmm hval- veiðiþjóðum og almenningur útí heimi sé okkur sammála um það, að allar auðlindir megi nýta, sé það gert án þess að skaða þær og farið sé skynsamlega að hlutunum. Ég er nokkuð bjartsýn á hvalveiðarnar og tel þetta rétt skref. Islending- ar eiga tvímælalaust að nýta þessa auðlind - en með skyn- semina að leiðarljósi.“ Valgerður Sverris- dóttir, alþingismaður Viðerfið öfl að etja „Já ég tel að við eigum að heija hvalveiðar að nýju. Þetta er auðvitað vandmeð- farið mál, en þetta er spurn- ing um að halda jafnvægi í vistkerfinu. Við verðum að taka úr ö 11 u m stofnum og hér er allt vað- andi í h v a I . Við er- um þar að auki veiðimannaþjóðfélag og eig- um að nota það sem við höf- um til að ná okkur í tekjur. Þó svo að útlitið fyrir sölu á hvalkjöti sé ekki bjart um þessar mundir, þá tel ég að síðar megi gera ráð fyrir sölu á því til Japan. En veiðamar myndu miðast við innan- landsmarkað íyrst um sinn. Ég veit að þetta verður ekkert einfalt mál, þar sem við erum að eiga við öfl úti í heimi sem ekki taka rökum, en sam- kvæmt könnunum sem gerð- ar hafa verið þá virðast Bandankjamenn halda að við stundum hvalveiðar um þess- ar mundir. Ég tel að það hafi ekki verið lögð nógu mikil áhersla á að láta vísindamenn skýra okkar málstað. Einnig tel ég að það hafi verið algert glapræði að ýta Guðmundi Einkssyni hafréttarfræðingi til hliðar. Hann var í forsvari fyrir okkur á alþjóðlegum ráðstefnum og þótti mjög sterkur talsmaður okkar sjón- ariniða." Magnús Guðmunds- son, kvikmynda- gerðarmaður ■ ■ Oll hrædsla er ástæðu- laus ,Já, tvímælalaust. Það liggja margar ástæður fyrir því. Það er þjóðarréttur okkar forsendur fyrir þessum veiðum, vís- indalegar, umhverfislegar og þjóð- réttarlegar. Ef við leyfum útlendum öfgamönnum að taka þjóðina í gísl- ingu með eitthvað málefni og sætt- um okkur við það, þá fyrirgerum við rétti okkar til að lifa íþessu Iandi. Öll hræðsla er ástæðulaus, en þetta þarf að gerast með réttum hætti. Menn þurfa að vera viðbúnir hasar. Ef menn vilja bara lognmollu, þá kom- ast þeir ekkert áfram. Eftir því sem við biðum lengur, því erfiðara verður að hrinda þessu í framkvæmd. Því er þetta engin spuming. Við eigum að hefja hvalveiðar hið fyrsta og í raun réttri ætti þetta að vera kosningamál- ið í ár.“ Stjórnmál, menning og heimur í hnotskurn. Vegna væntanlegrar stækkuriar World. Class og verkfalls kennara bjóðum við þetta einstaka tilboð til 15. mars nk s\ IJNÍV44 1§ v V i m \ J Skeifunni 19, Reykjavík. Símar 553 0000 og 553 5000.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.