Alþýðublaðið - 01.03.1995, Síða 8
MMDUBLMO
Miðvikudagur 1. mars 1995
34. tölublað - 76. árgangur
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Stjórn Þjóðvaka á Suðurlandi lagði fram tillögu um skipan
efstu sæti framboðslistans í gærkvöldi
Þorsteinn í 1. sæti
Þorkatli Steinari Ellertssyni var boðið 3. sætið en hann hafnaði því og er ekki á listanum.
Á almennum félagsfundi Þjóð-
vaka á Suðurlandi í gærkvöldi lagði
stjóm félagsins fram tillögu um skip-
an þriggja efstu sæta á framboðslista
í kjördæminu. Samkvæmt tillögunni
mun Þorsteinn Hjartarson skóla-
stjóri á Skeiðum skipa 1. sæti listans.
Þorkatli Steinari Ellertssyni bónda
var boðið 3. sæti listans en hann
hafnaði því boði og er ekki á fram-
boðslistanum. Þorkell hafði áður
fengið flestar tilnefningar í 1. sæti
listans eins og hann greindi frá í Al-
þýðublaðinu í gær.
Samkvæmt tillögu stjómarinnar
mun Ragnheiður Jónasdóttir á
Hvolsvelli skipa 2. sæti listans. I 3.
sæti verður Hreiðar Hermannsson
á Selfossi. Ekki var gerð tillaga um
röðun í fleiri sæti á fundinum í gær-
kvöldi sem fram fór í Þingborg.
Samkvæmt áreiðanlegum heimild-
um blaðsins var búið að ákveða að
gera tillögu um að Þuríður Georgs-
dóttir í Vestmannaeyjum skipaði 4.
sætið. Á síðustu stundu var hætt við
þá tillögu og ákveðið að leggja að-
eins fram tillögu um þrjú fyrst sætin.
Kristín Erna Arnardóttir for-
maður deildar Þjóðvaka á Suður-
landi sagði í samtali við Alþýðublað-
ið í gær, að hún hefði gjaman viljað
hafa Þorkel Steinar f þessum hópi.
Hann hefði hins vegar hafnað boði
um 3. sætið og dregið sig til baka af
því hann var ekki settur í 1. sæti.
Þorkell St. Ellertsson sagði í við-
tali sem birtist í Alþýðublaðinu í
gær, að fyrir nokkm hefði farið fram
tilnefning meðal félagsmanna Þjóð-
vaka á Suðurlandi um skipan efstu
manna á framboðslista. Hann hefði
fengið 50 prósent fleiri tilnefningar
en Þorsteinn Hjartarson í I. sæti, en
síðan hefði komið fram óvæntur og
verulegur þrýstingur frá miðstjóm
Þjóðvaka á höfuðborgarsvæðinu um
að fara ekki eftir þessari niðurstöðu.
„Miðstjóm Þjóðvaka í Reykjavík
hefur sjálfsagt sína skoðun á þessum
málum og verður að svara fyrir hana.
En það hefur ekki verið um neinn
þrýsting að ræða og aldrei verið sagt
annað en þetta væri á okkar valdi.
Við í stjórn félagsins eyddum mikl-
um tíma í að fjalla um röðun á listann
og vorum ákveðin i' að gera þetta eft-
ir bestu sannfæringu. Þetta er vanda-
samt verkefni, sérstaklega þegar
fleiri en einn sækjast eftir ákveðnu
sæti. Okkur ber að taka mið af þeim
tilnefningum sem vom gerðar en þær
em ekki bindandi. Við emm með
stórt kjördæmi og verðum að taka til-
lit til bæði kynja og svæða. En tillaga
stjómar um röðun þriggja efstu sæta
verður lögð fyrir félagsfund i kvöld
og þá kemur vilji félagsmanna í
ljós,“ sagði Kristín Ema.
Þorkell Steinar sagði í viðtalinu
við Alþýðublaðið að ólíklegt væri að
hans fylgismenn sættu sig ekki við
að hann fengi ekki það sæti sem
hann hetði verið tilnefndur í. Kristín
Ema var spurð hvort hún óttaðist
klofning í Þjóðvaka vegna þessa
máls. Hún vildi ckki svara því á ann-
an hátt en þann að hún harmaði að
ekki náðist samkomulag sem allir
gátu sætt sig við.
Þorsteinn Hjartarson sagði í sam-
tali við blaðið í gær að það hefði allt-
af legið fyrir að þær tilnefningar sem
fram fóm ættu aðeins að vera til hlið-
sjónar. Það hefði komið sér mjög á
óvart að Þorkell Steinar hefði tjáð sig
um málið í Alþýðublaðinu og það
valdið sér vonbrigðum. Enda hefði
sumt af því sem hann sagði verið
trúnaðarmál. En Þorkell gæti reynt
að fella listann á fundinum í kvöld ef
hann vildi. Stjóm Þjóðvaka á Suður-
landi legði fram þann lista sem hún
teldi sterkastan fyrir kjördæmið og
þar fengi hann lýðræðislega af-
greiðslu.
„Gullkistan“
List á Laugarvatni
Dagana 17. júní til 2. júlí í
sumar verður haldinn að Laug-
arvatni listviðburður sem hiotið
hefur yfirskriftina Gullkistan.
Listamönnum í öllum listgrein-
um er boðið að sýna þar við-
fangsefni sín og hafa þeir frest til
15. mars að tilkynna þátttöku.
Uppákoman mun að mestu fara
fram innan veggja Héraðsskól-
ans að Laugarvatni, byggingar
sem um áratugaskeið hefur ver-
ið tákn Laugarvatns.
Listamcnn geta nýtt sér þar
herbergi, ganga og sali hússins,
einnig gamla sundlaug og
íþróttahús.
Að sögn talsmanna Gullkist-
unnar, Óldu Sigurðardóttur og
Kristveigar Halldórsdóttur, er
tilgangurinn með þessu fram-
taki margþættur, en þó má þar
einkum nefna eftirfarandi at-
riði: Að vekja athygli á húsi
Héraðsskólans að Laugarvatni,
en húsið hefur lengi verið tákn
skólasetursins Laugarvatns og
tengist merkum kafla í mennt-
unarsögu Islendinga. Einnig var
þar lengi rekið glæsilegt sumar-
hótel. Nokkur óvissa ríkir um
hvað gera eigi við húsið, en von-
andi verður því ætlað hlutverk í
samræmi við þann stórhug sem
varð til þess að það reis á sínum
tíma.
Nánari upplýsingar fást hjá
Öldu í síma 98-61146 og Krist-
veigu í síma 98-61261.
Baksviðs á Norðurlandaráðsþingi
Var Ingvar Carlsson að
stelast til að reykja ?
Yfir því velti starfsfólk
Þær voru ekki mjög óhressar, þær
Ása Hreggviðsdóttir þjónustustjóri
Háskólabíós og Esther Steinsson
umsjónarmaður ungliða á Norður-
landaráðsþingi, þegar Alþýðublaðið
hitti þær á ferð og flugi um sali
Norðurlandaráðsþingsins í gær. Ása
var í óða önn með Ajax- brúsann að
þurrka af hverju sem fyrir varð og
Esther var að leita að einhverjum
ætlaði ekki í móttöku ríkisstjómar-
innar á Hótel Sögu um kvöldið.
„Þetta gengur bara vel. Skandina-
vareru svo snyrtilegir," sagði Ása og
átti við að þeir kámuðu ekki svo
mikið út veggi Háskólabíós. „Auð-
vitað er alltaf skemmtilegt þegar það
eru 7-800 manns í húsinu. Maður
kemst ekki hjá því að hitta einhvem
sem maður vill tala við,“ sagði
Esther.
,íg hitti til að mynda Ingvar
Carlsson niðri í kjallara áðan,“ greip
Ása fram í. „Hann var að hvíla sig
innan um skúringadósimar. Og
kannski var hann að stelast til að
reykja."
Tvær ánægðar á Norðurlandaþingi: Ása Hreggviðsdóttir þjónustustjóri
Háskólabíós og Esther Steinsson umsjónarmaður ungliða. a-mynd: e.ói.
Esther sagði að sér finndist Carl
Bildt fremur veiklulegur eftir að
henn lent í stjómarandstöðu. „Það
sem er svo skemmtilegt við þessi
Norðurlandaráðsþing er að maður
hittir sama fólkið ár eftir ár.“ Að-
spurð um hvort að Norðurlandasam-
starfið einskorðaðist kannski við
þessa sem kæniu ár eftir ár á Norður-
landaráðsþing neitaði hún harðlega.
„Nei, nei, það er miklu víðfeðmara
en það.“
Útvarp Radíó-
vitinn FM 91r7
I dag, miðvikudaginn 2. mars,
hefjast formlegar útsendingar frá
nýrri útvarpsstöð sem fengið hef-
ur nafnið Radíóvitinn FM 91,7,
enda er stöðin staðsett í félags-
miðstöðinni Vitanum í Hafnar-
firði. Opnunarkvöldið er kallað
Stjömukvöld því þá verður bein
útsending frá tónleikum fimm bíl-
skúrsbanda sem allar hafa verð-
andi stjömur innanborðs. Um er
að ræða hljómsveitir sem æfa á
Hrauninu, en svo er aðstaðan köll-
uð sem Æskulýðsráð býður
hljómsveitunum upp á. Tónleik-
amir sem útvarpað er frá verða í
Vitanum í kvöld og hefjast klukk-
an 20:00, húsinu verður lokað um
22:30. Allir unglingar á aldrinum
13 til 16 ára eru velkomnir, að-
gangseyrir er 100 krónur. Ut-
varpsstöðin Radíóvitinn mun út-
varpa fjögur kvöld vikunnar - frá
mánudegi til fimmtudags - á milli
19:00 og 22:30 á FM 91,7. Allt
efni sem útvarpað verður er unnið
af unglingum í gmnnskólum
Hafnaríjarðar. I hverjum skóla,
þar sem er unglingastig, er rekinn
útvarpsklúbbur og þar fer fram
undirbúningsvinna á dagskrá.
Síðan fá allir tækifæri til að vera
með eigin þátt. Allur útsendingar-
tími er nú fullbókaður. Forstöðu-
maður Vitans er Geir Bjarnason.
Snjóflóðahætta
í Ölfushreppi
Almannavamanefnd Ölfus-
hrepps vill vekja athygli á því að á
hinum vinsælum útivistarsvæðum
við Þrengsli og Hellisheiði, -og
víðar í hreppnum, er þó nokkur
snjóflóðahætta í brekkum og gilj-
um. Eykst þessi hætta verulega
við umferð fólks um þau svæði
þar sem mikill snjór er, hvort sem
er fótgangandi, á skíðum, vélsleð-
um eða jeppum. Því beinir nefnd-
in því til útivistarfólks á þessum
svæði að það hafi allan vara á og
forðist sérstaklega að vera á ferð í
brekkum og giljum þar sem
hengjumyndun er eða þykkt snjc>
lag. Varast ber að fara um ótroðn-
ar brekkur, og göngufólki er ráð-
lagt að vera ekki eitt á ferð á vara-
sömum svæðum.
Einar Már Guðmundsson tók við Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í
gær. Skáldsaga hans, Englar alheimsins, fer nú sigurför um víðan völl. a mVniEði
Einar Már Guðmundsson á þingi Norður-
landaráðs í gær
Ljóðalestur „með
nordískum axent"
Einar Már Guðmundsson var
ekki í vandræðum með að þmma yf-
ir dolföllnum blaðamönnum í Há-
skólabíói ljóð eftir sjálfan sig þýtt á
dönsku „með nordískum axent,“ eins
og hann sagði það. I gær var blaða-
mannafundur með verðlaunahöfum
bókmennta- og tónlistarverðlauna
Norðurlandaráðs, sem vora afhent
við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu
í gærkvöldi.
Einar átti að segja nokkur orð í
upphafi, en hann lét verk sitt tala í
staðinn eins og áður sagði. Eric
Ericson. Svíinn er hlaut tónlistar-
verðlaunin fyrir starf sitt að kóramál-
um, gantaðist með það að hann ætti
kannski að syngja sína kynningu, en
af því varð ekki. I staðinn sagði liann
okkur kórahefðin á Norðurlöndum
væri rík og hefði í gegnum tíðina
verið borin uppi af alþýðuhreyfing-
unum.
Bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs voru afhent í fyrsta skipti
árið 1961 og fyrstu tónlistarverð-
launin komu í hópinn Ijórum árum
síðar.
Paganini,
Giuliani og
Þorkell á
Háskóla-
tónleikum
Gerður Gunnarsdóttir
fiðluleikari og Einar Kr.
Einarsson gítarleikari
flytja verk eftir Niccolo
Paganini, Mauro Guiliani
og Þorkel Sigurbjörns-
son á Háskólatónleikum í
dag, miðvikudaginn 1.
mars. Tónleikarnir hefj-
ast klukkan 12:30, hand-
höfum stúdentaskírtein-
is er boðinn ókeypis að-
gangur, en aðgangseyrir
fyrir aðra er 300 krónur.
A-mynd: E.ÓI.
Villa í skýrslu Skáís
Margrét Frímannsdóttir
með 5,5 meðaleinkunn
í skoðanakönnun Skáls, sem Al-
þýðublaðið birti á föstudaginn, þar-
sem kjósendur á Suðurlandi voru
beðnir að gefa þingmönnum kjör-
dæmisins einkunnar, slæddist ein
prentvilla frá Skáís einsog fram
kemur í eftirfarandi tilkynningu frá
fyrirtækinu:
„Það staðfestist hér með, að inn í
skýrslu sem Skáls, Skoðanakannanir
á Islandi hf., vann fyrir Alþýðublað-
ið, meðal annars um vinsældir ráð-
herra í Suðurlandskjördæmi, slædd-
ist prentvilla. Meðaleinkunn Margr-
étar Frímannsdóttur var sögð í
skýrslunni 4,1 en átti með réttu að
vera 5,5. Aðrar meðaleinkunnir í
skýrslunni eru rétt tilgreindar.
Við hörmum þessi mistök. Þetta er
hvorki í fyrsta né síðasta skiptið sem
Margrét: 5,5 í meðaleinkunn - ekki 4,1
einsog fram kom i skýrslu Skáls.
prentvillupúkinn gerir mönnum
skráveifu.
Fyrir hönd Skáls, Bragi Jóseps-
son.“