Alþýðublaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 ■ Formaður Alþýðuflokksins um úrslit þingkosninganna Upp úr stendur að stjórnin hélt velli - segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og telur Alþýðuflokkinn koma sterkari út úr þessari orrahríð en tölurnar einar gefi til kynna. „Það sem uppúr stendur við kosn- ingaúrslitin er að ríkisstjómin hélt velli. Stjómarflokkamir missa fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn óvemlega en Alþýðuflokkurinn talsvert og er með 11,4 prósent af heildarfylgi í stað 15,5%. Þessi niðurstaða fyrir Al- þýðuflokkinn er engu að síður við- unandi í ljósi allra aðstæðna," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra og formaður Alþýðu- flokksins, í samtali við Alþýðublað- ið. „Að því er varðar styrk og stöðu Alþýðuflokksins eftir kosningar þá staldra ég fyrst og ffemst við eftirfar- andi: Staðreynd er það að flokkurinn tapaði fylgi. I annan stað veldur það okkur áhyggjum að hann hefur misst þingmenn í Norðurlandi eystra og á Austurlandi. Það var okkur mjög kærkomið þegar Gunnlaugur Stef- ánsson vann það afrek að binda endi á útlegð Alþýðuflokksins á Aust- fjörðum frá upphafi núverandi kjör- boði fyrrum varaformanns í öllum kjördæmum sem skipulagði nýja hreyfingu ekki síst til höfuðs honum og undir þeim merkjum að þar fæm hinir einu sönnu jafnaðarmenn. Þeg- Tilkynning til handhafa Debetkorta frá Landsbanka íslands Að höfðu samráði við Samkeppnisstofnun og Neytendasamtökin hafa verið gerðar nokkrar breytingar á viðskiptaskilmálum vegna Debetkorta. Til að gefa sem gleggsta mynd af því í hverju breytingarnar eru fólgnar, birtast hér að neðan þær greinar, sem taka efnislegum breytingum þann 25. apríl nk. og til samanburðar eldri skilmálar. Sérstök athygli er vakin á álcvæðum greinar 14.1. ELDRI SKILMÁLAR - útg. í desember 1993 A. ALMENNT UM DEBETKORT 6.4. Korthafi ber ábyrgð á öllum greiðslum/úttektum, sem verða vegna notkunar Debetkorts hans, sbr. þó 10. gr. 2. mgr. 6.6. Korthafi ábyrgist tjón gagnvart bönkum og sparisjóðum, sem verður vegna vanrækslu hans við vörslu eða notkun Debetkorts eða leyninúmers þess. 7.3. Útgefendur Debetkorta eru ekki ábyrgir fyrir tjóni, sem verður vegna lagaboða, aðgerða stjórnvalda, náttúruhamfara, stríðs, verkfalls, verkbanns, skæruverkfalla eða annarra slíkra aðstaeðna, rafmagnstruflana eða rafmagnsleysis, né vegna truflana í símkerfi eða öðrum boðleiðum eða samgöngum. Tjón, sem gæti orðið af öðrum ástæðum, bætist ekki af útgefanda hafi hann sýnt eðlilega aðgæslu. 7.4. Útgefendur Debetkorta eru ekki ábyrgir fyrir tjóni né óhagræði, sem verður vegna þess að móttöku Debetkorts er hafnað. 9.1. Notkun Debetkorts erlendis er heimil þar sem merki MAESTRO/CIRRUS eða VISA ELECTRON er uppi. Af erlendum viðskiptum og úttekt reiðufjár erlendis reiknast þjónustugjald, skv. gjaldskrá. 10.2. Sjálfsábyrgð korthafa takmarkast við jafnvirði ECU 150 í fsl. ! krónum, ef kort hans er notað af óviðkomandi aðila, áður en hvarf þess | uppgötvast og er tilkynnt skv. 1. tölulið. 10.3. Sérstök athygli er vakin á að korthafi ber fulla ábyrgð á úttektum með glötuðu korti, sé tilkynningaskyldu ekki fullnægt strax og hvarf þess | uppgötvast. 11.2. Við útgáfu korts greiðir korthafi sérstakt stofngjald auk venjulegs' árgjalds. 11.3. Banka/sparisjóði er heimilt að færa korthafa til gjalda á viðskiptareikningi hans mánaðarleg færslugjöld fyrir notkun kortsins, kostnað vegna reikningsyfirlita, kostnað vegna endurnýjunar korts, árgjöld á 12 mánaða fresti og gjald vegna útvegunar afrits af sölunótu,., allt samkvæmt gjaldskrá hverju sinni. 14.1. Bankar/sparisjóðir áskilja sér rétt til að breyta notkunarreglum þessum og skilmálum, enda séu þær breytingar augiýstar. Ef Debetkortið er notað eftir að breytingar hafa verið auglýstar, skoðast það sem samþykki korthafa á þeim. Að öðrum kosti skal notkun kortsins hætt og það tilkynnt bankanum/sparisjóðnum. Ef engin slík tilkynning berst innan fjórtán daga frá auglýstri breytingu, skoðast hún samþykkt af korthafa. B. DEBETKORT SEM GREIÐSLUKORT 5. Greiðslur með Debetkorti koma fram á reikningsyfirliti þess viðskiptareiknings, sem kortið er tengt og korthafi fær sent frá banka/sparisjóði með umsömdu millibili. Á yfirlitinu kemur fram nafn seljanda, þar sem kortið var notað, ásamt dagsetningu og upphæð. Ef um erlend viðskipti er að ræða kemur einnig fram upphæð kauplandsins. Ef korthafi hefur athugasemdir við reikningsyfirlit sitt, ber honum að tilkynna það banka/sparisjóði sínum innan 20 daga frá móttöku þess. NÝIR SKILMÁLAR - taka gildi 25. apríl 1995 A. ALMENNT UM DEBETKORT 6.4. Korthafi ber ábyrgð á öllum greiðslum/úttektum, sem verða vegna notkunar Debetkorts hans, sbr. þó 10.2. og 13.1. og 13.2. 6.6. Korthafi ábyrgist tjón gagnvart bankanum, sem verður vegna vanrækslu hans við vörslu eða notkun Debetkorts eða leyninúmers þess, sbr. 10.2. 7.3. Útgefendur Debetkorta eru ekki ábyrgir fyrir tjóni, sem verður vegna lagaboða, aðgerða stjórnvalda, náttúruhamfara, stríðs, verkfalls, verkbanns, skæruverkfalla eða annarra slíkra aðstæðna, rafmagnstruflana eða rafmagnsleysis, né vegna truflana í símkerfi eða öðrum boðleiðum eða samgöngum. 7.4. Útgefendur Debetkorta eru ekki ábyrgir fyrir tjóni né óhagræði, sem verður vegna þess að móttöku Debetkorts er hafnað sem greiðslu hjá söluaðila eða í sjálfsafgreiðsiutæki, né öðrum skaða, sem leitt getur þar af, sbr. þó 13.1. og 13.2. 9.1. Notkun Debetkorts erlendis er heimil þar sem merki MAESTRO/CIRRUS eða VISA ELECTRON er uppi. 10.2. Sjálfsábyrgð korthafa takmarkast við jafnvirði ECU 150 í ísl. krónum, ef kort hans er notað af óviðkomandi aðila, áður en hvarf þess er tilkynnt. Þetta á ekki við ef um stórfellt gáleysi eða svik af hálfu korthafa hefur verið að ræða. Tilkynningaskyldu ber að fullnægja svo fljótt sem verða má eftir að hvarf korts uppgötvast. 11.2. Bankanum er heimilt að færa korthafa til gjalda á viðskiptareikningi hans gjöld skv. gjaldskrá, sbr. grein 11.1. 13.1. Telji korthafi að hann hafi orðið fyrir skaða vegna tæknilegrar bilunar í hraðbanka eða öðrum sjálfsafgreiðslutækjum, þá ber bankanum fyrir hönd viðkomandi sölu- eða þjónustuaðila að færa fram fullgild rök fyrir því að búnaðurinn hafi starfað rétt þá er umrædd viðskipti fóru fram, en er ella ábyrgur fyrir tjóninu. 13.2. Ábyrgð bankans takmarkast við beint fjárhagslegt tjón korthafa, en nær ekki til annars skaða eða óþæginda, sem leitt geta af bilun sjálfsafgreiðslubúnaðar. Bankinn ábyrgist ekki tjón þegar tæknibilun á að vera korthafa Ijós, svo sem þegar skilaboð þess efnis koma fram á tölvuskjá. 14.1. Bankinn áskilur sér rétt til að breyta notkunarreglum þessum og skilmálum, enda séu þær breytingar tilkynntar korthafa með minnst 15 daga fyrirvara. í tilkynningu um breytta skilmála skal vakin athygli á því f hverju breytingarnar felist og á rétti korthafa til aö segja samningi upp. Noti korthafi kort sitt eftir að breyttir skilmálar hafa tekið gildi, telst hann samþykkur breytingunni. B. DEBETKORT SEM GREIÐSLUKORT 5. Greiðslur með Debetkorti koma fram á reikningsyfirliti þess viðskiptareiknings, sem kortið er tengt og korthafi fær sent frá bankanum með umsömdu millibili. Á yfirlitinu kemur fram nafn seljanda, þar sem kortið var notað, ásamt dagsetningu og upphæð. Ef um erlend viðskipti er að ræða kemur einnig fram upphæð kauplandsins. Ef korthafi hefur athugasemdir við reikningsyfirlit sitt, ber honum að tilkynna það bankanum innan 20 daga frá móttöku þess. í vafatilvikum hvílir sönnunarbyrðin á kortaútgefanda. Reglur og skilmálar um Debetkort liggja frammi á öllum afgreiðslustöðum bankans. L Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna Annað sem vakti sérstaka athygli er að flokkurinn skoraði grimmilega meðal ungu kynslóðarinnar. dæmaskipunar 1959. Þetta er auðvitað áfall og veikleika- merki að flokkurinn skuli ekki hafa þingmann í þremur kjördæmum. Hins vegar var mjög ánægjulegt að flokkn- um tókst eftir átta ára fjarvist að festa sig aftur í sessi á Suð- urlandi með ungu og Ivösku framboði," sagði Jón Bald- vin. „Þegar við rýnum bak við tölumar er ég reyndar sann- færður um að Alþýðuflokk- urinn kemur sterkari út úr þessari orrahríð en tölumar einar gefa til kynna. Þá á ég einfaldlega við það að flokk- urinn hefur lengst af á sein- asta kjörtímabili og sérstak- lega síðast liðin tvö ár búið við alvarlegt heimilisböl. Jó- hanna Sigurðardóttir vann að því kerfisbundið að grafa undan tiltrú á flokkinn með þvf að snúast gegn flestum erfiðum og óvinsælum ákvörðunum opinberlega þrátt fyrir að hún bæri sjálf fulla ábyrgð á þeim. Hún veikti trú á að flokkurinn væri heilsteyptur og stæði heill að baki boðaðri stefnu og sam- eiginlegum niðurstöðum. Nú er þetta heimilisböl horfið úr okkar röðum og orðið að böli annarra. Flokkurinn er því ótvírætt heilsteyptari og starf- hæfari heldur en áður. Annað sem vakti sérstaka athygli er að flokkurinn skor- aði grimmilega meðal ungu kynslóðarinnar. Margar skoðanakannanir staðfestu að fylgi hans er mest í aldurs- hópunum 18 til 25 ára. Sam- band ungra jafnaðarmanna sýndi það í þessari kosninga- baráttu að það er orðið að myndugum og öflugum stjómmálasamtökum. Ungir frambjóðendur settu mjög svip sinn á okkar framboðs- lista og þeir stóðu undir þeim væntingum sem við þá vom bundnar í kosningabarátt- unni. Þeirra hlutur í starfi flokksins í framtíðinni verður þess vegna mikill og vaxandi og það gefur okkur fyrirheit um það að flokkurinn eigi góðar líkur á því að styrkja stöðu sína í framtíðinni," sagði Jón Baldvin Hannibals- son. „Alþýðuflokkurinn gekk til kosninga gegn mótfram- ar að Jóhanna Sigurðardóttir ýtti úr vör með þennan samhristing sinn þá gerði hún það á þeirri forsendu að hún gæti komið í stað Alþýðuflokks- ins. Þá mældist Alþýðuflokkurinn með um fjögur prósent fylgi. Með vísan til þeirrar staðreyndar em eng- ar ýkjur þegar sagt er að Alþýðu- flokkurinn háði árangursríkustu kosningabaráttuna með því að nær því þrefalda styrk sinn frá því sem hann mældist í skoðanakönnunum fyrir upphaf kosningabaráttunar,“ sagði Jón Baldvin. „Eins er hitt að þetta upphlaup Jó- hönnu hefur nú mistekist og mnnið út í sandinn. Hún situr uppi með fjögurra manna þingflokk. Það er ástæða til að ætla að hann teljist ffek- ar ósamstæður ef menn vilja taka trú- anlega þær skýringar Jóhönnu að hún hafi ekki getað verið í þingflokki með mönnum eins og Jóni Baldvin eða Jóni Sigurðssyni. Þá er vandséð hvemig hún getur setið í þingflokki með Agústi Einarssyni sem senni- lega myndi flokkast yst til hægri, sæti hann í þingflokki Alþýðuflokks- ins. Svanfríður Jónasdóttir er. fé- lagi í Birtingu og var þar félagi Öss- urar Skarphéðinssonar forðum daga og á útleið úr Alþýðubandalag- inu. Hún hefur að okkar mati skoð- anlega samstöðu með okkur jafnað- armönnum. Eftir sitja þá tvær óánægðar konur. Ein óánægð fram- sóknarkona sem féll í prófkjöri og önnur mjög óánægð kona sem féll í formannskjöri," sagði Jón Baldvin ennfremur. „Staða stjómarandstöðuflokkanna er sú að Framsóknarflokkurinn styrkti mjög stöðu sína en Alþýðu- bandalagið situr uppi með óbreytt fylgi þrátt fyrir að hafa skreytt sig nöfnum óháðra. Kvennalistinn galt hins vegar afhroð þannig að stjómar- andstaðan reið raunvemlega ekki feitum hesti frá þessari viðureign. Meginmarkmið hennar var að fella ríkisstjómina en það mistókst. Ann- að yfirlýst markmið sumra og þá einkum Ólafs Ragnars og Jóhönnu var myndun svokallaðrar vinstri stjómar. Það hefur ekki tekist. Fram- sóknarflokknum tókst hins vegar með velheppnaðri auglýsingaherferð að draga upp nýja mynd af sér sem einhvers konar ftjálslynds miðju- flokks og höfða þannig til óánægðra kjósenda í þéttbýli. Þeir gættu þess vandlega að fela afturhaldsásýn flokksins, það er að segja andlit þeirra Páls á Höllustöðum, Guðna Agústssonar og fleiri og komust upp með það,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.