Alþýðublaðið - 01.03.1995, Page 1

Alþýðublaðið - 01.03.1995, Page 1
Stuðningsmenn Þorkels Steinars innan Þjóðvaka á Suðurlandi mættu ævareiðir á fund um framboðslistann í gærkvöldi „Við sættum okkur ekki við ofbeldi" - segir Þorkell Steinar Ellertsson sem taldi fundinn geta endað með ósköpum og boðað væri til hans með ólögmætum hætti. Þorkell Steinar Ellertsson: Við sættum okkur ekki við það ofbeldi sem haft er í frammi að undirlagi Láru V. Júlíusdóttur lögfræðings og sérlegs aðstoðarmanns Jóhönnu Sigurðardóttur. A-mynd: e.ói. „Það stefnir hratt í það að þessi fundur seni halda á í kvöld endi með ósköpum. Við ætlum ekki að taka því þegjandi að fá ekki að segja skoðun okkar á röðun á framboðs- listann. Við sættum okkur ékki við það ofbeldi sem haft er í frammi að undirlagi Láru V. Júlíusdóttur lög- fræðings og sérlegs aðstoðarmanns Jóhönnu Sigurðardóttur," sagði Þorkell Steinar Ellertsson bóndi á Ármóti á Rangárvöllum í samtali við Alþýðublaðið seint í gærdag. Átökin innan Þjóðvaka á Suður- landi mögnuðust mjög í gær þegar Alþýðublaðið birti viðtal við Þorkel Steinar þar sem hann greindi frá því að miðstjóm Þjóðvaka hefði beitt þrýstingi til að sniðganga niðurstöðu tilnefninga um skipan 1. sæti fram- boðslista Þjóðvaka í kjördæminu. Þar fékk Þorkell 50 prósent fleiri til- nefningar en Þorsteinn Hjartarson skólastjóri á Skeiðum. Stjórn Suður- landsdeildar Þjóðvaka ætlar að leggja frarn tillögu um skipan þrigg- ja efstu sætanna á félagsfundi í kvöld þar sem Þorsteinn er í I. sæti. „Þessi fundur í kvöld er boðaður með sólarhrings fyrirvara sem er al- gjörlega ólöglegt. Það var ekki fyrr en á mánudagskvöld sem farið var að hringja út og boða fundinn og mér er kunnugt um marga félagsmenn sem ekki hafa fengið neina hring- ingu. Mérer líka kunnugt um að Þor- steinn Hjartarson hefur ásamt fylgd- arliði verið á harðaspretti við að safna fólki sem aldrei hefur komið nálægt Þjóðvaka til að koma á fund- inn í kvöld og greiða atkvæði. Enda er nóg að menn lýsi yfir stuðningi við Þjóðvaka til að mega greiða at- kvæði. Samkvæmt mínum upplýsingum á ekki að leyfa neinar umræður um listann á fundinum í kvöld. Það á ekki að leyfa neinar breytingartillög- ur heldur. Menn niega bara segja já eða nei við þessum lista. Ef listinn verður felldur ætlar stjóm félagsins að vtsa málinu til miðstjómar Þjóð- vaka í Reykjavík og biðja hana að stilla upp lista. Þetla er orðið yfir- gengilegt mál,“ sagði Þorkell Stein- ar. Hann sagði að þegar það hefði legið fyrir hvernig stjómin ætlaði að standa að listanum, hefði tíundi hluti félagsmanna sent kröfu um að boðað yrði til fundar með félagsmönnum með eðlilegum fyrirvara til að ræða framboðsmálin. Það væri skylt að verða við slíkri ósk samkvæmt lög- um félagsins. Því hefði verið hafnað og þess í stað boðað til fundarins í kvöld í hasti. Þorkell Steinar sagðist mæta með þá af sínum fylgismönn- um sem hann næði til. Það væri ljóst að þessar otbeldisaðgerðir fæm ekki þegjandi t' gegn á fundinum. Hann fór hörðum orðum um andlýðræðis- leg vinnubrögð Þjóðvaka varðandi framboðsmálin sem væru í hrópandi mótsögn við allt talið um opin og heiðarleg vinnubrögð. Sjá umfjöllun á baksídu. Smábátaeigendur eru afar óhressir með aðgerðaleysi Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra Kvótabátar verða að fá auknar heimildir - segir Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda. Það verður einfaldlega að auka veiðiheimildir kvótabátanna eða gefa þeim einhvem ákveðinn tíma úr fiskveiðiárinu þar sem þeir gætu til dæmis veitt með krókum. Má þar nefna hugmynd um að kvótabátarnir gætu fengið handfæraleyfi yftr sum- armánuðina sem teldi ekki inn í kvótakerfið. Ég tel að Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra hafi heintild til að gera slíkt en hann hef- ur ekki gert það og virðist ekki lík- legur til að gera það,“ sagði Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda í samtali við Al- þýðublaðið. Arthur sagði nokkrar leiðir færar til auka kvóta smábátanna. „Það er til dæmis til þessi svokallaði jöfnun- arsjóður sem á að notast til jöfnunar þegar tnikil vá er fyrir dyrum á ein- hverjum stöðum. Hann á alfarið að renna til þessara báta í stað þess að renna til hvers einasta skips sem er með þorskveiðiheimildir. Það má Iíka einfaldlega færa aflaheimildir frá þeim hluta llotans sem getur sannarlega bjargað sér á annan hált meðan svona þrengingar eru í þorsk- inunt. Þá á ég við togara og frystitog- ara sem hafa nteira að segja farið og veitt tugþúsundir tonna af þorski annars staðar í heiminum. Það væri því engin goðgá að minnka þeirra þorskveiðiheimildir tímabundið," sagði Arthur. Varðandi viðbrögð stjórnmála- manna við óskum smábátamanna um úrbætur sagði Arthur að Alþýðu- flokksmenn hefðu verið hliðhollir smábátaeigendum. Hins vegarhefðu kratar ekki verið alráðir en raunar væri að linna fylgi við smábátaeig- endur í öllum flokkum. Það yrði gengið eftir því í kosninga- baráttunni að frambjóðendur gleymdu ekki smábátamönnum. Arlhur sagði krókabáta nýkomna úr tveggja mánaða fríi sem löggjaf- inn gæfi þeim alltaf um áramót. Tíð- in hefði verið afspymu leiðinleg frá því banninu lauk 31. janúar. Hins vegar hefði víða verið gott fiskerí þá bátarnir hefðu komist á sjó. Þeir sem hefðu kvóta væm nú að reyna að ná sínum kvóta því á þessunt árstíma væri gott fiskverð og fiskurinn verð- mikill. „Við erum afar óhressir með að þeir smábátar sem em í kvótakerfmu skyldu ekki fá neinar alvömleiðrétt- ingar. Einu aðgerðimar sem stjóm- völd gerðu á síðasta löggjafarþingi var að opna einhverjar gluiur í Fisk- veiðisjóð til lántöku og koma með 40 milljón króna styrk til þeirra sem hafa orðið fyrir þessum skerðingum. Miðað við það milljarðatap sem menn hafa orðið fyrir eru 40 milljón- Arthur: Alþýðuflokksmenn hlið- hollir smábátaeigendum en krat- arnir hafa ekki fengið að ráða einir. A-mynd: E.ÓI. ir auðvitað eins og krækiber í ónefndan stað. Hins vegar má segja að stjómvöld hafi með þessu viður- kennt þann vanda sem við er að etja og við ætlumst til þess að þeir sem setjast á Alþingi næst taki af alvöru á þessum málum en ekki með þessari hálfvelgju," sagði Arthur Bogason. Loðnuævintýri... Gígja VE siglir inn í Vestmannaeyjahöfn með fullfermi af loðnu um síð- ustu helgi. I blaðinu i dag er hressileg frásögn Sigurðar Boga Sævarsson- ar af veiðitúr með Guðmundi VE. Allt um það á miðopnu. A-mynd: e.ói. Aðild Péturs Bjarnasonar á ísafirði að Framsóknarflokknum að enda r „Eg segi mig úr flokknum um helgina" Þá verður framboðslisti Péturs lagður fram og stefnumálin kynnt. „Ég sá þau ummæli Guðmundar Bjarnasonar í Alþýðublaðinu að það jafngilti úrsögn úr Framsóknar- llokknum að fara í framboð fyrir önnur stjómmálasamtök. Þetta er hárrétt hjá Guðmundi. Ég segi mig úr flokknum um helgina þegar fram- boðslistinn verður lagður fram,“ sagði Pétur Bjarnason fræðslustjóri á Isafirði í samtali við Alþýðublaðið í gær. Pétur sagði í samtali við blaðið á dögunum að hann sæi ekki ástæðu til að segja sig úr Framsóknarflokkn- um að sinni þótt hann ætlaði að bjóða fram sérlista. Guðmundur Bjarnason varaformaður flokksins sagði af því tilefni að samkvæmt lög- um flokksins jafngilti það úrsögn fari flokksmaður í frantboð fyrir annan stjórnmálaflokk eða stjórnmálasam- tök. Pétur Bjamason sagði í gær að hann hefði ekki verið að velta þessu sérstaklega fyrir sér meðan hann hefði ekki tilkynnt framboð sitt formlega. Það yrði gert um næstu helgi. Þá yrði opnuð kosningaskrif- stofa, stefnumál lögð fram og frant- boðslistinn kynntur. Það væri því eðlilegt að láta úrsögn úr Framsókn- arflokknum fylgja. „Enda getur rnaður víst ekki verið í einum flokki og boðið síðan fram gegn honum. En að vísu var Sigurlaug Bjarnadóttir áfram í Sjálfstæðisflokknum og mið- stjórn hans þegar hún bauð fram sér- lista hér á sínum tíma,“ sagði Pétur. Stefán Gíslason sveitarstjóri á Hólmavfk mun skipa 2. sætið á fram- boðslista Péturs og vom þeir félagar að vísitera á Ströndum fyrir skömrnu. Að sögn Pétur fengu þeir góðar viðtökur hjá kjósendum. Jóhann risi á Internetinu Jóhann Svarfdælingur Péturs- son, stærsti maður heims um sína daga, getur nú öðlast frægð á ný. I Eyfirska fréttablaðinu er sagt frá því að Júlíus Júlíusson hefur tekið saman margvíslegar upplýsingar um Jóhann risa og komið þeim á Internetið - tölvuvæddu upplýs- ingahraðbrautina sem liggur nú um gjörvalla veröld. Að sögn hlaðsins fékk Júlíus þá hugmynd að koma Dalvík að á netinu og leitaði þessvegna fanga í sögu frægasta íbúa staðarins fyrr og síðar. Hann lét ekki sitja við orðin tóm, heldur leitaði eftir stuðningi frá Dalvíkurbæ til að saga Jóhanns geti orðið aðgengileg þeim 30 milljónum sem hafa að- gang að Intcrnetinu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.