Alþýðublaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1.MARS 1995
JAFNAÐARMENN Á REYKJANESI
Framboðslistakynning
Kynning á frambjóðendum á lista Alþýðuflokks-
ins - Jafnaðarmannaflokks íslands - á Reykjanesi
fer fram næstkomandi föstudag, 3. mars, klukkan 21:00 í
Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2 (suðurdyr-veislusal-
ur á neðstu hæð).
Auk kynningar á frambjóðendum verða skemmtiatriði,
söngur og dans á dagskránni.
Allir stuðningsmenn jafnaðarmanna eru velkomnir.
Nánari upplýsingar eru géfnar í síma 91-44700.
Stjórnin.
JAFNAÐARMENN A VESTURLANDI
Kosningaskrifstofa
opnuð
Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins á Akranesi verður opn-
uð föstudaginn 3. mars í félagsheimilinu Röst.
Sími 93-11716.
Leitið upplýsinga.
ALÞYÐUFLOKKURINN
JAFNAÐARMENN Á SUÐURNESJUM
Kosningaskrifstofa
opnuð
Kosningaskrifstofa jafnaðarmanna á Suðurnesjum hefur
verið opnuð að Hafnargötu 88 í Keflavík (gamla ÁTVR-hús-
ið).
Opið verður alla daga frá klukkan 10:00 til 20:00.
Símarnir eru 92-11180 og 92-11380.
Kosningastjóri er Hilmar Hafsteinsson og starfsmaður
kosningaskrifstofunnar er Erlingur Hannesson.
Kosningastjórnin.
JAFNAÐARMENN Á VESTURLANDI
Góugleðin nálgast
Alþýðuflokksfélag Akraness heldur sína árlegu góugleði í
félagsheimilinu Röst, laugardaginn 11. mars.
Allir jafnaðarmenn eru velkomnir.
Dagskráin verður nánar auglýst síðar.
Baráttukveðjur.
Stjórnin.
Auglýsing um fram-
lagningu skattskrár
1994 og virðisauka-
skattskrá fyrir
rekstrarárið 1993
í samræmi við 2. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 um tekju-
skatt og eignarskatt er hér með auglýst að álagningu
skatta og kærumeðferð er lokið á alla aðila sem skatt-
skyldir eru skv. framangreindum lögum, sbr. 1. kafla
laga nr. 75/1981.
í samræmi við 46. gr. laga nr. 50/1988, með síðari breyt-
ingum, um virðisaukaskatt, er hér með auglýst að virð-
isaukaskattskrá fyrir rekstrarárið 1993, liggur frammi
en í henni er tilgreindur ákvarðaður virðisaukaskattur
eða endurgreiddur virðisaukaskattur hvers skattskylds
aðila.
Skattskrár og virðisaukaskattskrár verða lagðar fram í
öllum skattumdæmum fimmtudaginn 2. mars 1995 og
liggja frammi hjá skattstjórum í hverju umdæmi og hjá
umboðsmönnum skattstjóra í hverju sveitarfélagi dag-
ana 2. marstil 15. mars að báðum dögum meðtöldum.
1. mars 1994.
Skattstjórinn í Reykjavík. Gestur Steinþórsson.
Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi. Stefán Skjaldarson.
Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi. Elín Árnadóttir.
Skattstjórinn í IMorðurlandsumdæmi vestra.
Bogi Sigurbjörnsson.
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra.
Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi. Karl Lauritzson.
Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi. Hreinn Sveinsson.
Skattstjórinn í Vestmannaeyjum. Ingi T. Björnsson.
Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi. Sigmundur Stefánsson.
UNGIR JAFNAÐARMENN
Sæluvist í sveitinni!
Kosningastjórn Ungra jafnaöarmanna efnir til sæluvistar í
sveitinni um næstu helgi (föstudaginn 3. mars til sunnudags-
ins 5. mars) í þremur bústöðum sem leigðir hafa verið við Bif-
röst í Borgarfirði.
Tilgangurinn með ferðinni er sá, að þjappa saman öllum ung-
um frambjóðendum (á aldrinum 0 til 35 ára), svo og öðrum
ungum jafnaðarmönnum sem hyggjast taka þátt í baráttunni
þessar síðustu vikur fyrir alþingiskosningarnar 8. apríl. Með
öðrum orðum: Allir eru velkomnir.
Til að halda verði á pakkanum niðri verða engar skipulagðar
rútuferðir á svæðið og ekki sameiginlegur matur, heldur þurfa
ungir jafnaðarmenn að koma sér þangað á einkabílum eða
með BSÍ og hafa með sér eigin fæði.
Á laugardeginum er skipulögð dagskrá frá klukkan 10:00 til
miðnættis. Dagskrá þessi felst í skemmtun, innivist, skemmt-
un, útivist, skemmtun, fyrirlestrum, skemmtun, sýnikennslu,
skemmtun, hópvinnu, skemmtun, einstaklingsframtaki. Mest-
megnis mun þó dagskráin samanstanda af ábyrgðarlausu
gríni og glensi frá morgni til morguns - og skemmtun.
Þar sem aðeins er hægt að koma um fimmtíu manns fyrir í bú-
stöðunum þremur eru áhugasamir hvattir til að skrá sig fyrir
hádegi á fimmtudag á skrifstofum SUJ í síma 552-9244, þar
sem Baldur Stefánsson, kosningastjóri Ungra jafnaðar-
manna, tekur óður og uppvægur á móti pöntunum.
HVERJIR VERÐA ÞAR? Frambjóðendur Ungra jafnaðarmanna
og þeir sem ekki komust í framboð, þeir sem unnu kosning-
arnar í Háskólanum og þeir sem töpuðu, fallega fólkið og Ijóta
fólkið, heppna fólkið og óheppna fólkið, skemmtilega fólkið og
nerðirnir, tilvonandi þingmenn og þeir sem ekki eiga séns, for-
ingjarnir og fótgönguliðið, gafflarnir og skeiðarnar. Og allir
hinir. Kosningastjórnin.
RAÐAUGLYSINGAR
Utankjörfundaratkvædagreidsla
í Reykjavík vegna kosninga til Alþingis, sem boðað hefur
verið til þann 8. apríl næstkomandi, verður fyrst um sinn
á skrifstofu embættisins, að Skógarhlíð 6, Reykjavík, á
skrifstofutíma, kl. 9:30-15:30.
Væntanlegum kjósendum er bent á að hafa með sér full-
nægjandi skilríki.
Sýslumaðurinn í Reykjavík.
I
■ *,■
.í&SRíWSfe
* . m
■áWW FRAMMK
til á&krifendaleike!
Á nasstu fjórum vikum verða dregin út^T nöfn áskrifenda blaðsíns vikulega
Dregin verða út 2 nöfn í hverju kjördasmi og nöfn hinna heppnu
birtaet í Alþýðublaðinu á miðvikudögum og föstuJögum.
:yrstu vinningshafamir eru úr Norðurlandskjördasmi vestra:
Hálfdán Sveinsson (Norðurgötu 4 - 58>0 Siglufirði)
og Sjörn Sigurbjörnsson (Fellstúni 12 - 550 Sauðárkróki).
V'inníngarnir eru gjafabréf á vöruúttekt
í Skátabúðinni O/^ /OiO/O -
að kron u r *-•
á ekrifsr-ofur A!
3tu 8-10, sími 91-625!
blaððíns í Alpýðuhúðinu í Keykjavík,
myndðendir 91-629244.
áskrífendur - nýir sem gamlir - eru í pottinum.