Alþýðublaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 1
■ Stjórnarflokkarnir hefja viðræður um framhald stjórnarsamstarfsins
Stjómun fiskveiða
verður efst á blaði
-segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra ogformaður Alþýðuflokksins.
Líklegt að breytt verkaskipting í einhverjum ráðuneytum komi til umræðu.
„Forystumenn stjómarflokkanna
munu ræða saman að loknum ríkis-
stjómarfundi á þriðjudag. Ég geri ráð
fyrir því að viðræður flokkanna
Alþýðuflokkurínn fékk 11,4%
fylgi og sjö þingmenn í Alþingis-
kosningunum á laugardaginn.
Þrír af þingmönnum flokksins
náðu ekki kjöri: Gunnlaugur Stef-
ánsson, Austfjörðum, Sigbjörn
Gunnarsson, Norðurlandi eystra
og Petrína Baldursdóttir, Reykja-
nesi. Þá tapaði flokkur 3. sæti í
Reykjavík, sem skipað var Ástu B.
Þorsteinsdóttur. Alþýðuflokkur-
inn vann hinsvegar þingsæti á
Suðurlandi, í fyrsta sinn síðan í
kosningunum 1979. Þar náði Lúð-
vík Bergvinsson kjöri, og verður
yngstur þingmanna á nýju kjör-
tímabili.
Sjálfstæðisflokkurinn hélt sín-
um hlut að mestu, tapaði 1,5% og
einu þingsæti. Flokkurinn vann
mann á Austfjörðum en tapaði
bæði í Reykjavík og á Suðurlandi.
Framsóknarflokkurinn var sig-
urvegari kosninganna, fékk
muni taka einhvem tíma. Þær munu
snúast um meginmál næsta kjörtíma-
bils og þá einkum og sérílagi þau
mál sem ýmist em aðkallandi tímans
23^3% fylgi, bætti við sig 4,4%.
Fylgjsaukningin var mest á
Reykjanesi og Reykjavík, en
flokkurinn bætti við sig þing-
manni í báðum kjördæmum.
Alþýðubandalagið og óháðir
fengu 143% fylgi, sem er örlítið
minna en 1991, og 9 þingsæti.
Hinsvegar munu aðeins 8 alþýðu-
bandalagsmenn sitja á næsta
þingi, þarsem Ögmundur Jónas-
son kemur úr hópi óháðra.
Kvennalistinn þurrkaðist næst-
um út og litlu munaði að flokkur-
inn næði ekki kjördæmakjörnum
þingmanni í Reykjavík. Tveir
þingmenn töpuðust og alls fékk
Kvennalistinn aðeins 4,9% at-
kvæða.
Þjóðvaki fékk 7,2% og aðeins 4
þingmenn sem eru miklu minna
en skoðanakannanir gáfu lengstaf
fyrirheit um.
Þá var Pétur Bjarnason, fyrrum
varaþingmaður Fram-
sóknar, ekki langt frá því
að ná inn á Vestfjörðum
af sérlista og Eggert
Haukdal fékk ríflega 8%
atkvæða á Suðurlandi.
Ríkisstjórnin hélt
naumum meirihluta, fékk
32 þingmenn, en hinir
flokkarnir fjórir fengu
samtals 31.
vegna eða stórmál sem ljóst er að út-
heimta ítarlegar viðræður og sameig-
inlega niðurstöðu ef stjómarsam-
starfið á að halda áfram,“ sagði Jón
Baldvin Hannibalsson, utanríkis-
ráðherra og formaður Alþýðuflokks-
ins, í samtali við Alþýðublaðið.
Þingflokkur Alþýðuflokksins
kom saman til fundar í gærmorgun
og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins
síðdegis. Jón Baldvin sagði að þrátt
fyrir nokkurt tap í kosningunum
héldu stjómarflokkamir velli. For-
menn þeirra hefðu báðir lýst því yfir
að ef ríkisstjómin héldi velli þá
myndu flokkamir ræða sín í milli.
Jón Baldvin var spurður hvaða mál
það væm sem þessar viðræður
myndu einkum snúast um.
„Þar er efst á blaði fiskveiðistjóm-
unin. í því máli liggur fyrir að þing-
menn Sjálfstæðisflokksins af Vest-
fjörðum lýstu því yfir fyrirvaralaust
að þeir styddu ekki ríkisstjóm sem
héldi ffam óbreyttri fískveiðistjóm-
un. Þetta er því fyrst og fremst innra
mál Sjálfstæðisflokksins sem þeir
hljóta að leiða til lykta. Hitt er svo
annað mál að við Alþýðuflokks-
menn lögðum mikla áherslu á sjávar-
útvegsmál í kosningabaráttunni og
tilgreindum og skilgreindum tiltekn-
ar breytingartillögur sem við munum
taka upp í þessum viðræðum," sagði
formaður Alþýðuflokksins.
„Önnur mál em útfærsla á breyt-
ingum á innlendri tollalöggjöf og
annarri löggjöf varðandi fram-
kvæmd GATT samningsins. Niður-
stöður í því máli þurfa að liggja fyrir
1. júlí. Þá þarf að tilkynna til höfuð-
stöðva Alþjóðaviðskiptastofnunar-
innar hvemig íslendingar hyggist
framkvæma skuldbindingar sínar.
Evrópumálin hljóta einnig að
verða rædd. Alþýðuflokkurinn tók
það skýrt ffam í kosningabaráttunni
að hann mundi ekki gera öðmm
flokkum nein skilyrði um aðgerðir í
því máli. Hitt er annað að flokkurinn
stendur fast við sína stefnu og er full
alvara í því. Spumingin er þá fyrst og
ffemst um það hvort flokkamir geti
talað sig saman til niðurstöðu hvem-
ig verði á þeim málum haldið. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur útaf fyrir sig
aldrei útilokað að umsókn um aðild
að ESB geti komið til greina ef réttar
kringumstæður skapast," sagði Jón
Baldvin Hannibalsson. Hann sagði
að fleiri mál yrðu á dagskrá í viðræð-
um stjómarflokkanna.
„Margir hafa staldrað við sér-
kennilega útkomu að því er varðar
núverandi kosningakerfi. Það er auð-
velt að finna dæmasafn um hversu
fráleitt það er í mörgum tilvikum.
Því er óhjákvæmilegt að stjórmar-
flokkamir ræði það hvemig þeir
hyggjast efna fyrirheit í stjómarsátt-
málanum á liðnu kjörtímabili um að
stuðla að jöfnun atkvæðisréttar í
nafni mannréttinda.
Ég geri sömuleiðis ráð fyrir að það
verði einnig miklar umræður um rík-
isfjármál og skattamál. Um aðgerðir
til þess að draga með kerftsbundnum
hætti úr staðfestum launamun karla
og kvenna og þannig mætti lengi
telja. Þá geri ég ráð fyrir því að
stjómarflokkamir muni ræða um
verkaskiptingu í stjómarráðinu. Ég á
von á því að það komi fram tillögur
um breytta verkaskiptingu að því er
varðar einhver ráðuneyti en um það
er ekkert hægt að segja fyrirfram,"
sagði Jón Baldvin Hannibalsson.
Atkvæði % Breyting frá 91 Þingmenn
A 18.845 11,4 -4,1 7(10)
B 38.484 23,3 +4,4 15(13)
D 61.183 37,1 -1,5 25 (26)
G 23.596 14,3 -0,1 9(9)
J 11.806 7,2 - 4 (-)
K 316 0,2 - 0(-)
M 717 0,4 - (-)
N 957 0,6 - (-)
S 1.105 0,7 - (-)
V 8.031 4,9 -3,4 3(5)
Yngsti þingmaðurinn boðinn velkominn
Jón Baldvin Hannibalsson tekur á móti Lúðvík Bergvinssyni, eina nýliðanum í sjö manna þingflokki Alþýðu-
flokksins. Lúðvík, sem er þrítugur Eyjamaður, er yngsti alþingismaður hins nýja þings.
■ Þingkosningar 1995
Ríkisstjómin
hélt velli
Alþýðuflokkurtapaði þremur þingsætum og Sjálfstæðisflokk-
ur einu. Framsókn sigurvegari, Alþýðubandalagið bætti engu
við sig og Kvennalisti þurrkaðist næstum út. Þjóðvaki fékk að-
einsfjóra þingmenn.
■ Alþýðuflokkurinn í Reykjaneskjördæmi
Sigur í þessa
- segir Rannveig Guðmundsdóttir.
„Það vom vonbrigði að tapa manni
og mér finnst það mjög miður og erf-
itt að það skyldi hafa verið Petrína
Baldursdóttir sem datt útaf þingi.
Við unnum náttúrlega stóran kosn-
ingasigur síðast, fengum þá þriðja
manninn inn. í kosningabaráttunni
núna sögðum við oft hvert við annað,
að við mættum vera ánægð ef við
næðum sjö - og átta væri sigur í þess-
ari stöðu. Á sama hátt sögðum við á
Reykjanesi að ef við næðum þremur
þingmönnum þá væri það meira en
stórsigur - það væri ævintýri. Hins-
vegar vomm við mjög bjartsýn þann-
ig að þessi niðurstaða er vitaskuld
ekki nógu góð,“ sagði Rannveig
Guðmundsdóttir, sem skipaði 1.
sæti A-listans á Reykjanesi, í samtali
við Alþýðublaðið. „Þaðerenginn vafi
á því, að það skipti miklu máli varð-
andi útkomu okkar, að frambjóðandi
Þjóðvaka í kjördæminu sem náði inná
þing kemur úr okkar röðum og hafði
verið þar við nokkuð góðan orðstfr.
Hvað snertir önnur innanflokksmál,
þá taldi ég þau eiginlega kafla sem
við hefðum lagt að baki og eríitt fyrir
mig að meta að hvaða marki þau mál
vógu inm þessi úrslit.
Annars má benda á, að ég hafði í
kosningabaráttunni oft nefnt, að
Framsóknarflokkurinn væri í þessum
kosningum að skilgreina sig sem mal-
biksflokk. Það væri eftirtektarvert að
efnahagsmálin, skattastefnan og vel-
ferðar- og Ijölskyldumálin hefðu leg-
ið mjög á sömu línu og hjá okkur
jafnaðarmönnum og þar með myndi
Framsóknarflokkurinn geta höggvið í
okkar raðir. Þetta sýnist mér að hafi
gengið eftír. I okkar kjördæmi var
einnig nýtt fólk í forystu Framsóknar-
flokksins og því fólki tókst að þvo af
sér gamlar syndir Framsóknar, auk
þess sem Framsóknarflokknum tókst
að fyrirbyggja að umræða um íhalds-
sama landbúnaðarpólitík og íyrir-
greiðslupólitík - svokallað sjóðasukk
- kæmi ífam,“ sagði Rannveig. Að-
spurð um hvemig henni litíst á stjóm-
armyndunarviðræðumar sagði Rann-
veig að Alþýðuflokkurinn hefði lagt
r i s t ö ð u "
sitt af mörkum til að viðhalda stöðug-
leika og náð árangri sem allir viður-
kenni að sé íyrir hendi.,J>að er mikil-
vægt að Alþýðuflokkurinn verði með
nú þegar birtir tíl og tryggi þar með
hvert efnahagsbatanum verði beint.
Þar sem ríkisstjómin heldur meiri-
hluta er það íyrsta skref að þeir aðilar
ræði fyrst saman. En við hljótum að
skoða alla kosti. Mér fannst kosninga-
barátta okkar einkennast mjög af
samheldni. Fólki innan okkar raða er
mjög í mun, að fá að starfa í sátt og
vinna saman að málum. í mínu kjör-
dæmi er mjög öflugt félagsstarf og
slíkt er ómetanlegt að byggja á í kosn-
ingum. En það er alltaf hægt að finna
veikleika og á þeim verður að taka.
Sumstaðar em þeir fleiri en annars
staðar. En hvað finnst Rannveigu að
hafi staðið uppúr í kosningabarátt-
unni. „Það sem mér finnst merkileg-
ast er að sá áróður sem skilaði mest-
um árangri beindist að tvennu, það er
að segja tílfinningunum og buddunni.
Það var ekkert spurt um rök eða skil-
greiningu eða hvemig átti ífam-
kvæma hlutina þegar boðin var bjart-
ari ffamtíð og að gera það sem fólk
þráði mest. Annað kom mér hinsveg-
ar skemmtílega á óvart og það var, að
við jukum mjög fylgi okkar hjá ungu
fólki - ffamfarastefha okkar náði eyr-
um þeirra og það er mjög mikilvægt.
Það er síðan umhugsunarefni fyrir
okkur að við virðumst hafa misst fylgi
í eldri aldurshópum og það er hlutur
sem við hljótum að skoða.“
Eggert: Óska hinum unga alþýðu-
flokksmanni til hamingju með að
njóta ávaxtanna af iðju Þorsteins
Pálssonar.
■ Eggert Haukdal
náði ekki endurkjöri
til /yþingis
Oska
Þorsteini
Páissyni til
hamingju
,Jú, það er góð stjóm að henda út
bónda og manni sem hefur áhuga á
baráttu fyrir byggðina, ákveðnum þýð-
ingarmiklum málum, jú það er góður
árangur að losna við hann og um leið
að koma inn alþýðuflokksmanni. Ég
bara óska Þorsteini til hamingju með
jretta og ég óska að sjálfsögðu þessum
unga alþýðuflokksmanni til hamingju
með að njóta ávaxtanna af iðju Þor-
steins Pálssonar og velfamaðar á
þingi,“ sagði Eggert Haukdal í sam-
tali við Alþýðublaðið í gær, aðspurður
um þau ummæli Þorsteins Pálssonar
að alþýðuflokksmenn gætu þakkað
Eggert að Lúðvík Bergvinsson náði
óvænt kjöri á Suðurlandi fyrir Alþýðu-
flokkinn. Eggert bauð ffam sérlista í
kosningunum en hafði ekki árangur
sem erfiði, þrátt fyrir að fá 1100 at-
kvæði og ríflega 8% fylgi á Suður-
landi.
„Það er Þorsteins iðja að hafa komið
mér út. Ég sigraði glæsilega þriðja sætí
Sjálfstæðisflokksins við síðustu af-
þingiskosningar. Það gat enn gerst en
þar mátti ég ekki sitja. Ef menn vilja
ræða þetta þá er rétt að skoða það alveg
niður í kjölinn. Þorsteinn, ásamt John-
sen, er búinn að koma því vel fyrir að
þriðja sætið er fyrir bí. En merkilegt er
að ágætir Sjálfstæðismenn á Suður-
landi skuli taka þátt í þeirri iðju. En
auðvitað vil ég undirstrika að fjöldi
Sjálfstæðismanna á Suðurlandi er
ósáttur við það til hvers þessi iðja hefur
leitt. Og ég vil þakka stuðningsmönn-
um mínum sem vom úr fleiri flokkum,
það vom margir sem vildu halda bónd-
anum inni á þingi.“
X
_____s__________________________
Rannveig: Það kom mér
skemmtilega á óvart, að við juk-
um mjög fylgi okkar hjá ungu
fólki - framfarastefna okkar náði
eyrum þeirra og það er mjög mik-
ilvægt.