Alþýðublaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 2. mars 1995 Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk MWMIBLMD 35. tölublað - 76. árgangur Jafnréttismál voru á dagskrá á Norðurlandaráðsþingi í gær. Sœmundur Guðvinsson ræddi af því tilefni við Rannveigu Guðmundsdóttur félagsmáíaráðherra sem er í forsvari fyrir jafnréttismálaráðherra Norðurlandanna „Jafnrétti kynjanna er ekki afmarkaður þáttur" - segir Rannveig Guðmundsdóttir og leggur áherslu á að fjölskyldustefna sé besta jafnréttisstefnan. Rannveig Guðmundsdóttir félagsmálaráðherra mælir fyrr tillögu um samstarfsáætlun Norðurlandanna í jafnréttismálum á þingi Norðurlanda- ráðs í gær. A-mynd: E.ÓI. Á þingi Norðurlandaráðs í gær mælti Rannveig Guðmundsdóttir félagsmálaráðherra fyrir tillögu um samstarfsáætlun Norðurlanda um jafnréttismál fyrir tímabilið 1995 til ársins 2000. Rannveig er formaður norrænu ráðherranefndarinnar um jafnréttismál. „Þetta er fimm ára samstarfsáætl- un sem verður útfærð sérstaklega til tveggja ára í senn í tengslum við ijár- lagagerð. Þegar er farið að vinna drög fyrir þetta ár og það næsta,“ sagði Rannveig í viðtali við Alþýðu- blaðið í gær. „Meginboðskapurinn í þessari áætlun er samþætting jafnréttissjón- armiða inn í samfélagið og það sé stærsta verkefnið sem á að vinna í þessum málaflokki á næstu fimm ár- um. Þetta íjallar um það, að jafnrétti kynjanna er ekki afmarkaður þáttur - og sem slíkur eingöngu bundinn við Vikublaðið Þjóðvaki „Blað sem lifir" - segir Ólína Þorvarðar- dóttir ritstjóri. Þjóðvaki hefur hleypti í gær af stokkunum vikublaði sem ber nafn hreyfingarinnar: Þjóðvaki. Blaðið verður gefið útí 20 þúsund eintökum og mun héðan í frá koma út hvem mánudag. „Þjóðvaki er ekki blað sem ein- ungis mun lifa fram að kosningum, heldur allt kjörtímabilið og í raun eins lengi og stjómmálahreyfingin Þjóðvaki lifir,“ sagði nýráðinn rit- stjóri Þjóðvaka, Olína Þorvarðar- dóttir íslenskufræðingur, í stuttu spjalli við Alþýðublaðið í gær. Framtíðarsýn Kvennalistans Kvennalistinn boðaði til blaða- mannafundar í gærdag í höfuð- stöövum sínum við Laugaveg í Reykjavík og kynnti þar stefnuskrá sína sem fólgin er í þykkum bæk- lingi er ber yfirskriftina Framtídar- sýn. Það voru glaðhlakkalegar Kristín Ástgeirsdóttir og nafna hennar Halldórsdóttir sem sátu fyrir svörum og kváðust hvergi bangnar við kosningarnar fram- undan. A-mynd: E.ÓI. launaþáttinn - heldur gengur jafn- réttið sem rauður þráður í gegnum öll verksvið á innlendum vettvangi, norrænum og alþjóðlegum. Það þarf til dæmis að kortleggja hvað hefur verið gert á jiessu sviði í hveiju landi fyrir sig og reyna að leggja mat á árangur þeirra aðferða sem við höfum notað. I þessu sam- bandi má til dæmis nefna að ríkis- stjóm íslands hefúr sett á fram- kvæmdaáætlun í jafnréttismálum þar sem meðal annars er lögð áhersla á svona samþættingu og ábyrgð hvers ráðuneytis á sfnum málaflokkum. Þar er gert ráð fyrir að ráðuneytin setji sér stefnumið bæði hvað varðar að jafna þátttöku karla og kvenna í nefndum og ráðum, starfsmanna- haldi og almennt unt hin fjölþættu vinnubrögð," sagði félagsmálaráð- herra. Hvaða verkefni hafa helst verið í gangi á norrænum samstarfsvett- vangi „Það var sérstakt jafnlaunaverk- efni í gangi sem lauk á síðasta ári. Hluti þess verkefnis var til dæmis könnunin á launamun karla og kvenna sem var kynnt hér á dögun- um og vakti mikla athygli. Sú könn- un beindist ekki aðeins að því að skilgreina þann launamun sem er, heldur var verið að leita svara um hvar launamunur verður til. Það kom fram í þessari skýrslu að launamunur verður meðal annars til vegna þess að það eru ekki þessi föstu laun sem ráða heldur kemur þar fleira til eins og staðfest er í skýrslunni. Þar má nefna fasta yftrvinnu, bílastyrk, fundaeiningar og hvað karlar sækjast í mun ríkari mæli eftir ýmsum upp- byggjandi atriðum eins og nám- I nýju Tímariti Máis og menning- ar er stórfróðleg grein eftir Einar Olafsson rithöfund um Dag heitinn Sigurðarson skáld og myndlistar- mann. Dagur lést á síðasta ári, og hafði þá í áratugi verið einn litríkasti og umtalaðasti listamaður landsins. Þeir Einar voru vinir um langt skeið og gáfu saman út bók. I grein sinni varpar Einar ljósi á skáldið og mann- inn, goðsögnina og veruleikann. I upphaft fer Einar orðum um heim- ildamyndina Dagsverk sem gerð var um Dag Sigurðarson og frumsýnd fyrir tveimur árum: „Myndin sýnir heimilislausan alkóhólista, listamann sem verður lítið úr verki, sérkennilegan og skrautlegan karakter með sterkar meiningar. Myndin sýnir Dag á síð- ustu árum hans. Hann var á götunni, hann gat lítið skrifað og enn minna málað, hann var blankur og eins og hann sagði: það er auðveldara að slá fyrir brennivíni en brauði. Hann átti oft ekki í önnur hús að venda en bar- ina og hann hafði löngum átt erfitt með að hætta að drekka ef hann byrj- aði, þótt hann gæti oft tekið glas af víni, bjór eða koníaki við góðar að- stæður án þess að rúlla. En án hús- næðis og matar í köldu landi var eig- skeiðum eða þátttöku í ráðstefnum. í þessari nýju áætlun er gert ráð fyrir áframhaldandi norrænni samvinnu á þessu sviði þótt jafnlaunaverkefninu sem slíku sé lokið. Þar er líka lögð mikil áhersla á möguleika karla. Hvað þurfi að gera til að þeir geti betur sameinað at- vinnuþátttöku og foreldrahlutverkið og að sá þáttur muni í auknum mæli setja mark sitt á samnorræn jafnrétt- isverkefni. Eg held að allir séu þess meðvitaðir að við eigum greinilega langt í land hvað varðar jafnréttið heima fyrir. Þótt æ fleiri konur séu að leita sér fjölþættrar menntunar og útskrifast úr háskólum til jafns við karla þá virðist ábyrgðin á bömunum vera þeirra, en að sjá fyrir heintilinu er í ríkum mæli á ábyrgð karla. Við- horfin em eins og ósýnilegur vegg- ur.“ Höfum við horft um of á vinnu- markaðinn þegar jafnréttismál eru annars vegar? „Ég hef sjálf sagt það í nokkur ár að jafnréttisbaráttan hafi tekið of mikið mið af einhverju afmörkuðu jafnrétti kvenna og karla. Ég hef lengi sagt það að fjölskyldustefna sé besta jafnréttisstefnan. Þegar ég tala um fjölskyldu nota ég orðið fjöl- skylda í stóm samhengi og að allt geti verið í lagi hjá bömunum, pabba og mömmu, afa og ömmu. Við þurf- um að hrinda í framkvæmd þannig fjölskyldustefnu að það sé litið til þarfa fjölskyldunnar sem einingar og heildar. Þá geta einstaklingamir þrif- ist á sem bestan hátt innan hennar." Varst þú ekki einmitt tilbúin með tillögu uni fjölskyldustefnu fyrir þinglok? „Það starfaði landsnefnd um ár inlega ekki hægt að stoppa. Gamlir vinir gáfust upp, hann hafði í æ færrí hús að venda dmkkinn og illa hirtur. Og líka edrú. Dagur var ekki fyrir- ferðarminnsti gestur sem maður fékk, síst fullur eða í stuði. En hann gaf svo mikið til baka, sérstaklega þegar hann kom á góðum stundum í kjötsúpu eða bara kaffi. Maður hefur ólíkt minna mótvægi nú við smá- bjömum og delluverki. En ég mun alltaf búa að Degi í þessari forarvilpu hégómleikans." „Af hverju fær maðurinn sér ekki vinnu?" Dagur Sigurðarson var sífelld hneykslunarhella betri borgara, sem svo em kallaðir, og smáborgaranna - en þá tegund fólks fyrirleit hann reyndar af öllu hjarta. Einar skrifar: „Hjá fáum tvinnaðist líf og list jafn saman og hjá Degi. Af lista- mönnum sem ég hef þekkt dettur mér helst í hug Flóki, sem var Degi hjartfólgnari en flestir aðrir svo ólík- ir sem þeir vom um margt. Og þeir tvinnuðu líka list sína og líf saman á ólikan hátt af því að þeir vom ólíkir í lífi og list. í aðra röndina var Dagur alltaf að performera - eða öllu heldur: Líf fjölskyldunnar á síðasta ári en hún náði ekki að skila tillögu að fjöl- skyldustefnu á því ári. I janúar var lögð mikil áhersla á að landsnefndin kæmi slíkri tillögu frá sér en formað- ur hennar var aðstoðarmaður minn, Bragi Guðbrandsson. Þetta tókst og tillagan var afgreidd af ríkisstjóm og stjómarflokkunum. En því miður náðist það ekki að ég gæti mælt fyrir tillögunni fyrir þinglok, hvað þá heldur að ég gæti fengið hana í gegn- unt nefnd og síðan afgreidda. En í þeirri íjölskyldustefnu er einmitt lagt til að stjómvöld hverju sinni setji sér markvissa fjölskyldustefnu og þar em gefnar lfnur um til hvaða atriða sé eðlilegt að líta til að ná frant þeirri virkni sem leitað er eftir." Hvað er á döfinni á næstunni er varðar frekari rannsóknir á jafn- réttismálum á Norðurlöndum? „Þar vil ég nefna að hafin er undir- búningur að fyrstu norrænu karlaráð- stefnunni sem verður haldin í Stokk- hólmi í lok apríl. Það verður fróðlegt að vita hvemig þar tekst til því það þarf ekki síst að verða viðhorfsbreyt- ing á þeim væng til þess að þessi góða samvinna haldi áfram að auk- ast. Það er líka búið að ákveða að koma upp norrænni rannsóknarstofu í kvenna- og jafnréttisfræðum og verður hún staðsett í Osló í tengslum við háskólann þar. Þetta er með fyr- irvara um afgreiðslu Norðurlanda- ráðs, en það er búið að finna þessari stofu forstöðumann og gert ráð fyrir að fjármagn fáist til starfseminnar. Lokaákvörðun um þetta verður tekin í haust.“ Hvað er einna mikilvægast á þessu sviði í norrænu samstarfi? „Áframhaldandi aðgerðir um Dags var öðmm þræði performans, og í þessum performans kom fram hans manífestó. En Dagur var sjaldn- ast að leika. Þetta var líf hans. Fáir launajafnrétti kynjanna er mjög mik- ilvægt mál. Ég hef lýst því yfir að ég muni koma á starfshópi til að fylgja eftir þessari skýrslu sem kom út um daginn. Það er líka mjög mikilvægt að halda áfram samstarfi um að auka þátttöku karla í þessari jafnréttis- vinnu. Ennfremur að reyna að þróa og prófa aðferðir við að koma sam- þættingunni í gegn.“ Hvernig stöndum við í jafnrétt- ismálum miðað við önnur Norður- lönd? „Við erum greinilega á eftir þeim í ýmsum efnum. Við erum til dæmis langt á efitir þeim hvað varðar þátt- töku kvenna í stjómmálum. I ríkis- stjómum Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar er nær jafnt hlutfall karla og kvenna. I Noregi em konur um 40 prósent þingmanna og enn fleiri í Svíþjóð. Hjá krataflokknum í Noregi em konur helmingur þingmanna flokksins samkvæmt kvóta og kratar í Svíþjóð em með svokallaðan fléttu- lista við framboð þar sem er kona, karl, kona eða öfugt. Samanburður- inn við Norðurlöndin er okkur því fremur óhagstæður. Við höfum held- ur ekki gripið til ýmissa aðgerða sem gripið hefur verið til þar. Þess vegna er mjög mikilvægt að halda áfram þessu samstarfi. Skoða hvað hentar hjá okkur og hvar við þurfum að taka skildu það líf sem hann lifði: af hverju fær maðurinn sér ekki vinnu, af hverju skrifar hann ekki bækur sem seljast, af hverju málar hann á til að ná árangri. Við emm með jafnréttisáætlun í gangi og það á að koma úttekt á henni að liðnum tveimur ámm. Þau em einmitt liðin í sumar og það verð- ur fróðlegt að sjá hvemig tekist hefur til þessi tvö ár og einnig að sjá hvort það hefur orðið árangur af þeim áætlunum sem ráðuneyti og ríkis- stofnanir settu sér,“ sagði Rannveig Guðmundsdóttir félagsmálaráð- heija. í dag mælir Rannveig íyrir sam- starfsáætlun í vinnumarkaðsmálum á þingi Norðurlandaráðs og það gerir hún sem vinnumálaráðherra Islands. Hún var spurð hvort mikill ávinning- ur væri af norrænu samstarfi. „Við höfum afar mikið að sækja til bræðraþjóðanna á Norðurlöndum og það er mikið gagn af norrænu samstarfi. Það er svo víða sem við getum dregið lærdóm af þeirra reynslu og því sem þær þjóðir em búnar að gera úttekt á. Það er mjög mikilvægt að þessi vettvangur verði sem öflugastur enda er um að ræða eitt þýðingarmesta samstarf sem við eigum á sviði utanríkismála. Ég tel að mikilvægið haldi áfram óháð því hvort öll löndin eiga eftir að fara inn í Evrópusambandið eða ekki,“ sagði Rannveig Guðmundsdóttir að lokum. ekki sölulegri myndir? Ætlar maður- inn aldrei að þroskast? Hjá flestum stendur lífsperformansinn nefnilega ekki lengur en hálfvolg uppreisn æskuáranna, svo þroskast þeir ofan í samdaun samfélagsins. Dagur endurspeglaði skáldskap sinn í framkomu sinni og lífsháttum. Og Ijóðin hans slógu í gegn. Hann sló nýjan hljóm sem tekið var eftir. Strax. Að vísu stóð hann ekki einn. Það er auðvelt að setja hann í sam- hengi við önnur skáld af hans kyn- slóð og meðal þeirra átti hann góða félaga. En hljómur hans skar sig allt- af úr. Hann var eins og götustrákur- inn sem felur sig í Ijósinu." Hann var ekki frjáls Einar segir að síðustu árin hafi um margt verið Degi erfið og sár: „Dag- ur var ekki sáttur við aðstæður sínar síðustu árin. Þessi ár á götunni, þessi húsnæðisleysis ár voru honum kvöl. Hann var enginn kóngur í ríki sínu. Hann var ekki frjáls. Hann gat ekki gert það sem hugur hans stóð til. Hann hafði ekki í önnur hús að venda en þar sem var drukkið. Mappan með myndunum og kassinn með litunum og penslunum voru einhvers staðar í geymslu." Einar Ólafsson skrifar um Dag heitinn Sigurðarson skáldbróður sinn og vin í nýju TMM Götustrákurinn sem faldi sig í Ijósinu Líf hans var performans - en Dagur var sjaldan að leika. Mynd: Jim Smart

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.