Alþýðublaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 6
ALÞYÐU BLAÐiÐ m MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL 1995 lAldamótin geta orðið nettengdum tölvueigendum dýrkeypt Niðurtalning hafin vegna tölvuhruns Á meðan almúginn jafnt sem þotuliðið undirbýr gríðarleg veisluhöld og flugeldasýningar vegna árþúsundamótanna sem nálgast ört eru tölvusérfræðingar í óða önn við að búa sig undir sprengingar af öðru tagi. Þegar klukkuvísarnir lauma sér yfir miðnættið 1999/2000 munu þús- undir ef ekki milljónir tölva ganga af göflun- um. Ófáir af þessu þörfustu þjónum nú- tímamannsins eru nefnilega ekki undir það búin að fást við fjögurra stafa dagsetningar; það er að segja þær telja aðeins síðustu tvö dag- ana í ártalinu þannig að á eftir 1999 fara þær aftur að telja frá ár- inu 1900. Þetta á svosem ekki að verða neitt óyfirstíganlegt vanda- mál fyrir eigendur ónettengdra einmenningstölva, en netkerfi - á borð við þau sem fyrir eru í fjár- sýslustofnunum (sem fara að reikna kolvitlausa vexti), á opin- berum stofnunum (sem munu fara með allar dagsetningar og útreikninga byggða á þeim í tóma vitleysu) og á Alþýdubladinu i. tft (við erum að vísu enn //.„ ekki búnir að uppgötva hvað nákvæmlega hrynur hér) - geta lent í hroðalegum erfiðleik- “ “ um. Tölvufyrirtækjaris- ar hafa í öllu falli fyrir löngu áttað sig á mögulegu stórslysi og gera nú allt hvað þeir geta til að lag- færa umrædd netkerfi og koma í veg fyrir skaðann. En varúð: Nið- urtalning er hafin vegna tölvu- hruns og endirinn er í nánd... ■ Nýr minniskubburfrá IBM-tölvurisanum sam- svarar 150 metra háum stafla af vélrituðum síðum Megabætin hrannast upp Ef einhverjirtölvunerðir héldu að 720 megabæta hörðu diskarnir þeirra gerðu þá að meiri mönnum er eins gottfyrir þá að endurskoða afstöðu sína. IBM-tölvurisinn - sama fyrirtæki og kynnti fyrsta harða diskinn til sögunnar árið 1956 - hefur sett nýtt geymslu- minnismet: 3 milljarðar bæta á fertommu! Slík minnisþjöppun gerir það að verkum að lítill og af- ar hversdagslegur harður diskur í heimilistölvu getur geymt upplýs- ingar sem nema meira en 3.400 milljónum megabæta. Það jafnast á við næstum því 150 metra háan stafla af vélrituðum blaðsíðum. ímyndið ykkur margfeldnisbylting- una. Venjulegar heimilistölvur af nýlegri teg- und búayfir 150 til 200 megabæta m i n n i . Þessir nýju ofurmega- bætakubb- ar eru væntanleg- ir frá rann- sóknastof- um IBM á markað inn- an þriggja [ til fimm ára og munu vafalaust gjörbylta tölvu- iðnaðinum. (Ohhh..., einu sinni enn!) ■ Fjáröflun Elísabetar II Bretlandsdrottningar Fyrst Buckingham, nú Kensington Fyrst opnaði Elísabet II Bret- landsdrottning Buckingham-höll til sýnis fyrir aðvífandi ferðamenn og tók fyrir smáskilding. Nú hefur hún hinsvegar stigið enn stærra skref í átt til almúgans og leitar að leigjendum. Elísabet hefur nefni- lega ákveðið, að bjóða til leigu 60 herbergi í Kensington-höll sem er heimili forsmáðu prinsessunnar Díönu og Hampton Court er áður hýsti einkaþjóna drottningarinn- ar. Fyrstu tvö hýbýlin til að koma á leigumarkaðinn eru tvö sam- liggjandi herbergi í Kensington- höll og smábýli eitt við Hampton Court. Og leigan? Jú, litlar 340 þúsund krónur. Það skal þó tekið fram að þeir leigjendur drottning- ar sem höfðu vonast til hitta aðal- inn úti við póstkassann munu verða fyrir vonbrigðum: málum er víst þannig fyrirkomið að íbúð- irnar eru fyrir utan það rammgirta öryggissvæði sem umlykur kon- ungsfjölskylduna... Ffllinn í posti ■ Hinn 20. mars síðastliðinn gerði 35 þúsund manna her- afli lýrklands innrás í Irak og hefur nú á valdi sínu tæplega 300 kílómetra langa ræmu meðfram landamærunum. Til- gangurinn er að koma í veg fyrir framgang og umferð PKK-skæruliðasveita herskárra Kúrda um landamærin og að uppræta bækistöðvar þeirra í norðurhluta Iraks. Að- gerðirnar hafa heppnast ágætlega hernaðarlega séð - þrátt fyrir að vera full harkalegar og víðtækar að margra mati miðað við eðli málsins og hversu viðkvæmt svæðið er. En diplómatískur kostnaður við þær eykst með hverjum degi. Tyrkir sæta nú stöðugt vaxandi gagnrýni á alþjóðlegum vettvangi og yfirvöld í Ankara fylgjast með skelfingu hvernig únynd landsins í mannréttindamálum verður ljót- ari með hverjum deginum sem líður - og ekki var hún beys- in fyrir. Mat stjórnmálaskýrenda á stöðunni er að Týrkir muni sennilega sigra í stríðinu, en örugglega tapa vinum sínum um leið. þessu - afhroð Sovétmanna í Afghan- istan er öllum ennþá ferskt í minni. Hundruðir PKK-skæruliða til viðbót- ar hafa fallið að undanfömu í gríðar- lega hörðum bardögum í suðaustur- hluta Tyrklands. Þar em Kúrdunum allar bjargir bannaðar því Tyrkjum hefur tekist að koma í veg fyrir flótta þeirra til vanabundinna felustaða handan við landamæri Tyrklands og íraks. í kringum liðna helgi tóku síðan að berast óljósar fregnir um að harðir bardagar geysuðu milli stríðsaðila í íraska héraðinu Hakuk þar sem tyrk- neskar hersveitir reyna hvað þær geta til að kom í veg fyrir að skæmliðar Kúrda flýi til frans. ,4 þeim aðgerðum sem nú standa yfir höfum við náð valdi yfir miklum birgðum sem Kúrd- ar höfðu sankað að sér í gegnum árin og myndu endast heilum her lengi vel,“ segir Erim hershöfðingi er Á grasi vaxinni hæð við rætur stór- fenglegra fjalla er loftið þmngið sæt- um ilmi blómstrandi möndlutijáa og geitur og sauðfé rölta um á beit. En það em engar fallegar hugsanir um vorið sem þjóta í gegnum huga manna sem dvelja um þessar mundir á því stríðssvæði sem norðurhluti íraks - íraska Kúrdistan - er orðið. Rennileg- ar - og banvænar - Black Hawk þyrl- ur sveima yftr höfðum tyrkneskra her- manna á meðan þeir gera skyndárásir eftir þröngstígum og torfæmm fjtúla- slóðum í leit að slóttugum skæmlið- um úr röðum hins tyrkneska Kúrdíska verkamannaflokks (PKK). PKK- skæmliðasveitimar hafa um langa hríð notast við frösku hlið landmæra- svæðis Tyrklands og Iraks til að fela sig fyrir yfirvöldum í Tyrklandi og til að koma sér upp móðurstöðvum og þjálfunarbúðum. Nú er þetta hæli þeirra ekki lengur ömggt. Kraftmiklar og hávaðasamar vélar M-60 skrið- dreka og btynvagna Tyrkjanna skera þunnt fjallaloftið og það heyrist vart mannsins mál. Hvert sem litið er gef- ur á að Iíta fylkingar tyrkneskra her- manna og rytjulegar tjaldbúðir sem slegið hefur verið upp í snatri. f fjarska heyrast sprengingar, dmnumar skekja hlustimar og í kjölfarið fylgja gulir rykstrókar þar sem tyrkneski herinn hefur verið að hreinsa jarð- sprengjusvæði. Það fer mikið fyrir tyrkneska hemum í þessum aðgerðum og þeir láta einskis ófireistað til að ná settu marki á þessu ofurviðkvæma landsvæði. Vem þeirra í írak hefúr verið líkt við vem ffisins í postulíns- búðinni. Hiiseyin Erim hershöfðingi sýpur á tei og keðjureykir sígarettur á meðan í Aðalfundur Lyfjaverslunar íslands tí. Aðalfundur Lyjjaverslunar íslands hf. verður haldinn í Háskólabíói íReykjavík laugardaginn 29. apríl 1995 og hefst hann kl. 10.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins til samræmis við lög nr. 2/1995 um hlutafélög og niðurfelling ákvæðis um lágmarksmætingu á aðalfundi. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillcgur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, þurfa að vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins, munu liggja frammi á skrifstofu félagsins 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins, Borgartúni 7 á 2. hæð, dagana 24.-28. apríl kl. 9-12 og 13-16. Hluthöfum er vinsamlegast bent á að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 16 Jostudaginn 28. apríl. Innihald eins af vopnabúrum PKK-skæruliðasveitanna hefur hér verið lagt út til sýnis eftir að hersveitir Tyrkja gengu fram á birgðirnar fyrir stuttu. Ljóst er að PKK hefur beðið mikið afhroð frá því að bardagar hófust í írak fyrir mánuði síðan. hann útskýrir af þolinmæði verkeíhið sem liggur fyrir þeim 35 þúsund her- mönnum Tyrkja sem gerðu innrás í ír- ak fyrir mánuði síðan - 20. mars. Varðsveitir íraskra Kúrda sem venju- lega gæta landamæranna fyrir innrás- um tyrkneskra Kúrda vom að beijast sín á milli, segir Erim. „Og sú stað- reynd gerði herskáum uppreisnar- sveitum PKK kleift að fara sínar eigin leiðir í hemaðarskyni um landamærin inní Tyrkland án afskipta varðsveit- anna. Valdatómið meðfram landa- mæmnum var fullkomlega óásættan- legt ástand hvað okkur snerti, þannig að ég er hæstánægður með þær að- gerðir sem við emm með í gangi hér á svæðinu," segir hershöfðinginn. Tyrkneskir hermenn hafa náð 290 kfiómetra langa ræmu af írösku land- svæði á sitt vald og nær hún 40 kfió- metra irmí landið. f að því er virðist til- viljanakenndum árekstmm við léttvopnaðan og þar með afar hreyfanlegan óvinaherinn höfðu Tyrkir - samkvæmt þeirra eigin útreikningum - drepið vel yfir 400 PKK-skæruliða til og með síðustu viku, en misst 36 af eig- in liði. Þetta telst feykilega góð- ur árangur í skæmliðastríði sem Stjórn Lyfjaverslunar íslands hf stjómar 20. brynvörðu sveitinni. „Okkur hefúr tekist að eyðileggja liðs- anda þeirra og alla vígstöðu." Ymsir stjómmálamenn og frétta- skýrendur velta því hinsvegar fyrir sér hvort þessar aðgerðir Tyrkja séu hreinlega ómaksins virði. Til að mynda hefur innrásin f írak valdið óbætanlegum skaða á tengslum Tyrk- lands við NATO-bandamenn sína í Evrópu og dregið vemlega úr vonum Tyrkja til þess að laga sig enn frekar að jteim sammna sem nú á sér stað innan Evrópusambandsins. Þýskaland skar á alla hemaðaraðstoð til Tyrk- lands í kjölfar árásarinnar 20. mars og utanríkisráðherrann Klaus Kinkel hefur margítrekað þá kröfu Þjóðveija, að Tyrkir dragi herlið sitt tilbaka eins fljótt og auðið er. Evrópuþingið í Strasborg hefur hótað að neita þrálát- um beiðnum Tyrklands um þátttöku í tollabandalagi Evrópusambandsins nema Tyrkimir dragi allt herlið sitt til- baka frá írak og það ekki seinna en strax. Holland hefur einnig lagt sitt af mörkum til að hnýta í ríkisstjóm Tyrklands íyrir stríðsreksturinn og leyfði í síðustu viku Kúrdískum and- ófsmönnum vfðsvegar að úr heimin- um að koma á fót þingi í útlegð í hol- lensku borginni Haag. Þessari grófu - en þó diplómatísku - móðgun Hol- lendinganna gagnvart ríkisstjóm Tyrklands og forsætisráðherra hennar, Tansu Ciller, var umsvifalaust mætt með því að Ciller kallaði sendiherra Tyrklands í Hollandi heim til Ankara vegna skrafs og ráðagerða. Þrátt íyrir að Bandaríkin hafi kom- ið Tyrkjum til vamar í Jtessum mála- rekstri þá hefur jafnvel stuðningur ris- ans í vestri verið veittur af hálfúm huga og mikið hik sýnist komið á þá Washington menn. Aðstoðamtanrík- isráðherra Bandaríkjanna, Strobe Talbott, sagði við háskólanemendur í einni heimsókn sinni á þær slóðir, að „Bandaríkin skilja þá brýnu nauðsyn fyrir Tyrkland að meðhöndla PKK á óvæginn hátt - sérstaklega þar sem PKK er ekkert annað en grimmdarieg samtök hryðjuverkamanna - en á sama tíma viljum við leggja þunga áherslu á gífurlegt mikilvægi þess að tyrkneska ríkisstjómin standi fýllilega við þær skuldbindingar sínar, að að- gerðir þessar verði takmarkaðar hvað varðar allt umfang og þann tíma sem þær kunna að taka.“ Á mannamáli þýðir þetta einfaldlega, að stríðsrekst- ur Tyrkja sem kemur jafnt niður í mannfalli á PKK-skæmliðunum og almennum borgumnt úr röðum Kúrda verður ekki liðinn af Bandaríkjunum. Bill Clinton Bandaríkjaforseti mun þannig af öllum líkindum koma áþekkum skilaboðum á framfæri þeg- ar tyrkneski forsætisráðherrann Ciller heimsækir Washington í þessari viku. Leiðtogar tyrkneska hersins segja hinsvegar þessar áhyggjur umheims- ins af stríðinu á hendur skæmliðahers PKK vera allar á misskilningi byggð- ar. „Bandamenn okkar verða að gera það upp við sig hvort sé mikilvægara: 60 milljónir Tyrkja og Kúrda eða nokkur þúsund hryðjuverkamenn," segir Erim hershöfðingi ómyrkur í máli. Og það sem einna mestu máli skiptir að mati hershöfðingjans er, að hemaðaraðgerðimar hafa heppnast ágætlega - allavega fram til þessa. AðgerðirTyrkja hafa lamað hemaðar- styrk og stöðu PKK í norðurhluta ír- aks, komið í veg fyrir árlega ffamsókn þeirra inní Tyrkland að vori og það sem mikilvægast er: hemaðaraðgerðir Tyrkja í írak hafa neytt stríðandi aðila innan raða íraskra Kúrda til að semja sín á milli um ffið. En einmitt þessar deilur voru upphaf nauðsynlegra að- gerða Tyrkja fyrir mánuði síðan, segir Erim. Hinar stríðandi fylkingar sem hér um ræðir - Kúrdíski lýðræðisflokkur- inn (KDP) sem Massoud Barzani leiðir og Ættjarðarsamfylking Kúrd- istan sem Jalal Talabani stýrir- tóku skjótt og örugglega við stjómtaumun- um í norðurhluta íraks í kjölfar Persa- flóastríðsins, en hafa nú átt í illvígum innbyrðisdeilum allt frá því í maí 1994. Hersveitir KDP gæta landa- mæranna að öllu jöfnu, en vom dregn- ar frá landamærunum til að hjálpa til við glfma við uppreisnarsveitir Tala- ■ Sérstætt framboð í þingkosningunum í Perú Rassapólitíkin svínvirkar enn a ný Kjósendur í nýafstöðnum þingkosningum í Perú gátu ekki með nokkru móti látið eitt sér- stæðasta framboðið sem þar kom fram fara framhjá sér. Hin umdeilda tala 13 var kyrfilega auglýst hjá frambjóðanda þessum og heppn- aðist kosningabragðið ágætlega. Nú þegar hún hefur verið kosin á þing í Perú segir nekt- ardansmærin Susy Diaz, að hún muni nú snúa sér að stjórnmálunum á alvarlegan hátt og hafa strangasta sið- ferði í fyrirrúmi. „Ég held að stjórnmálin eigi skilið mun meiri alvöru- gefni og virðingu en hingað til," segir hún og gefur sitt fyrsta loforð sem þingmanns: „Ég mun ekki framar sýna á mér rassinn." Diaz þessi bauð sig fram í Lima, höfuðborg Perú, og ók villt og galið um alla borg og hélt borgarafundi úti undir berum himni (!) - að sjálf- sögðu ásamt fáklæddum félögum sínum úr nektardansmeyjastétt. =n hvernig stjórnmálamaður er hún að eigin mati. „Ég er pólitískt írein mey"... ■ Nýjasta kvikmynda- stjarna Frakklands Þegar hin 19 ára Marie Gillain er vond er hún frábærlega góð, en þegar hún er góð er hún jafn dá- samleg. í frönsku kvikmyndinni L'Appat er þessi nýjasta kvik- myndastjarna Frakka fullkomlega afslöppuð kona sem kaldrifjuð tek- ur þátt í verstu ódæðisverkum. í næstu viku kemur hún fram á leik- sviði í París og endurtekur hlutverk sitt í leikritsútgáfu Dagbókar Önnu Frank, sem hrærði áhorfendur þeg-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.