Alþýðublaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 1995 ALÞYÐUBLAÐIÐ u m e n n Sögumenn af öllum stærðum og gerðum stíga fram í dagsljósið „Heilmikil von með mannskepnuna" - segir Eyvindur Eiríks- son, rithöfundur um sögumannakvöld í Kaffi- leikhúsinu í Hlaðvarpan- um. „Sögumenn mjög viðkvæmar sál- ir, það er sagt svo, allavega um þá sem teljast til frumbyggja en ég er nú að vfsu ekki slíkur,“ segir Eyvindur Eiríksson þegar blaðamaður Al- þýðublaðsins reyndi að plata hann til að segja sér sögu. Evindur er einn af þeim sem eru í forsvari fyrir allbreið- um hópi sem stendur fyrir sögu- kvöldum í Hlaðvarpanum. Fyrsta sögukvöldið var fyrir tæpri viku og tókst með fádæmum vel og var sleg- ið aðsóknarmet í húsinu. „Maður þarf að snúa á vissan veg,“ sagði Ey- vindur og var ekki tilbúinn að segja sögu í gegnum símann og vísaði á nafna sinn Erlendsson í því sam- bandi. Eyvindur Eiríksson segir að sögu- kvöldin eigi við ákveðin vandamál að stríða. „Það getur verið erfitt að flytja þessa sögu sem er milli manns og manns. Oft miðast þessar sögur við það að það séu einn eða fáir áhorfendur sem em þá nákomnir sögumanni. Vandinn felst þessari út- víkkun, að þetta verði ekki óper- sónulegt með fleiri áhorfendum. Menn segja sögur í lúkamum, menn segja sögur í kaffiskúmum, í eldhús- inu og yfir bjórglasi. Það er hinn eig- inlegi sögustaður og fjöldi manna sem segja yndislegar sögur við slík tækifæri vilja ekki koma þegar svo stór hópur áhorfenda er samankom- inn. Þess vegna em nú oft í þessu leikarar og rithöfundar og slíkir." Eyvindur segir erfitt að útskýra hvað það sé sem geri góðan sögu- mann. „Það veit ég ekki. Það er allt mögulegt. Það er eitthvað sem ekki er hægt að lýsa. Það er framkoma mannsins og vera hans öll. Stundum fer maður að hugsa um það á eftir með menn sem em skemmtilegir og segja skemmtilega frá og fer að rifja sögumar upp, þá vom þær ekkert sérstaklega merkilegar sem slíkar. Það kannast sjálfsagt margir við það að ætla sér að endursegja brandara eftir einhverjum öðrum og það hreinlega gengurekki upp. Menn em afskaplega misjafnir að þessu leyt- inu. Sumir geta sagt nánast hvað sem er og eru alltaf skemmtilegir. Aðrir verða aftur á móti að vanda sig meira til að vera áhugaverðir. Það er mikil- vægt í þessu að ná sambandi við áhorfendur, að tala beint til þeirra, þú ert að segja manni sögu. Eg held að það sé mikilvægt að þeir sem hlusta finni að það er verið að segja þeim sögu hverjum fyrir sig en ekki bara einhverjum stómm sal. Ef áhorfand- inn finnur til þess þá er svo sem allt í lagi að það séu lleiri að hlusta." Nú em sjálfsagt einhveijir sem vilja sjá þetta sem fremur gamaldags fyrirbæri á tölvuöld þar sem tíminn líður hratt og allt það. En Eyvindur erekki ásama máli. „Það kemur í ljós að þetta er af- skaplega „aktúelt“ og þetta verður mjög vinsælt. Það er þvert á móti að þetta fari í bág við tímann. Mann- skepnan er nú einu sinni þannig að henni er bölvanlega við að láta loka sig inni hvort sem það er bak við múra eða inni í tölvuskjá. Sem betur fererheilmikil von með mannskepn- una.“ Það er mönnum í sjálfsvald sett hvort þeir setji niður punkta áður en þeir setjist í sögustól en Eyvindur er ekkert endilega á því að það sé ákjósanleg leið. Hann segir þó að á síðasta sögukvöldi þá hafi Matthías Bjarnason, alþingismaður, sem var mjög skemmtilegur, verið með punkta. , Já, enda sagði hann margar smá- sögur, nánast skrítlur af hinum og þessum körlum og kerlingum sem hann hafði hitt. Hinir voru fæstir með punkta. Þú þarft bara að kunna söguna og segir hana svo bara. Ég man til dæmis eftir því þegar ég var á Storyteller Festivali í Kanada, þá var þar maður af rússneskum ættum, prófessor frá Ottawa í rússneskum bókmenntum. Hann var með heil- mikla punkta og fór að segja sögur upp úr verkum Dostojevskís eða einhverra þessara rússnesku kappa. Hann komst alls ekki frá því einmitt vegna þess að hann var háður þess- um punktum, hann vafði sig inni í flækjur, fór að segja allt of ná- kvæmlega Ifá og endurtaka samtöl og svona og þegar hann var búinn að tala í hálftfma, þá nánast gafst hann upp.“ Það eru til at- vinnusögumenn víða. Iramir eiga sér langa hefð í því og í Kanada eru menn sem lifðu á því að segja sögur þann- ig að þetta er ákveðið fag. Is- lendingar eiga ríka söguhefð en Eyvindur bendir á það að hún felist fyrst og fremst í því að skrifa niður og lesa sfðan upp. „Það er það sem gerir að við nálg- umst þetta nreð varfærni rneira og vitum ekki alveg unr hvað við erum að tala: Skrifum fyrst niður og lesum upp. En þetta er ekki það.“ Upphaf-sögukvöldanna má rekja til þess að Eyvindur Eiríksson, Sjón, Sigfús Bjartmarsson og Þórunn Valdimarsdóttir fóra, reyndar hvert um sig, á Storyteller Festival eða Sögumannahátíð í Kanada og heill- uðust að því sem þau þar sáu. Það er talsvert um slíkar hátíðir í Ameríku einkum meðal þeirra sem vilja varð- veita forna inenningu indíána. Það var síðan Asa Richardsdóttir hjá Kaffileikhúsinu sem setti kraft í að koma þessu á koppinn í Hlaðvarpan- um. Næstkomandi miðvikudags- kvöld verður annað sögukvöld hald- ið og eru sagnamenn Erpur Þórólf- ur Evyindarson en hann er fulltrúi ungu kynslóðarinnar og mun tjá sig á þeirri tungu sem henni er töm, Ey- vindur Erlendsson leikari, skáld og Eyvindur Erlendsson, leikari, skáld og kvikmyndagerðarmaður segir sögu í Hlaðvarpanum: „En þar var á vist ein vitlaus kerling sem bókstaflega sat um að drepa sig og drekkja sér í dýinu." kvikmyndagerðarmaður, Hlín Agn- arsdóttir leikstjóri, Jón Böðvars- son ritstjóri og sagnaþulur, Sveinn Kristiasson Strandamaður, veiði- maður og kennari og Tryggvi G. Hansen torfhleðslumaður og hof- smiður. „Við getum gert tilraun," sagði Eyvindur Erlendsson, einn þeirra sögu- manna sem stíga á stokk næsta miðvikudagskvöld. „En þess ber náttúralega að geta að helmingur í þessu eru þagnir og músíkin í frásögnin og maður þarf að horfa framan í fólk þannig að þetta sé allt í alvöranni.“ Og það er ekki ofsagt hjá Eyvindi, tilþrifin við flutning sögunnar vora slík að því verð- ur vart komið til skila á prenti, enda um annan miðil að ræða. En til að gefa einhverja hugmynd era settar innan sviga vísbendingar um á hvaða róli sögumaðurinn var. Þetta er upphaf þeirrar sögu sem Eyvindur ætlar að segja í Hlaðvarpanum og í kaupbæti fengust brot úr bragi nokkram sem Eyvind- ur setti saman um þá sögu sem hann ætlar að segja þeim gestum sem mæta á miðvikudagskvöld. Sigurdur bóndi, Gísli vinnu- madur og vitlausa kerlingin Þið kannist við túnin í Efsta-dal. Jú, jú. (Þögn.) Þau eru sko svoleið- is brött að þeir segja að ef þau hölluðust bara dálítið meira þá mætti slá þau á röngunni líka. (Þögn ogþá uppsveifla.) Flughál og illslæg eftir því og fólk mátti einnig eiga von á því ef það fór út fyrir bæjarhlaðið á sauðskinnsskónum í þurrki (og nú hrattán þess að anda.) að nema ekki staðar fyrr en bara á bólakafl oní dýinu fyrir neðan túnfótinn sem var alveg (hœkkaður tónn.) hyldjúpt og sagt að það hefði einhvern tíma far- ið oní það rolla (...) og aldrei komið upp aftur fyrr en bara mörgum ár- uni seinna einhvers staðar suður í Flóa. (Þögit.) En þar var á vist ein vitlaus kerling sem bókstaflega sat um að drepa sig og drekkja sér í dýinu. (...) Sigurður bóndi var framtakssainur og duglegur (Harkalegt stopp og svo allt á fullt án þess að anda.) hann átti sér plóg og plægði langt á undan öðrum og girti túnin með gaddavír af- skaplega hjúumglaður og ástfullur maður á sínum sviðum og mikið hafður í nefndum því þá voru þeir tímar að byrja. (Þögn og nefsog.) (Upptónn.) Hann hafði þann vinnumanninn sem Gísli hét og (... svo á futla ferð.) og fór afskaplega vel á með þeim og mátti segja að þeir dáðu hvern annan og næstum því mátti segja að þetta væri eitthvert það allra besta par af vinnumanni og húsbónda sem þekktist í landinu því enda Gísli afskaplega húsbóndahollur og jafnvel svo (hraðinn tek- inn niður án þess að anda.) að Sigurður bóndi græddi á því að fara að heiman því þá fannst Gísla skylda sín að vinna á við þá báða og jafnvel meira til og trúði Sigurður honum enda fyrir flestu. (Þögn.) (Tónsveifla uppávið.) Hann átti klofstígvél - Gísli þessi - og sló á þeim. (Fnœst, þá þögn.) Já, og er þegar Sigurður bóndi plægði með nýja plógnum sínuin (Gefið í.) sem var náttúrulega níðingsverk fyrir hesta að draga ætlað fyrir miklu stærri hesta heldur en hann hafði og átti þó röska hesta, að þá fylgdi hann svo fast á eftir að klárarnir máttu bara (Upptónn.) stórpassa sig að fá ekki plóginn í hækilbeinið og rassgatið. „Og svo framvegis,“ sagði Eyvindur, „og segir sagan frá atburði sem var milli þeirra Gísla og vitlausu kerlingarinnar sem óvart varð til að lækna hana af brjálæðinu. En viðförumnúekki Iengra í þetta" Þiö kannist við túnin í Efsta-dal efra og ósköp eru þau brött flughál og illslæg og eftirtekjan ekki upp í nös á kött. Þar var á vist ein vitlaus kerling vandræðagripurinn sem bókstaflega sat um að drepa sig og drekkja sér i dýinu við túnfótinn. Og f lok bragsins, sem er talsvert lengri, er mórölsk umþenking í eins og á ad vera: Maðurinn allur er ýmsan veg gerður ýmist domm eða hress og enginn veit nær hann vitlaus verður veriði sæl og bless. Bergljót Arnalds og Rósa Guðný Þórsdóttir Djöflaeyju Leikfélags Akureyrar. hlutverkum sínum í Ef maður á að vera að nefna það sem helst fór í taugamar þá vora tón- listaratriðin frernur viðvaningsleg og komý og hugsanlega hefði kabarett- svipur leikritsins minnkað ef þeim hefði einfaldlega verið sleppt. Mað- ur hafði það á tilfinningunni að verið væri að troða þeim inn svona í von um þau viðbrögð sem áður var lýst frá þeim leikhúsgestum sem klæða sig í sparifötin, fara út að borða og drekka eina rauðvínsflösku áður en þeir skella sér í leikhúsið. Síðan fara þeir í Sjallann. „ Eftirminnilegastur er leikur ungu leik- aranna.-.Bergljót Arnalds í hlutverki Dollíar er gangandi kynorka. Alger bomba. Fangar at- hyglina, einhvern- veginn alltaf hálf ólétt. Rósa Gudný Þórsdóttir jaðraði vid að vera of yfir- komin af lífsharmi og ömurleika í hlut- verki Þórgunnar og hafði ég meira gaman af henni sem gellunni hans Badda. Sannkallað beib." Auðvitað spillir það alltaf nokkuð fyrir að þekkja plottið, vita endinn og kunna brandarana, en vissulega má mæla með þessari sýningu Leikfé- lagsins sem ágætri kvöldskemmtun á Akureyri. Skemmtileg sýning uin kunnug- legar persónur. Helstað kaharett- andiiin geri liana ekki eins heild- stœða og efni standa til. Vegna góðra undirt við áskrifendasöfnun tLPYMBUÐID -SMWK fWAlfK til áekrifendaleike! Á nasðtu fjórum vikum verða dreq'm útd" nöfn áskrifenda blaðsins vikulega Pregin verða út 2 nöfn í hverju kjördaemi oq nöfn hinna heppnu birtast í Alþýðublaðínu á miðvikudögum og föstudögum. Vinningshafamir eru úr Suðurlandskjördæmi: . - Hreinn Erlendsson (Heiðmörk 2, 000 Selfossi) oq jnús borfinnsson (Hasðargarði, 000 Kírkjubasjarklaustri). Vinningarnir eru gjafabréf á vöruúttekt íSkátabúðinni /p/-) /0/0/0 að krónur ^L/iC/L/L/, " ■Mk skHfetofur Al <götu Á~10, sími 91-6: áðkrifendur - nýir sem gamlir ðublaðsins í Alþýðuhúsinu í Reykjavík, 66, mynrisenriir 91-629244. eru i pottinum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.