Alþýðublaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ S k o ð a n i MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 r MfTOBUÐIÐ 20908. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson Siguröur Tómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Þjóð án griðlands Á árum kalda stríðsins var Tyrkland útvörður Atlantshafs- bandalagsins gegn Sovétríkjunum og leppum þeirra í Austur- Evrópu. Þessi sérstaða Tyrkja gerði þeim kleift að láta gagnrýni á stórfelld mannréttindabrot sem vind um eyru þjóta. Og lýð- ræði stóð lengstaf á brauðfótum í landinu, enda hrifsuðu herfor- ingjar til sín völdin þegar þeim sýndist. Síðustu ár hefur Tyrkland smámsaman þokast í átt til lýðræð- is. Enn er landið samt vettvangur víðtækra og ömurlegra mann- réttindabrota. Þess er skemmst að minnast, að nýverið hlutu nokkrir tyrkneskir þingmenn harða fangelsisdóma fyrir að halda fram málstað Kúrda. Takmarkalausar raunir Kúrda eiga fáar hliðstæður. Þeir eru meirihluti íbúa á stórum landsvæðum í Tyrklandi, Irak og Iran, aukþess sem allmargir Kúrdar eru í Sýr- landi og Armeníu. Réttindi Kúrda í Tyrklandi hafa lengi verið fótum troðin af fáheyrðu miskunnarleysi. Saddam Hussein er ábyrgur fyrir helför Kúrda í írak - en einhverra hluta vegna hef- ur umheimurinn jaíhan haft öllu minni áhuga á blóðbaðinu í Norður-írak en innrás Saddams í Kúvæt. Skæruliðasveitir Kúrda í Tyrklandi gripu til vopna undir merkjum Kúrdíska verkamannaflokksins (PKK). PKK mun ekki eiga stuðning alls þorra Kúrda í Tyrklandi, en eigi að síður hefur barátta tyrkneskra stjómvalda fyrir upprætingu samtak- anna bitnað með einum eða öðmm hætti á miklum meirihluta þeirra milljóna Kúrda sem búa í landinu. Kúrdar em annars eða þriðja flokks borgarar í Tyrklandi, að þeim einum undanskildum sem samþykkja afarkosti Tyrkja - sem meðal annars fela í sér afheitun á tilveru kúrdísku þjóðarinnar. Hinn 20. mars réðust tyrkneskar hersveitir yfir landamæri ír- aks, í því skyni að uppræta sveitir PKK. Umheimurinn hefur ekki sýnt stríðinu í Norður-Irak vemlegan áhuga, og fáir orðið til þess að veija fullveldi Iraks - eða málstað Kúrda: sama þótt fréttir berist af múgmorðum á óbreyttum borgumm. Á hinn bóg- inn verður æ fleimm ljóst að til lengdar er óhugsandi að beita hervaldi til að kveða niður baráttu Kúrda. Ofstæki Tyrkja og ír- aka verður svarað í sömu mynt af Kúrdum, eins þótt skæmliðar þeirra eigi nú mjög í vök að veijast. Kúrdar eiga sama tilvemrétt og aðrar þjóðir, og því þarf að finna pólitíska lausn á málum þeirra. Sumir fréttaskýrendur halda því fram að Tansu Ciller, forsætisráðherra Tyrklands, sé í reynd hlynnt pólitískri málamiðlun gagnvart Kúrdum en hafi látið til skarar skríða til þess að styrkja stöðu Tyrkja áðuren hægt verður að gera samninga af einhveiju tagi. Hvað sem því líður er harla ólíklegt að stjómin í Ankara sé reiðubúin að gera neinar vemlegar tilslakanir. Þaðan er varla að vænta pólitískrar lausnar. Fmmkvæðið hlýtur að koma firá samfélagi þjóðarinnar. Þangað til eiga Kúrdar hvergi griðland. Meðferðin á Ólafí G. Davíð Oddsson hnuðlaðist á Ólafi G. Einarssyni allt síðasta kjörtímabil. Hann fyrirgaf honum aldrei að hafa gert Heimi Steinsson að útvarpsstjóra og setti hann í óbærilega stöðu með því að skipa honum að gera einkavin sinn, Hrafn Gunnlaugsson, að framkvæmdastjóra sjónvarpsins. Ólafur náði sér aldrei á strik sem ráðherra eftir það. Meðan Ólafúr G. Einarsson lá veikur á sjúkrahúsi var honum ýtt út í kuldann, og annar einkavinur Davíðs, Björn Bjamason, settur í hans stað. Samþingmenn Ólafs úr Reykjanesi stóðu fyr- ir því að skipuleggja útstrikanir á hann í kosningunum. Sigríður Anna Þórðardóttir bætti um betur með því að grafa opinberlega undan Ólafi G. og lét uppi, að hún teldi sjálfa sig betur komna að ráðherradómi en hann. Með því vom örlög hans innsigluð. Þetta er flokkurinn, sem við gerð stjómarsáttmála nýrrar stjómar lagði mesta áherslu á að koma inn ákvæði um að efla bæri kristið siðgæði í landinu. Ekki veitir af. Kúlur við Ég hafði verið nokkrar vikur í Króatíu í vetrarbyrjun 1991 þegar mér varð loksins Ijóst að engin mannleg öfl gætu stöðvað helför Júgóslavíu. Anna og ég sátum í litlu eldhúsi í úthverfi Zagreb, og ég var að sýna henni hvað mér hafði áskotnast á vígstöðvunum. Króa- tísku hermennimir vildu endilega gefa íslenska blaðamanninum ein- hvem vináttuvott: sprengjuflísar, skammbyssuskot, sprengjukúlur. Með kærri kveðju til íslendinga. Hvala. Einsog gengur| HJökulsson skrifar Og ég var að spytja Önnu, einsog ég spurði svo marga: Hvemig stend- ur á því að íbúar Júgóslavíu gátu lif- að saman í sátt og samlyndi í tæp- lega hálfa öld ef þeir em svo allt í einu orðnir erfðafjendur? Afhverju fara nágrannar og gamlir vinir með eldi hvor gegn öðmm? Hversvegna em nú æskuvinir sitt hvom megin víglínunnar og strengja þess heit að murka lífið hvor úr öðmm? (Ég hafði heyrt margar, margar sögur af mannlegum harmleik í þessa vem: hver einasti borgari Júgóslavíu var með einhverjum hætti persónulegur þátttakandi í hildarleiknum.) I stuttu máli sagt: Afhveiju drepur maður mann? Afhverju drepur mað- ur vini sfna, félaga, ættingja? Anna brá ekki svip, en skenkti meira slívovitz í glösin, og greip síð- an handfylli af gullunum mínum, áðuren hún svaraði á frumstæðri ensku. Lausleg þýðing: „Sjáðu til, Kraffn. Hér hefurðu eina litla byssu- kúlu. Og hér er ein býsna stór. Við notum stóm kúluna á stóm Serb- ana... En litlu kúluna notum við á litlu Serbana." Smávindlar og viskí Þessi minning sótti mig heim um daginn þegar ég las afar merka grein eftir Warren Zimmermann, síðasta sendiherra Bandaríkjanna í Júgó- slavíu, í tímaritinu Foreign Affairs. Zimmermann er sérfræðingur í mál- efnum Balkanskagans og veit hvað hann syngur: áðuren hann var skip- aður sendiherra árið 1989 hafði hann í tvígang starfað í Júgóslavíu. Hann hafði frá öndverðu hrifist af þessu sérkennilega og mótsagna- kennda landi, sem ffá fornu fari var stefnumótsstaður austurs og vesturs: suðupottur allra heimsins hræringa, trúarbragða og kennisetninga, vett- vangur valdatafls heimsveldanna frá örófi alda. Hann lýsir því á einkar sannfær- andi hátt hvernig Júgóslavíu var smámsaman mjakað í átt til tortím- ingar: hvemig óprúttnir leiðtogar Serba - og Króata - vöktu upp hat- urselda þjóðemisofstækis og of- sóknarbijálæðis. Zimmermann kveður Serba að upplagi gestrisna og glaða þjóð (um það ber flestum Atburðir dagsins 1834 Tvö skip og 14 bátar fórust í ofsa- veðri á Faxaflóa, og með þeim 42 menn. 1900 12 þúsund manns misstu heimili sín í stórbmnum í Hull og Ottawa í Kanada. 1937 Þýskar sprengjuflugvélar leggja spænska bæinn Guemica í rústir: árásin varð kveikja að samnefndu tímamóta- verki Picassos. 1989 Lucille Ball deyr; hún var um si'na daga einn dáðasti skemmtikraftur Ameríku. Afmælisbörn dagsins Markús Arelíus Rómarkeisari og heim- spekingur, 121. Leonardo da Vinci ítalskur fjölfræðingur og mesti listamað- ur endurreisnartímans, 1452. Eugene Delacroix franskur listmálari, 1798. Rudolf Hcss staðgengill Hitlers sem flúði til Bretlands í miðri annarri heims- styrjöld, 1894. Annáisbrot dagsins Þijár manneskjur vom líflátnar á alþingi á þessu sumri. Faðir og dóttir; áttu bam til samans; vora úr ísafjarðarsýslu; hann allra hæfi -Tvist og bast um Balkanskagann. ILeiðtogi Bosníu-Serba sagði við sendiherra Bandaríkjanna: „Þér verðið að skilja Serba, herra Zimmermann... Serbar eru ófærir um að hata." saman) en hugur þeirra er bundinn á klafa fortíðarinnar. Þeir eru nánast helteknir af eigin sögu - sögu, sem í þeirra skýringum, snýst að mestu leyti um misgerðir annarra í þeirra garð. Ég hef sjálfur fúndið hina sögulegu þráhyggju Serba: Ef þú spyrð Serba til vegar er eins víst að hann svari fyrst með svosem einsog þriggja álna fyrirlestri um bardag- ann örlagaríka á völlum Kosovo. Sú orusta var að vísu háð árið 1389 - en í vitund Serba er enginn atburður merkari, enginn staður heilagri. Zimmermann lýsir því hvemig Slobodan Milosevic tókst átakalítið að hafa alger hamskipti: hann breyttist úr kommúnísku möppudýri í eldklerk þjóðemisofstækis. Banda- ríski sendiherrann lýsir Milosevic sem fullkomlega ómannlegum harð- stjóra: tækifærissinna en ekki hug- myndafræðingi, miskunnarlausum eiginhagsmunasegg sem ekki skeytti einu sinni um hörmungar eigin þjóðar - hvað þá annarra. Sannleikurinn hefur aðeins afstætt vægi í huga Milosevic, segir Zimmermann. Milosevic tekur sannleikann því aðeins í þjónustu 2 6. a \ hálshöggvinn, henni drekkt. Maður úr Húnavatnssýslu, átti bam við stjúpdóttur sinni, hann missti lífið; fyrir hann var út- skrifað. Grímsstaðaannáll, 1738. X í ^ / t -« Málsháttur dagsins Þjófar stela fé manna, en vinir úmanum. sína að það henti honum. Hvað fleira? Milosevic klæðir sig einsog evrópskur bankamaður; hann reykir smávindla og drekkur viskí. Hann kemur vel fyrir og á þess- vegna létt með að vefja um fingur sér ýmsum erlendum sendimönnum, segir Zimmermann. En sendiherr- ann bætir því við, að þvf miður sé Milosevic algerlega á valdi þeirra myrku afla sem eiga sér bólstað í honum. Lærisveinar Freuds og Shakespeares Og svo er geðlæknirinn á Balkan- skaga. Radovan Karadzic, sérfræð- ingur í paranoiu - ofsóknarbijálæði. Við heyrum nú í fréttum að ein- hveijir hafi áhuga á því að draga hann fyrir alþjóðlegan stríðsglæpa- dómstól. Zimmermann fannst Karadzic al- veg óvenjulega ógeðfelldur og forð- aðist í lengstu lög að hitta hann. En þeir áttu samt nokkra fundi áðuren Júgóslavía liðaðist í sundur. Zimmermann gerir að umtalsefni að Karadzic er ekki einu sinni Bosníumaður. Þegar ég var í Saraje- Heiður dagsins Hannes Hafstein hafði yfirleitt þann hátt á að standa á móti, þangað til séð var, að ekki tækist að svæfa málin framar. Þá tók hann þau og flutti og eignaði sér svo heið- urinn af að hafa komið málinu í höfn. Sigurður Thoroddsen um Hannes Hafstein fyrsta ráðherra islands. Orð dagsins Fyrst er sjón og svo er tal, svo kemur hýrlegt auga, síðar óstarfagurtfal freyju - hefst við - bauga. Sigurður Pétursson, sýslumaður og skáld. Hann fæddist þennan dag árið 1759. Skák dagsins Gamli jálkurinn Suetin hefur um langa hríð verið í hinum stóra hópi meðal- sterkra rússneskra stórmeistara. Hann þjálfaði einu sinni íslensku landsliðs- mennina, og hefur áreiðanlega kennt þeim sitt af hveiju. En hann er fómarlamb f skák dagsins: hinn grimmlyndi Scer- vo bölvuðu borgarbúar honum líka mikið, þessum „sveitastrák frá ein- hvetju ömurlegu fjallaþorpi í Svart- fjallalandi.“ En um langt skeið var Karadzic áberandi í Sarajevo, enda var hann ekki einasta virtur geðlæknir. Mann- skrattinn var skáld líka - hann gaf út ljóðabækur fyrir böm. En hann var aðkomumaður, og Zimmermann bendir á að Karadzic eigi sameiginlegt með Korsíku- manninum Napóleon, Austurríkis- manninum Hitler og Georgíumann- inum Stalín að hafa gerst leiðtogi þjóðar í öðm landi en sínu eigin. En reyndar fann bandaríski sendi- herrann sögulega samsvömn Kar- adzic fyrst og fremst í einum manni: Heinrich Himmler. Hægri hönd þessa Himmlers vorra daga heitir Nikola Koljevic. Hann er líka stríðsglæpamaður og fjöldamorðingi. Til skamms ti'ma var hann prófessor í enskum bók- menntum. Sérgrein: Shakespeare. í síðasta skipti sem Zimmermann og Karadzic hittust var strt'ð á næsta leiti. Læiðtogi Bosníu-Serba sagði við sendiherra Bandaríkjanna: „Þér verðið að skilja Serba, herra Zimm- ermann... Serbar em ófærir um að hata.“ Síðan em fjögur ár. Þrjúhundmð þúsund líf. Það var nóg af kúlum fyrir alla! bakov hefur svart og á leik, og beitir ridd- araliðinu af stöku listfengi. drottninguna, þá hefðu riddaramir kæft kóngsa. 2. ... Rxf2+ 3. Dxf2 Nauðvöm. 3. ... Dxf2 4. Bfl Dxf3+ 5. Hb6 Suetin þumbast við einsog sannur framsóknar- maður. 5. ... e4 6. Hxd6 Dbl+ 7. Kh2 Db8 Hér lagði Suetin loks niður vopn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.