Alþýðublaðið - 30.03.1995, Side 5

Alþýðublaðið - 30.03.1995, Side 5
FIMMTUDAGUR 30. MARS 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Vesturland ■ Jón Þór Sturluson, hagfræðingur og formaður Sambands ungra jafnaðarmanna, skipar 5. sætið á lista Alþýðuflokksins á Vesturlandi. Hann skrifar hér um aðalatriði kosningabaráttunnar: efnahagsmálin og þróun þeirra íframtíðinni Framtíðin er aðalatriðið ísland er þriðja tekjulægsta riki Evrópu. I nýlegum samanburði á landsframleiðslu í löndum Efna- hags- og framfarastofnunarinnar OECD, þar sem leiðrétt er fyrir breytileika verðlags í löndunum 24 kemur fram að ísland er í 17 sæti. Ef tekið er mið af lengd vinnudags og breytileika í atvinnuþátttöku fellur ísland enn neðar í 24. sæti. Lands- framleiðsla á íslandi er orðin lægri en í öllum öðrum löndum Vestur- Evrópu ef frá eru talin Portúgal og Grikkland, ef þessi mælikvarði er notaður. Þetta er ástæða þess að launin eru svona lág. Orsökin er ekki óbilgirni atvinnurekenda eða illgimi stjómvalda heldur landlæg óhag- kvæmni í okkar helstu atvinnuveg- um. Þess vegna em efnahagsmálin og þróun þeirra í framtíðinni aðalatriði kosningabaráttunnar. Efnahagsmál snúast ekki bara urn ríkisljármál, gengi og vísitölur heldur snerta þau fólkið í Iandinu með beinum hætti. Því það ræðst af því hvemig stjóm- völd fara með efnahagsmálin hvort að við náum að skapa störf fyrir alla sem geta og vilja taka til hendinni. Lífskjörin ráðast af þróun efnahags- mála því við getum ekki endalaust lifað um efni fram með víxlum sem ný kynslóð á að borgar. En af hveiju að leggja áherslu á efnahagsmál, en ekki einfaldlega at- vinnumál og Iífskjör eins og allir aðrir gera? Jú, vegna þess að þegar atvinnumálin eða spumingin um lífs- kjör er skoðuð úr samhengi við ann- að sem gerist í landinu missa menn gjarnan heildarsýn og grípa til lausna í anda. Gott dæmi um þetta er mál- flutningur Framsóknar- og Alþýðu- bandalagsmanna í kosningabarátt- Ungir jafnaðarmenn. unni. Þeirra töfralausn gengur út á að auka hagvöxt. Aukinn hagvöxtur á að lækna ríkissjóðshallann. Aukinn hagvöxtur á að bæta lífskjörin . Auk- inn hagvöxtur á að auka atvinnu. Aukinn hagvöxt á að nýta til að efla menntakerfið. Þetta em allt saman göfug markmið en duga því miður ekki til. Hagvöxtur er markmiðið sem sýnir árangurinn en hann er ekki stjómtæki sem við getum lagað að draumum okkar. Stefna Alþýðu- bandalags og Framsóknarflokks á því meira sameiginlegt með „vís- indalega rökstuddum“ lausnum Náttúralagaflokksins en alvöra úr- lausnum alvöra stjómmálamanna. I nýendurskoðaðri þjóðhagsspá sem Þjóðhagsstofnun sendi frá sér 23. mars síðastliðin kemur fram að þjóðfélagið er óðum að rétta úr kútn- um eftir langt stöðnunarskeið sem orsakast hefur af samdrætti í afla og almennri efnahagslægð í okkar heiminum. Spá er að hagvöxtur verði 3% á þessu ári að þjóðartekjur aukist um 3,6% frá fyrra ári. Þriðja árið í röð verður jákvæður viðskipta- jöfnuður og verðlag mun haldast stöðugt þrátt fyrir nýsamþykkta kjarasamninga sem færa þeim lægst launuðu mestar bætur. Loks er gert ráð fyrir að atvinnuleysi dragist sam- an á árinu. Blikur era þó á lofti um framhald- breytingum í þjóðarbúskapnunt sem horfa til framfara og aukinnar hag- kvæmni í atvinnulífi og opinberum rekstri. Jafnaðarmenn era sammála þessu mati Þjóðhagsstofnunar og að þessu hafa þeir verið að vinna undanfarin ár. Það er helst að ekki hafi verið gengið nægilega ákveðið til skipu- lagsbreytinga. Alþýðuflokkurinn er róttækur umbótaflokkur sem hefur um talsvert skeið verið eini flokkur- inn í íslenskum stjómmálum sem hefur talað um skipulagsbreytingar svo einhverju nemi. Alþýðuflokksfnenn vilja meðal annars skera upp núgildandi kvóta- „Efnahagsmálin og þróun þeirra í framtíð- inni [eru] aðalatriði kosningabaráttunnar. Efnahagsmál snúast ekki bara um ríkisfjár- mál, gengi og vísitölur heldur snerta þau fólkið í landinu með beinum hætti. Því það ræðst af því hvernig stjórnvöld fara með efnahagsmálin hvort að við náum að skapa störf fyrir alla sem geta og vilja taka til hendinni. Lífskjörin ráðast af þróun efnahagsmála því við getum ekki endalaust lifað um efni fram með víxlum sem ný kynslóð á að borgar." ið og bendir Þjóðhagsstofnun á þrjú aðkallandi verkefni í efnahagsstjórn- inni. I fyrsta lagi, að koma á jafnvægi í ríkisíjármálum, sem mun stuðla að lækkun raunvaxta og skapa stöðug- leika í gengismálum. Þetta tvennt ýt- ir undir frekari hagvöxt í framtíðinni. I öðra lagi, að tryggja stöðugt verð- lag, meðal annars með skynsamlegri stjómun peningamála. Og loks í þriðja Iagi, að stuðla að skipulags- kerfi. Það hefur sýnt sig að núgild- andi kerfi hefur ekki skilað tilætluð- um árangri. Við viljum einnig af- nema kvótakerfi í landbúnaði og taka þar upp virka samkeppni. Með beingreiðslum og sérstakri aðstoð við þá sem kjósa að bregða búi er hægt að tryggja stöðu bændastéttar- innar í framtíðinni en um leið tryggja hámarks hagkvæmni í greininni. Tryggja verður að allar atvinnu- Jón Þór Sturluson. greinar á Islandi sitji við sama borð þegar kemur að opinberam afskipt- um og fyrirgreiðslu. Við viljum að ráðuneytum sjávarútvegs, landbún- aðar og iðnaðar verði breytt í eitt at- vinnuvegaráðuneyti. Sömuleiðis þarf að sameina ljárfestingalánasjóði atvinnuveganna og koma á fót ný- sköpunarsjóði atvinnulífsins sem hefur það markmið að veita áhættufé til þróunar, markaðssetningar og til- raunaframleiðslu. Veiðileyfagjald er ekki aðeins leið lil að auka þátt al- mennings í landinu í fískveiðiarðin- um heldur er líka kjörið til að jafna aðstöðumun sjávarútvegs og iðnað- ar. Ef þér er ekki sama um framtíðina þá hlýtur þú að ísland þarfnast um- bótastefnu. Við höldum áfram að vera láglaunaland ef við tökum ekki á okkar málum. Við höfum verk að vinna íslendingar og við í Alþýðu- flokknum treystum okkur til að leiða þjóðina inn í nýja öld. Valið er í þín- um höndum. Sættir þú þig við að landið þitt sé þriðja fátækasta land Vestur-Evrópu? Ef ekki þá geturðu verið viss um að Alþýðuflokkurinn mun áfram beita sér fyrir umbótum í samfélaginu sem munu á endanum, þrátt fyrir tfmabundna erfiðleika, bæta lífskjörin í landinu, þér og bömum þínum til hagsbóta. Þetta er þinn ávinningur. ■ Hvað ætlar Alþýðuflokkurinn að gera í atvinnumálunum? Ný gróska í atvinnulífinu Undir forystu Alþýðuflokksins hefur Island færst nær umheiminum í stjórnun efnahagsmála. Á ríkis- stjómaráram Alþýðuflokksins hefur verðbólgan nær horfið, innviðir at- vinnulífsins styrkst og EES-samn- ingurinn orðið að veraleika. Alþýðu- flokkurinn hefur barist fyrir hag- stœðu umhverfi atvinnulífsins sem er forsenda atvinnu og bœttra lífs- kjara í framtíðinni. Ulflutningur hefur stóraukist og iðnaður skilar nú hagnaði. Alþýðuflokkurinn hefur náð árangri á erfiðum tímum. I nútínia Hagkerfi getur engin þjóð byggt upp öfiugt atvinnulíf án þess að nýta sér erlent fjármagn. íslend- ingar hafa skorið sig frá öðram þjóð- um fyrir |>ær sakir að hér hefur nær engin erlend ljárfesting verið í á ann- an áratug. Alþýðufiokkurinn hræðist ekki út- lendinga. Hann vill að við drögum úr erlendu lánsfé, þar sem áhættan er öll okkar megin, en tökum í staðinn við erlendu áhættufé í formi hluta- fjár. Erlendri Ijárfestingu fylgir iðu- lega ný þekking og aðgangur að mörkuðum, sem er ekki síður mikil- vægt. Sveltur sitjandi kráka, en fijúg- andifœr. Erlend fjármagn bíður ekki við landsteinana til að kaupa upp landið, eins og stundum er haldið fram. Við þurfurn að hafa fyrir því sjálf að kynna þá möguleika sem landið býður upp á. Að framkvæði Sighvats Björgvinssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur því skipulegu markaðsátaki verið hleypt af stokkunum til að laða erlenda fjár- festingu til landsins. Alþýðuflokkurinn vill laða erlent fjármagn til atvinnusköpunar á Is- landi. Alþýðuflokkurinn vill að minnst einum milljarði króna á ári verði var- ið í aðgerðir gegn atvinnuleysi. Markntiðið er að enginn verði iðju- laus og óvirkur í okkar samfélagi. Til lengri tíma er hagvöxtur og uppgangur í efnahagsmálum besta vopnið gegn atvinnuleysi. Reynslan hér á landi og erlendis sýnir þó að sértækra aðgerða er þörf til að sigrast á vandanum. Sérstaka áherslu skal leggja á starfsmenntun og endur- menntun atvinnulausra þannig að þeir eigi þess kost að laga sig að breyttum aðstæðum. Hluti aðgerð- anna er stuðningur við nýsköpun fyr- irtækja og varanlega atvinnusköpun. Þessi viðfangsefni beinast sérstiik- lega að þeim sem búið hafa við lang- varandi atvinnuleysi, en snerta einn- ig atvinnuþátttöku kvenna. ungs fólks og fatlaðra. Alþýðuflokkurinn vill halda áfram á braut aukins frjálsræðis í at- vinnumálum. Frjáls viðskipti og samkeppni lciða til aukinna hag- kvæmni og bættra lífskjara. Frjálst markaðskerfi og vestræn efnahags- stjómun era ntarkmið sem flokkur- inn mun ekki vfkja frá. Atvinnu- greinar nœstu aldar byggja á þekk- ingu, hugmyndum og verkkunn- áttu. Hlutverk stjómvalda er að leggja til frjósaman jarðveg og styðja með almennum hætti við þá sem vilja sá til nýrrar uppskera. Á tímum æ meiri alþjóðlegrar samkeppni og samvinnu þarf að opna íslenskt samfélag þannig að þekking og hœfileikar Islendinga fái notið sín. Nýleg skýrsla Sam- keppnisstofnunar varpar ljósi á víð- tæk eigna- og stjómunartengsl í ís- lensku atvinnulífi. Mikilvægast er í því sambandi að hið opinbera geri allt sem í þess valdi er til að styrkja samkeppni á markaði og opna landið fyrir erlendri samkeppni. Sam- keppnislögin frá 1993 era mikilvæg vöm fyrir almenning og smáfyrir- tæki gegn einokun og fákeppni stór- fyrirtækja. Einnig gilda nú sömu reglur fyrir opinber fyrirtæki sem „Til lengri tíma er hagvöxtur og uppgangur í efnahagsmálum besta vopnið gegn at- vinnuleysi. Reynslan hér á landi og erlendis sýnir þó að sértækra adgerða er þörf til að sigrast á vandanum. Sérstaka áherslu skal leggja á starfsmenntun og endurmenntun atvinnulausra þannig að þeir eigi þess kost að laga sig að breyttum aðstæðum. Hluti aðgerðanna er stuðningur við nýsköpun fyr- irtækja og varanlega atvinnusköpun." önnur, sem er litlum fyrirtækjum sér- staklega mikils virði. Til að bæta stefnumótun ríkisins og jafna starfsskilyrði atvinnuveg- anna ber að afnema úrelta skiptingu stjómarráðsins eftir atvinnugreinum, og stofna eitt atvinnuráðuneyti. Fjárfestingalánasjóðir atvinnu- veganna verði sameinaðir í einn öfl- ugan fjárfestingalánasjóð. Rann- sóknastofnanir atvinnuveganna verði endurskipulagðar og stóraukin áhersla lögð á erlent samstarf. Stofnaður verði Nýsköpunar- sjóður atvinnulífsins til að styðja vöruþróun, tilraunaframleiðslu, markaðssetningu og stofnun nýrra fyrírtœkja. Sérstaka áherslu ber að leggja á stuðning við útllutning og erlend samstarfsverkefni. Lykilatriði í atvinnustefnu Al- þýðuflokksins er að auka þátttöku ís- lendinga í viðskiptum á alþjóðavett- vangi. Hér má nefna útfiutning á fullunnum sjávarafurðum, ferða- þjónustu hérlendis, heilsuþjónustu, orkufrekan iðnað, tækniþróun, hug- búnaðargerð, þátttöku erlendra fyrir- tækja hérlendis eða íslenskra fyrir- tækja erlendis svo fátt eitt sé nefnt. Framkvæðið verður að koma frá fyr- irtækjum og einstaklingum en hið opinbera, bæði ríkisvald og ekki síst sveitarfélög, skapi þá umgjörð sem er nauðsynleg. Aðild að Evrópusambandinu hef- ur í öllum tilvikum haft nijög jákvæð áhrif á efnahag nýrra aðildarríkja. Engin dæmi eru um hið gagnstæða. Nær 70% af útflutningi þjóðarinn- ar fer til landa Evrópusambandsins. Jöfn staða okkar og keppinauta okk- ar á þessum mikilvæga markaði get- ur haft úrslitaáhrif á þróun íslensks efnahagslífs. I kjölfaraðildarað Evr- ópusambandinu kæmi fullur mark- aðsaðgangur lyrir sjávarafurðir og aukin fullvinnsla sjávarfangs innan- lands. Hagsmunir iðnaðar og annarra atvinnugreina vega einnig þungt. Sveinn Hannesson, framkvœmda- stjóri Samtaka iðnaðarins. orðaði þetta sjónarmið svo í ræðu nýlega: „Fram til aldamóta eiga mörg þús- und nýir launþegar eftir að korna inn á vinnumarkaðinn. Með tillili til at- vinnu í þessu landi er einblínt á sjáv- arútveg, þótt hann muni ekki skapa öll þau störf sem kemur til með að vanta. Vaxtarbroddurinn í atvinnu- lífinu er í iðnaði og honum væri styrkur í aðild að ESB, svo sem með jafnari samkeppnisstöðu. Það era ekki ábyrg sjónarmið að horfa ein- göngu á hagsmuni sjávarútvegs í Evrópuumræðunni heldur verður að gæta hagsmuna allra atvinnugreina." Almennt efnahagsumhverfi inn- anlands verður sambærilegt við efnahagsumhverfi Evrópusam- bandsins, sem ætti að leiða til auk- innar erlendrar fjárfestingar, aukins stöðugleika og hagvaxtar. Samantekt úr kosningastefnuskrá Alþýðuflokksins

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.