Alþýðublaðið - 01.03.1995, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 1.MARS 1995
ALÞYÐUBLAÐIÐ
5
1
HHB
! I ;í
»|H| -
Ilíé HHh
|c "■ ssm p*!
Iw
|HR
1
Stefán Einarsson kokkur: 28 ár til sjós - 28 árum of lengí!
inu. Núverandi fyrirkomulag sé
ekki svo ólíkt lénsskipulagi fyrri
tíma þegar menn gátu gerst leigu-
Fiskistofnar séu ekki eins tak-
markaðir og af sé látið. Kvótakerf-
ið, sem líti vel út á blaði en sé af-
vera frjálsar. Kvótakerfi á hins-
vegar að vera áfram við lýði, svo
sem í veiðum á loðnu, rækjum og
öðru slíku,“ segja þeir.
Fleiri atriði í sjávarútvegsstefn-
unni eru þeir félagar ekki sáttir
við. Þeir segja nauðsynlegt að all-
ur fiskur fari um markað. Það eitt
tryggi eðlilega verðmyndun og
hækki jafnvel laun sjómanna. Þeg-
ar kvóti, útgerð og vinnsla sé öll á
hendi sama aðila sé augljóst að sá
hinn sanii hafi alfarið á hendi hvert
skiptaverð aflans sé - og það sé
ekki sanngjarnt.
Marglit Ijósaborg á
midunum
Meðan á þessum gagn-
merka skoðanalestri sjómannanna
tveggja stóð, sigldi Guðmundur á
um það bil 12 mílna hraða austur
með suðurströndinni. Við nálguð-
umst loðnuna. Og spennan urn
borð jókst. Fréttir bárust af þvf að
Heilir í Þorlákshöfn og byrjað að dæla loðnunni á vörubíla sem síðan óku
henni til Granda í Reykjavík.
Óskar Friðriksson og Kristján Möller: Burt með kvótakerfið.
liðar hjá lénsherrunum; sægreifun-
um, sem svo eru kallaðir.
Fiskurinn verdur að
fara um markad
Óskar og Kristján eru þeirrar
skoðunar að kvótakerfið hafi í
grundvallaratriðum brugðist.
leitt í raun, hafi hinsvegar skapað
„vaxandi og bullandi atvinnu-
leysi“, einsog þeir orða það. „Það
á að taka upp sóknarmark á bol-
fiskveiðum, ákveðið hámark á að
vera á veiðum úr þeim stofnum,
svo sem á þorski, en að öðru leyti
eiga veiðar úr þessum stofnum að
skip væru að fá ágæt köst út af
Dyrhólaey - sem á meðal sjó-
manna gengur alla jafna undir
nafninu Portland. A þær slóðir
vorum við komnir um klukkan eitt
um nóttina.
Ut um brúargluggann mátti á
miðunum sjá marglita ljósaborg
Sölvi B. Harðarson með fiskinn sem hegðar sér óútreiknanlega.
allra þessara skipa. Inn í þessa um-
gjörð kemur svo með nokkurra
mínútna millibili veikur ljósgeisli
frá Dyrhólaeyjarvita. Einnig sjást
týrur frá sveitabæjum í Dyrhóla-,
Hvols- og Péturseyjahverfum í
Mýrdalnum. Við skipshlið sveim-
ar múkkinn í leit að æti. Svo marg-
ir eru þeir að ekki festir tölu á. Má
þannig skipa múkkanum í hóp
þeirra þriggja náttúrufyrirbrigða á
Islandi sem til þessa hafa verið
sögð óteljandi: Breiðafjarðareyja,
Vatnsdalshóla og vatnanna á Arn-
arvatnsheiði.
Nú er von um veiði - og það all-
góða. Stemmningin í brúnni á
Guðmundi var seiðmögnuð, ein-
sog hér er að framan lýst. Karlinn,
Grímur skipstjóri, setti upp der-
húfu sem hann kallaði veiðihúf-
una. Hún veit ævinlega á góðan
alla sé hún á höfði höfð. Það var
sannreynt þarna aðfararnótt laug-
ardagsins.
Fyrst var nótinni kastað um
klukkan eitt um nóttina. I því kasti
fengust um 200 tonn af loðnu. AIl-
anum var dælt um borð og nótin
dregin inn. Síðan var stímt nokkrar
ntílur og nótinni kastað þar aftur. 1
því kasti fengust um 400 tonn í
nótina. Heildaraílinn í þessum túr
losaði því um 600 tonn.
Rökræðum frestad
og farið í koju
Stímið var sett aftur á Þorláks-
höfn um klukkan fjögur um
nóttina.
Og nú víkur sögunni niður í
borðsal. Klukkan er hálf fimm að
nóttu. Eftir þessa hressilegu atla-
hrotu setjast menn niður yfir kaffi-
bolla og kokkurinn hefur fundið til
fullt af brauði með allavega áleggi:
osti, tómötum, skinku og rækjusal-
ati. Þessu skófla menn í sig og
drekka kaffí með. Þeir rökræða
svo urn dagskrá sjónvarpsins. Bein
sending er frá Alþingi þar sem síð-
asta lota þingstarfa stendur yfir.
Ingi Björn Albertsson var í ræðu-
stól og rökræddi frumvarp um tób-
aksvarnir. Hann talaði góða stund.
Um klukkan fimm fór hann úr
ræðustól og þá var fundi þingsins
frestað. Um svipað leyti frestuðu
skipverjar á Guðmundi öllurn frek-
ari rökræðum og fóru í kojur sínar.
Loðnan gefur vel í
aðra hönd fyrir allt
þjóðarbúið
Klukkan er hálf níu að morgni
og komin er dagskíma. Grímur Jón
skipstjóri stendur sína vakt við
stjórnvölinn og siglir beina leið
eftir radarnum. Okkur miðar hægt,
en þó vel og örugglega til Þorláks-
hafnar. Uppi í brú er talað unt alla
skapaða hluti. Þórður vélstjóri
blandar sér í umræðurnar. Hann
gagnrýnir fiskveiðistjórnunina og
kvótakerfið. Oánægja með það
heyrist vi'ða - og þá hvar sent
menn í flokki eða fylkingu standa.
Við rennum okkur inn í hafnar-
kjaftinn í Þorlákshöfn um klukkan
tíu á laugardagsmorgni. Löndunar-
gengi er á kajanum og er til í tusk-
ið. Vörubílar bíða þar einnig þeir
munu aka aflanunr til Granda hf. í
Reykjavík sem hefur keypt þessa
loðnu til vinnslu. Hennar bíða þar
margar vinnufúsar hendur. Skapa
þannig rnikil verðmæti.
A loðnuvertíð fá sjómenn, land-
verkafólk og raunar þjóðarbúið
allt vel í aðra hönd.
Lífið er loðna.