Alþýðublaðið - 02.03.1995, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 02.03.1995, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 2. MARS 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Eg á mér draum... Pallborðið Aðalheiður Sigursveinsdóttir skrifar Allt frá því að hagfræðingurínn John Maynard Keynes kom fram með þær hagfræðikenningar að n"k- issjóð mætti reka með halla hafa rík- isstjómir margra landa steypt um- bjóðendum sínum ofan í botnlausan skuldagíg. En hagfræðingurinn sagði meira, hann sagði eðlilegt að „ríkið“ færði út kvfarnar í þjóðfélaginu á sam- dráttar- og krepputímum en losaði síðan um böndin í góðæri. Þetta hefur hins vegar reynst mörgum erfitt, enda hafa ráðamenn tekið kenningar Keynes mismikið sér til fyrinriyndar. Ætla mætti að ungt fólk hugsi ekki mikið um það hvemig það getur bú- ið best í haginn fyrir barnabörn sín. En er það svo? Nýlega var gerð könnun meðal námsmanna í Háskóla Islands, til að kanna hug þeirra til stjómmála. Það sem kom mörgum á óvart var megn óánægja með ríkisfjármálin og efna- hagsstjómina í landinu. Þetta hugsandi fólk gerir sér nefni- lega grein fyrir því að ráðamenn þessarar þjóðar hafa ekki bara sökkt þeim, heldur einnig næstu og þar- næstu kynslóð í botnlausar skuldir. Undanfarið hefur verið þó nokkur vakning um þessi mál meðal al- mennings, ekki bara hér á landi, heldur um allan heim. Skemmst er að minnast þingkosninganna í Bandaríkjunum, þar sem repúblikan- ar boðuðu hallalausan ríkisrekstur. En hvar stöndum við íslendingar í dag? Staðan er allt annað en giæsileg. Nær óslitið frá árinu 1981 hefur ríkið verið rekið með halla, tekin hafa verið lán hjá þeim sem erfa skulu landið. Þessar upphæðir em ekki smáar og nú er svo komið að við skuldum tugi milljarða á milljarða ofan, bara í ár greið- um við tólf milljarða í vexti og afborganir af lánum, og vait sér fyrir endann á skuldahalan- um. Nú hafa töl- umar loksins náð að lækka ör- lítið, en hvað gerist næst? Hvemig fer næstu fjögur ár- in? Mun okkur takast að halda áfram að saxa á _________________________________ okku"hreLkga „Hugsandi fólk gerir sér nefnilega grein fyrir því að ráðamenn þessarar eungtc}afnað þjóðar hafa ekki bara sökkt þeim, heldur einnig næstu og þarnæstu auðviíað átS kynslóð í botnlausar skuldir....Ég á mér þann draum, ásamt öðrum tfkiaá ÞvfnZ un§um jafnaðarmönnum, að ráðandi kynslóðir haldi ekki uppi Fyrir nokkru lífskjörum sínum á kostnað komandi kynslóða.“ ályktaði sam- bandsstjórn Ungra jafnaðar- manna um ríkissjóðsvandann og völdum að skila ríkissjóði með halla um ungum jafnaðarmönnum, að kostnað komandi kynslóða. krafðist þess að sett verði í stjómar- yfir kjörtímabil. ráðandi kynslóðir haldi ekki Höfundur er formaður Félags skrána ákvæði sem bannar stjóm- Ég á mér þann draum, ásamt öðr- uppi lífskjörum sínum á ungra jafnaðarmanna á Akureyri. DAGSINS sem við kennarar emjum Íslenskur skáldskapur hefur aldrei verið gefinn út í jafnmiklum mæli í útlöndum og síðustu misseri. Nú er út- lit fyrir að verðlaunabók Einars Más Guðmunds- sonar - Englar alheimsins - verði gefin út víða um lönd. Utgáfa í mörgum Evrópu- löndum er komin á rekspöl og við heyrum að bandarísk forlög sýni sögu Einars Más mik- inn áhuga. Islenskar skáldsögur hafa ekki verið áber- andi á Bandaríkja- markaði síðan á velmektardög- um Halldórs Laxness, ef frá er talityskáldsaga Olafs Jóhanns Ólafssonar sem hlotið hefur ágætar viðtökur. Það er semsagt útlit fyrir að Englar alheimsins fljúgi víða... \ ðeins /xmeira um Einar Má Guðmundsson Ræða hans við afhendingu bókmennta- verðlauna Norðurlanda- ráðs vakti óskipta athygli, og þótti skáldið fara á kostum. Lokaorð hans féllu líka vel í kramið: Norden er i orden... 77" vennalistinn rSJrélt blaða- mannafúnd í gær til að kynna kosn- ingastefnuskrá sína. I ljósi ömur- legrar stöðu í skoð- anakönnunum þyk- ir kosningaslagorð Kvennó nokkuð skond- ið: Kvennalistinn - á leið í ríkisstjóm. Innan flokksins leita konur nú vitaskuld allra leiða til að rétta úr kút Kvennó en verkefnið er risavaxið: Fylg- ið er að engu orðið, alstaðar annarsstaðar en í Reykjavfk, þarsem tað nemur nokkrum prósentum. A Reykjanesi virðist ekki ætla að bera ár- angur að tefla fram Kristínu Halldórsdóttur og þykir nú mörgum efamál að rétt hafi verið að ýta Helgu Sigur jónsdóttur til hliðar. Hún vann góðan kosningasigur í bæjarstjóm- arkosningunum í fyrra- vor, en eftir að fram- boð Kristínar kom fram hefur fylgið hmnið niður í rúm 3% í þessu öðru helsta vfgi Kvennalistans. Gárungamir valin- kunnu hafa enda á orði, að Kvennó ætti fremur að fá sér slagorð við hæft: Kvennalistinn - á leið af Alþingi... Hinumegin „Því miður, herra Hreinn, ástandið er mun verra en okkur grun- aði. - Röntgenmyndirnar sem við tókum í gær af olnboga þín- um sýna, að þú hefur ekki það sem við köllum vitlausa beinið. Við töluðum við sálfræðing sjúkrahússins og höfum gert ráð- stafanir svo þið getið rætt þetta mál í fyllstu einlægni að ítar- legri skoðun lokinni. Síðan verður þú lagður inná handlækn- ingadeildina til frekari rannsókna." og hvar sem að dyrum við lemjum Ólafur þegir en Indriði segir að ekki sé neitt til að semja um. Þaim úrskurð er einfalt að meta allir sem vilja, það geta það kemurfram beint, klappað og lireint að kermarar þurfi ekki að éta. Þau stöifscm að Óli kann ekki ei œtlast má til að liantt þekki því'fyndist mér rétt hanti fengi þann sprett að fást við tvo „sjöundu “ bekki. Það ka'ini við andlegu kaunin og kannski að þá yrði raunin. eg álít það vist og efa það síst að áttfalda myndi hann launin. Þessa limru setti Ármann Þor- grímsson í Glerárskóla á Akureyri inná íslensku tölvuhraðbrautina Menntanetið fyrir skemmstu. FÍmm á förnum VegÍ Hvað finnst þér um niðurstöður kosninganna? (Spurt í Háskóla íslands.) Áslaug Gunnlaugsdóttir, lög- fræðinemi: Ég er ekkert sérstak- lega ánægð, enda kaus ég Vöku. Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir, lög- fræðinemi: Ég er ósátt við þessi úrslit því langseta Röskvu í meiri- hluta er að verða dálítið þreytandi. Trausti Kristjánsson, verk- fræðinemi: Úrslitin komu mér á óvart. Guðmundur Jósepsson, tölv- unarfræðinemi: Ég veit ekkert um þessar kosningar. Friðrika Stefánsdóttir, frönsku- nemi: Þetta eru frábærar niðurstöð- ur. Röskva hefur staðið sig svo vel, að þau eiga þetta skilið. Viti menn Nick Leeson knésetti Barings rneð því að leggja undir 27 milljarða dollara eða sem svarar tæpum 1800 milljörð- um íslenskra króna í spákaupmennsku sinni með japönsk hlutabréf og verðbréf sem hann hélt vísvitandi leyndri fyrir yflrmönnum sínum, að því er yfírmenn bankans segja. DV í gær. Fréttablaðið Tíminn hefur meiri áhuga á því hverjir eru ekki í öðru sætinu heldur en því hver er í öðru sætinu. Þetta afgreiðir málið 100 prósent af minni hálfu og allar kenningar Tímans um það eru ósköp einfaldlega gegnum þeirra grænu fíokksgleraugu. Mörður Árnason um fréttaflutning Timans af framboðsraunum Þjóðvaka í Reykjavík. DV í gær. Enn einu sinni verið að svíkja láglaunafólkið. Sigurður T. Sigurðsson verkalýðsleiðtogi. DV í gær. Æskilegast að stytta ræður og útkljá mál í nefndum. Salome Þorkelsdóttir fyrrum þingforseti. Mogginn í gær. í okkar huga er þetta mál einfalt: hafa stjórnmálaflokk- ar á íslandi þor til þess að láta á það reyna í samningum við ESB hvort mikilvægustu þjóðarhagsmunir verði tryggðir? Hafa þeir framtíðarsýn eða eru þeir fastir í neti fortíðarinnar? Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra. Mogginn í gær. Tímamót í dagvistarmálum háskólastúdenta. Fyrirsögn í Tímanum i gær. Skipulega unnið gegn þátttöku okkar. Magnús Scheving nýbakaður Evrópu- meistari í þolfimi. Mogginn í gær. Veröld ísaks Fjórtán árum áður en Titanic lagði af stað í jómfrúarferð sína - á apríl- degi árið 1912 - frá ensku borginni Southampton áleiðis til New York var gefin út skáldsaga með nafninu Futility (Tilgangsleysi) sem fjallaði um stórkostlega glæsilegt og ósökkvandi farþegaskip er sigldi um Atlantshaf. Búnaður og stærð þessa magnaða skáldsagnaskips var algjörlega sambærilegur Titanic og bæði höfðu rjóma samkvæmislífsins um borð - og auðvitað voru alltof fáir björgunarbátar á skipinu. Einn kaldan apríldag rekst síðan farþega- skipið á borgarísjaka og sekkur til botns í Atlantshafinu. Og hvað skyldi farþegaskipið í þessari skáld- sögu eftir Morgan Robertson hafa heitið? Jú, auðvitað...: Titan.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.