Alþýðublaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 30. MARS 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 Vesturland ■ Guðrún Konný Pálmadóttir, 4. maður á lista Alþýðuflokksins á Vesturlandi, á fundi í Lindartungu Varðstaða um velferðarríkið Stjórnmál eru ekki bara að vilja, heldur líka að svara spurningunni hvernig á að framkvæma hlutina. Húsfyllir var í Lindartungu í Kol- beinsstaðahreppi síðastliðið mánu- dagskvöld á fyrsta sameiginlega stjómmálafundi framboðslistanna á Vesturlandi. Frambjóðendur fengu fyrst samtals 12 mínútur í tveimur umferðum til að halda framsöguer- indi, síðan voru leyfðar fyrirspumir og loks höfðu frambjóðendur 2 mín- útur hver fyrir lokaorð. Umsjón með fundinum hafði A-listinn og var fundarstjóm í ömggum höndum Guðjóns Ingva Stefánssonar og Sveins Þórs Elínbergssonar. Mest var rætt um stefnu flokkanna í landbúnaðarmálum, en einnig mjög um samgöngumál og fjarskiptamál, svo sem farsímamál, en á þessu svæði er farsímasamband afleitt, svo og FM-sendingar útvarpsstöðvanna. Einnig vom skattamál og efnahags- mál, almennt, nokkuð rædd. Rætt var nokkuð um ferðaþjónustu. Fund- urinn fór mjög málefnalega og prúð- mannlega fram og var heimamönn- um og þátttakendum til sóma. „Mesti óvinur bænda" Málflutningur frambjóðenda Al- þýðuflokksins hafði nokkra sér- stöðu, eins og búast mátti við, og virðist sem þessi „versti óvinur bænda“ sé ekki lengur svo hræðileg- ur sem forðuni virtist. Hólmfríður Sveinsdóttir átti fyrsta orðið á fundinum. Hún lagði áherslu á að Alþýðuflokkurinn væri eini flokkurinn með raunverulega framtíðarsýn, hann vildi breytingar í landbúnaðarmálum í átt til meira frelsis fyrir bændur og neytendur. Stuðningur við bændur mætti ekki leiða til miðstýringar og markaðs- firringar. Einnig þyrfti breytingar í sjávarútvegsmálum, og þyrfti að stefna að hámarks hagkvæmni. Þá minnti Hólmfríður á að þrátt fyrir jafnréttislögin frá 1991, sem voru mikið framfaraskref, væri langt í land með að raunverulegu jafnrétti væri náð milli kynja varðandi laun og völd. Væri það eitt brýnasta verk- efni nýrrar ríkisstjómar að tryggja launajöfnuð kynjanna. Guðrún Konný Pálmadóttir sagði að undanfarin ár hafi verið bar- ist við stöðnun í efnahagslífi þjóðar- innar. Árangur hefði nú náðst, sem bæði væri sýnilegur og áþreifanleg- ur. Á þessum tímamótum yrðu kjós- endur og stjómmálamenn að gera sér grein fyrir hvert skyldi halda. Um það væri kosið. „Samábyrgð og sam- hjálp eru gmnnur lífsskoðana Al- þýðuflokksins", sagði Konný, „og við munum ekki hvika af verði um þau gildi sem velferðarríkið byggir á. Undirstöður velferðarkerfisins verða þó ekki tryggðar til frambúðar nema með ábyrgri stefnu í ríkisijár- málum.“ Þá sagði Konný að stóra verkefnið framundan væri að efla atvinnulífið og útrýma atvinnuleysinu og að bæta og jafna lífskjörin í landinu. En „stjómmál em ekki bara að vilja - heldur Iíka að svara spumingunum um hvemig á að framkvæma hlut- ina.“ Gísli S. Einarsson ávarpaði einn- ig fundarmenn og sagðist heldur vilja snúa dæminu við, að fundar- menn töluðu við frambjóðendur og frambjóðendur leituðu svara hjá fundannönnum. Ekki vafðist honum þó tunga um tönn að svara fyrirspumum fundar- manna. Lagði hann mikla áherslu á að breyta þyrfti til í landbúnaðarkerf- inu. Auka þyrfti „grænar greiðslur“ beint til bænda tímabundið, meðan verið væri að rétta landbúnaðinn við og gera bændur bjargálna á ný. Hann Lindartunga var pökkuð útað dyrum þetta kvöld og góður rómur ai- mennt gerður að máli fundarmanna. sagði frá því að nú þegar væm mark- aðir til erlendis fyrir til dæmis lambakjöt í O- flokki. Einnig nefndi hann að verð á írskum lambahrygg, sem er náttúmlega framleiddur (á svipaðan hátt og á almennt er á Is- landi) í Belgíu væri um 1.100 krónur á kílóið út úr búð, en hér yrðu bænd- ur fegnir ef þeir fengju 200 krónur fyrir kílóið. Þeir fá nú 150 krónur fyrir kílóið! „Það þarf og er hægt að hetja af alvöru útfíutning á landbún- aðarvömm", sagði Gísli. Gísli vék að heimaslátrun og hafði eftir einum bóndanum á fundinum að heimaslátrað kjöt væri mun betra en kjöt slátrað f afurðastöð, þar sem kjötið fengi að hanga og meðferðin væri betri. Gísli taldi að ekki væri því unnt að komast hjá heimaslátmn. Nær væri að viðurkenna hana opið en að vera með málflutning um að herða refsingar og viðurlög. Það þyrfti þá að stækka Litla-Hraun gíf- urlega mikið ef ætti að koma brotleg- um bændum þar fyrir. Fundarmenn vom mjög á sama máli. Almennt vom fundarmenn sam- mála um að breyta þyrfti landbúnaði í átt til lífrænnai- og vistvænnar rækt- unar og að gera þyrfti vemlegt sölu- átak á erlendum mörkuðum. Ætlar Ingibjörg Pálmadóttir að hætta þingmennsku? Margt kom fram á fundinum sem skondið má telja. Til dæmis taldi Skagamaðurinn Ingibjörg Pálma- dóttir að of margir Skagamenn væm á þingi! Jafnframt lagði hún þunga áherslu á að Magnús Stefánsson þyrfti að komast inn á þing. Hún er kannski að hætta, svona rétt fyrir kosningar... eða rétt eftir kosningar? Vitað er að Framsókn þarf gífurlega fylgisaukningu til að fá Magnús inn, því að hann á ekki möguleika nema sem einn af 4 kjördæmakjömum þingmönnum Vesturlands. 5. mað- urinn þarf stuðningsfylgi á landsvísu og vegna þess hve Framsókn er veik í Reykjavík, er nær útilokað að Magnús hendi Guðjóni Guðmunds- syni (D) út. „Fordómalaus Framsókn" Annað gullkom frá Ingibjörgu kom þegar hún þurfti að veija hin fieygu orð Guðna Ágústssonar bankaráðsmanns og þingmanns Framsóknarflokksins: „ísland fyrir íslendinga". Hún sagði meðal ann- ars: „Auðvitað em Islendingar for- dómalaus þjóð! ... Við viljum ekki láta líta á okkur sem einhvetja Eski- móa!“ Kosningaskrifstofa opnuð í Borgarnesi Kosningaskrifstofa var opnuð í Svarfhóli, Gunnlaugsgötu fyrir nokki’u. Mikill hugur er í jafnaðarmönnum í Borgarnesi og fjöl- menntu þeir við opnunina. Skagakratar heimsóttu þá og áttu skemmtilegt kvöld með þeim. Gísli S. Einarsson alþingismaður, Hólmfríður Sveinsdóttir stjómmálafræð- ln9' Ingimundar og Gísli Einarsson. ingur og fleiri fluttu ávörp. Mikil og góð stemmning var. Enn og aftur sýndu Borg- nesingar að þeir láta ekki deigan síga. Kosningaskrifstofan í Svarfhóli er opin virka dag frá klukkan 20:00 til 22:00 og urn helgar frá klukkan 14:00 til 18:00. Sími og fax er 71628. Kosningastjóri er Ingigerður Jónsdótt- ir, en ásamt henni bera hitann og þungann af kosningavinnunni þeil JVyggVÍ Gunn- Kristmar Ólafsson formað- Tryggvi Gunnarsson og arsson Og Sigurður Mar Einarsson. ur Alþýðuflokksfélags Jón Haraldsson hlýða agn- Borgarfjarðar. dofa á ávarp Hólmfríðar. Guðrún Konný Pálmadóttir: Við munum ekki hvika af verði um þau gildi sem velferðarríkið bygg- ir á. Undirstöður velferðarkerfis- ins verða þó ekki tryggðar til frambúðar nema með ábyrgri stefnu í ríkisfjármálum. IMý nýsköpunarstjórn? Athygli vakti að þingmenn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðubandalags hjöluðu allblíðlega hver til annars. Sturla Böðvarsson hældi Ólafi Ragnari Grímssyni og sagði um hann: „Batnandi manni er best að lifa,“ því hann hefði tekið eftir því að Ólafur Ragnar hefði sýnt batnandi framkomu á þingi eftir að hann fór offari gegn Davíð Oddssyni í haust. Því vaknar spumingin: Er stefnu- skrá sú sem Ólafur Ragnar gumar af að vera tilbúinn með fyrir vinstri flokkana og enginn annar kannast við - og Davfð var sem reiðastur yf- ir - er hún kannski raunverulega stefnuskrá Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks? -BB Kosningaskrifstofur Alþýduflokksins á Vesturlandi AKRANES: Félagsheimilið Röst, Vesturgötu 53. Kosningastjórar: Böðvar Björgvinsson og Kristján Emil Jónasson. Opið frá klukkan 15:00 til 22:00 virka daga og frá klukkan 14:00 til 18:00 um helgar. Símar: 11716 og 12790.Fax: 12793. BORGARNES: Svarfhóll, Gunnlaugsgötu 9. Kosningastjóri: Ingi- gerður Jónsdóttir. Opið frá klukkan 20:00 til 22:00 virka daga og frá klukkan 14:00 til 18:00 um helgar. Sími og fax: 71628. STYKKISHÓLMUR: Egilshús, Aðalgötu 2. Kosningastjóri: Guðmundur Lárusson. Opið frá klukkan 17:00 til 19:00 og frá klukkan 20:00 til 23:00 virka daga og frá klukkan 13:00 til 19:00 um helgar. Sími og fax: 81716. ÓLAFSVÍK: Gistiheimilið Flöfði. Opnað á sunnudag. Opið frá klukkan 14:00 til 17:00 þá og virka daga frá klukkan 18:00 til 22:00 virka daga. Alltaf kaffi á könnunni! Bflar á kjördag! Umdeildasti stjómmálamaður landsins Jón Baldvin Hannibalsson verður á opnum, almennum stjórnmálafundum sunnudaginn 2. apríl 1995 í Gistiheimilinu Höfða, Ólafsvík, Snæfellsbæ kl. 14.00 og í Hótel Borgarnesi kl. 20.30. 1 Jón Baldvin. Gísli S. Sveinn Þór. Hólmfríður. Einnig flytur Sveinn Þór Elínbergsson ávarp í upphafi fundanna og Gísli S. Einarsson ávarpar fundinn og situr fyrir svörum. Fundarstjóri: Hólmfríður Sveinsdóttir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.