Alþýðublaðið - 02.03.1995, Síða 6

Alþýðublaðið - 02.03.1995, Síða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARS 1995 4 molar Orlof húsmæðra í Reykjavík Össur Skarphéðinsson umhverfis- ráðherra og Ólafur Skúlason bisk- up flytja erindi á laugardaginn kemur um umhverfissiöfræði. Kynningarfundur verður á vegum Orlofsnefndar húsmæðra í Reykja- vfk í dag, fimmtudaginn 2. mars, að Hótel Loftleiðum og hefst hann kiukkan 20:30 í Víkingasal. Kynntar verða ferðir er famar verða á vegum Orlofsins á þessu ári. Dvalið verður á eftirfarandi stöðum: Hótel Örk í Hveragerði (4 dagar), Hótel Þórs- hamar í Vestmannaeyjum (3 dagar) og Hvanneyri í Borgarfirði (7 dagar). Einnig verður tveggja daga jöklaferð þar sem farin verður snjóbfla- og sleðaferð á Vatnajökul, en gist verð- ur á Hótel Höfn í Homafirði. Þá verður farin 7 daga ferð til Kaup- mannahafnar og 14 daga ferð til Alg- arve í Portúgal. Skráning í ferðimar hefst á fúndinum annað kvöld þar sem þær konur er aldrei hafa farið í ferðir á vegum Orlofs húsmæðra ganga fyrir. Skrifstofa Orlofs hús- mæðra í Reykjavík er að Hverfisgötu 69, sími 12617 og verður skrifstofan opin frá föstudeginum 3. mars alla virka daga frá klukkan 17:00 til 19:00. Fræðsla um umhverfissiðfræði Umhverfisráðuneytið, Þjóðmála- nefnd kirkjunnar og Siðfræðistofnun Háskólans gangast næstkomandi laugardag, 4. mars, í sameiningu fyr- iropnum fræðsludegi um umhverfis- siðfræði undir yfirskriftinni Hver ber ábyrgð á landinu? Fræðsludagurinn er fyrsta samstarfsverkefni þessara þriggja aðila á sviði umhverfismála, en samstarfið mun í framtíðinni einkum taka til fræðslu um umhverf- is- og náttúruvernd. Dagskráin mun fara fram í stofu 101 í Odda við Há- skóla íslands og stendur frá klukkan 10:00 til 17:00. Öllum er heimill að- gangur. Helsta markmið fræðslu- dagsins er að vekja fólk til vitundar um nauðsyn skipulegrar siðfræði- legrar umræðu og fræðslu um um- hverfismál. Dagskráin á laugardag- inn hefst með ávarpi biskups Islands, séra Olafs Skúlasonar, en að því loknu verða flutt fjögur erindi Páls Skúlasonar heimspekiprófessors, Björns Björnssonar guðfræðipró- fessors, Jóns Gunnars Ottóssonar forstjóra Náttúrufræðistofnunar og Ingimars Sigurðssonar skrifstofu- stjóra í umhverfisráðuneytinu. Að erindum loknum verða sameiginleg- ar uinræður undir stjóm Kristínar Einarsdóttur formanns umhverfis- málanefndar Alþingis. Lokaorð flyt- ur Össur Skarphéðinsson umhverf- isráðherra. Olís þjónar á Interneti Olís hefur opnað sérstaka þjón- ustumiðstöð þar sem tekið er á móti öllum vöm- og þjónustupöntunum frá viðskiptavinum, bensínstöðvum og birgðastöðvum félagsins á einum stað. Þjónustumiðstöð Olís - sem tekur á móti skilaboðum sem berast símleiðis, í pósti, á faxi á Intemeti og með tölvupósti - veitir einnig allar upplýsingar um vömr, þjónustu, verð, opnunartíma, dreifileiðir og þjónustustaði auk þess sem tekið er á móti kvörtunum og ábendingum frá Internet- og tölvupóstvæddir starfsmenn þjónustumiðstöðvar Olís: Einar Þorsteinsson, Finnur Gunnarsson og Hjalti Bjarnfinns- son. viðskiptavinum. Fyrst um sinn er sími þjónustuborðs 91-689800 og faxið 91-672921, en frá 1. júní er bein lína þangað 515-1100 og fax 515-1110. Tölvupóstfangið er ol- is@mmedia.is og Intemet-fangið er http//www//mmedia.is/olis. A heimasíðu félagsins á lnternetinu er að finna almennar upplýsingar og landakort sem sýna starfsemi félags- ins og þær vömr og þjónustu sem í boði em. I gegnum Intemetið verður í framtíðinni hægt að ganga frá öll- um vömpöntunum til Olís. Party Zone '94 komin út Skífan hf. hefur gefið út nýja geislaplötu sem inniheldur 13 af betri lögum þáttarins Party Zone á útvarpsstöðinni X-inu síðasta ári. Party Zone - sem stjómað er af Helga Má Bjarnasyni og Kristjáni Helga Stefánssyni - hefur átt vin- sældum að fagna hjá „skemmtana- fíklum" og unnendum danstónlistar. Það vom tveir af betri plötusnúðum landsins, DJ Margeir og DJ Grétar úr hljómsveitinni Scope, sem settu diskinn saman í 75 mínútna stans- lausa dansveislu. Við hljóðblöndun- ina notuðust þeir við tvo SL-1200 Technics vínylplötu-spilara til að skapa það andrúmsloft sem plötu- snúðar leitast við að ná fram á skemmtistöðum landsins. A diskn- um sem heitir Party Zone '94 er þverskurður af heitustu lögum Party Zone útvarpsþáttarins á síðasta ár; svokallaða „klúbb-tónlist“ einsog hún gerist best. Meðal laganna er topplag síðasta árs, Throw með Pap- erclip People, sem gerði allt vitlaust í evrópsku og bandarísku dansklúbb- unum. Einnig er þar að finna nýja hljóðblöndun af laginu In tlie Anns of Love með Scope. Aðrir flytjendur á disknum em Sagat, Jamiroquai, Suoth Street Players, D-Mob, Hea- dmsh, S.U.A.D. (Jay-Dee), Trans- global Underground, River Ocean, Fire Island, Aphrohead og Phutur- escope. Úrslit Smirnoff- keppninnar íslensk- um nemum í tísku- h ö n n u n gefst nú enn einu sinni kostur á að taka þátt f fatahönnuða- keppninni Smimoff International Fashion Awards. Fyrir keppninni stendur alþjóðlega stórfyrirtækið The Pierre Smimoff Co. Ltd., fram- leiðandi Smimoff - mesta selda vodka heimsins. Umboðsaðili keppninnar hér heima er Smimoff- umboðið og fyrir þess hönd Júlíus P. Guðnason. Það er Karl Aspe- lund hönnuður sem sér um fram- kvæmd keppninnar. Niðurstaða und- ankeppni fyrir úrslitin var kynnt síð- astliðinn föstudag og fengu eftirfar- andi 10 tískunemar styrk til að hanna flíkur sínar og búa til fyrir úrslita- keppnina sem haldin verður 19. apríl næstkomandi: Bryndís Böðvars- dóttir, Edda Skúladóttir, Eydís EI- ín Jónsdóttir, Inga Kristín Guð- laugsdóttir, Linda Björg Arna- dóttir, Malen Dögg Þorsteinsdótt- ir, Nanna Bjarnadóttir, Ragnhild- ur Eiríksdóttir, Rúna Þráinsdóttir og Sonja Margrét Magnúsdóttir. Þema keppninnar að þessu sinni er Fögnuður frelsis og eru úrslitakepp- endumir ffá fjórum skólum: Iðnskól- anum í Reykjavík, Myndlista- og handíðaskóla íslands, Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti og hönnunar- skóla í Kaupmannahöfn. I fýrra sigr- aði Linda Björg Árnadóttir MHÍ- nemi og náði hún þeim frábæra ár- angri að verða í 4. sæti í lokakeppn- inni sem fram fór í Dyflinni á írlandi. Utflutningur á Interneti útflutningsráð íslands og Miðlun hf. gefa í samvinnu út Iceland Ex- port Directory - The Official Guide to Quality Products and Sen’ices. Markmiðið með útgáfunni er að stuðla að auknum útflutningi frá landinu með þvf að gera upplýsingar um útflytjendur og útflutningsvörur aðgengilegar. Nú er að heljast söfn- un upplýsinga í Iceland Export Directory 1995/1996 sem áætlað er að komi út í júní 1995. Útflutnings- ráð dreifir bókinni endurgjaldslaust til 10.000 erlendra fyrirtækja og upp- lýsingamiðstöðva. Bókinni verður Arni Sophóníasson hjá Miðlun hf. og Jón Ásbergsson framkvæmda- stjóri Útflutningsráðs fræða heim- inn um íslenskan útflutning á Inter- netinu. dreift á sýningum, send þeim sem hafa samband við viðskiptaskrifstof- ur Útflutningsráðs hér heima og er- lendis, í gegnum íslensk sendiráð og ræðismannaskrifstofur, í heimsókn- um forseta Islands á erlendri grundu og í kynningum hér á landi. Til að gera upplýsingarnar enn aðgengi- legri fýrir erlenda aðila sem leita við- skiptasambanda á íslandi hefur verið ákveðið að bjóða aðgang að upplýs- ingunum á alþjóðlega tölvunetinu Intemet. Þjóðvinafélagið í 124 ár Aðalfundur Hins íslenska þjóð- vinafélags var haldinn á Alþingi miðvikudaginn 8. febrúar síðastlið- inn. Félagið var stofnað af alþingis- mönnum 19. ágúst 1871. Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, stjómaði fundi og Jóhannes Hall- dórsson, forseti félagsins, sat fund- inn af þess hálfu. í lög félagsins var sett það ákvæði að aðalfundir þess skyldu haldnir á Alþingi annað hvert ár. Jóhannes gerði á fundinum í stuttu máli grein fyrir upphafi félags- ins og upphaflegum stefnumiðum þess. Meðal þeirra er útgáfa ritaðs máls. Undanfama áratugi hefur fé- lagið ekki haft tök á stórræðum á því sviði, en gefur út ársritin Almanak og Andvara - svo sem það hefur gert um 120 ára skeið. Forseti félagsins gerði einnig grein fýrir reikningum þess fyrir árin 1992 og 1993 og vom þeir samþykktir. Að lokum fór fram kosning stjómar félagsins og endur- skoðenda. Engar breytingar urðu frá fyrri stjóm. Jóhannes Halldórsson cand.mag. var kosinn forseti, doktor Jónas Kristjánsson (fyrrverandi forstöðumaður Stofnunar Ama Magnússonar) varaforseti, doktor Guðrún Kvaran orðabókarritstjóri, Heimir Þorleifsson menntaskóla- kennari og Ólafur Ásgeirsson þjóð- skjalavörður meðstjórnendur. Hall- dór Ásgrímsson alþingismaður og Ólafur Ólafsson fyrrverandi vara- skrifstofustjóri Alþingis vom kosnir endurskoðendur. JAFNAÐARMENN Á REYKJANESI Framboðslista- kynning Kynning á frambjóðendum á lista Alþýðuflokksins - Jafnaðarmanna- flokks íslands - á Reykjanesi fer fram næstkomandi föstudag, 3. mars, klukkan 21:00 í Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2 (suðurdyr - veislu- salur á neðstu hæð). Auk kynningar á frambjóðendum verða skemmtiatriði, söngur og dans á dagskránni. Allir stuðningsmenn jafnaðarmanna eru velkomnir. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 91-44700. Stjórnin. NORÐURLAND EYSTRA Kosningaskrifstofa opnuð Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra hefur verið opnuð að Brekkugötu 7 á Akureyri. Skrifstofan er opin alla virka daga frá klukkan 13:00 til 22:00 og um helg- arfrá klukkan 13:00 til 17:00. Heitt á könnunni og „með því" allan daginn. Athugið! Langur laugardagur er framundan: Súpufundur verður hjá kratakonum og allir frambjóðendur verða á skrifstofunni frá klukkan 16:00. Kosningastjómin. JAFNAÐARMENN Á SUÐURNESJUM Kosningaskrifstofa opnuð Kosningaskrifstofa jafnaðarmanna á Suðurnesjum hefurverið opnuð að Hafnargötu 88 í Keflavík (gamla ÁTVR-húsið). Opið verður alla daga frá klukkan 10:00 til 20:00. Símarnir eru 92-11180 og 92-11380. Kosningastjóri er Hilmar Hafsteinsson og starfsmaður kosningaskrifstof- unnar er Erlingur Hannesson. Kosningastjórnin. ALPYÐUFLOKKURINN UNGIR JAFNAÐARMENN Sæluvist í sveitinni! Kosningastjórn Ungra jafnaðarmanna efnir til sæluvistar í sveitinni um næstu helgi (föstudaginn 3. mars til sunnudagsins 5. mars) í þremur þú- stöðum sem leigðir hafa verið við Bifröst í Borgarfirði. Tilgangurinn með ferðinni er sá, að þjappa saman öllum ungum fram- bjóðendum (á aldrinum 0 til 35 áraj, svo og öðrum ungum jafnaðar- mönnum sem hyggjast taka þátt í baráttunni þessar síðustu vikur fyrir al- þingiskosningarnar 8. apríl. Með öðrum orðum: Allir eru velkomnir. Til að halda verði á pakkanum niðri verða engar skipulagðar rútuferðir á svæðið og ekki sameiginlegur matur, heldur þurfa ungir jafnaðarmenn að koma sér þangað á einkabílum eða með BSÍ og hafa með sér eigin fæði. Á laugardeginum er skipulögð dagskrá frá klukkan 10:00 til miðnættis. Dagskrá þessi felst í skemmtun, innivist, skemmtun, útivist, skemmtun, fyrirlestrum, skemmtun, sýnikennslu, skemmtun, hópvinnu, skemmtun, einstaklingsframtaki. Mestmegnis mun þó dagskráin samanstanda af ábyrgðarlausu gríni og glensi frá morgni til morguns-og skemmtun. Þar sem aðeins er hægt að koma um fimmtíu manns fyrir í bústöðunum þremur eru áhugasamir hvattir til að skrá sig fyrir hádegi á fimmtudag á skrifstofum SUJ í síma 552-9244, þar sem Baldur Stefánsson, kosninga- stjóri Ungra jafnaðarmanna, tekur óður og uppvægur á móti pöntunum. HVERJIR VERÐA ÞAR? Framþjóðendur Ungra jafnaðarmanna og þeir sem ekki komust í framboð, þeir sem unnu kosningarnar í Háskólanum og þeir sem töpuðu, fallega fólkið og Ijóta fólkið, heppna fólkið og óheppna fólkið, skemmtilega fólkið og nerðirnir, tilvonandi þingmenn og þeir sem ekki eiga séns, foringjarnir og fótgönguliðið, gafflarnir og skeið- arnar. Og allir hinir. Kosningastjórnin. ALÞYÐUFLOKKURINN Á VESTFJÖRÐUM Kosningamiðstöð Kosningamiðstöð Alþýðuflokksins á Vestfjörðum hefur verið opnuð á 4. hæð Kratahallarinnar við Silfurtorg á (safirði. Fyrst um sinn verður hún opin frá klukkan 13:00 til 19:00 alla virka daga. Kosningastjóri er Gísli Hjartarson sem jafnframt er ritstjóri Skutuls, mál- gagns jafnaðarmanna í kjördæminu. Sími skrifstofunnar er 94-5348 og myndsendir er 94-5346. Farsímanúm- er kosningastjóra er 985-39748 og heimasími hans er 94-3948. Jafnaðarmenn ó Vestfjörðum. JAFNAÐARMENN Á VESTURLANDI Kosningaskrifstofa opnuð Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins á Akranesi verður opnuð föstudag- inn 3. mars í félagsheimilinu Röst. Sími 93-11716. Leitið upplýsinga. JAFNAÐARMENN Á VESTURLANDI Góugleðin nálgast Alþýðuflokksfélag Akraness heldur sína árlegu góugleði í félagsheimil- inu Röst, laugardaginn 11. mars. Allir jafnaðarmenn eru velkomnir. Dagskráin verður nánar auglýst síðar. Baráttukveðjur. Stjórnin. ALÞYÐUFLOKKURINN I KOPAVOGI Kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins í Kópavogi hefur verið opnuð í Hamraborg 14a (II. hæð til hægri). Fyrst um sinn verður skrifstofan opin mánudaga til föstudaga frá klukkan 11:00 til 21:00, laugardaga frá klukk- an 10:00 til 16:00 og sunnudaga eftir samkomulagi. Kosningastjóri er Halldór E. Sigurbjörnsson þjóðréttarfræðingur. Sími skrifstofunnar er 554-4700, en myndsími er 554-6784. Heimasími kosningastjóra er 554-0146. Vegna utankjörstaðaatkvæðagreiðslu hafið samband við skrifstofuna eða á aðalskrifstofur Alþýðuflokksins í Reykjavík í síma 91-29244 (Gylfi Þ. Gíslason yngri). Alþýðuflokkurinn í Kópavogi. r|

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.