Alþýðublaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 1
Ólína Þorvarðardóttir: Fæst ord bera minnsta ábyrgð. A- mynd: E.ÓI. ■ Þjóðvaki - hreyfing fólksins Ólína hætt „Ástæða þess að ég hef sagt mig úr Þjóðvaka lýtur að starfsháttum hreyflngarinnar og skipulagi. Eg ætla ekki að hafa fleiri orð um þetta. Fæst orð bera minnsta ábyrgð,“ sagði Ólína Þorvarðardótt- ir í samtali við Alþýðublaðið. Ólína vildi ekki frekar tjá sig um úrsögn sína úr Þjóðvaka en tók fram að ekki væri um mál- efnaágreining að ræða. Heimildir innan Þjóðvaka herma að ágrein- ingur hafl komið upp vegna skip- unar ritnefndar að málgagni Þjóð- vaka sem Ólína ritstýrði. Sömu heimildir segja að Ólína hafi viljað fá fullt starf sem ritstjóri mál- gagnsins en þeirri ósk verið hafn- að. Aðspurð sagðist Ólína ekki vita til þess að eiginmaður hennar, Sig- urður Pétursson, væri á leið út úr Þjóðvaka. Hann hafl hins vegar fullan skilning á afstöðu hennar og styðji hana. ■ Seðlabanki íslands 55 milljónir í yfir- vinnu og bflastyrki í ársreikningi Seðlabankans fyrir síðasta ár kemur fram að rekstrarkostnaður bankans nam 651 milljón króna. Þar eru laun og launatcngd gjöld stærsti lið- urinn eða um 420 milljónir. Föst yfirvinna, önnur yfirvinna og bifreiðastyrkir samtals að upp- hæð 55 milljónir króna bættust við launagreiðslur sem námu liðlega 289 milljónum króna. Til viðbótar þessu námu eftir- launagreiðslur liðlega 30 millj- ónum og Iaunatengd gjöld 46 milljónum. Orlof og orlofsfram- lag nam 628 þúsundum króna. Laun og launatengd gjöld Seðla- bankans námu því samtals lið- lega 421 milljón króna í fyrra. Af öðrum útgjaldaliðum Svavar formaður Alþýðubandalagsþingflokks Á fundi þingflokks Alþýðubandalagsins í gær var Svavar Gestsson kjörinn formaður þingflokksins í stað Ragnars Arnalds sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Varaformaður var kosinn Kristinn H. Gunnars- son og Bryndís Hlöðversdóttir tók við embætti ritara. A-mynd: E.ÓI. bankans má nefna að öryggis- varsla kostaði 6,3 milljónir og aðkeyptur akstur nam litlu minni upphæð eða sex milljón- um króna. Rekstur bankans á eigin bifreiðum kostaði aðra eins upphæð. Vegna bóka- og myntsafns og listaverka voru greiddar nær 14 milljónir. Gestamóttaka og fundahöld kostuðu bankann rúmlega 12 milljónir króna. Ferðakostnað- ur nam 25,6 milljónum og til gjafa og styrkja fóru 8,3 milljón- ir. Loks má geta þess að undir liðinn starfsmannaþjónusta eru bókfærð útgjöld að upphæð tæpar 11 milljónir króna og fræðslumál kostuðu 8,5 milljón- ir. Valgerður formaður Framsóknarþingflokks Á fundi þingflokks Framsóknarflokksins í gær var Valgerður Sverris- dóttir frá Lómatjörn kjörin formaður þingflokksins. Hún er fyrsta kon- an sem gegnir því embætti hjá Framsóknarflokknum. Siv Friðleifsdótt- ir var kjörin varaformaður og Ólafur Örn Haraldsson mun gegna stöðu ritara. Á myndinni ræðir Valgerður við Stefán Guðmundsson og Siv glottir við tönn, í baksýn röltir undirleitur félagsmálaráðherrann og fyrrverandi þingflokksformaðurinn, Páli Pétursson frá Höllustöðum. A-mynd: E.ÓI. Kúrdar: Pjóð án griðlands Leiðari 2 Tvist og bast um Balka- skagann Hrafn Jökulsson 2 ■ ■ Omurlegt að fylgjast með Framsókn Magnús Árni 3 Allaballar og Framsókn Slúður 3 Hjónaband Davíðs og Dóra Madama Tobba 4 Andrés Magnússon þrítugur Slúður 4 Höfundur sem kóar með per- sónum sínum ■ Pólitísk stefnumótun á kostnað faglegrar hagstjórnar Seðlabankans Óþjált og seinvirkt stjórntæki -segir Þröstur Ólafsson, formaður bankaráðs, og vill aukið sjálfstæði bankans. „Það er óviðunandi í nútíma al- þjóðlegu efnahagslegu umhverfi að bíða í marga mánuði með nauðsyn- legar markaðslegar leiðréttingar. Þetta getur gert lítilfjörlega leiðrétt- ingarþörf að peningapólitískum vanda sem leiðir til ójafnaðar á fjár- málamarkaðnum," sagði Þröstur Ólafsson, formaður bankaráðs Seðlabankans, í ræðu á ársfundi bankans á mánudaginn. „Stjómmálamönnum er enginn greiði gerður með þessu og efna- hagslífið stendur sannarlega ekki í neinni þakkarskuld við svo óþjált og seinvirkt stjómtæki. Þess vegna verður að leggja áherslu á að starfs- umgjörð Seðlabankans verði breytt og bætt með aukið sjálfstæði hans í huga, sem leiði til betra jafnvægis og meiri stöðugleika á fjármálamark- aði,“ sagði Þröstur. f ræðu sinni ljallaði Þröstur Ólafs- son nánar um stöðu Seðlabankans í stjómkerfí efnahagsmála hérlendis. Hann sagði bankann án efa eitt allra mikilvægasta stjómtæki hins opin- bera í efnahagsmálum. Þetta stjóm- tæki þyrfti að uppfylla þær kröfur sem til þess eru gerðar. „Eftir því sem hagkerfi heimsins verður opnara og ftjálsræðið verður meira ráðandi í starfsháttum við- skiptalífsins þá er þörf á mun skýrari verkaskiptingu milli faglegrar hag- stjómar og pólitískrar stefnumótun- ar. Islensk stjómvöld hafa lengi átt í erfíðleikum með að gera greinarmun á þessu tvennu og hafa því í of ríkum mæli skipt sér af faglegri hagstjóm en látið lengri tíma stefnumótun reka á reiðanum. Ástæðan fyrir þessu er sú að af- skiptasemi og inngrip í niðurstöður markaðarins hafa átt sterkan hljóm- gmnn í hugmyndafræði stjómmála- flokkanna. Því hefur fylgt vantrú á að markaðsöflin gætu leitt hagkerfið til jafnvægis og velmegunar. Stjóm- málamenn hafa í of miklum mæli ekki látið sér nægja að setja leikregl- umar heldur fremur viljað taka þátt í leiknum - og þá á pólitískum for- sendum. Þrátt fyrir það sem hér hefúr verið sagt hefur markaðsvæðingu íslensks efnahagslífs fleygt fram á síðustu ár- um. Mikilvægum áföngum hefur verið náð í þá átt að koma á nútíma- legum Ijármagnsmarkaði á íslandi. Þegar krafan um aukið sjálfstæði Seðlabankans er til umræðu þá er það þessi aðgreining milli faglegrar hagstjómar og pólitískrar stefnumót- unar sem menn vilja hafa skýrari," sagði Þröstur meðal annars. Á ársfundinum kom fram að af- koma Seðlabankans var hagstæð Qórða árið í röð. Hagnaður fyrir skatt til ríkissjóðs var 1.325 milljónir króna á síðasta ári en hafði verið 2.721 milljón árið 1993. Eiginlegur rekstrarkostnaður hækkaði unt tæp 10% og nam 650 milljónum króna. Þröstur Ólafsson: Það er óviðun- andi í nútíma alþjóðlegu efna- hagslegu umhverfi að bíða í marga mánuði með nauðsynleg- ar markaðslegar leiðréttingar. A-mynd: E.ÓI. Einar Oddur: Spyrjum um fram- kvæmdir þegar þar að kemur. ■ Einar Oddur Krist- jánsson alþingismaður um sjávarútvegsstefnu stjórnarinnar Ekki valtað yfir sjónarmið Vestfirðinga „Við sömdum um þetta, en meg- inatriðið er nú ekki stjómarsáttmál- inn. Aðalatriðið er verkefnaskrá sjávarútvegsráðuneytisins. Við emm sáttir við hana. Við fómm í það að ná samkomulagi og það tókst,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson, alþing- ismaður Sjálfstæðisflokksins, að- spurður um álit hans á afgreiðslu sjávarútvegsmála í stjómarsáttmál- anum. En sér Einar Oddur þá framá breytingar að hans höfði á sjávarút- vegsstefnunni? „Við ætlum okkur að ganga til verks og í þessari stöðu spyrjum við um framkvæntdir þegar þar að kemur. Það er af og frá að bú- ið sé að valta yfir sjónarmið Vest- firðinga í sjávarútvegsmálunum." Þorvaldur Þorsteins 5 Ffllinn í postu- línsbúðinni Tyrkirog Kúrdar6 3.400 milljóna megabæta heimilistölva IBM-fréttir 6 77 ára milljarða- mæringur Kirk Kerkorian 7 „Pað er margur maðurinn sem svíkur" Milovan Djilas 8 „Meðvitaðir um stærra sam- hengi hlutanna" Jónas Gunnar8 ■ Aðalfundur Rithöfundasambands Islands Stjórnin endurkjörin Á aðalfundi Rithöfundasam- stjómar til að endurskoða lögin um bands Islands sem haldinn var á laugardaginn vom þau Kristín Steinsdóttir og Hjörtur Pálsson endurkjörin sem meðstjómendur. Kristín fékk 44 atkvæði og Hjört- ur 40. Lárus Már Björnsson bauð sig fram sem meðstjómanda en fékk aðeins átta atkvæði. Ekki var kosið um fieiri stjómarmenn á þess- um aðalfundi. Egill Egilsson var endurkjörinn varamaður í stjóm með 33 atkvæðum. Láms Már bauð sig einnig fram sem varamaður og fékk 12 atkvæði. Fundurinn fór friðsamlega fram nema hvað Rúnar Ármann Art- húrsson var óánægður með að til- laga sem hann kom með var ekki tekin til afgreiðslu. Tillagan gerði ráð fyrir að stofnuð yrði nefnd utan Launasjóð rithöfunda og má segja að tillagan hafi verið vantraust á stjórn Rithöf- undasam- bandsins. Að- alfundurinn var hins veg- ar búinn að samþykkja að fela stjóminni Ingibjörg Haralds- endurskoðun dóttir hefur veriö la8anna °S því var tillag- an ekki tekin á dagskrá. Formaður Rithöfundasambandsins er Ingi- björg Haraldsdóttir. endurkjörin sem formaður RSÍ. A-mynd: E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.