Alþýðublaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 1995 S m á r í k i 'i' Vytautas Landsbergis var aðalfyrirlesari á fundi Varðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu sem haldinn var síðastliðinn laugardag. Það var Auðunn Arnórsson sem sat fundinn fyrir Alþýðublaðið. Hann greinir hér á eftir frá því markverðasta sem þar kom fram, veltir fyrir sér stjórnmálum á svæðinu og lítur á úrslit sveitarstjórnarkosninganna sem haldnarvoru íLitháen um helgina Vesturveldin þvo hendursínar af Eystrasaltslöndunum - með þau orð á vörunum að sú hjálp sem Norður- lönd gætu veitt þeim verði að nægja. Eystrasaltsríkj- unum stafar mikil ógn af Rússlandi og Landsbergis segir lífsnauðsyn að smá- ríkin taki höndum saman svo að stórveldin (fyrst og fremst Rússland og Bandaríkin) geti ekki geng- ið á svig við hagsmuni þeirra segir Landsbergis. Eins og greint var frá í Alþýðu- blaðinu síðastliðinn miðvikudag kom fyrrverandi forseti Litháens, Vytautas Landsbergis, hingað til lands um helgina og var ræðumaður á fundi Samtaka um vestræna sam- vinnu og Varðbergs sem fram fór á Hótel Sögu á laugardaginn. í ræðu sinni málaði Landsbergis upp svarta mynd af ástandinu í Rúss- landi og gagnrýndi hegðun Vestur- landa í garð rússneskra ráðamanna - nú, þegar stríðið í Tétsjeníu hefur geysað í margar vikur og kostað um 50 þúsund manns lífið. Landsbergis hefur áhy ggj ur af því, að Rússar komist upp með að fara með styrjöld á hendur Tétsjeníu án afskipta Vesturlanda, þar sem viðbú- ið sé, að Rússar komist þar með upp á lagið og muni auðveldlega freistast til að grípa til álíka aðgerða gegn öðrum smærri nágrönnum sínum. A þennan hátt stafi Eystrasaltsríkjun- um sérstök hætta af þróun mála síð- an Tétsjeníu-átökin hófust. Lands- bergis undirstrikar það, að öryggi Eystrasallslandanna verði ekki tryggt nema með því að fá inngöngu í samtök vestrænu ríkjanna: ESB, VES, NATO. Hann lítur svo á, að það væru einnig hagsmunir lýðræð- isríkja Vestursins, að hinir nýsjálf- stæðu nágrannar Rússa (eða nýjasta stórveldiskerfis þeirra, Samtaka sjálfstæðra ríkja) fengju hlutverk út- varða hins vestræna öryggiskerfis. Vinningstölur VINNJNGAR FJÖLDI VÍNNINGA UPPHÆÐ Á HVERN ViNNING Q 5af5 ö 2.033.740 ||+4af5 1 327.600 0 4af 5 101 5.590 J 3 af 5 2.836 460 BÓNUSTALA: 28 Heildarupphæð þessa viku: kr. 4.230.490 UPPtÝStNQAR, SÍMSVARf 91 - «8 16 11 UIKKUUNA99 10«(. ItxrAVARPASI Vytautas Landsbergis: Gagnrýnir þá forgangsröðun mála, sem for- ysturíki Vesturlanda fylgja: hún felist í því að leggja meiri áherslu á að halda góðum samskiptum við Rússa, þó það kosti það að Rússar komist upp með að hafa sína hentisemi í samskiptum sín- um nágrannaríki á borð við Eystrasaltslöndin. A- mynd: E.ÓI. Landsbergis gagnrýnir því sérstak- lega þá forgangsröðun mála, sem forysturíki Vesturlanda fylgi: hún fælist í því að leggja meiri áherslu á að halda góðum samskiptum við Rússa, þó það kosti það að Rússar komist upp með að hafa sína hentisemi í samskiptum sínum við þau nágrannaríki, sem háðust eru þeim samskiptum. Litháen er enn mjög háð viðskiptum við Rússland; helmingur útflutnings Litháens fer til þess að greiða fyr- ir orku, olíu og aðra hrávöru frá Rússlandi. Rússnesk stjómvöld nota þetta ástand til að þrýsta Lit- háum til að haga sér að þeirra vild. Þá benti Landsbergis einnig á, að Vesturveldin „þvægju hend- ur sínar“ af Eystrasaltslöndunum með þau orð á vörunum að sú hjálp sem Norðurlönd gætu veitt þeim yrði að nægja. Og því sé það orðið ljóst að Rússland sé reiðu- búið að fóma lífi sinna hermanna til að endurheimta yfirráð yfir Eystrasaltsríkjunum en Vestur- veldin væru aftur á móti ekki reiðubúin til neinna fórna til að tryggja öryggi þeirra. Því sé það lífsnauðsyn að smáríkin taki höndum saman svo að stórveldin (þar á Landsbergis fyrst og lrernst við Rússland og Bandaríkin) geti ekki gengið á svig við hagsmuni þeirra. Þessa þróun segir Landsbergis einnig hafa neikvæð áhrif á innanrik- ismál síns lands: Fólkið í landinu verði fyrir vonbrigðum með stefnu Vesturlanda og slík vonbrigði væm vatn á myllu hinna gömlu valdaað- ila: kommúnistanna og arftaka þeirra. I þessu sér Landsbergis eina af ástæðunum fyrir sigri „gömlu afl- anna“ í síðustu kosningum, þar sem kosningabandalag fyrrverandi kommúnista - undir forystu hins fyrrverandi forystumanns í litháíska kommúnistaflokknum, Algirdas Brazauskas, sem nú er forseti lands- ins - náði hreinum meirihluta á lithá- íska þinginu. Svipuð þróun hefur átt sér stað í fleiri nýfrjálsum ríkjum hinnar fyrrverandi Austurblokkar. Landsbergis, sem er formaður íhaldsflokksins, er nú einn helsti for- mælandi stjómarandstöðunnar á Jón Baldvin Hannibalsson og Vytautas Landsbergis kynntust vel í sjálf- stæðisbaráttu Eystrasaltslandanna fyrir nokkrum árum. Jón Baldvin hlýddi á erindi Landsbergis og ræddi við hann að loknum fundi á laug- ardaginn var. bættan, einkarekinn landbúnað, sem geti staðið undir sér og skilað arði. Það sé ekki fyrr en þetta hafi tekist, sem hægt verði að reikna með bætt- um hagvexti í landinu og auknum tekjum rfkissjóðs, sem að sjálfsögðu sé undirstaða þess, að ríkið geti þjón- að hlutverki sínu sem skyldi. Þessi hagfræðilegu rök eru þó ekki þau einu, sem Landsbergis tengir einka- væðingu landbúnaðarins. Hann leggur ekki sfður áherslu á að endur- reisa bændamenninguna. Hún lifir að hans sögn á lifandi tengslum ræktunarmannsins við jörðina. Þessi tengsl vildi sovétvaldið slíta og tókst það með samyrkjunni. Hún byggir á A-mynd: E.ÓI. „Niðurstööur kosninganna virðast stað- festa, að trú almennings á stjórn gömlu afl- anna sé brostin: Hægri flokkarnir unnu stór- an sigur...Flokkur fyrrum kommúnista hlaut aðeins tæp 20% atkvæða, sem telst afhroð miðað við úrslit þingkosninganna síðustu fyrir tveimur og hálfu ári." fyrir: ÁRSHÁTÍÐINA? Hjó RV færð þú öll óhöld til veislunnar s.s. diska, diskamottur, glös, glasamottur, hnífapör, servéttur, partívörur, dúka o.m.fl. Líttu við og skoðaðu úrvalið! Með allt á hreinu ! REKSTRARVÖRUR Ry D CTT ADUAICI O _ 1 ncvi/ i - riiii n-r c c c a RETTARHALSI 2*110 REYKJAVIK • SIMI: 91-875554 þingi. Hann segir „gömiu öflunum“ hafa tekist að komast til valda með lof- orðum, sem þau síðan engan veginn hafi getað staðið við. Þótt núverandi stjómvöld hafi ekki hætt alfarið við einkavæðingaráætlun fyrri stjórnar, þá fari hún nú eingöngu þannig fram, að gæðingar gamla kerfisins fá ríkis- fyrirtæki keypt á vildarkjörum. Að- spurður segir Landsbergis ástandið þó vera alvarlegast í landbúnaðinum, undirstöðuatvinnuvegi þjóðar sinn- ar. Stjómin hafi ekki verið viljug til að stíga þau skref í lagasetningu og öðmm aðgerðum, sem nauðsynlegar séu til að búa í haginn fyrir endur- þeirri hugmyndafræði, að reka land- búnað sem iðngrein. Nú er það svo, að hin Eystrasaltslöndin tvö, Eist- land og Lettland, hafa af mikilli ein- urð rekið stjómarstelnu, sem miðar að því að laða að sem mestar erlend- ar fjárfestingar. Litháar hafa ekki fylgt slíkri stefnu af sama kappi. Að- spurður um þetta svarar Landsbergis því til, að víst sé það keppikefli að laða að erléndar fjárfestingar. Enn sé það þó því miður svo, að stjómin hafi ekki sett lög, sem nauðsynleg séu til að greiða fyrir fjárfestingum. Stjómin ber það fyrir sig, að stjórnar- skráin kveði svo á, að erlendum ein- staklingum og fyrirtækjum sé bann- að að eiga land og lóðir f Iandinu. Það sé fyrst og fremst af þessari ástæðu hve treglega hafi gengið að laða að erlenda fjárfesta fram að þesísu. A sama tíma og á heimsókn Landsbergis á íslandi stóð fóm fram sveitastjómarkosningar í Litháen. Þeirra vegna þurfti hann að flýta för sinni heim strax á sunnudag. Hann hafði miklar áhyggjur af útkomu kosninganna. Hann sagði að það væru svo margir þræðir sem tengdu menn við fortíðina og það væm einkum þeir, sem styddu endurbæt- ur, sem væm líklegir til að sitja heima. Hann vonaðist samt til þess, að kjörsókn yrði góð - að þjóðin léti sig þessar kosningar varða og léti í þeim í Ijós vonbrigði með núverandi stjómarstefnu og sneri bakinu við „gamla kerfinu" í hinum nýju klæð- um Brazauskasar og Sleseviciusar forsætisráðherra. Niðurstöður kosn- inganna virðast staðfesta, að trú al- mennings á stjóm „gömlu aflanna“ sé brostin: Hægri flokkarnir unnu stóran sigur. Kjörsókn var að vísu slæleg, aðeins um 42 af hundraði, en samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum hlaut íhaldsflokkur Landsbergis rúm 29% atkvæða, sem er hæsta atvæða- hlutfall allra flokka, sem buðu fram að þessu sinni. Hinn borgaralegi flokkurinn, Kristilegir Demókratar, sem starfað hefur með flokki Lands- bergis í stjómarandstöðunni á þingi, hlaut milli 16 og 17 af hundraði at- kvæða. Flokkur fyrrum kommúnista hlaut aðeins tæp 20% atkvæða, sem telst afhroð miðað við úrslit þing- kosninganna síðustu fyrir tveimur og hálfu ári. Landsbergis ætti því að geta tekið gleði sína á ný og horft með meiri bjartsýni til næstu þing- kosninga árið 1996. Ahugaleikhús með atvinnuleikurum Leikfélag Akureyrar Þar sem Djöflaeyjan rís {Leikgerö Kjartans Ragnarssonar á skáldsög- um Einars Kárasonar, Þar sem Djöflaeyjan rís og Gulleyjunni) Lýsing Ingvar Björnsson Leikstjórn Kolbrún Halldórsdóttir Tónlistarstjórn Karl O. Olgeirsson Leikmynd og búningar Axel Hallkell Jóhannesson Leikhús Magnús Árni Magnússon , jjm skrifar Leikfélag Akureyrar fmmsýndi á föstudagskvöldið leikgerð Kjartans Ragnarssonar á tveim- ur skáldsögum Einars Kárason- ar. Þtir sem Djöflaeyjan rís og Gulleyjunni. Það þarf vart að tíunda sögu- þráðinn fyrir þeim sem þetta les, því allt að því útilokað er að sá hinn sami hafi ekki lesið þessar bækur, eða séð þessa sömu leik- gerð í skemmu vestur á Melum fyrir nokkmm ámm. Þessar sögur hafa náð að skjóta svo styrkum rótum í þjóðarsálinni, að vart er til mannsbam hér á landi sem ekki þekkir sögupersónur þeirra með nafni. (Ef einhvererað villast til að lesa þessa umfjöllun án þess að þekkja sögurnar, þá ráðlegg ég þeim hinum sama að hætta lestrinum nú þegar og verða sér úti um bækumar til að geta tal- ist viðræðuhæfur um íslenskar b ó k - menntir dagsins í dag.) Það var þakklátur salur á fmmsýn- ingarkvöldi Djöflaeyjunnar norður á Akureyri. Ahorfendur hlógu mikið og klöppuðu ávallt þegar þeim þólti eitthvað vel gert. Svona eins og þetta væm allt saman lítil kabarettatriði á sjói með Gunna Þórðar, frekar en samþjöppuð heildstæð leiksýning. En auðvitað er mikil músik í verk- inu, húmor og gleði, auk þess sem líklegt er að flestir sem sjá þessa sýn- ingu séu að rifja upp kynni við gamla kunningja; spákonuna og Tomma kaupmann, Badda, Dollí og Danna, frændfólkið sem seldi kananum Miðnesheiðina og alla hina... - og þar með endurvekja gamlar minn- ingar, sem hugsanlega em samofnar eigin lífsreynslu áhorfenda, því kyn- slóð móður minnar man þessa tíma og þekkti jafnvel fyrirmyndir sögu- persónanna. Sýningin var ágæt, hefðbundin og kom ekki á óvart, og var góð skemmtun. Svona eins og áhugaleik- hús nteð atvinnuleikumm, en þannig er nú einu sinni Leikfélag Akureyrar. Það er ekki hægt að gera sömu kröf- ur til þess um framsækni í verkefna- vali og uppsetningum og leikhús- anna á höfuðborgarsvæðinu, einfald- lega vegna þess að tíu sinnum færri búa á Akureyri en í Reykjavík og ná- grenni og leikhúsið verður að fylla sinn sal. Eftirminnilegastur er leikur ungu leikaranna - Bergljótar, Þórhalls, Dofra, Sigurþórs og Rósu Guðnýjar - sem voru hvort öðm magnaðra í persónusköpun sinni á sviðinu. Bergljót Arnalds í hlutverki Dollíar er gangandi kynorka. Alger bomba. Fangar athyglina, einhvemveginn alltaf hálf ólétt. Þórhalli Gunnars- syni sem Badda er trúandi til alls. Hættulegur töffari, en þó brjóstum- kennanlegt og ofvaxið dekurdýr, þegar andlegir sigrar bróður hans skyggja á athyglina sent hann helur ávallt notið. Hann ber fall Badda djúpt í sér og tekst vel upp í þessu hlutverki. Dofri Hermannsson og Sigurþór Albert Heiniisson eru ekki í mjög tímafrekum hlutverkum. en þeim mun fyrirferðarmeiri. Þessir tveir leikarar eiga stóran þátt í að skapa dýpt sýningarinnar, að hinum ólöstuðum. Dofri snerti mann virki- lega í snilldarlega útfærðu flugslyss- sýn- atriði. I þvf náði ingin hápunkti sínum. Vitaskuld á leikstjórinn Kolbrún Halldórsdóttir ásamt leikmynda- hönnuðinum Axel Jóhannessyni heiðurinn af styrk myndarinnar sem brugðið var upp, en Dofri sýndi þar á einstakan hátt list leikarans þar sem hann dinglaði á milli lífs og dauða í krefjandi atriði þar sem tímasetning- in verður að vera teiknuð í hjartað. Dofri sannar það hér að hann á skilið að fá að spreyta sig í burðarhlutverk- um. Ogæfumaðurinn Grjóni í með- förum Sigurþórs Alberts er svo sann- færandi að hann gæti allt eins verið á flótta undan réttvísinni í alvörunni. Sigurþór er leikari sem landsmenn eiga heimtingu á að sjá meira til. Það sem þó hefur sést til hans á umliðn- um árum hefur ávallt verið óaðfinn- anlega unnið. Rósa Guðný Þórsdóttir jaðraði við að vera of yfirkomin af lífsharmi og ömurleika í hlutverki Þórgunnar og halði ég meira gaman af henni sem gellunni hans Badda. Sannkall- að beib. Eldri kynslóðin stendur einnig sannarlega fyrir sfnu í þessari sýn- ingu og þarf það ekki að koma nein- um á óvart þar sem Sigurveig Jóns- dóttir og Þráinn Karlsson eru afar reyndir leikarar. Flestir leikarar eru eins og góð vín og batna með aldrin- um. Aðrir leikarar áttu ágæta spretti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.