Alþýðublaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 S k o ð a n Menningarstefna er háljð&ýlfo Pallborðið Sumum finnst menning vera eitt- hvað sem þvælist fyrir. Eitthvað sem mergsýgur ríkiskassann og „skilar engu í þjóðarbúið.“ Sumir setja fjár- hagslega mælikvarða á allt og kretj ast beinharðra pen- inga af menning- unni. Þeim fínnst hún eiga að „- standa undir sér ijárhagslega" og að samfélag manna eigi ekki að leggja neitt til hennar nema í formi neyslu.____________________ Sumir fordæma listamenn sem let- ingja og ómenni sem ekkert viti um hvað lífið gangi út á, en lífið er í huga þeirra sem eru þessarar skoð- unar saltfiskur. Sumir halda að menningin sé eitthvað sem allir eigi að hafa gaman af og það er sá þrýsti- hópur sem hrekur alvarlega lista- menn út í afskræmingu listar sinnar í amerískum söngleikjum. Ég fordæmi þessar skoðanir. Við erum fámenn þjóð með brothætta vitund um okkur sjálf í víðáttum um- heimsins. Okkur er það mikilvægara en nokkrum öðrum að leggja menn- ingarstarfsemi hér norðurfrá lið af al- efli. Við verðum að gera listiðkun mikiu hærra undir höfði en nú er. í dag er menningarmálum sinnt af tveimur starfsmönnum menntamála- ráðuneytisins. Það er lýsandi fyrir það skilningsleysi sem listin býr við. Aðrar jþjóðir hafa þó haft döngun í sér til að stofna sérstakt ráðuneyti um menninguna og skilja mikilvægi hennar, því það segir sig sjálft að án hámenningar og án skapandi alvar- legra listamanna er þjóðin ekkert. Ekki til, hvað sem líður þorsktonn- um sem streyma að landi. Hér á landi er illa búið að menn- ingunni. Hvort sem um er að ræða skapandi listir eða ræktun fræða og rannsókna á sögu þessarar þjóðar. Fomleifarannsóknum er haldið úti fremur af vilja en mætti og ómetan- legar upplýsingar, sem skýrt gætu stöðu okkar í samfélagi manna liggja undir skemmdum eða verða gleymskunni að bráð. Þessu þarf að breyta. Það er hlutverk nýrrar kynslóðar jafnaðarmanna að taka til hendinni í þessum málum. Við treystum okk- ur til að standa keik í samstarfi þjóða, en þá þarf að vera forgangs- verkefni að huga að rótunum. Að þeirri handfestu sem við verðum að hafa í síbreytilegum heimi. Þetta má ekki gleymast og þetta mun ekki gleymast. Hvað sem líður ytri gæð- um okkar má ekki vanrækja hin innri. Því er það skylda stjórnmála- flokka að móta sér menningarstefnu aðra en þá að gefa dauðann og djöf- ulinn, því þá eru þeir um leið að gefa dauðann og djöfulinn í þjóðarsálina. Hana er vitaskuld ekki að finna í at- vinnunöldrurunum sem hringja inn í kjaftaþætti útvarpsstöðvanna, heldur í stærstu sigrunum á menningarsvið- inu. Þar stígur hún upp í hæðir og eftir henni verður þjóðin metin þegar fram í sækir. Með menningarstefnu stjórnmála- flokka er vitaskuld ekki átt við að hin dauða hönd ríkisins segi listamönn- um fyrir verkum og rétti þeim pen- inga eftir flokksskírteinum, heldur fremur að listinni sé tryggt það um- hverfi að enginn geti sagt henni fyrir verkum. Að samfélagið plægi þann jarðveg sem skapandi listamenn spretta úr. Tengsl menningarinnar við menntamálaráðuneytið á að nýta til að stórauka listmenntun í grunn- skólum. Ungveijar leggja ofur- áherslu á tónlistarmenntun í grunn- skólum sínum og því eru þeir stór- veldi á tónlistarsviðinu, þrátt fyrir fá- „Sumir halda að menningin sé eitthvað sem allir eigi að hafa gaman af og það er sá þrýstihópur sem hrekur alvarlega listamenn út í afskræmingu listar sinnar í amerískum söngleikjum." menni. Listiðkun eykur einnig lík- umar á því að skólakerfið ali af sér skapandi einstaklinga, sem jafnframt hafa búið við þann aga að þeir kunna að veita sköpunargáfu sinni í farveg sem myndi ekki bara nýtast við ástundun listarinnar, heldur smitaði einnig útfrá sér í þjóðfélagið allt. Þá gætu krónu- og aurasálimar glaðst líka. Höfundur er heimspekinemi og skipar 4. sætið á framboðslista Alþýðuflokksins í Reykjavík. Villtir á vefnum líta í dag á Vefföng þriggja kvenna sem eiga það sameiginlegt að vera hæfileikaríkir, eld- Laurie klárir og gullfallegir nethausar: •Fjöl- listakonan Laurie Anderson kynnir margmiðlunarlist sína Sarah á http://www.voyager co.com •(trammy- til- nefnda söngkonan Sarah McLachlan hcillar okkur uppúr skónum á http://ww w.wimsey.com.nettwerk/ •Ginn af fremstu nethausum tímaritsins Wir- ed, J.C. Her/, hefur gefið út bókina Surfing on the Intcrnct - a nethead’s adventures on-line, þar sem ferðast er um undirheima Nctsins og allt það safaríkasta dregið uppí dags- Ijósið. Allt um bókina er að finna á http://www.timeinc.com/ twep/Featur es/Surf-Intemet/ Surf-Intem et.html Guðmundur Óli Gunn arsson mun hafa það vandasama verk með höndum að stýra Óperu- tónleikum á Akureyri 12. apríl. Þessi ungi stjórnandi ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur því hann mun á tónleikunum stjórna þeim heimsfræga tenór Kristjáni Jóhanns- syni sem er vanur að vinna með þeim allra stærstu. Einn- ig syngur óperusöng- konan geð- þekka Sigrún Hjálmtýs- dóttir og á efnisskránni eru aríur og dúettar úr óperum á borð við Carmen, La Boheme og La Traviata... En norðanmenn hafa ekki mestar áhyggjur af því að Guðmundur Óli nái ekki að tjónka við tenórinn hug- umstóra né heldur því að hljómþurðurinn í KA-heim- ilinu verði ekki með besta móti; íþróttamannvirki mið- ast jú ekki við þá þýðu tóna sem óperuflytjendur gefa frá sér). Nei, heldur er það að rígurinn milli Þórsara og KA-manna hefur sjaldan verði meiri og er haft eftir höfuðpaurum Þórsara að ekki einn einasti af þeim muni láta sjá sig á þessum tónieikum. Þeir leyfa sér meira að segja að efast um að Kristján mæti sjálfur, en hann er gallharð- ur Þórsari. Deilur milli íþróttafélag- anna á Akureyri hafa oft verið ill- vígar í gegnum tíðina. Einu sinni gekk það svo langt að eftir að mold af íþrótta- svæði KA var notuð í kirkjugarðinn á Akureyri, sagði þáverandi formaður Þórs, Aðalsteinn Sigur- geirsson (sonur Geira „Skoda"), eitthvað á þá leið að enginn sannur Þórs- ari myndi nokkru sinni láta jarðsetja sig þar... Þessar blikur hafa þó enn sem komið er farið fram hjá Guðmundi Óla stjórnanda. Hann er nú staddur í Madríd ásamt Caput-hópnum og verður út vikuna. Eins og Alþýðu- blaðið greindi frá fyrir skömmu standa þaryfir norrænir menningardagar með yfirskriftinni „Undir pólsstjörnu" en Caput-hóp- urinn er framlag íslands til hennar ásamt Leikbrúðu- landi og verkum Magnús- ar Kjartanssonar mynd- listarmanns... Guðmundur Óli og aðrar menningarspírur eru ekki þau einu sem stödd eru úti í Madríd vegna há- tíðarinnar heldur er Sig- urður Hall, kokkurinn káti og snjalli, einnig í borginni á vegum Útflutningsráðs, eitthvað að elda... H i n u m e q i n "FarSide" oftir Gary Larson. Fimm á förnum ve Hver er fegursta fegurðardrottning íslands frá upphafi? Inga Stefánsdóttir, starfsmað- ur bakarís: Er það ekki Hólmfríð- ur Karlsdóttir? Rannveig Guicharnaud, borg- ari: Linda Pé. Tumi Kolbeinsson, nemi: Hófí. Engin spuming. Kristín Valdemarsdóttir, ritari: Mér finnst Hófí bera af. Kristín Þorsteinsdóttir, hús- móðir: Hófí. A því leikur enginn vafi. V i t i m e n n ég heyrði nafnið mitt. Brynja Björk Harðardóttir fegurðardrottning. DV í gær. Flest öll lifum við af því að selja okkur á einn eða annan máta. Guðrún Guðlaugsdóttir þar sem hún veltir því fyrir sér hvað er ósæmilegt og hvað ekki í Þjóðlífsþönkum sínum. Mogginn á sunnudag. Radíusbræður túra. Þeir eru að vísu ólíkindatól. En merkilegt ef þeir fara á túr! Þessi fyrirsögn í blaði vakti víst önnur hugrenninga- tengsl en skrifari ætlaði. Elín Pálmadóttir í pistli sínum Gárur. Mogginn á sunnudag. Það þykir ekki tiltökumál þótt skemmtanalífið sé fullt af allskonar óþverra. Hann er alltaf gylltur upp og svo eiga menn bara að vara sig á að nota ekki þessi efni. Árni Helgason, Stykkishólmi. Mogginn á sunnudag. Trúlega veltir margur þeirra vöngum yfir því, hvernig bezt sé að verja atkvæðinu. Víkverji. Mogginn á sunnudag. Og að kveldi er slegið upp dansiballi undir dynjandi músík, og sjá allir þeysa út á gólf. Steingrímur St. Th. Sigurðsson í Velvakanda þar sem hann talar um þvílíkur dásemdastaður Hótel Örk er. Mogginn laugardag. Ég held að hann sé verulega á eftir mér í þessu. Hann hefur svo oft guggnað og er alltaf að flytja ræður á kút- magakvöldum og öðru slíku og ræður ekki við sig. Davið Oddsson um samkeppni frá Össuri Skarphéðinssyni í baráttunni við aukakílóin. Morgunpósturinn í gær. Veröld ísaks Æskílos (525-456 f.Kr.) - sem er ásamt Sófóklesi og Evrípídesi frægasta leikskáld fom- Grikkja, var samkvæmt fomum heimildum drep- inn af skjaldböku. Skjaldbakan verður þó vart fundin alfarið sek um glæpinn því hún var í klóm arnar nokkurs sem sveif með hana hintin- hátt, miðaði á nauðasköllóttan koll Æskilosar, sem öminn hefur líkast til mistekið sem stein, og sleppti skjaldbökunni sem mölbraut haus- kúpu skáldsins við fremur harða lendingu. Byggt á Isaac Asimov's Book ofFacts.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.