Alþýðublaðið - 01.03.1995, Side 4

Alþýðublaðið - 01.03.1995, Side 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1.MARS 1995 Sigurður Bogi Sævarsson fór á vegum Alþýðublaðsins í veiðiferð um síðustu helgi með loðnubátnum Guðmundi VE. Hann segir ferðasöguna í máli og myndum. Kristján handfjatiar silfraða loðnuna sem er gulls ígildi fyrir blankt þjóðarbú. Stemmningin í brúnni er afur sérstök. Menn talast við í hálfum hljóðum og vita að stundin er að renna upp. Skipstjórinn, sem gengur undir viðurnefninu Karl- inn, er í vígahug og á fiskileitar- tækjum hans má sjá rauða og græna geisla sem segja okkur að hér sé eitthvað að hafa. Hér er loðna. Alveg vaðandi. Mannskap- urinn hefur gert sig kláran og stendur úti á dekki. Loks æpir karlinn „lago!“ - og stýrimaðurinn lætur þau boð ganga áfram út á dekk. Nótinni er rutt fyrir borð og hún látin sökkva niður. Sigldur er hringur, nótinni þannig lokað og fiskurinn silfurlitaði lokaður inni. Síðan er nótin dregin að skipinu og dælunni kastað út. Silfrinu - sem síðar breytist í gull - er dælt um borð. Við erum stödd um borð í loðnuskipinu Guðmundi VE 29 um klukkan eitt aðfararnótt laug- ardagsins 25. febrúar. Skipið er statt á að giska 5 til 10 sjómílur út af Dyrhólaey. Það er lygn sjór. Hér er loðnufloti staddur, rúmlega tíu skip, en loðnugangan sem allir Is- landsbersarnir sverma fyrir færist hratt vestur með suðurströndinni. Þegar blaðamaður setti sig fyrst í samband við skipverja á Guð- mundi, um þarsíðustu helgi, var loðnutorfan út af Ingólfshöfða. Síðan færði hún sig hægt og síg- andi vestur með landinu. Var úti fyrir Mýrdalnum um síðustu helgi þegar blaðamaðurinn fékk að fljóta með. Og loðnutorfan er komin ennþá vestar nú, þegar þessar línur birtast lesendum. Loðnan er seint á ferð- inni Loðnuvertíð þessa vetrar hefur verið óvenjulega sein af stað, að sögn skipstjórans á Guðmundi VE, Gríms Jóns Grímssonar. „Hún er vanalega nokkrum vikum seinna á ferðinni,“ segir hann en bætir við að almennt sé loðna óútreiknan- legur fiskur. Grímur Jón kveðst ánægður með þá loðnu sem veiðist þessa dagana; hún sé nær alveg átulaus og hrognafyllingin um það Grímur Jón Grímsson skipstjóri takmarkaðri aflaheimildum en voru. „En hvað á ég að gera í land?“ segir hann og ypptir öxlum, að- spurður hvort ekki sé kominn tími til að hafa fast land að staðaldri undir fótum úr því tekjumöguleik- arnir hafi rýrnað svo mjög. Fagur fiskur í sjó Eftir lambalærið og grænu baunirnar liggja menn á meltunni og horfa á sjónvarpið. A skjánum er fræðsluþáttur um mörgæsir á suðurskautinu og alþekkt rödd Oskars Ingimarssonar, sem er einkennismerki fyrir alla sjón- varpsþætti um náttúrufræði, malar undir. En þó þátturinn sé fróðlegur eru strákarnir í borðsalnum í góðu spjallstuði. Félagarnir Oskar Friðriksson og Kristján Möller, hásetar á Guðmundi, eru vi'ðsigldir og kalla ekki allt ömmu sína. I spjalli blaðamanns við þá fé- laga ákváðum við að einbeita okk- ur að fiskveiðistjórnuninni - og Oskar sagði sisvona: „...finnst þér það skrýtið að menn séu óánægðir með hana?“ I máli hans og Krist- jáns er rauði þráðurinn sá, að fá- ránlegt sé að fagur fiskur í sjó sé löggilt eign örfárra manna í Iand- Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Islands á morgun Sögusinfónían eftirJón Leifs loks frumflutt í fullrí lengd Einleikari með hljómsveitinni annað kvöld verður Isabelle van Keulen, heimsþekktur fiðlu- og víóluleikari. Allt í fullsving: Atli Sigurðsson stýrimaður í fullum herklæðum á dekkinu. Sinfóníuhljómsveit íslands heldur tónleika í Hallgrímskirkju á morgun, fimmtudaginn 2. mars, klukkan 20:00, undir stjórn Osmo Vánská, einleikur er t' höndum Isabelle van Keulen og á efnisskránni eru Fiðlu- konsert númer 5 eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Sögusinfónían eftir Jón Leifs. Einleikarinn Isabelle van Keulen er jafnvíg á fiðlu og víólu og kveinkar sér víst ekki undan hinum erfiðustu verkefnum á bæði á hljóðfærin. Hún hefur sópað að sér verðlaunum í Ilðlukeppnum, svosem einsog keppni sem kenndi er við ftðluleikarann af- burðasnjalla, Yehudi Menuhin árið 1983 og árið 1984 hlaut hún titilinn „Tónlistarmaður ársins“ í Euruvision- keppni ungra hljómlistarmanna. lsa- belle van Keulen hefur komið fram á listahátíðum víða um heim og er án vafa í fremstu röð ungra ftðluleikara. Þar af leiðandi sækjast þekktustu hljómsveitir og hljómsveitarstjórar eftir samvinnu við hana og telst koma hennar hingað til lands því mikill fengur. Það er kannski ekki á allra vitorði en Wolfgang Amadeus Mozart var ekki eingöngu tónskáld og píanóleik- ari með yftrburðahæftleika, heldur var hann einnig afar snjall fiðluleikari og lék jafnvel á víólu ef svo bar und- ir. Fíðlukonsert í A-dúr er fimmti í röð fiðlukonserta sem Mozart, þá- á 19. aldursári, samdi árið 1775. Síðar bætti hann tveimur við. Þessa fimm konserta samdi hann fyrir hirð Max- imilian erkihertoga og lék tónskáldið sjálfur einleikshlutverkið í þeim öll- um. Fá tónskáld þykja tala íslenskara tónmál en Jón Leifs. Sautján ára gam- all sigldi hann til Þýskalands - nánar tiltekið til Leipzig - þar sem hann lagði stund á nám í píanóleik, hljóm- sveitarstjórn og tónsmíðum. I Þýska- landi bjó Jón til ársins 1944 er hann flutti aftur til fósturjarðarínnar. Hon- um vegnaði vel f Þýskalandi, tón- smíðar hans voru íluttar og gefnar út á hljómplötum. Jón fór með Fílharmón- íuhljómsveit Hamborgar í tónleikaför um Norðurlönd sumarið 1926. Þeirri ferð lauk á Islandi og markaði heim- sóknin tímamót hér á landi því þá Veiðihúfan komin á sinn stað: til í slaginn. uppá steikt læri með kartöflum, rauðkáli og grænum baunum. Þetta rífa menn í sig. Stefán Einarsson kokkur kveðst hafa verið 28 ár til sjós og það sé öllum þeim árum of mikið. Tekjur í þessari atvinnugrein séu nú mun minni en þær voru áður, og það skapist meðal annars af bil 20%. Það er afar gott, en lág- mark þess að frysting geti hafist er að hrognafyllingin sé um 15% - það er hlutfall hrogna í heildar- þyngd hverrar hrygnu. Mikilvægt er að sem mest veið- ist af hrygnum. Hrognin fara öll í frystingu en hængurinn í bræðslu. Og einsog einn skipstjórinn á loðnuskipi heyrðist segja í talstöð- inni: „Það er ekki verra að kven- þjóðin sæki svolítið að manni." Og hann bætti við og spurði kollega sinn á næsta skipi: „Eru kátir dag- ar hjá þér?“ og átti þar við hvort hrygnan sækti álíka mikið að hon- um og sér. Valinn maður í hverju rúmi A Guðmundi VE er valinn maður í hverju rúmi einsog sagt er, og allir ganga án hiks og af einurð að sínum störf- um. Olíkt því sem sjóara er sagður siður tala þeir í virð- ingartóni um kokkinn, enda á hann ekki annað skilið. Er fær í sínu fagi. A útstíminu á mið- in býður hann mannskapnum Osmo Vánská: Aðal- stjórnandi Sinfón- íunnar stjórnar henni annað kvöld. Isabelle van Keulen: Fiðlu- og víóluleikari á heims- mælikvarða gælir við hlustir Sinfóníugesta á morgun. Jón Leifs: Snillingur sem var vanmetinn af löndum sínum allt fram á síðustu ár. heyrðu Islendingar í fyrsta sinn I full- skipaðri sinfóníuhljómsveit. í lok heimsstyrjaldarinnar síðari flutti Jón Leifs heim aftur og var hann alla tíð mjög virkur bæði sem tónskáld og ekki síður sem baráttumaður fyrir hagsmunum íslenskra tónlistar- manna. Hann stofnaði Tónskáldafé- lag íslands strax ári eftir heimkomu síðar, 1945, en STEF (Samband tón- skálda og eigenda flutningsréttar) var stofnað árið 1948. í lifanda lífi átti Jón Leifs ekki velgengni að fagna meðal landa sinna, tónverkum hans var í besta falli tekið með tómlæti, oftast mætti þeim andúð, en á seinni árum hafa augu mann tekist að opnast fyrir snilld hans. Sögusinfóníuna hóf Jón Leifs að semja árið 1942. Hún var síðan frum- flutt í Helsinki undir stjóm Jussi Ja- las, þá dálítið stytt og þannig var hún hljóðrituð á hljómplötu tuttuguog- fimm ámm síðar af Sinfóníuhljóm- sveit íslands, einnig undir stjóm Jussi Jalas. Á tónleik- unum í Hall- grímskirkju annað kvöld má segja að um frum- f 1 u t n i n g verksins sé að ræða því sinfónían verður þá í fyrsta sinn flutt fheild sinni. Samningar hafa tekist milli Sin- fónúhljómsveitar íslands og sænska útgáfufyrirtækisins BIS um útgáfu á verkum Jóns Leifs og mun Sögusin- fónían verða fyrst í röðinni. Hljóðrit- un hennar fer fram í Hallgrímskirkju á föstudag og laugardag. Wolfgang Amadeus Mozart: Yfirburða- maður - bæði sem tónskáld og hljóð- færaleikari.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.